Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 23

Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 71 verður þverfótað fyrir flóknum siðferðisboðum og bönnum. í Bandaríkjunum er Milosz þekktastur fyrir skáldskap sinn um heimsstyrjöldina síðari. Mönnum virðist vera gjarnt á að líta sérstökum augum á skáld þau, er lifðu striðið af og hafa fjallað um það í skáldskap sínum. I ímynd margra eru þau eins konar hetjur eða vitni, sem hafa borið logandi orð út úr hinni siðferði- legu eyðimörk. Milosz neitar al- farið að hafa gegnt slíku hlut- verki, og það er eftir honum. Hann segir: „Aðstæðurnar knúðu mig til þess að skrifa í hefti af hneykslun. Það var skuldbinding, sem ég var siðferðilega knúinn til.“ Arið 1937 fór Milosz til Varsjár. Hann segir að tvö næstu árin hafi hann ekki vitað í hvorn fótinn hann ætti að stíga eða hvaða afstöðu hann ætti að taka. Það sem gerðist í Póllandi árið 1939 gerði honum auðvelt að taka af skarið. Um leið og Þjóðverjar gerðu innrás í landið gekk Miloz í pólska herinn, sem var fullur af hugrökk- um en hörmulega búnum mönn- Pólska andspyrnuhreyfingin starfaði á stærra svæði en nokkur önnur í Evrópu og henni tókst að skapa algert hulduþjóðfélag þrátt fyrir hersetu Þjóðverja. Milosz starfað fyrir andspyrnuhreyfing- una ásamt öðrum rithöfundum og listamönnum. „Aðstæðurnar voru eins og í frumskógi," eins og hann kemst að orði, en hreyfingunni tókst að efna til tónleika, leiksýn- inga og ljóðakvölda. Forustumenn neðanjarðarhreyfingarinnar veittu jafnvel styrki til skálda og rithöfunda. Gefin voru út ljóða- söfn og ritstýrði Milosz einu þeirra. Ljóðin, sem Milosz orti á þess- um styrjaldarárum eru meðal þess áhrifamesta, sem hann hefur látið frá sér fara. Skáldið fer ekki í launkofa með þær tilfinningar, sem takast á í huga hans og ljóðin eru beinskeytt í nekt sinni. Ur sumum þeirra skín harmur og skelfing, harmur vegna fallinna vina eða vegna þeirrar einföldu hamingju, sem skáldið finnur í sjálfu sér og skelfing vegna hörmunganna, sem á dynja. „Það er ekki lítils virði fyrir skáld aö eiga aér annan eins lesanda og Walesa" um, sem enga mótspyrnu gátu veitt þýzkum bryndrekum. Þjóð- verjar lögðu fljótlega undir sig stór landsvæði, en Milosz komst til Vilna, sem enn var frjáls borg. Sú dýrð stóð þó ekki lengi. Nú komu rússneskar sveitir úr aust- urátt og lögðu Litháen undir sig. Þá fór Milosz aftur til pólskra landsvæða, sem voru á valdi Þjóð- verja. Honum segist svo frá í landi feðranna að hann hafi komist að raun um, að Hitler hafði enga von um að vinna úrslitasigur en á hinn bóginn virtist kommúnisminn það afl, sem varanlegra yrði. Eftir hættulegan flótta yfir lokuð landamærip komst hann loks til Varsjár. Milosz er í senn dapur og hrein- skilinn, er hann yrkir um djúpan lífsskilning þeirra, sem tekst að lifa af. I ljóði hans „Kaffihús" eru eftirfarandi ljóðlínur í lauslegri þýðingu. Mei vantrú snerti ég kaldan marmarann meA vantrú snerti ég hönd míns sjálfs... Þaú — þaö, og ég — er í ævarandi endurnýjun. Á meöan þau eru innilukt um aldur «g ævi í hinzta orói þeirra. hinzta tilliti. í september sl. tók Milosz þátt í umræðum við Institute for the Humanities við Háskólann í New York. Hann sagði þar, að skáld á okkar tímum væru haldin sekt- arkennd fyrir að hafa ekki tekið fullan þátt í pólitískum atburðum, er átt hefðu sér stað umhverfis þau. Þetta gæti verið þeim háska- legt. Hins vegar bera ljóð Milosz þess glöggt vitni, að sjálfur hefur hann ekki verið alls ósnortinn af þvílíkri sektarkennd á stríðsárun- um. Hann ásakar sjálfan sig fyrir að hafa lifað af, fyrir að hafa ekki fengið meiru áorkað og fyrir að hafa verið til vitnis um eyðilegg- ingu gyðingahverfisins í Varsjá án þess að vera gyðingur. Atburðirnir eftir stríðslok reyndu mjög á þolrif skáldsins. Hann var ekki sama sinnis og margir félagar hans úr and- spyrnuhreyfingunni, sem trúðu því statt og stöðugt að pólska útlagastjórnin, sem mynduð hafði verið í London, myndi bjarga þjóð- inni frá yfirráðum Rússa, sem tek- ið höfðu við af Þjóðverjum. Hann gerði sér heldur engar grillur út af byltingarhugsjónum Rússa og túlkun þeirra á Marxisma. Eigi að síður hóf hann störf í utanríkis- þjónustunni fyrir hina nýju ríkis- stjórn. Til að mynda var hann menningarmálafulltrúi við pólska sendiráðið í Washington um fjög- urra ára skeið. Er talið berst að því, er hann ákvað að ganga pólsk- um stjórnvöldum á hönd talar hann hægt og skýrt og velur orðin af mikilli kostgæfni. „Þessi valkostur var ákaflega erfiður fyrir mig sem og marga pólska rithöfunda. Ef þú íhugar í hversu annarlegri aðstöðu ég var — og jafnframt margir starfs- bræður mínir — er unnt að finna skýringu á margvíslegum gerð- um.“ I bók sinni „Hugurinn fanginn" gerir Milosz nána grein fyrir að- stöðu listamanna og mennta- manna. Þeir voru bundnir í báða skó. Annars vegar laut þjóð þeirra erlendum yfirráðum en innra með þeim sjálfum bjó áköf löngun til að taka þátt í þróun sögunnar. Sjálfur var hann ekki ósnortinn af ýmsum „heimspekilegum freist- ingum“ svo sem „trúnni á sælu- landið“ eða þeim ótta, sem margir menntamenn nútímans eru haldn- ir, þ.e. óttanum við að veðja á vit- lausan hest í sögulegu tilliti." Og eins og hann sjálfur kemst að orði var hann tengdur „órofa böndum" pólskri tungu og pólskum lesend- um. Milosz dregur ekki fjöður yfir það að sú ákvörðun að hverfa frá Póllandi hafi verið sér afar örðug. Hann segir að andlegt álag og eðl- isávísun hafi ráðið gerðum sínum. „Það sem ég sá í Póllandi árið 1951 var svo ljótt, að ég tel að nánast sérhve'r heilbrigður maður hefði brugðizt við á svipaðan hátt. Eini munurinn var sá, að hinir gátu hvergi farið en ég hafði aðstöðu til þess að komast á brott." Svo virðist sem Milosz hafi horfið úr landi með þegjandi sam- þykki yfirvalda, og honum var gert kleift að komast í útlegð með stöðuveitingu við sendiráðið í Par- ís. Þar dvaldist hann til ársins 1960. Honum fannst sem hann væri enginn aufúsugestur hjá frönskum menntamönnum og þeir voru yfirleitt á annarri bylgju- lengd en hann. Djúp og breið gjá hafði myndast milli þeirra, sem lifað höfðu stríðið og hernám Rússa í Austur-Evrópu og þeirra Vestur-Evrópumanna, sem töldu enn sem fyrr að Sovétríkin væru hið fyrirheitna land byltingar- sinna. Milosz er gætinn í orðum um þann skyndilega frægðarljóma, sem Nóbelsverðlaunin hafa sveip- að hann, og ennfremur um þann aragrúa af bréfum, sem honum hafa borizt frá Póllandi. „Þar er talað um mig sem eins konar knattspyrnuhetju," segir hann. Milosz sagði eftirfarandi í sjón- varpskvikmynd í Póllandi: „Ég er ekki þannig skapi farinn, að ég taki mikið mið af sögunni í verk- um mínum. En atburðirnir hafa þrengt sér upp á mig.“ Þegar hann er laus undan slíkri ásókn kveðsts hann vera skáld sem lætur sér nægja að hugsa um heiminn eins og hann blasir við. í sínum síðustu ljóðum hverfur Milosz frá sinni eigin fortíð og lít- ur yfir eilífðina. Frækni ffröalangur hvernig var eilíföin þín Fyndin. Skelfingin er gleymd. Afkomendurnir minnast aöeins hins hlægílega Oauöi af völdum sára, af völdum snöru, af völdum hungurs. Kr einn dauði, en heimskan er ómæld og ný ár hvert „Stutt hlé“. En í síðustu ljóðum Milosz blundar sagan og stundum þeysir skáldið fram úr henni. Hann legg- ur leið sína um lendur og minjar fortíðarinnar, en ferðast einnig til áfangastaðar, þar sem enginn tími er til. I vissum skilningi hefur hann verið skáld í útlegð, skáld hinnar pólsku píslargöngu og blákaldar staðreyndir sögunnar munu ef til vill gera það að verkum, að svo verði enn um sinn. En hann hefur aldrei verið átthagaskáld. Sum verk hans bera kannski vott um uppruna hans og uppvöxt í Pól- landi, en þann efnivið sem hann hefur fengið á ævi sinni hefur frjór og vökull andi hans mótað með þvílíkri snilld, að verkin eiga erindi hvert sem er á byggðu bóli. Orkusjóður Orkuráð minnir á aö þeir sem hyggjast sækja um lán úr orkusjóði til jarðhitaleitar á árinu 1983 verða aö senda láns-umsóknir eigi síðar en 10. maí nk. Um- sóknirnar skulu stílaöar til Orkuráðs en sendast Orkustofnun Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Umsóknum skal fylgja greinargerö um fyrirhugaða nýtingu jarðhitans svo og stofnkostnaöar og arðsem- isáætlun. Orkuráö. Höfum fyrirliggjandi VON ARX rústhamra G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Armúla 1. — Sími 8 55 33. 13ít)amalkad utinn lattisgötu 12-18 sími 25252 (u. tínui) Ford Fiesta 1979. Ekinn 45.500 km. Verð 72 þús. Datsun Sunny 1980. Ekinn 28 þús km. Verö 100 þús. Galant 1600 1980. Ekinn 39 þús. km. Verð 105 þús. Mazda 616 1600 1980. Ekinn 20 þús. km. Verö 97 þús. Lancer 1200 1978. Ekinn 47 þús. km. Verð 68 þús. Citroén GS 1979. Ekinn 42 þús. km. Verð 80 þús. Datsun Cherry 1980. Ekinn 27 þús. km. Verð 90 þús. Mazda 323 1400. Ekinn 28 þús. km. Verö 95 þús. Ford Mercury 1977. Ekinn 136 þús km. Verð 95 þús. Datsun Diesel 1977. Ekinn 150 þús. km. Verö 79 þús. AMC Concord 1978. Ekinn 44 þús. km. Verð 110 þús. Honda Civic 1979. Ekinn 34 þús. km. Verð 79 þús. Chevrolet Nova 1978. Ekinn 102 þús. Verö 115 þús. Volvo 244 1979. Ekinn 40 þús. km. Verð 145 þús. Subaru 1800 4x4 1982. Ekinn 5 þús. km. Verð 160 þús. Einnig 1981. Verö 145 þús. VW Golf 1980. Drapplitur. Ekinn 30 þús. km. Verð 98 þús. Toyota Corolla 1981. Ekinn 20 þús. km. Litur: blár. Útvarp, segul- band, snjó- og sumar- dekk. Verð 105 þús. Volvo 245 1976. Ekinn 36 þús. km. Litur: orange. Verð 98 þús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.