Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
43
Hver baö þig að reikna?
Hver bað þig, dr. Björn, að fara
yfir útreikninga Ólafs Dýr-
mundssonar? Nú var hann að gera
athugasemdir við útreikninga
RARIK og benda á, að kostnaðar-
munur þessara tveggja virkjunar-
kosta væri rangt metinn, bæði á
stofnkostnaði og árlegum rekstr-
arkostnaði. Þar var ekkert rang-
lega borið saman. RARIK hefir
þegar viðurkennt með þínum út-
reikningum, þótt þeir séu ekki
alltaf vel grundaðir, að um gróf-
legar skekkjur hafi verið að ræða.
Samt vantar stórlega á að rétt sé
reiknað. Þú segist hafa verið við
fjórða mann að reikna þessa vit-
leysu. Ekki tókum við eftir, að þú
nefndir nöfn þeirra í útvarpinu, en
hefði það ekki verið sjálfsögð
kurteisi? Voru þið allir beðnir að
reikna? Voru ef til vill einhverjir
fleiri í hópnum, sem þú hefir ekki
nefnt enn?
Við vitum, að þú gefur svör við
þessu. En af því að þú ert hneigður
fyrir reikning, biðjum við þig að
fara yfir smádæmi fyrir okkur.
Við 420 gl. miðlun er munur á
flatarmáli lóna við tilhögun I og II
25 km2. Segjum, að ísmyndun á
vatni í þessari hæð (478 m.y.s.) sé
1 m á meðalköldum vetri. Þá væri
til staðar 25 gl meiri nýtanleg
miðlun árlega úr yfirborðsminna
lóninu. Reiknum kwst á 20 aura,
en það er nálægt heildsöluverði
Landsvirkjunar á síðasta ári.
Hvað fengist mikil orka úr þessum
25 gl, og hvað gilti það til verðs
árlega á 20 aura, og hvað kostaði
að framleiða þá sömu orku með
diesel-olíu? Væri ekki mismunur
upp á u.þ.b. 3,4 millj. á ári á heild-
söluverði, og hvað þá á olíuverði?
Ætti ekki að draga þennan lið
frá vaxtarmun, ef rétt væri reikn-
að? Þennan lið hefur RARIK ekki
tekið með enn, en gerir það ef-
laust, ef þú reiknar, dr. Björn.
Lokaorð í útvarpi
Lokaorð þín tvítekin í útvarps-
viðtalinu voru þau, að virkjunin
væri 8 til 10 sinnum dýrari með
tilhögun II.
Við vorum mjög undrandi á
þessari makalausu fullyrðingu.
Töldum við víst, að þér hefði orðið
á mismæli. En fyrst þú leiðréttir
þessi ummæli ekki í svari þínu til
okkar í Mbl. lítum viö svo á, að um
vísvitandi áróðursbragð hafi verið
að ræða.
Við skorum því á þig að leiðrétta
opinberlega þessa endemis rang-
færslu.
Við minnum aftur á orð þín um
hlutverk sérfræðinga og að upp-
lýsingar þurfi að vera réttar, svo
að rétt niðurstaða fáist.
Frægt var, er Jakob Björnsson
orkumálastjóri tilkynnti fyrir
hönd Orkustofnunar, að Kröflu-
svæðið stæði undir 60 MW gufu-
virkjun, enda þótt þar hefði ekki
verið boruð svo mikið sem ein
vinnsluhola.
En alþingismenn trúðu, og það
varð þjóðinni dýrkeypt. RALA á
betra skilið en að forstjóri hennar
taki upp í Blöndumálinu hliðstæð
vinnubrögð og fullyrðingar.
Með kveðju og von um, að þú
eigir eftir að skipa þér í verki í
sveit landverndarmanna.
Gunnar Oddsson,
Flateyrartungu.
Magnús Óskarsson,
Sölvanesi.
vinnu um útgáfu Tónlistartíma-
ritsins „TT“. Örðuglega hefur þó
gengið að afla fjár til húsakaup-
anna og þvt hefur verið ákveðið að
efna til þessa byggingarhappdrætt-
is.
Hverjum miða fylgir barmmerki
með númeri miðans og hefur Hauk-
ur Halldórsson, teiknari, teiknað
merkið, sem er á sjö mismunandi
máta, allir undir slagorðinu „Lif-
andi tónlist — SATT“. Haukur hef-
ur einnig séð um útlit miða og
veggspjalds sem prentað hefur ver-
ið í tilefni happdrættisins. Upplag
miða er 50 þúsund, hver miði kost-
ar 45 krónur og verður dregið hinn
13. október 1982. Miðar verða seldir
í hljómplötuverslunum og víðar, en
auk þess munu tónlistarmennirnir
annast sjálfir sölu miðanna á
dansleikjum og tónleikum. Dreif-
ingu happdrættisins annast Gallerí
Lækjartorg.
fXWTl Sumarbúðir skáta 1
l=AN2J Úlfljótsvatni Qg!
Vikunámskeiö fyrir 7—12 ára börn hefjast:
1.11. júní 3. 28. júní 5. 15. júlí 7. 4. ágúst
2.18. júní 4. 5. júlí 6. 22. júlí 8.11. ágúst
Viku flokksforingjanámskeið hefst 20. ágúst.
Mismunandi dagskrá eftir aldurshópum. Möguleiki er
aö vera tvær vikur. Innritun hefst 3. maí á skrifstofu
BÍS, iþróttahúsi Hagaskóla v/Neshaga, 2. hæö, sími
91-23190, opið kl. 13—17. Tryggingargjald kr. 250.-,
greiöist viö innritun.
Úlfljótsvatnsráó.
EMCO UNIMAT 3
Hann er jafnvígur á járn sem tré. Handhægur fyrir
hverskonar fínni smíöi, s.s. módelsmíöi o.fl. o.fl.
Möguleikarnir eru ótrúlegir: svo sem fyrir járn:
Renna, smíða, fræsa, bora, pússa, slípa o.fl.
Fyrir tré: Renna, geirnegla, saga út, o.fl. o.fl.
Margs konar fylgihlutir ávallt fyrirliggjandi, t.d
Handíð
Reykjavík
Handverk
Akureyri
borcarblDmið
SKiPHOLT 35
VÍPHLÍÐÍNA ÁTDNABjQÍ
oáKFír StRV€RSLUN M€Ð
AUAotfúv BUDMASKRC/TINGAR
Þorskaþjálfa-
skóli íslands
Umsóknareyöublöö um skólavist í Þroskaþjálfaskóla
íslands veturinn 1982—1983 fást í skólanum, dag-
lega kl. 9—12.
Umsóknarfrestur er til 31. maí. Skólastjóri
Laxveiðijörð
Laxveiöijörö á Norðurlandi er til sölu aö hluta. —
Fjarlægö frá Reykjavík 340 km. Á jöröinni er gamalt
hús (gott sumarhús), rafmagn. Mjög fagurt umhverfi
og landrými mikið. Fariö veröur meö tilboö sem trún-
aöarmál, sé þess óskaö. Tilboð sendist augld. Mbl.
fyrir 7. maí merkt: „Laxveiði — 3354“.
Sjómannafélag
Reykjavíkur
Orlofshús
Félagsmenn Sjómannafélags Reykjavíkur. Byrjaö
veröur aö taka á móti umsóknum um dvöl í orlofs-
húsum félagsins aö Hrauni í Grímsnesi og Húsafelli,
mánudaginn 3. maí kl. 09.00 á skrifstofu félagsins
gegn staðgreiðslu dvalargjalda.
Stjórnin.
(jfU PDNJ) TYPAR nýlousnógömlumvondo
TYPAR síudúkur frá Du Pont er níðsterkur
jarðvegsdúkur ofinn úr polypropylene.
^Hann er létturog mjög meöfærilegur.
TYPAR síudúkur leysir alls konar jarðvatns-
^vandamál.
TYPAR er notaöur í ríkum mæli í stærri verk-
um svo sem í vegagerö, hafnargerö og
0st(flugeró.
TYPAR síudúkur er ódýr lausn á jarövatns-
vandamálum viö ræsalagnir viö hús-
byggingar, lóóaframkvæmdir, íþrótta-
@svæöi o.s.frv.
TYPAR síudúkur dregur úr kostnaði við jarð-
vegsskipti og gerir þau jafnvel óþörf
og stuölar aö því, aö annars ónýtan-
legan jarðveg megi nota. Dúkurinn
kemur sérstaklega vel að notum í
ódýrri vegagerö, hann dregur úr aur-
bleytu í vegum þar sem dúkurinn aö-
skilur malarburöarlagið og vatnsmett-
aö moldar- eöa leirblandaöan jaróveg.
Notkun dúksins dregur úr kostnaði
vió vegi, „sem ekkert mega kosta”, en
leggja veröur, svo sem aó sveitabýl-
0um, sumarbústöóum o.s.frv.
TYPAR er fáanlegur í mörgum geróum, sem
hver hentar til sinna ákveönu nota.
TYPAR®
skrásett vðrumerki Du Pont
Síðumúla 32 Sími 38000