Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 33 Queen í Leeds í stað Manchester FYRIRHUGUÐUM tónleikum Queen á Old Tratford (heima- velli Man. United) í Manchester hefur verið aflýst af hálfu borg- aryfirvalda. Hljómsveitin haföi fjárfest í 400 feröasalernum til notkunar á vellinum og þau veröa þrátt fyrir allt notuö. Munu tónleikarnir fara fram á Elland Road, heimavelli Leeds, 29. maí. Ný plata frá Blondie HEIMILDIR herma aö nýrrar plötu frá Deborah Harry og fé- lögum hennar i Blondie sé senn að vænta. Mun gripurinn eiga aö koma á markað snemma í maí. Lítið hefur veriö látiö uppi um tónlistina á plöt- unni, utan hvaö sagt er aö hún veröi sýnishorn héöan og þaö- an. Algerlega brjálaðir - safnplata meö Madness á leiöinni í LOK næstu viku mun vera að vænta safnplötu meö bestu lögum Madness á markaö í Englandi. Verða 16 lög á plöt- unni og þar eru öll þau 11 lög, sem hljómsveitin hefur náö aö koma inn á topp-20 í Englandi. Þaö er Stiff-útgáfufyrirtækiö, sem gefur plötuna út eins og fyrri skífur drengjanna sjö. Áætlar fyrirtækið aö eyöa um 300.000 sterlingspundum (5,1 milljón islenskra nýkróna) í sjónvarpsauglýsingar til aö fylgja plötunni eftir. Platan mun bera nafniö Complete Madness. Heiðursskjöldur um Bob Marley ÞÓTT Bob Marley hafi alla tíö fariö meira í taugarnar á mér en Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson til samans verður því ekki á móti mælt aö hann nýtur mikilla vinsælda um heim allan þótt kominn sé undir græna torfu. Þau eru vafalaust óteljandi parfýin út um borg og bí þar sem fólk hefur reykt sig „stoned" og „fílaö" þennan þeldökka poppara meö snúru- háriö frá Jamaica, konung reggae-tónlistarinnar. Fyrir nokkru var Island- plötufyrirtækinu afhentur minnisskjöldur um kappann í tilefni þess aö 250.000 plötur hafa selst á Noröurlöndum. Fór afhendingin fram viö heimskautsbaug og víst er aö Marley karlinn heföi varla lifaö þá afhendingu af heföi hann mætt á svæöiö. „VIÐ VILJUM TRUFLA „Heyrðu Einar," segir Frikki. „Þú veröur aö vera í ullarfrakkanum." „Nei, þá er ég aö stæla Julian í Teardrop Explodes. Ég vil ekki vera að stæla einhvern." „Hei, strákar," kallar Bragi, sem veriö hefur utangátta og flett DV af alefli. „Sjáiöi þessa auglýsingu. Vantar fjóra til fimm stráka í ný- bylgjuhljómsveit. Eigum viö aö sækja um. Djöfull yröi þaö gaman." — Hvernig er þessi ferö fyrir ykkur fjárhagslega? Við tökum litla sem enga áhættu. EKKI sakar að segja nánar frá Ozzy Osbourne og Bandaríkja- ferð hans. Kappinn hefur lent í hinum mestu hrakförum, en fyrst keyrði um þverbak er Randy Rhoads, gítarleikari hljómsveitar- innar, lést eftir mikið fífldirfsku- flug aö næturlagi. Ozzy var ekki á þeim buxunum að hætta ferðinni þótt á móti blési. Hefur Bernie nokkur Torme nú tekiö urldir sig stökk yfir Atlants- Fall borgar brúsann. Við þurfum aö koma okkur út, en annað er þaö ekki. Ef ég þekki Fall rétt munum viö ekki ferðast um í einhverri venjulegri rútu. Ætli þaö veröi ekki 30 manna reiðhjól meö stórum bögglabera." „Hei, strákar," segir Einar Örn, „við þurfum aö athuga meö Akur- eyri í júní." Snýr sér að mér. „Þú skilur. Viö þurfum aö halda svona 4—10 tón- leika eftir að viö komum heim. Viö höfum haldiö um 40 tónleika á ála. Er honum ætlað að leika meö hljómsveit Osbourne þaö sem eftir , er af feröinni. Torme þessi lék áöur meö Gillan og var tvímælalaust besti spilari þess flokks. Hann haföi i hyggju aö stofna eigin hljómsveit, var hálfpartinn búinn aö þvi er Ozzy haföi sam- band við hann, þannig aö óvíst er hvaö verður um hana. Haföi hún meira aö segja fengiö nafn, Electr- r i ic Gypsies. ; l '. z t c 11 j-Vf þessu eina ári okkar þrátt fyrir að hafa tekiö okkur langt frí á siöasta sumri." — Hvaö um nýju plötuna? „Viö tókum hana upp í Grettis- gati og vorum eitthvað um 40 tima í allt. Tónlistin hefur breyst talsvert. Þaö er ekki eins mikil keyrsla og var t.d. á Ekki enn. Viö ergm meö tvö keyrslulög á þessari plötu. Breyt- ingarnar? Þær bara komu, þetta bara kemur allt saman ósjálfrátt." — Þiö hafiö ekkert hugsaö ykk- ur aö fara í Noröurlandareisu, eins og nú er i tisku? „Viö förum til Noregs þegar viö förum á tónlistarhátíöina í Hróars- keldu. Norsarar eru brjálaðir i okkur því aö þeir eru ruglaðir." — Þið eruð farnir aö nota hljómborð og klarinett i ykkar lögum. Hvað kemur til? „Ég fór eitthvað að fikta meö klarinett síðast þegar ég var kvefaöur." Einar Örn svarar aö venju. — Verður textablað með nýju plötunni og ef svo þá eitthvað i likingu við þaö, sem var á Ekki enn? „Já, þaö verður textablaö meö plötunni. Ein lína úr hverjum texta. Þrettán línur alls. Á ég að lesa hana fyrir þig.“ Les, les, les, les, les, les, les, les, les. „Sko það þarf ekkert að hafa neitt textablað. Sumar línurnar koma þrisvar sinnum fyrir í hverju lagi og ef fólk getur ekki heyrt hvað ég er að segja, þá þýðir þetta bara >'ekkerí.i,,:"H,f ’;t'***• 'J' Einar Örn sagöi okkur því næst frá því að hann væri hættur að vinna. „Ég fékk 58 krónur í útborgun núna. Ég sé ekkert „point" í þessu lengur. Ég geri mér vonir um að einn daginn náum viö að lifa af þessu. Viö eigum svo aö segja allar græjurnar núna og draumurinn er aö setja upp eigið stúdíó þar sem við getum unniö sjálfir og leigt litl- um hljómsveitum tíma fyrir lítinn pening. Þaö er eitt, sem þú mátt láta koma fram, og þaö er þessi væll í ungum hljómsveitum. Þú varst að skrifa um einhverja hljómsveit um daginn. Spegil, Spegil, eöa eitthvaö svoleiöis. Af hverju geta þessir krakkar ekki hjáipaö sér sjálfir. Það er ekkert mál að gefa út plötu leng- ur. Við getum hjálpaö þeim ef þau vilja, við að taka upp, redda skuröi og pressun og ööru sliku. Þau þurfa bara að finna dreifingaraöila. Það er allt og sumt. Þetta er ekkert mál." — Jæja, drengir. Hver er mun- urinn á Purrki Pillnikk, nú og fyrir ári? „Við erum kærulausari ef nokk- uð. Grundvallarmunurinn er enginn. Viö æfum ofsalega lítiö. Þaö er vegna þess að við erum með frum- samin lög. Þessar hljómsveitir sem eru aö kópiera þurfa miklu meira að æfa sig, vegna þess aö þær eru aö reyna aö ná einhverju ákveönu sándi allan timann." — Eitthvað að lokum? „Já, endilega. Viö viljum trufla." ’ ' — SSv. Tormé til liðs við Osbourne — Bandaríkjaferöin heldur áfram PURRKUR PILLNIKK í MIÐVIKUDAGSSPJALLI: PURRKUR Pillnikk átti árs afmæli ffyrir skömmu og heldur nú upp á það með útgáfu þriðju plötu sinnar og merkilegri tónleikaferð með The Fall um Breta- veldi. Á þessum þremur plötum Purrksins hafa þeir sent frá sér 40 lög og telst slíkt líkast til einsdæmi og þótt víöar væri leitað. Reyndar eru lögin ekki nein óhemja á lengdina, en lög engu að síður. „Já, djöfulsins ársframleiösla er þetta", sagði Einar Örn, söngvari, er ég ræddi viö þá felaga fyrir stuttu. „Ha, strákar, pæliöi íöí, fjörutiu lög, maður." — Hvaö meö Englandsferðina? „Viö ætlum aö hafa gaman af henni. Fyrst og fremst. Svo ætlar hann Hafliöi kannski aö skrifa um okkur bók. Hafliði Vilhelmsson, þú veist." — Á að slá i gegn? „Á ég að segja þér, aö fólk er hætt aö gefa út slíkar yfirlýsingar. Menn hafa brennt sig svo illa á slíku." — Hefðuð þið fariö „á túr" með hverjum sem er? „Já, sennilega heföum viö nú gert þaö. Annars munaöi litlu aö viö færum í feröalag með Alan Vega í Suicide." — Hafiö þið ekkert takmark i þessari ferð? „Jú, viö ætlum aö slá Fall af sviö- inu (þetta mundi Tjallinn sennilega nefna „to knock Fall off the stage"). — Vitið þiö hvernig áheyrendur þið komið til meö að fá? „Nei, og þaö er best aö vita þaö ekki. Ef viö vitum hvernig fólk kem- ur til aö hlusta á okkur förum viö bara aö reyna aö spila fyrir þann ákveöna hóp í staö þess aö vera bara Purrkur Pillnikk, hreinn og ómengaöur. Sennilega verður þetta eitthvaö háskólaliö, svona eins og sækir Borgina." Það er Einar Örn, sem talar mest að venju. Ljúflingskvartettinn Purrkur Pillnikk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.