Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982
Blönduvirkjun
VEGNA ýmissa missagna og
misskilnings í umfjöllun um
Klönduvirkjun í fjölmiAlum,
þ.á m. vegna greinar Gunnars
Oddssonar, Flatatungu, í Tíman-
um 8. apríl síöastlióinn, óska ég
eftir því, að þér birtið hjálagt
bréf, dags. 14. apríl sl., frá
Rannsóknastofnun landbúnaA-
arins, VerkfræAistofu SigurAar
Thoroddsen hf. og VerkfræAi-
stofunni Hnit hf. varAandi
skerAingu á landi og beitarþoli
vegna Blönduvirkjunar.
VirAingarfyllst,
Kristján Jónsson,
rafmagnsveitustjóri.
Blönduvirkjun
Skerðing á landi
og beitarþoli
í þeirri umræðu, sem farið
hefur fram í fjölmiðlum, um
land- ok gróðurtap á Auðkúlu-
og Eyvindarstaðaheiðum við
mismunandi tilhögun Blöndu-
virkjunar, hefur verið blandað
saman heildartapi á landi, tapi á
grónu landi, tapi á beitilandi og
stærð uppistöðulóna. Jafnframt
hafa verið bornar saman virkj-
anir með misstórum miðlunar-
lónum (400 og 220 Gl) án þess að
geta þess þannig, að allir mættu
skilja.
Til þess að leiðrétta þann mis-
skilning og rugling, sem þetta
hefur valdið, er hér birtur tölu-
legur samanburður á tapi lands,
gróðurs og beitilands með til-
högun I og II miðað við 400 G1
miðlunarrými í báðum tilvikum.
Að því er varðar tilhögun I
víkja núverandi niðurstöðutölur
nokkuð frá þeim, sem birtar
voru í skýrslu Ingva Þorsteins-
sonar frá desember 1980 og eru
ástæður þessar: 1) Stöðuvötn á
veituleið frá miðlunarlóni voru
áður talin til glataðs lands en
ekki nú, 2) veituleið hefur nú
verið breytt og lögð stytztu leið
frá Austara-Friðmundarvatni að
inntakslóni á Eldjárnsstaðaflá
og 3) stærð hólma í uppistöðu-
lónum hefur verið endurmetin.
Hólmarnir, þar með talinn
Sandárhöfði með tilhögun I, telj-
ast tapaðir sem beitiland en ekki
sem gróðurlendi.
Þá skal tekið fram, að í bréfi
Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins frá 3. marz 1981, þar sem
fjallað var um mismun á land-
tapi, var ekki meðtalið landtap
neðan uppistöðulóns með tilhög-
un II, en þetta hefur áður verið
leiðrétt. I umrætt bréf hefur
nokkuð verið vitnað, en það var
sent Rafmagnsveitum ríkisins
og undirritað af Ingva Þor-
steinssyni.
Frá tölulegum niðurstöðum
samanburðar er greint í með-
fylgjandi töflum I og II. Jafn-
framt er í töflu III gerð grein
fyrir hlutfallslegum breytingum
með tillhögun II í stað tilhögun-
ar I. Þar kemur m.a. fram, að
land, sem fer undir vatn vestan
Blöndu, mun minnka um 42 af
hundraði miðað við tilhögun I,
aukast um 50 af hundraði austan
Blöndu, en í heilt hins vegar
minnka um 21 af hundraði.
Allt mat á stærð landsvæða er
hér byggt á yfirlitsuppdráttum
Orkustofnunar í mælikvarða
1:20.000 með 5 m mun milli hæð-
arlína. Slíkt mat er ætíð bundið
nokkurri óvissu. Niðurstöðutölur
verða því aldrei einhlítar og á
það ef til vill ekki sízt við skipt-
ingu milli svæða austan og vest-
an Blöndu, sem háð er því meðal
annars, hvar á aurum Blöndu
markalínan er dregin.
Virðingarfyllst,
Bjarni Gunnarsson, Hnit hf.
Ingvi Þorsteinsson, Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins,
Loftur Þorsteinsson VST hf.
TAFLA I Blönduvirkjun, tllhðgun I, 400 G1
Landsvæði Land undir vatn Land ónýtt til beitar
Heild Algróið Heild Algróið Töpuó
km2 km2 km2 km2 ærgildi
Vestan Blöndu 42 35 47 40 18402)
Aöveitusk. og
inntakslón 6 6 6 6 235
Samtals að vestan 48 41 531' 461' 207521
Austan Blöndu 14 10 14 10 550
Samtals 62 51 671' 561’ 2625 ;
TAFLA II Blönduvirkjun, tilhögun II, 400 Gl.
Landsvæði Land undir vatn Land ónýtt til beitar
Heild Algróið Heild Algróió Töpuð
km2 km2 . 2 km km2 ærgildi
Vestan Blöndu 22 15 22 15 640
Aðveitusk. og
inntakslón 6 6 6 6 235
Seuntals að vestan 28 21 283) 213) 875
Austan Blöndu 21 15 21 15 910
Samtals 49 36 493) 363) 1785
1) Breyting vegna endurraats á stærð hólma og vegna bess, að
stöðuvötn á veituleið eru nú ekki meðtalin.
2) Breyting vegna endurmats á stæró hólma.
3) Breyting vegna þess,að land á veituleió og undir inntakslóni var
áður ótalið.
TAFLA III Blönduvirkjun, hlutfallslegur munur á tapi
á landi og beitarþoli á tilhögun I og II
miðað við tilhögun I
La nd svæó i Land undir vatn Land ónýtt til beitar Ærgildi %
Heild % Algróii % Heild % Algróið %
Vestan - 42 - 49 - 47 - 54 - 58
Austan + 50 + 50 + 50 + 50 + 65
Vestan og austan - 21 - 29 - 27 - 36 - 32
Svepparækt
Nýttur eða ónýttur markaður?
Eftir Bjarna Helga-
son, Laugalandi,
Borgarfirði
1 september sl. kom út á vegum
Orkustofnunar skýrsla, þar sem
greint er frá úttekt Orkustofnun-
ar á svepparækt á íslandi, orku-
þörf svepparæktunar og hugsan-
legri stórræktun hér á landi. Þeg-
ar skýrsla þessi var unnin var
lægð í ræktun sveppa hérlendis
vegna skorts á innlendum hálmi
til ræktunarinnar, og hafði verið
framleitt næstum helmingi
minna af sveppum a undanförn-
um tíu árum en á áratugnum þar
á undan. En með aukinni korn-
rækt á Suðurlandi á sl. ári opnuð-
ust á ný möguleikar til aukinnar
framleiðslu.
Efni þessarar skýrslu Orku-
stofnunar virðist hafa komið róti
á hugi allmargra aðila sem halda
eftir lestur hennar að hérlendis
sé nú gullið tækifæri til þess að
hasla sér völl í svepparækt, og
hefur greinarhöfundur orðið þess
mjög var að undanförnu. Er því
þörf að segja nokkur orð til varn-
aðar.
Skýrsluhöfundur Orkustofnun-
ar kemst að þeirri niðurstöðu, að
markaður ætti að vera fyrir 375
tonn af sveppum hér á landi á ári
á næstu árum þrátt fyrir þá stað-
reynd, að heildarneysla lands-
manna á nýjum og niðursoðnum
sveppum nemur nú ekki nema 50
tonnum á ári. Núverandi neysla á
nýjum sveppum nemur um einu
og hálfu tonni á mánuði, og er
rúmlega helmingur þess magns
innlend framleiðsla, og á hún eft-
ir að aukast hlutfallslega á næstu
mánuðum. Nú er ekki nema von,
að framtakssamir einstaklingar
renni hýru auga til svepparækt-
ar, þegar skýrslugerðarmenn
opinberrar stofnunar komast að
þeirri niðurstöðu, að hér sé ónýtt-
ur markaður fyrir hundruð tonna
af sveppum árlega, að ónefndum
möguleikum „sem gætu falist í
útflutningi ætisveppa í stórum
stíl“. En lítum á hvernig þessi
niðurstaða er fengin. Tekið er
meðaltal neyslu fimmtán ann-
arra þjóða, og það lagt til grund-
vallar útreikninganna, án þess að
gefa því nokkurn gaum að í sum-
um þessara landa er aldalöng
hefð á sveppaneyslu og að neyslu-
venjur þessara þjóða eru ólíkar
neysluvenjum okkar, sem erum
því vanastir að borða kjöt og fisk
og reyndar hvattir til þe^s. með
niðurgreiðslu á landbúnaðarvör-
um öðrum en grænmeti og svepp-
um.
Ég á bágt mað að trúa því, með
allri virðingu fyrir skýrsluhöf-
undi, að landsmönnum opinberist
skyndilega á næstunni að þeir
skuli sjöfalda sveppaneysiu sína
til að ná einhverju meðaltali úti í
löndum, eða vegna þess að skil-
yrði kunna að vera fyrir hendi
hér á landi til aukinnar sveppa-
ræktar.
Þegar ég hóf svepparækt á
Laugalandi í Borgarfirði fyrir
tuttugu árum virtust fæstir ís-
lendingar gera sér grein fyrir því
að sveppir væru mannarrratur,
enda hafa þeir ekki verið í fæðu-
vali okkar síðan víkingar gengu
berserksgang af villisveppaáti og
bitu í skjaldarrendur. Nú fer
sveppaneysla hægt en stöðugt
vaxandi, ekki síst fyrir tilstilli
fólks sem dvalist hefur erlendis
og kynnst sveppaneyslu þar.
Rétt er, að auka má framleiðslu
á ferskum ætisveppum hérlendis
svo ekki þurfi að flytja þá inn, og
mun hún reyndar aukast á næst-
unni, en hinsvegar er fjárhags-
Bjarni Melgason
„Hinsvegar er fjár-
hagslega varhugavert
að framleiða hér sveppi
til niðursuðu í stórum
stíl á sama tíma og
Danir og Hollend-
ingar, reyndir sveppa-
ræktendur, berjast í
bökkum með sína
framleiðslu vegna sam-
keppni frá löndum eins
og Formósu ...“
lega varhugavert að framleiða
hér sveppi til niðursuðu í stórum
stíl á sama tíma og Danir og
Hollendingar, reyndir sveppar-
æktendur, berjast í bökkum með
sína framleiðslu vegna sam-
keppni frá löndum eins og Form-
ósu en þar er framleiðslukostnað-
ur lítill og verðið þar af leiðandi
lágt.
Stofnkostnaður við svepparækt
er umtalsverður, og það er ekki
nóg að hafa yfirráð yfir einhverri
myrkrakompu til þess að geta
ræktað sveppi, heldur þarf til
þess bæði reynslu og þekkingu,
því svepparækt er vandasamt
verk, eins og kemur réttilega
fram í skýrslu Orkustofnunar.
Vissulega er það þjóðþurftar-
verk að leita hvar sem hægt er að
möguieikum fyrir nýja eða aukna
framleiðslu á sem flestum sviðum
hérlendis, og í því skyni er
skýrsla Orkustofnunar eflaust
gerð. En það er ætíð skynsamlegt
að rasa ekki um ráð fram, og
opinberum aðilum er ekki síst
skylt í rannsóknum sínum að
gefa sér raunhæfar forsendur svo
að niðurstöðurnar verði mark-
tækar, en kasti ekki glýju í augu
þeirra, sem leggja trúnað á þær.
Það er álíka villandi að halda því
fram að hér verði markaður fyrir
375 tonn af sveppum á næstu ár-
um og að staðhæfa, að hér megi
setja á markað hlutfallslega eins
mikið af svínakjöti og í Dan-
mörku eða kjúklingakjöti og í
Bandaríkjunum einungis vegna
þess hvernig neysluvenjur þess-
ara tveggja þjóða hafa mótast.
Björn Friðfinnsson skrifar
ágæta grein í Morgunblaðið 31.
mars sl. þar sem hann varar við
s-unum fjórum: steinullarverk-
smiðju, sykurverksmiðju, salt-
verksmiðju og stáliðju. Hann
hefði að ósekju mátt bæta einu
s-inu við: svepparækt, vegna þess
að það getur reynst hrekklausum
framtaksmönnum mikill bjarn-
argreiði að mata þá á spádómum
um innlenda sveppaneyslu, sem
eru jafnfjarri raunveruleikanum
og þessi 375 tonn í skýrslu
Orkustofnunar um svepparækt og
jarðvarma. Líklegt má teljast, áð
sveppaneysla landsmanna eigi
eftir að aukast hægt og bítandi á
næstu árum og auðvitað er æski-
legt að við framleiðum sem mest
til eigin nota eftir því sem eðlileg
markaðslögmál segja til um. En
þótt þessi skýrsla hafi komið út,
er harla ólíklegt, nú eins og
hingað til, að við svepparækt
megi sækja eitthvað á silfurfati.
Tún að byrja
að grænka í
Skagafirði
Bæ á llöfðaströnd, 15. apríl.
MJÖG hefur nú stytt upp til bóta
hér í Skagafirði, þar sem í úthér-
aði var áður klakahjúpur á túnum
er nú með öllu tekiA upp og er
jafnvel vottur af grænku í skjól-
um. í Austur-Fljótum er þó tölu-
verA fönn ennþá, en þó minni en
oft áður. FóAur- og fjárskoAun
hefur nú fariA fram. Er ástand
mjög misjafnt eins og oft áAur, en
þó eru heybirgAir taldar nægi-
legar heilt yfir.
RiAuveiki, sem breiAst hefur
mikið út, veldur mönnum þungum
áhyggjum. Á nokkrum stöðum var
skorið niður í haust, en veikin
virðist vera að koma upp á fleiri
bæjum.
Skemmtanalíf hefur verið mjög
fjörugt í vetur, og þá sérstaklega
sönglífið, en áætlað er að um 200
manns hafi verið syngjandi í vetur
í héraðinu í ýmsum kórum. Leikrit
hafa verið sýnd, og ekki má
gleyma Sæluviku Skagfirðinga,
sem var vel sótt, en á Sæluviku
setti svipmót heimsókn Skag-
firsku söngsveitarinnar, sem var
hyllt að verðleikum.
Á Hólum í Hjaltadal gengur
skólalíf með ágætum, og er áætlað
að segja upp skóla 14. maí, sem er
sá dagur sem Hólaskóli var stofn-
aður á 1882, fyrir réttum 100 ár-
um.
Grásleppuveiði byrjaði óvenju
seint, og hefur verið venju fremur
rýr. Togarar hafa aflað sæmilega,
en sækja aflann suður fyrir land,
óraleið að sækja. Svolítið hefir
orðið vart við loðnu í fjarðarbotn-
inum, en fiskur virðist ekki fylgja
með.
Mjólkurframleiðsla vex nú ört,
en vegatakmarkanir eru víða og
gera flutninga.
t
— Björn í Bæ.