Morgunblaðið - 18.04.1982, Side 12

Morgunblaðið - 18.04.1982, Side 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 Menntaskólakennari í Japan, 36 ára karlmaður, óskar eftir bréfa- sambandi við íslenzkar konur á aldrinum 18—40 ára. Tónlist, bókalestur, bréfaskriftir, garð- yrkja, ljósmyndun, frímerkja- og póstkortasöfnun eru meðal áhuga- mála hans: Kiyoichi Saiwaki, Wada-cho 740, Kagoshima-city, 891—01 JAPAN Þrítug sænsk kona, tveggja barna húsmóðir, skrifar á ensku, dönsku eða sænsku, óskar eftir bréfasam- bandi við konur hér á landi: Maj-Lis Persson, Liirkgatan 10, S-28063 Sibbhult, SWEDEN Tvær 16 og 17 ára vestur-þýzkar stúlkur frá Dusseldorf með mörg áhugamál, skrifa á þýzku, ensku eða frönsku. Hafa sama heimilis- fang: Birgit Slevogt, eða Andrea von Thiel, Biittgenweg 14, 4000 Dusseldorf 11, W-GERMANY Kanadísk kona af íslenzkum ætt- um skrifar fyrir börn sín tvö, sem vilja eignast pennavini hér á landi. Afi konunnar er íslenzkur, fluttist til Kanada 17 ára gamall. Börnin eru Roxanne, 11 ára stúlka, og Sheila, 8 ára stúlka: Roxanne Lucas, eda Sheila Lucas, 3—2624 Franklin Street, Vancouver, B.C., CANADA V5K 1X6 Sex ungmenni skrifa frá Ástralíu, öll með sama heimilisfang. Þeirra áhugamál eru margvísleg. Segjast geta skrifað á frönsku auk ensku: Mary Petersen, 18 ára Karen White, 18 ára Peter Gibson, 22 ára Sonia Fiori, 19 ára Neil White, 23 ára Jim Murray, 24 ára Box 533, Charters Towers, Queensland 4820, AUSTRALIA. r r\ n j V J o ___>> Bókin með nýju húsunum frá Húseiningum erkomin! Rúmlega 80 litprentaðar blaðsíður með margvíslegum upplýsingum og teikningum eftir Bjarna Marteinsson, Helga Hafliðason og Viðar A. Olsen. Teikningarnar f bókinni gefa hugmyndir um byggingu einlyftra og tví- lyftra einbýlishúsa fyrir viðráðanlegt verð, - sambærilegt við góða íbúð í fjöl- býtishúsi f Reykjavík. Bókin er ókeypis. Hafið samband við Húseiningar h/f á Siglufirði, sími 96-71340 eða söluskrifstofuna í Reykjavík, Laugavegi 1B, sími 91-15945 og bókin fer í póst til ykkar samdægurs. ÓSA SVARSEÐILL Vinsamlega sendiö ! mér eintak I af bókinni, mér aö kostnaðarlausu! I I \ HÚSEININGAR HF -------------------------------------------- Nafn: Heimilisfang: Póstnr.: Sími: Þau Machiko Sakurai, Margrét Pálmadóttir og Joseph Fung munu á næstunni ferðast um landið og skemmta fólki með tónleikum. LjÓHmynd Mbl. Emilía Björg. * Island er auðlind, sem auðgar list- sköpun og túlkun tónlistarfólks — segir Machiko Sakuari, sem nú heldur tónleika hér á landi JAPANSKI píanóleikarinn Machiko Sakurai heldur ein- leikstónleika á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 18. þessa mánaðar. Á tónleikunum mun hún leika sónötur eftir Schubert (A-dúr), Mozart (c-moll) og Prokoliev (C-dúr). Er þetta í annað skiptið, sem Machiko Sakurai kemur hingað til lands. Að loknum þessum tónleikum mun hún halda út á land og halda tónleika ásamt Margréti Pálma- dóttur, söngvara og Joseph Fung, gítarleikara. Morgunblaðið hafði tal að Machiko og sagði hún, að til- gangur ferðarinnar hingað væri að sameina hljómleika- hald og kynnisferðir um land- ið. Hún sagðist vera hugfang- in af landinu, hverunum, heita vatninu og fiskinum, sem minnti hana á heimalandið Japan, bæði löndin væru eyjar og eldgos væru tíð. Hins vegar væru íslendingar blessunar- lega lausir við mengunina, fólksmergðina og tæknivæð- inguna, sem nú einkenndi Jap- an. Hún sagði einnig, að hún teldi ísland mikla auðlind fyrir tónlistarfólk, það auðg- aði listsköpun þess og það ætti því auðveldara með að fá út- rás í verkum sínum og túlka þau betur. Það væri mjög mik- ilvægt fyrir tónlistarfólk að víkka sjóndeildarhringinn og öðlast sem mesta reynslu til betri túlkunar á tónverkum. Þess vegna væri það algengt að japanskir tónlistarmenn leituðu til Evrópu og Banda- ríkjanna. Machiko stundaði nám við tónlistarháskólann í Vín og nam meðal annars hjá hinum kunna meistara Bruno Seidl- hofer, sem nú er nýlátinn. Síð- an hefur hún verið kennari í píanóleik þar og haldið bæði einleikskonserta og leikið með stærri og smærri hljómsveit- um víða í Evrópu og Japan. Síðast lék hún píanókonsert Mozarts í d-moll með hljóm- sveit tónlistarháskólans í Vín. Hún mun halda af landi brott eftir þrjár vikur og mun þá halda tónleika í Miinchen ásamt systur sinni, sem er þverflautuleikari. Margrét Pálmadóttir, sem syngja mun með Machiko og Joseph Fung úti á landi, hóf söngnám hjá Elísabetu Erl- ingsdóttur 1972. Að loknu stúdentsprófi hélt hún til Vín- ar og stundaði þar söngnám undir leiðsögn Svanhvítar Eg- ilsdóttur í fjögur og hálft ár. Undanfarin sumur hefur hún nýtt til söngnáms á Ítalíu og hélt hún, ásam fleiri ungum söngvurum, á tónleika á Norður-Ítalíu í fyrra. Eftir þá var henni boðið að taka þátt í tveimur ’slíkum tónleikum á komandi sumri, sem hún hyggst nýta sér ef aðstæður leyfa. Margrét sagði mikla fram- tíð fyrir söngvara á íslandi og vettvangurinn væri mikill þó menn yrðu að vinna fyrir lifi- brauði sínu á annan hátt. Joseph Fung er fæddur í Hong Kong og nam gítarleik í Royal Northen College of Music í Manchester í Eng- landi. Hann hefur verið ein- leikari með ýmsum hljóm- sveitum í Englandi og auk þess haldið nokkra einleiks- tónleika. Síðan 1980 hefur hann kennt við Tónskóla Sig- ursveins. Joseph sagði, að hér væri mikið að gerast í tónlist- arlífinu og það væri mjög upp- örvandi fyrir þróun einstakl- inga á tónlistarbrautinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.