Morgunblaðið - 18.04.1982, Qupperneq 44
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
„Sem mér si)nist! þessar gulrótarplöntur
eru cx^minnkoL!"
HcartAntt
ást er...
u*
■.. aö vera samtaka
TM Raa U.S. Pat OW.-ill rlflhts raaarvw)
•1982 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffinu
l>ú ert farinn að fara í taugarnar á
mér!
HÖGNI HREKKVlSI
11 PAR/S//V OETTurV Líe»ur> JAFh/Aru
SR7ÁLABA Q.'rv/A ... VFiR HAWA AFSÍiNG HANS!“
„Toora
loora
looreia
Svavar Gests skrifar 16. apríl:
„Agæti Velvakandi.
Ég tel þig líklegastan til að
leysa vandræði mín og þess vegna
skrifa ég þér.
Fyrir nokkrum áratugum söng
Bing Crosby lagið „Toora loora
loorei" inn á plötu og gerði vin-
sælt. Ef einhver lesenda Morgun-
blaðsins kannaðist við íslenzkan
texta við þetta lag og þá hver
gerði, þá þætti mér vænt um að
hann hefði samband við mig. Ef til
vill væri enn betra að hann sendi
Velvakanda textann til birtingar,
því ég efast ekki um, að fleiri en ég
hefðu ánægju af að sjá íslenzkan
texta við þetta gamalkunna lag.
Með þakklæti.
Bing Crosby. Myndin er tekin í júní
1979, er hann dvaldist hér i landi og
renndi fyrir lax.
Geysir í Haukadal:
Aðvörun
Friðrik Haraldsson skrifar.
Geysir hefur geyst um síður
dagblaðanna frá því skömmu
eftir áramótin, allt frá því að
Geysisnefndin var vakin til vit-
undar um spjöllin, sem unnin
voru á hvernum. Flestir eru
orðnir þreyttir á náttúruvernd-
arsjónarmiðunum sem hamrað
er á, þegar þetta mál ber á góma.
Samt má aldrei láta deigan síga
á því sviði.
Þessar línur eru settar á blað í
þeirri von, að nefndin sé ekki
komin í náttfötin sín aftur og
geti hugsað sér að hafa enn mik-
ilvægari hugsjón að leiðarljósi
en náttúruverndina, þ.e.a.s.
verndun lífs og lima þeirra, sem
heimsækja Geysissvæðið.
Raufarskömmin hefur haft
þau áhrif á Geysi, að vatnsborð
hans hefur lækkað og kóinunar-
flöturinn minnkað. Þetta hefur
þær afleiðingar, að hverinn gus-
ar fyrirvaralaust úr sér í allar
áttir, þannig að þeir, sem nærri
standa eiga fótum fjör að launa,
ef þeir eru nógu sprækir til að
forða sér.
Nú fer ferðatíminn í hönd og
þegar eru hundruð erlendra
ferðamanna farin að streyma
um hverasvæðið. Þetta fólk er
ekki allt á bezta aldri og því
benda ailar líkur til að senda
verði sorgarfréttir til heim-
kynna einhvers þess, að óbreyttu
ástandi við Geysi.
Þann 9. þ.m. var undirritaður
staddur á hverasvæðinu og sá
með eigin augum hættuna, sem
stafar af Geysi í núverandi
mynd. U.þ.b. 30 manns stóðu á
skálarbrún hversins, þegar hann
þeytti sjóðandi vatni 10 m í loft
upp og yfir áhorfendur. Þar
brenndist enginn þessu sinni en
líkurnar á slysi eru verulegar.
Vonandi þurfum við ekki að
horfa upp á stórslys áður en
gripið verður til aðgerða til úr-
bóta.
Þessir hringdu . . .
Alltaf innan
tímamarkanna
Þorsteinn Hannesson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Vegna ummæia Guðrúnar Krist-
jánsdóttur í dálkum þínum á
fimmtudaginn, þess efnis að
dagskrárliðir hafi verið felldir
niður vegna þess að hljómplötu-
rabbið hafi farið fram úr áætluð-
um tíma, vil ég aðeins segja það,
að þátturinn hefur ekki í eitt ein-
asta akipti farið út fyrir áætlaða
lengd. Ég hef lagt sérstaka
áherslu á, að slíkt kæmi ekki fyrir
hjá mér. Ástæðan fyrir því, sem
Guðrún talar um, er því sú, að lið-
ir framar í dagskránni hafa farið
úr böndunum.
Ekki rétt
med farið
Gunnlaugur Rögnvaldsson
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: — I grein sinni í Velvak-
anda á föstudag, Illt til eftir-
breytni, segir Gísli Bjarnason m.a.
er hann fjallar um Tomma-rallið,
að þrír bílar hafi oltið og einn
maður slasast. Hið rétta er að
einn bill valt og hélt áfram
keppni, en maðurinn, sem Gísli
nefnir, meiddist aðeins lítillega í
baki.
Stórhættuleg-
ur akstursmáti
Ó.Þ. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mér kom það í
hug þegar ég las grein Gisla
Bjarnasonar um rallaksturinn, að
fleira er hættulegt í umferðinni en
hraður akstur á vegum úti. Um
páskana fór ég ásamt konu minni
og fieirum akandi austur í
Hreppa. Á leiðinni mættum við
mörgum bílum, eins og gera mátti
ráð fyrir. Sumir fóru greitt, aðrir
hægara. En ekki urðum við fyrir
neinum óþægindum fyrr en við
komum niður í Lækjarbotna á
leiðinni heim síðdegis á annan í
páskum, og urðum síðust í langri
bíialest. Fyrir lestinni fór ljós
fólksbíll úr Kópavogi. Var öku-
maðurinn kona og hélt hún sig á
um 45—50 km hraða, svo og um-
ferðinni fyrir aftan sig. Ekki undu
allir þessum ferðamáta og var
einn og einn bíll að taka sig út úr
lestinni til að fara fram úr Kópa-