Morgunblaðið - 18.04.1982, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
93
w w -
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖ8TUDAGS
MIÆ*I MJmá 'U if
Vísa vikunnar
Ráðherrans lítt þó renni blóð,
rullu sína valdsmannslega þylur,
yfirdrifið orðaflóð,
sem enginn veit hvort nokkur
maður skilur.
Hákur
Hrakvirði
Andvirði
Núvirði
fram a A'pm* ■iv„raoeröi »8 er
l urverksmi*) « Hjörleifs
',af, „nar iðnaAarráft-
I (;ullormssonar,
Lag til við
„Rósina“
LH. skrifar:
„Kæri ágæti Velvakandi.
Vilt þú vera svo góður að birta
eftirfarandi: Mig langar til að vekja
athygli S.G. á að það er til yndislega
fagurt iag við Ijóðið „Rósin" eftir
Guðmund Guðmundsson. Lagið er
eftir Árna Thorsteinsson tónskáld.
Velvakandi, þökk sé þér ef þú vilt
koma þessu á framfæri."
Útreiðar á bílabrautum:
Jafnfráleitar og leik-
ir barna á götum úti
Björn Steffensen skrifar:
„Velvakandi.
Það var mikil skammsýni hjá
borgarstjórn og hestamönnum
þegar hluti Seláss og Árbæjar-
hólma, eða þau svæði sem nú eru
nefnd Víðidalur og Víðivellir, voru
lögð undir hestasportið.
Fara hefði átt lengra frá borg-
inni, þangað sem meiri möguleik-
ar voru til umsvifa, og þá sérstak-
lega til iagningar reiðgatna. En
einmitt það hlýtur að vera annað
höfuðskilyrði allrar hesta-
mennsku, ásamt sjálfum hestun-
um.
Á núverandi stað eru allt of litl-
ir möguleikar til gatnagerðar í
þessu skyni, og því hefur bílaveg-
urinn tií Vatnsendabyggða jafn-
framt verið notaður til útreiða,
svo og bílavegurinn frá Rauða-
vatni til Vífilsstaða.
Þetta er háskalegt fyrirkomulag
og með öllu óviðunandi fyrir báða
aðila, að stefna þarna saman þétt-
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum
um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja
milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa
ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að
skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur
orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis-
föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að
höfundar þess óski nafnleyndar.
ings bílaumferð og mörgum
hundruðum reiðmanna, oft með
2—3 til reiðar. Af langri og lýj-
andi reynslu af þessu fáránlega
skipulagsleysi undrar það mig
mest, að þarna skuli ekki hafa
orðið tíðari slys.
Margir virðast ekki gera sér
grein fyrir því að hesturinn er
ekki lengur farartæki. I öllu falli
ekki í þéttbýli. Hestar hér um
slóðir eru nú ekki annað en leik-
föng, sporttæki, og sportið, reið-
mennskan, krefst viðeigandi að-
stöðu, rétt eins og t.d. golf og aðr-
ar íþróttir. Að iðka útreiðar á fjöl-
förnum bílabrautum er jafn frá-
leitt og boltaleikir barna á götum
úti, og engu hættuminna, auk þess
sem ósköp lítil reisn er yfir hesta-
mennsku við svo óglæstar aðstæð-
ur.
Hestamenn komast ekki hjá því
að efna nú þegar til nýrrar bæki-
stöðvar fjær borginni, og flytja
svo þangað smám saman alla
starfsemina, nema ef til vill skeið-
völlinn. Vegurinn, sem kemur ofan
byggðar, og er alveg óhjákvæmi-
legur vegna byggðanna sunnan
Reykjavíkur, gerir þetta enn
brýnna, að ekki sé talað um byggð-
ina, sem koma á þarna allt um
kring, og þá miklu fjölgun hesta
sem stöðugt á sér stað.
P.S.
Vegna þess, m.a. að örlög bæki-
stöðvar hestamanna í Selási hafa
tengst umræðunni um fyrirhug-
aða byggð kring um Rauðavatn,
langar mig að fá svar sérfróðra
við spurningunni: Þegar allt
vatnasvið Rauðavatns er komið
undir steinsteypu og malbik, verð-
ur þá nokkurt Rauðavatn?
vogsbílnum, þrátt fyrir nokkuð
þétta umferð á móti. Var oft á tíð-
um giæfraiegt að horfa upp á
þetta og ekki lögðum við í að taka
þarna framúr, en biðum frekar
Vesturlandsvegarins til þess að
losna við þessa hægferðugu sam-
fylgd konunnar úr Kópavogi.
Akstursmáti hennar þarna var að
mínum dómi stórhættulegur og
finnst mér of lítið hafa verið gert
til að benda fólki, sem þannig ek-
ur, á villu síns vegar.
Hvað voru mið-
arnir margir?
Andrés Andrésson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Það
stendur skýrum stöfum á happ-
drættismiðum þeim, sem SAÁ
bauð til sölu fyrir skemmstu, að
upplagið væri 170 þúsund miðar.
En nú sé ég í vinningaskrá happ-
drættisins, að vinningur hefur
fallið á miða nr. 170581. Hvernig
stendur á því? Hvað urðu miðarn-
ir endanlega margir?
- O -
Velvakandi hafði samband við
skrifstofu SÁÁ og fékk þar eftir-
farandi upplýsingar: Fyrstu 30
þús. númerin voru ætluð til lausa-
sðlu, en næstu 140 þús, til heim-
sendingar. Þar sem fjöldi heim-
sendra miða fór 692 númerum
fram úr áætlun, tók fógeti í stað-
inn jafnmörg númer úr lausasölu-
upplaginu til þess að jafna metin
(nr. 13501—14192). Númerin urðu
því 170 þús. alls eins og tilgreint
var á miðunum.
03^ SIGGA V/öGA £ ‘Í/LVE&4N
/YmDRElTIR
mADmint/
Mánudaga til föstudaga
Við bjóðum m.a.:
Gufusoðinn rauðmaga
Svartfuglsbringu með madeirasósu
auk hins fasta matsedils hússins
ARNARHÓLL
á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrœtis.
Boróapantanir í síma 18833.
Góður sumarbústaður
óskast
Óskum eftir aö taka á leigu sumarbústaö í nágrenni
Reykjavíkur. Uppl. í síma 75748.
UTBOÐ
Tilboð óskast í byggingu bílageymslu Reykja-
víkurborgar og undirstöðurog botnplötu húss
Seðlabanka íslands við Kalkofnsveg í Reykja-
vík. Helstu magntölur eru: Mótafletir
13.700m2, steypustyrktarstál 484 tonn og
steypa 5.230m3. Steypuvinnu skal vera lokið
15. desember 1982 og öllu verkinu eigi síðar en
15. febrúar 1983. Útboðsgögn verða afhent á
Almennu verkfræðiskrifstofunni h.f., Fells-
múla 26, gegn 3.000,00 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð að Einholti 4, mánudaginn
3. maí 1982, kl. 11,00 fh.
SEÐLABANKIÍSLANDS
z' w wm miv\
V/óóAÍ \\AM ÍMPQI/
vvf« mi
—
ý> &mi é6
OG % mq-
MáQltí YlÉtf 06 átftl
\ivty SA69/Sro
£ud MGm
VIQ V/1