Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 41
komst hann yfir að lesa hreint
ótrúlegt magn bóka. Afi var ætíð
þurfalítill sjálfum sér til handa,
en bókarlaus gat hann ekki verið.
Það er nú svo, að mér er ómögu-
legt að minnast afa án þess að
minnast ömmu jafnframt, svo
samofin eru þau í minningunum
um sumrin á Mel. Afi og amma
voru ólíkrar skapgerðar, en
ógleymanleg hvort á sinn hátt.
Amma var stórbrotin persóna,
skapmikil og skarpgreind. Hún
var sístarfandi, frábær kokkur og
bakari, hrífa og saumnál léku í
höndunum á henni. Hún var ein-
staklega natin við skepnur og
jurtir þrifust hvergi betur en í ná-
vist hennar, enda kom hún upp
fallegum garði sunnan við bæinn á
Mel og átti þar ófáar stundir við
að hlúa að blómum og trjám. Hún
var kröfuhörð við sjálfa sig og
stundum harðneskjuleg í tali, en
hendur hennar og fætur knýttir af
liðagigt töluðu sínu máli um strit
og þjáningar liðinnar ævi, þótt
aldrei minntist hún á það einu
orði. Hlýtt faðmlag hennar og tár
á hvörmum er hún fagnaði okkur
systkinunum á vorin sögðu meira
en nokkur orð um ást hennar og
hjartahlýju. Þegar ég lít til baka
minnist ég ömmu gjarnan við
eldhúsgluggann á Mel þar sem
hún skyggir hönd fyrir augu með
kaffiketilinn í annarri hendi og
horfir upp á túnið. Skyldi fólkið
ekki fara að koma í kaffið. Skyndi-
lega er hún horfin úr glugganum
og andartaki síðar skundar hún
upp túnið með hrífu í hendi, beyg-
ir sig niður öðru hverju og hirðir
upp tuggu sem gleymst hefur.
Hvert strá skal heim í tóft og ekk-
ert má fara til spillis. Amma
stendur mér jafn ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum nú og þegar ég
var krakki á Mel. Og ég hygg að
hún verði fleirum sem henni
kynntust ógleymanleg.
Þau eru líklega hátt á annan
tuginn sumrin sem við systkinin
tvö áttum á Mel hjá afa og ömmu.
Ekki minnist ég þess öll þau sum-
ur að afi hafi í eitt einasta skipti
ávítað okkur. Hann var einstakt
ljúfmenni og skipti örsjaldan
skapi. Hávaxinn og grannur var
hann, hvikur á fæti og einstaklega
svipfallegur. Það hreint og beint
skein af honum góðleikinn. Krakk-
ar hændust mjög að honum og
fyrstu minningar mínar frá Mel
eru einmitt tengdar samfylgdinni
við afa úti á túni. Ég minnist þess
hvernig við eltum hann krakkarn-
ir, suður í bragga, út á grund, upp
á tún, fram í hvamm að sækja
hestana, og aldrei amaðist hann
við okkur. Eftir að við urðum full-
orðin og eignuðumst sjálf börn
löðuðust þau að afa eins og við
höfðum gert. Langafi var góður og
lumaði stundum á mola til þess að
stinga upp í óþekktaranga. Þegar
ég hugsa til afa og sumranna á
Mel finn ég glöggt hve dýrmætar
þær minningar eru mér. Það er
ómetanlegt vegarnestið sem við
systkinin fengum á Mel. Minn-
ingarnar sem fylla hugann eru all-
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982 4 1
ar bjartar og maður á sér þá ósk
heitasta að vera aftur orðinn barn
í túninu á Mel.
Það er vor og sauðburðurinn
stendur sem hæst. Afi kemur
léttstígur sunnan túnið og þykkt
grátt hárið flaksast í vindinum.
Han er snemma á fótum og kemur
seint inn á kvöldin, færir þá við-
burði dagsins inn í bækur, því að
hver kind á sér nafn og sögu. Allt
er gert af alúð og vandvirkni. Afi
er einstaklega fjárglöggur og þeg-
ar hann var fjármaður á Stað var
til þess tekið að hann þekkti
hverja kind á svipnum og skiptu
þær þó hundruðum. Við krakkarn-
ir öfundum afa svolítið af því hvað
kindurnar eru gæfar við hann úti,
þær haggast ekki þótt hann gangi
til þeirra. Öðru máli gegnir um
okkur og svo er sumarið komið.
Grasið nær okkur í læri og það er
spennandi að fara í feluleik í
óslægjunni af því að það má ekki.
Afi er búinn að setja aktygin á
Grána og Glóa og nú heyrist gam-
alkunnugt hljóðið í sláttuvélinni.
Afi hottar á klárana, brosir og
veifar til okkar. Slátturinn er haf-
inn.
Árin líða og ekkert fær stöðvað
hjól tímans. Afi og amma nutu
þess ríkulega síðustu árin á Mel að
hafa ætíð átt góð samskipti við
nágranna sina. Heimilisfólkið á
Reynistað, í Geitagerði og
Holtsmúla var ætíð boðið og búið
að rétta gömlu hjónunum á Mel
hjálparhönd. Það var ekki síst því
að þakka að afa og ömmu auðnað-
ist að búa svo lengi á Mel og verð-
ur það seint fuliþakkað.
Afi á Mel hélt allgóðri heilsu til
hins síðasta. Léttleiki hans og
ljúft skap hafa eflaust átt sinn
þátt í því hversu vel hann hélt sér
líkamlega og andlega. Þótt hann
væri kominn undir nírætt minnti
hann oft á strákling, svo hvikar
voru hreyfingarnar og brosið
kersknisfullt. Ellin náði aldrei að
beygja bak afa eða herða lund
hans, hún var ávallt barnsleg og
hlý. Síðustu þrjú árin bjó afi að
elli- og hjúkrunarheimilinu Ási í
Hveragerði og undi hag sínum vel
þar. Ég get ekki látið hjá líða að
þakka starfsfólki þar og heimilis-
fólki öllu þann þátt sem það átti í
því að gera afa dvölina þar
ánægjulega. Enginn átti þó drýgri
þátt í því að viðhalda lífsgleði og
lífsþrótti afa þessi síðustu ár en
sambýlismaður hans í Hveragerði,
Stefán Isaksson, og eru öll orð um
hans einstöku vináttu og hjálpfýsi
harla fátækleg.
Nú eru afi og amma á Mel bæði
horfin sjónum að sinni. Það er
lögmál lífsins sem við öll verðum
að lúta. Afi verður jarðsettur í dag
á Reynistað þar sem amma hvílir
einnig. Það er fagurt útsýnið frá
Reynistað og þar rétt sunnan við
túnfótinn er Melur. Mér sýnist
vera létt yfir afa nú um sumarmál
þar sem hann skundar léttstígur
suður Reynistaðartúnið. Guð
blessi minningu hans.
Kristin
lokum þátt í
sameiginlegu
ÁtAkí A
ÁRIALDRAÐRA
Tii að bæta úr einni brýnustu þörf í málum aldraðra er stefnt að því, að þessi
nýja hjúkrunardeild við Hrafnistu í Hafnarfirði, sem rúma mun 80—90
manns, verði tekin í notkun í lok þessa árs — árs aldraðra.
Veitum öldruóum veróskuldaóan stuðning- Verum meó í happdrætti DAS
Miðiermöéu 4 9
QG ) |
sr
irOLLO Nl' LÍKAAtSRKKT
rautarholti 4, sími 22224.
Pií nærð árangri
í Apollo
Þú borgar tvo mánuði og færð þriðja mánuðinn
frían. Ef sumarfríið þitt lendir inni í þessum
mánuðum þá lengist tímabilið sem því nemur.
Það býður enginn betur.
Opnunartími 2. maí—31. ágúst 1982
Konur
Karlar
Þriðjud. 12—14 16.30—20.30.
Fimmtud. 9—14 16.30—20.30.
Laugard. 9—14.
Mánud. 12—14 16—20.
Þriöjud. 12—14 16—21.
Föstud. 12—14 16—20.
Það er best að æfa í Apolló þar er fullkomin og
snyrtileg aðstaða. Spyrjið kunningjana, ein-
hver þeirra hefur örugglega æft í Apolló.