Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 2

Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 „Ýmsir halda að bókmenntir séu bara fyrir fólk með stúdentspróf ‘ Rætt við dönsku skáldkonuna Marianne Larsen Danska skáldkonan Marianne Larsen sendi frá sér fyrstu Ijóðabók sína, Koncentrationer, árið 1971, þá um tvítugt, og síðan hefur hún gefíð út átján til viðbótar. Þykir hún einhver mesta skáldkona í Danmörku hin síðari ár. Hún kom nýverið hingað til lands ásamt fjórum starfs- bræðrum sínum, með Digterscenen eða Ljóðleikhúsinu. Blm. hitti hana að máli einn góðviðrisdag rétt fyrir páska og við ræddum um feril hennar og Ijóðlistina og fleira á meðan sólin hamaðist við að tilkynna komu sína frá út- löndum fyrir utan gluggann. Marianne Larsen Morgunbl«8iö/EmilIa Úr Ijóðabókinni „Hinandens Kræfter“ (Borgen 1980) henni finnst þaö eiga bágt alltíeinu » eiga bágt i sér að opna sjónvarpið og horfa á einhvern niðurlægjandi þátt lífið sem slíkt eiga bágt það liður langt fram yfir sjónvarpstíma langt fram yfir háttatima hún situr kyrr ofurhljóð allan tímann umþaðbil að springa (Marianno Laraan. fal. þýft. Kriatln Bjarnadóttir.) Gekk betur að skrifa en tala Hvers vegna byrjaðirðu að yrkja? „Til þess lágu nú bara per- sónulegar ástæður. Ég átti alltaf bágt með að tjá mig og tala við aðra, en það gekk betur að skrifa. Þannig gat ég fengið út- rás fyrir tilfinningar mínar og hugsanir. I byrjun vissi ég ekki að ég væri að skrifa ljóð eða eitthvað slíkt. Þetta voru bara hugmyndir mínar og tilfinn- ingar, viðbrögð mín við um- hverfinu. Síðar þegar ég kom í mennta- skóla og við fórum að lesa nú- tímabókmenntir, þá gat ég borið lestrarefnið saman við það sem ég skrifaði og sá að það var ekki óskylt hvað öðru. Það vakti með mér áhuga á bókmenntum og á því að skrifa." Manstu eftir einhverjum sér- stökum höfundum sem höfðu áhrif á þig á þessum árum? „Já, ég man sérstaklega eftir Svend Aage Madsen og svo Vagn Lundbye. Síðar fékk ég mikinn áhuga á Brecht. Um þessar mundir hættu skriftir mínar að vera einungis persónuleg „þer- apía“ eða meðferð, heldur fann ég hjá mér þörf til að segja ein- hverjum eitthvað, að reyna að hafa áhrif á umhverfið. Skrift- irnar öðluðust tilgang. Þetta var í kringum 1970 og mikið að gerast, ekki síst meðal ungs fólks. Gamlar hefðir voru teknar til endurskoðunar og nýir möguleikar skoðaðir. Það var mikil velmegun í Danmörku þá, og næg atvinna, öfugt við það sem nú er. Þá var mikið um hvers kyns tilraunastarfsemi. Um þessar mundir voru að líta dagsins ljós fyrstu bækurnar þeirrar gerðar er síðar hafa ver- ið kallaðar kvennabókmenntir. Mér varð ljóst að það var hægt að starfa sem rithöfundur öðru vísi en bara með því að gefa út bækur. Það var hægt að vera hluti af hreyfingu eins og kvennahreyfingunni og lesa upp og birta ljóð í tímaritum og svo framvegis." Ferköntuð Ijóð Til hvers er að yrkja? „Ja. I upphafi var þetta sem sagt aðeins gert fyrir sjálfa mig. Ég var ný í skólanum og þekkti engan og átti bágt með að ná sambandi við fólk. Svo ég fór að skrifa til að átta mig á lífinu og tilverunni og til að fá útrás. Síð- ar tóku ljóð mín að fá fremur á sig yfirbragð samskipta við aðra en eintala. Ég er ekkert sérlega ánægð með samfélagið og ég vil tjá mig um það við aðra, því við verðum að leysa vandann sam- an.“ Hve mikla póiitík eða boðun þolir ljóðið án þess að breytast í ritgerð eða grein? „Það er nú það. Ég segi fyrir mig, að ég hef eiginlega aldrei getað skrifað blaðagrein, svona í venjulegum skilningi orðsins. Það er of ópersónulegt form fyrir mig. Ég átti alltaf erfitt með að sætta mig við allar þess- ar reglur í skólanum um stíla- smíð og þess háttar. Skólinn leit- ast við að gera fólk afkastamik- ið, líka á sviði málnotkunar. Fólki er kennt að vera duglegt að koma einhverju til skila í rituðu og töluðu máli, en ekki lögð rækt við persónulega framsetningu. Ég skrifa oft ljóð, þegar aðrir myndu skrifa grein. Mér fellur það betur. Með því móti er hægt að koma persónulegri hlutum á framfæri. Það er hins vegar alltaf sú hætta fyrir hendi að Ijóðið stífni og verði dálítið ferkantað ef það er mjög þrúgað af boðskap. Þetta er jafnvægislist. Ef stjórnmálamaður skrifar ljóð, verður það án efa stirðbusa- legt og þungt, því hann nálgast ljóðið frá þeirri hlið. Ég leitast á hinn bóginn við að nálgast stjórnmál frá ljóðrænu hliðinni. Útkoman úr því verður vonandi dálítið önnur. Ég reyni að segja skoðun mína á máli ljóðsins, fal- lega, sé þess nokkur kostur." Andsvar við vél- væðingu og einföldun Hver er staða bókmenntanna nú á Norðurlöndum að þínu áliti? „Það hafa að undanförnu verið ríkjandi mjög persónulegar bókmenntir. Þetta er sennilega eitthvert andsvar við vélvæðingu samtimans og einföldun á öllum sviðum. Tölvurnar byggja jú á því að öllu megi svara með já eða nei. Allt verður ópersónulegra í samskiptum fólks. Þetta verður svo til þess að fólk fer að langa til að segja eitthvað sjálft, segja eitthvað um sig sjáift, með sín- um eigin orðum. Til þess er ljóðformið mjög heppilegt. Sem dæmi um höfunda af þessu tagi í Danmörku má nefna skáldkon- urnar Vitu Anderson og Lolu Baidel, en tengdari kvennahreyf- ingunni eru svo aftur til dæmis Bente Clode og að vissu leyti ég og fleiri. Þetta skiptist svona töluvert. Og skiptingin er aldrei einhlít. Bente Clode stendur til dæmis mun nær sjálfri jafnréttisbar- áttunni og kvennahreyfingunni en ég. Svo er komin fram karla- hreyfing líka og fulltrúi hennar á bókmenntasviðinu getur talist Jesper Jensen. Einn hópurinn enn eru yngstu skáldin, sem yrkja torskilin ljóð og boða eiginlega afturhvarf til gömlu listamannsímyndarinnar frá dögum Beaudelaires." Er unnt að lifa á því að vera ljóðskáld í Danaveldi? „Það er ekki auðhlaupið að því. Ég lifi sjálf á skriftum og með dálitlum lestri í útvarp og á öðrum stöðum, til dæmis með Digterscenen, gengur þetta sæmilega. Ég fæ styrk úr Lista- sjóði ríkisins og það hjálpar töluvert. En þetta er mjög ótryggur fjárhagslegur grund- völlur sem maður býr við. Það er reyndar mjög óalgengt að ljóð- skáld geti lifað af því að skrifa, frekar að skáldsagnahöfundur geti það, með því að gefa út eina eða tvær bækur á ári.“ Að brjóta niður vegginn Hvernig verða bækur þínar til? Vinnurðu markvisst að samningu þeirra, eða safnarðu saman efni á nokkurra mánaða fresti? „Þetta er svolítið misjafnt. Stundum koma tímabil þar sem ég skrifa mjög mikið, en síðan koma aðrir tímar og engin ljóð. Stundum hugsa ég um eitthvað í fleiri vikur án þess að koma einu orði á blað. En stundum fær maður einhverja hugmynd sem verður að komast til skila strax. Heimurinn er fullur af ljóðum, það er bara að fylgjast vel með og veiða þau og koma þeim niður á blað.“ Nú hefur þú sent frá þér tæp- lega tuttugu bækur á um það bil tíu árum, sem er óvenjulegt, skrifar þú svona mikið eða aðrir svo lítið? „Ég held að ýmsir aðrir höf- undar skrifi meira en ég. Þeir eru þá að skrifa sögur og leikrit og þess háttar. Ég hef nánast aldrei skrifað annað en Ijóð, þótt mér hafi dottið í hug að prófa það.“ Eru þeir ekki töluvert mikið fleiri sem lesa sögur en þeir sem lesa Ijóð og því vænlegra að búa boðskap sínum það form? „Það er rétt að fleiri lesa sögur en ljóð, en þó hefur það mjög aukist á síðari árum að fólk lesi ljóð. Sérstaklega ungt fólk. Fólk hefur áttað sig á, að það er vel hægt að skilja samtímaljóð. Að ljóðið hefur breyst alveg eins og fólkið og tímarnir. Ég vil fremur reyna að þróa ljóðformið eins og hægt er og reyna að brjóta enn frekar niður vegginn sem reistur var í aldanna rás á milii fólksins og listarinnar. Enn halda skól- arnir samt áfram að klastra upp í götin á þessum vegg. Það eru geysileg fræði í kringum bók- menntir og það verður til þess að ýmsir halda að bókmenntir séu bara fyrir fólk með stúdents- próf.“ Metsölubull eins og Dallas „Ég vil stuðla að því að ljóð verði almenningseign og al- menningstjáning, eins og áður var, endur fyrir löngu. Almenn- ingur er hræddur við að skrifa, en á þó auðveldara með að skrifa ef hann má skrifa á sinn eigin hátt. Það er hægt í ljóði. Það er líka eiginlega nauðsynlegt að fólk fari að tjá sig, því það stefn- ir allt í það að við verðum gerð að vélmennum. Samfélagið gerir fólk óvirkt og steypir alla í sama mót, verður stöðugt ópersónu- legra. Svo er framleitt metsölubull handa fólkinu, eins og eftir tölvuútskrift. Til dæmis Dallas- sjónvarpsþæt'tirnir. Þar er eng- inn einn höfundur. Þetta er fjöl- mennt lið tölvuhöfunda sem býr þessa ofboðslegu dellu til. Þetta er eins og dönsku vikublöðin í sjónvarpsformi. Ekkert nema kóngafólk og auðkýfingar og feg- urðardísir, eins fjarri venjulegu fólki og hugsast getur. Þaö er eins og þetta sé framleitt mark- visst til að fá fólk til að láta sig dreyma í staðinn fyrir að gera eitthvað við veruleikann. Þetta er ótrúleg lágkúra." Sólin skein enn, þegar við hættum spjallinu og Marianne ætlaði út í góða veðrið, en ég rölti niður á ritstjórn. Þegar þangað kom varð mér litið í blað. Það var lesendasíðan. I tveimur bréfum var beðið um að fá Dall- as aftur á skjáinn. Bréfin voru full af tilfinningum. Fólkið sem skrifaði virtist vera með grát- stafinn í kverkunum. — SIB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.