Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 19
MOgGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 19 Árbók mennta- málaráðuneytis Menntamálaráðuneytið hefur gef- ið út árbók ráðuneytisins 1982. Rit- stjóri bókarinnar er Birgir Thor- lacius, ráðuneytisstjóri. í formála segir Birgir, að nokk- uð af efni árbókarinnar hafi í fyrstu verið ætlað í nýja útgáfu Ríkishandbókar Islands, en þegar frá þeirri útgáfu var horfið, sam- þykkti menntamálaráðherra að gefin yrði út árbók menntamála- ráðuneytisins. I formála segir m.a. svo um efni bókarinnar: „I þessari bók eiga að vera skráðir allir skólar (einnig þeir sem ekki heyra undir mennta- málaráðuneytið), skólastjórar, kennarar og annað starfslið og eru upplsýingar þessar yfirleitt mið- aðar við skólaárið 1981—1982. Þá eiga að vera í bókinni upplýsingar um allar aðrar stofnanir á starfssviði menntamálaráðuneyt- isins, svo og um ráðuneytið. Birt eru lög um Stjórnarráð Islands og reglugerð samkvæmt þeim, skrá um gildandi lög, reglugerðir og er- indisbréf varðandi skólamál og önnur menningarmál, yfirlit um ráðherra frá 1904—1982 og í kafl- anum um Stjórnarráð sést hvaða danskir ráðherrar fóru með Is- landsmál 1874—1904. Greint er frá nefndum, stjórn- um, ráðum og starfshópum á veg- um menntamálaráðuneytisins og verkefnum þeirra. Birt er yfirlit um fjólksfjölda á öllu landinu 1. desember 1980 og í hverju ein- stöku sveitarfélagi og er þar farið eftir skýrslum Hagstofu íslands. Skrá er um doktora og heiðurs- doktora frá Háskóla íslands frá öndverðu, svo og um þá sem stjórnvöld hafa sæmt prófessors- nafni. Þá er skrá um alþjóðastofn- anir sem ísland er aðili að og yfir- lit um menningarsamvinnu við Norðurlandaríkin, Evrópuráð og Menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna." Arbók menntamálaráðuneytis- ins er 364 blaðsíður, prentuð hjá Leiftri hf. Patreksfjörður: Frambodslisti Alþýðuflokksins Alþýðuflokksfélag Patreksfjarðar hefur gengið frá framboðslista fé- lagsins vegna væntanlegra hrepps- nefndarkosninga svo og framboði félagsins til sýslunefndar. Framboðslistann til hrepps- nefndar skipa eftirtaldir einstakl- ingar: 1. Hjörleifur Guðmundsson, form. Verkalýðsfél. Patreksfj., 2. Björn Gíslason, byggingameistari, 3. Guðfinnur Pálsson, bygginga- meistari, 4. Birgir B. Pétursson, húsasmiður, 5. Asta Gísladóttir, ljósmóðir, 6. Þórarinn Kristjáns- son, verkamaður, 7. Jóhanna Leifsdóttir, fóstra, 8. Guðný Pálsdóttir, húsmóðir, 9. Sverrir Olafsson, verkamaður, 10. Ást- hildur Ágústsdóttir, húsmóðir, 11. Kristófer Kristjánsson, vélstjóri, 12. Óli Rafn Sigurðsson, húsa- smiður, 13. Páll Jóhannesson, byggingameistari, 14. Ágúst H. Pétursson, oddviti. í framboði til sýslunefndar eru: Aðalmaður: Ágúst H. Pétursson, oddviti. Varamaður: Bjarni Þor- steinsson, verkstjóri. Nýr sendiherra NÝSKIPAÐUR sendiherra Hollands hr. J.J.L.R. Huydecoper afhenti nýlega forseta Islands trúnaðar- bréf sitt að Bessastöðum að viðstöddum Ólafi Jóhann- essyni utanríkisráðherra. Síðdegis þáði sendiherr- ann, ásamt fleiri gestum, boð forseta íslands að Bessastöðum. Sendiherra Hollands hef- ur aðsetur í London. Athugið opið alla laugardaga kl. 9—12 marimekko KRISTJflfl SIGGEIRSSOfl HF LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SlMI 25870 Bílasöludeildin er opin í dag frá kl. 1—5, Nýir og notaðir bílar til sýnis og sölu. tK -Trrjtt T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.