Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 ao^KUR Skipverjar á Berki huga að trollinu i Vestmannaeyjum. Spærlingsveiðar Barkar ganga treglega NOTASKIPH) Börkur NK 122 frá Neskaupstað hefur undanfarnar tvær vikur verið á spærlingsveið- um á svæöinu i kringum Vest- mannaeyjar, en einkum fæst spærlingur á Háadýpi og norður og norðvestur af Surtsey. Veiðar Barkar hafa gengið frekar treglega og mun skipið vera búið að landa um 500 lestum. Ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslurnar hf. i Neskaupstað sagði, þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að ef vel ætti að vera þyrfti Börkur að veiða að minnsta kosti 150 til 200 lestir á dag. „Það sem af er hafa þessar veiðar reynst okkur dýrt ævintýri," sagði Ólafur og sem dæmi nefndi hann að Börk- ur væri tvisvar búinn að rífa trollið. Reglur um lánveiting- ar Félagsmálastofn- unar samþykktar BORGARSTJÓRN staðfesti á fundi sínum á fimmtudagskvöldið þá sam- þykkt félagsmálaráðs, sem sam- þykkt var að tillögu félagsmálastjóra þann 1. apríl sl. Sú tillaga var sam- þykkt með 4 samhljóða atkvæðum, en fulitrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu sátu hjá. í samþykktinni felst að lánveit- ingar vegna kaupa á eigin húsnæði eru skornar niður og lánveitingar til fyrirframgreiðslu húsaleigu takmarkaðar. Verður nú miðað við að þær verði ekki hærri en 12.000 krónur fyrir fjölskyldur og 8.000 krónur fyrir einstaklinga. Sjálfstæðismenn sátu hjá við afgreiðslu málsins og sögðu í til- lögu sem ekki hlaut stuðning í ráðinu, að allar samþykktir um fjárhagsaðstoð ættu að vera háðar fjárhagsáætlun borgarinnar og ættu ekki að fara út fyrir þann ramma. Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá hótuðu starfsmenn fjöl- skyldudeildar féiagsmálastofnun- ar borgarinnar að hætta að ávísa „greiðslum til skjólstæðinga", fengist ekki „varanleg lausn" á fjárhagsvanda stofnunarinnar, eins og sagði í yfirlýsingu þeirra. Nú hafa starfsmenn stofnunar- innar ákveðið að fresta þessum aðgerðum fram í júní og er sú ákvörðun tekin í tilefni þessarar samþykktar félagsmálaráðs. Gunnar og Vala í opinbera heimsókn til Þýzkalands MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi frétt frá forsætisráðu- neytinu: „Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, og Vala Ásgeirsdóttir, kona hans, hafa þegið boð Hel- muths Smiths, kanslara, um að koma í opinbera heimsókn til Sambandslýðveldisins Þýskalands dagana 11,—13. maí nk.“ Stöðvun loðnuveiða mik- ið áfall fyrir Bolvíikinga Gulutilfelli kom upp á Akranesi Bolungarvík, 16. apríl. HÉR í Bolungarvík hafa menn þungar áhyggjur vegna þeirrar stöðu í atvinnulífinu, sem upp hefur komið, vegna stöðvunar loðnuveið- Þessi mál hafa verið til umfjöllunar innan bæjarstjórnar, þar hafa verið að gera sér grein fyrir stærð þessa þáttar atvinnulífs staðarins. Það eru fyrirliggjandi nokkrar staðreyndir, sem segja ef til vill til um mikilvægi þessarar atvinnugreinar fyrir byggðarlag eins og Bolungarvík. anna. sem menn Síðan sumarveiðar á loðnu hóf- ust 1976, hefur loðnuvinnslan ver- ið stöðugt vaxandi þáttur í at- vinnulífinu og er nú orðin mikil- væg atvinnugrein, sem hefur haft margvísleg áhrif til eflingar byggðarinnar og hefur skapað hagstæð skilyrði til uppbyggingar undanfarinna ára. Lagt hefur ver- ið í mikla fjárfestingu til þess að treysta þessa atvinnugrein og má þar nefna síldarverksmiðju Ein- ars Guðfinnssonar hf., sem hefur verið stækkuð og afkastageta hennar tvöfölduð, auk þess sem aðrar mikilvægar endurbætur hafa átt sér stað. Ársaflamagn, sem hér hefur verið landað, hefur farið yfir 40 þúsund lestir, en meðaltalsafla- magn á ári síðustu 5 ára hefur verið yfir 30 þúsund lestir. Þá sýna fyrirliggjandi tölur fyrir árið 1980, að útflutningsverðmæti loðnuafurða hefur numið nær 50% af heildarútflutningi héðan eða um 3,2 milljörðum gamalla króna. Þá hafa tekjur hafnarsjóðs af loðnuveiðum og loðnuvinnslu numið um 40 til 45% af heildar- tekjum hafnarinnar. Aðstöðugjald loðnuverksmiðjunnar hefur numið 33,5% af tekjum bæjarsjóðs af aðstöðugjaldi og útsvör starfs- manna verksmiðjunnar námu þá 45 til 50 milljónum gamalla króna. Eru þá ótalin önnur áhrif, svo sem atvinnusköpun fyrir iðnfyrirtæki á staðnum og vörubílstjóra, auk áhrifa á verslun og aðra þjónustu. Að framansögðu má ljóst vera, að ef ekki verða leyfðar neinar loðnuveiðar á þessu ári, sem ástand loðnustofnsins virðist benda til, verður hér um mikið áfall að ræða, sem ekki er séð fyrir hvernig bregðast eigi við. — Gunnar UPP hafa komið nokkur tilfelli af Gulu á Akranesi og hefur þegar ver- ið gripið til aðgerða til að hefta út- breiðslu veikinnar. Talið er að veik- in hafi borist hingað til lands frá Tyrklandi og mun fyrsti maðurinn sem tók veikina hér, hafa verið ný- kominn þaðan. Að sögn Ólafs Ólafssonar land- Brian Holt lætur af störfum ræðismanns BRIAN Holt lét í gær af störfum ræðismanns Breta hér á landi. Hefur hann gegnt því starfi með stuttum hléum í 31 ár. Hann hefur dvalið hér á landi frá þvi á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Brian er kvæntur íslenzkri konu og munu þau búa áfram hér á landi. læknis telja menn, að ekki sé hætta á að veikin breiðist út hér á landi. Sagði Ólafur í samtali við Mbl. að tilfelli af þessu tagi kæmu upp hér annað slagið, en væru engan veginn neitt vandamál, hins vegar væri Gula landlægur sjúk- dómur víða í suðurlöndum, þar á meðal á sumum vinsælum ferða- mannasvæðum. Sagði Ólafur að yfirvöld í viðkomandi löndum væru treg til að upplýsa um gulu- tilfelli þar, af ótta við að ferða- mannastraumur myndi þá minnka. StúdentaráÖ Háskólans: Umbótasinnar fresta ákvörðun um myndun meirihluta með Vöku ERLENT UMBÓTASINNAR frestuðu því á fé- lagsfundi sínum í gær að taka af- stöðu til myndunar meirihluta innan stúdentaráðs með Vöku. Fyrir fund- inum lá samkomulag samninga- nefnda beggja fylkinganna um myndun meirihluta og hafði félags- fundur í Vöku þegar samþykkt það. Á fundi umbótasinna voru mjög skiptar skoðanir um samkomulag- ið og komu fram ný viðhorf um myndun meirihlutans. Því var ákveðið að boða til annars félags- fundar með löglegum fyrirvara og verður hann klukkan 20.00 á þriðjudag. Því er enn óljóst hvort af myndun meirihluta milli um- bótasinna og Vöku verður. Skila- fundi stúdentaráösins, sem nú sit- ur, hefur enn verið frestað, og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er nú farið að verða mjög brýnt að nýr meirihluti verði myndaður. Aðkallandi er að geng- ið verði í ýmis mál, svo sem at- vinnumiðlun stúdenta og fleira. Örn Bjarnason forstjóri Hollustu- verndar ríkisins HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðuneytið skipaði í gær örn Bjarnason, skólayfirlækni, til þess að vera forstjóri Hollustuverndar ríkisins skv. lögum nr. 50/1981, um hollustuhætti og heilbrigðis- eftirlit, en stofnunin tekur til starfa 1. ágúst nk. Auk hans sótti um stöðuna Egg- ert Ásgeirsson, fv. framkvæmda- stjóri, að því er segir í fréttatil- kynningu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Siglósíld vinnur gaff- albita úr 1.500 tunnum SIGLÓSÍLD hefur nú fest kaup á 1500 tunnum af síld og verður síldin unnin í gaffalbita í verksmiðju fyrir- tækisins á næstunni. Gert er ráð fyrir að þessi framleiðsla fari á Rússlandsmarkað. Heimir Hannesson, fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metis, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að samningavið- ræður við Rússa um frekari kaup á gaffalbitum væru fyrirhugaðar á næstunni og vonuðumst menn til að samningar tækjust. Borgarstjóri svarar spurningum um skipulagsbæklinginn: Svörin ákaflega rýr og innihaldslítil „SATT best að segja eru svör þau sem borgarstjóri lagði fram í borg- arráði ákaflega rýr og innihaldslít- il, segja má að vart sé svarað einni einustu spurningu þannig að hald sé í,“ sagði Davið Oddsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðtsflokksins i samtali við Morgunblaðið, en i gær svaraði borgarstjóri fyrirspurnum um svokallað kynningarrit um skipulagsmál, sem gefið var út á kostnað borgarsjóðs. „Skýringin á því er sennilega sú að málstaðurinn er ekki alltof — segir Davíð Oddsson góður, þó kemur fram í einu svarinu að kort það, sem prentað er á forsíðu þessa dæmalausa bæklings, er alls ekki hið rétta kort og vekur það mikla athygli, vegna þess að þess er að engu getið í blaðinu sjálfu. Ég er reyndar ákaflega hissa á því að borgarstjóri, sem sagt hefur ver- ið að eigi að vera ópólitískur starfsmaður, skuli leggja nafn sitt við þetta rit sem er nánast fyrir neðan allar hellur, vegna subbuskapar og pólitísks áróð- urs. Borgarstjóri líður það, og hefur reyndar frumkvæði að því, að slíku riti er dreift um borgina alla á kostnað borgarbúa. Ég hef fundið það á fólki að það er mjög hneykslað á þessu framferði vinstri meirihlutans," sagði Davíð Oddsson. Sjá svar borgarstjóra á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.