Morgunblaðið - 18.04.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.04.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 67 Seyðisfjörður: Útgerð hefur gengið vel í vetur Seydisfirði, 13. apríl. ÚTGERÐIN sem allt veltur á hefur gengið vel. Trollbátarnir hafa fiskað ágKtlega siðan um áramót. Togarinn Gullberg hefur fengið 1.120 tonn á tímabilinu 17. janúar til 8. apríl, en togarinn Gullver hóf ekki veiðar fyrr en 8. marz, þar sem hann var í klössun í Færeyj- um, síðan hefur hann fengið tæp 400 tonn. Báðir togararnir landa hjá Fiskvinnslunni hf. Afli togaranna hefur að lang- mestu leyti farið í salt, en nú er sá háttur hafður á í Fiskvinnslunni, að fiskurinn er flakaður í flökun- arvél á sama hátt og hann er flakaður til frystingar, en ekki lengur flattur. Mjög lítið hefur verið verkað til frystingar og lítið í skreið. Bátarnir Otto Wathne, Þórður Jónasson og ólafur Magnússon, er landa hjá Norðursíld hf., hafa ver- ið mikið í viðgerðum síðan um áramót. Otto Wathne hefur fengið 430 tonn, Þórður Jónasson 113 tonn og Ólafur Magnússon tæp 20 tonn. Mest af aflanum hefur farið í saltfisk, eitthvað í skreið, en hlutfallslega minna hefur farið í frystingu en vant er. Páskaveðrið hefur verið sérlega gott og sól skinið flesta daga. Þetta hafa Seyðfirðingar kunnað að meta og óspart stundað skíða- íþróttina. Á skírdag var fermt hér og setti fermingin sinn svip á páskahaldið. Af landbúnaðarmálum er það helst að frétta að hjá öðrum stærsta mjólkurframleiðanda á Austurlandi, Jóni Sigurðssyni á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, hafa kýr verið óhraustar og ekki mjólk- að sem áður, telur Jón það vera afleiðingar slæmrar tíðar síðast- liðið sumar. Nokkru fyrir páska var þrem ám bjargað undan Skálanesbjargi, en það er út undir Dalatanga, og höfðu þær gengið úti þar í vetur og virtust vel á sig komnar. Ærn- ar voru úr Mjóafirði. — Sveinn Fundur um máltölvun íslenska málfræðifélagið efnir til fundar um máltölvun, en eins og kunnugt er hefur Baldur Jóns- son, dósent, gengist fyrir notkun tölvu við málrannsóknir við Há- skóla íslands. Baldur verður frum- mælandi á fundi Málfræðifélags- ins, og mun hann þar flytja erindi sem hann nefnir: Tölvunotkun við orðabókargerð. Fundurinn fer fram í stofu 422 í Árnagarði við Suðurgötu og hefst kl. 17.15 þriðjudaginn 20. apríl næstkomandi. 18. maí — 22 dagar Allir beztu gististaöirnir — Hagstæö greióslukjör — URVAL Viö Austurvöll — Sími 26900. Umboösmenn um allt land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.