Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
JlfaKgmtlrlfiftife
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Að svíkja
alla jafnt!
AAlþýðubandalagið hefur verið forystuflokkur i ríkisstjórn og
borgarstjórn allar götur síðan 1978.
Það hefur allan þennan tíma farið með samningamál — gagnvart
launþegum — fyrir hönd stærsta vinnuveitandans í landinu, ríkisins, og
lang stærsta sveitarfélagsins, Reykjavíkurborgar.
Hver eru svo kennileitin sem varða veg Alþýðubandalagsins í kjara-
málum á valdaferlinum? Þau eru meðal annars:
— Á undanförnum þremur valdaárum Alþýðubandalagsins hefur
verðbótavísitala á laun verið skert 10 sinnum. Skerðingin nemur allt að
27% í verðbótum, enda er slagorðið frá 1978, „kaupránsstjórn", hvergi
að finna á síðum Þjóðviljans.
— Bandaríkjadalur hefur hækkað um 300% í íslenzkri mynt frá
1978, þar af um 150% í tíð núverandi ríkisstjórnar, en „gengisfelling"
hét fyrrum á máli Þjóðviljans „kaupmáttarskerðing".
— Frá haustinu 1978 hafa tekjuskattar, sem að drjúgum hluta koma
frá launafólki, þyngst um 50%, miðað við tekjur þess árs sem þeir
greiðast á, og skattbyrði í heild 1982 er sem svarar 20 þúsund krónum
meiri á hverja 5 manna fjölskyldu en verið hefði að óbreyttum skatta-
lögum 1977.
— Starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, sem hefur fyrir dag- eftir- og
næturvinnu 10 þúsund krónur á mánuði telst „eiga inni“ hjá vinnuveit-
andanum u.þ.b. 28 þúsund krónur í dag, miðað við kosningafyrirheitið
1978, „samningana í gildi", og ákvörðun borgarstjórnar 15. júní 1978 um
„fullar verðbætur skv. ákvæðum kjarasamninga", sem var einfaldlega
svikin.
Hér eru aðeins tíundað örfá dæmi af mörgum.
I dag segist Alþýðubandalagið vera jafnaðarmannaflokkur. Sá jöfnuð-
ur hefur einkum komið fram í því, bæði í borgarstjórn og ríkisstjórn, að
svíkja alla jafnt.
Undirstaða lífskjara
GGunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, sagði í útvarpsumræðum, að
blikur væru á lofti í íslenzkum þjóðarbúskap og brugðið gæti til
beggja vona. — Undir þessi orð skal tekið.
Hvað veldur? Hvorttveggja kemur til: 1) Rekstrarstaða undirstöðu-
atvinnuvega hefur skekkst verulega á sl. 3 árum, m.a. vegna stjórnvalds-
aðgerða á sviði skattamála, verðlagsmála og gengisstýringar sem og
tilkostnaðarhækkana innanlands langt umfram verðþróun á sölumörk-
uðum erlendis. 2) Utanaðkomandi vandi: hrun loðnustofns, sölutregða á
skreið og harðnandi samkeppni á mörkuðum sjávarafurða. — Þjóð-
hagsspá stendur til 2% rýrnunar þjóðartekna á mann 1982, viðskipta-
kjör fara versnandi og hlutfall erlendrar skuldabyrði í útflutningstekj-
um kemst upp í 20% á árinu.
Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, benti á það í þess-
um eldhúsdagsumræðum, að þrátt fyrir 60% afla- og verðmætaaukn-
ingu síðan 1976 hefði verið staðið svo að málum á líðandi kjörtímabili,
að ekkert hafi verið búið í haginn til að mæta sveiflum í efnahagslífi
okkar. Þvert á móti hafi orðið stöðnun í þjóðarframleiðslu og þjóðar-
tekjum hin síðari misserin, enda þann veg að atvinnuvegunum búið, að
vöxtur þeirra og framleiðniaukning hafi verið útilokuð. Stjórnvöld hafa
og hummað fram af sér að skjóta nýjum stoðum undir þjóðarbúskapinn
með stórvirkjunum og orkuiðnaði. Þau hafa því reynzt dragbítar í lífs-
kjarasókn þjóðarinnar og seinkað kjarabótum, sem hægt hefði verið að
ná fyrr og í ríkara mæli með framsýni og framtaki.
Undirstaða almennra lífskjara, hvort heldur sem einkaneyzla eða
samneyzla á í hlut, er verðmætasköpunin í þjóðarbúskapnum, þjóðar-
tekjurnar. Það er alvarlegasta vanrækslusynd stjórnvalda á næstliðnum
árum að treysta ekki þessa undirstöðu lífskjara í landinu, heldur vega að
henni. Atvinnuvegirnir væru í dag mun betur í stakk búnir til að mæta
kjarakröfum, ef framsýni hefði ráðið ferð — í stað þröngsýni og hleypi-
dóma Alþýðubandalagsins.
1. maí
MMorgunblaðið birtir í dag, 1. maí, viðtöl við vinnandi fólk. Það er
alltof sjaldan sem íslenzkir fjölmiðlar hafa bein tengsl við þá
einstaklinga, sem í daglegri önn eru kjölfestan í þjóðarbúskapnum. Þá
er ekki fyrst og fremst átt við forystumenn í stéttarfélögum, sem út af
fyrir sig gegna nauðsynlegum störfum, heldur fólk á vinnustöðum — í
kviku þjóðlífsins.
Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið íslendinga, hvar sem þeir
sinna störfum í þjóðfélaginu, að efla íslenzkt atvinnulíf, atvinnuöryggi,
verðmætasköpun og þjóðartekjur, sem sníða okkur lífskjararamma. I
því efni róum við öll á sama báti. Það hlýtur og að vera viðurkennt
forgangsverkefni að bæta hlut þeirra sem minnst bera úr býtum.
Það hefur hinsvegar verið faglegri kjarabaráttu fjötur um fót að
flokkspólitísk sjónarmið hafa, á stundum, ráðið meiru en góðu hófu
gegnir. Þannig hefur flokkspólitískt brölt Alþýðubandalagsins í verka-
lýðshreyfingunni tvímælalaust veikt faglega samstöðu og skert árangur.
En til þess eru vítin að varast þau.
Þá hefur á skort að heildarsamtökin, ASÍ, taki stefnumótandí afstöðu
til eðlilegs launabils milli starfsgreina innan samtakanna. Þessu vöntun
stefnumarkandi afstöðu hefur ekki sízt bitnað á láglaunafólki.
Morgunblaðið árnar íslenzkum launþegum heilla á hátíðisdegi þeirra.
Megi stétt vinna með stétt að framtíðaratvinnuöryggi og batnandi
lífskjörum í landinu.
Framkvæmdastofnun vill
lána 3 milljónir kr. til vegar
sem ekki er á vegaáætlun
STJÓRN Framkvæmdastofnunar samþykkti nýverid að leita eftir heimild ríkis-
stjórnarinnar til að taka 37 milljóna króna erlent lán til að veita til ýmissa framkvæmda,
þar á meðal 3 milljóna króna lán til að leggja veg frá Eyrarbakka að fyrirhugaðri brú yfír
Ölfusárósa. Tillaga þessi var samþykkt gegn atkvæði eins stjórnarmanna, annar sat hjá.
Tillagan var að sögn stjórnarformannsins send ríkisstjórninni, en hún hefur ekki
verið tekin til meðferðar þar að sögn blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar.
Vegagerð þessi er ekki á vegaáætlun Alþingis, þar er eingöngu fjárveiting til
hönnunar brúarmannvirkisins og reiknað með að á fjárlögum næsta árs verði veitt fé til
undirbúningsframkvæmda. Deilur hafa verið uppi um málið og leitaði Mbl. álits stjórnar-
formanns Framkvæmdastofnunar, Eggerts Haukdal, formanns fjárveitinganefndar,
Geirs Gunnarssonar, en hann er einnig sá stjórnarmaður í Framkvæmdastofnun
sem greiddi atkvæði gegn tillögunni, vegamálastjóra, Snæbjörns Jónassonar, og
samgönguráðherra, Steingríms Hermannssonar.
Eggert Haukdal stjómarformaður Framkvæmdastofnunar:
Virðist fara fyrir brjóstið á mönnum
sem eru á móti brúnni
„VIÐ LÍTUIVI á þetU sem byggða-
mál, en það virðist fara fyrir brjóst-
ið á ýmsum sem eru á móti þessari
brú. Auðvitað er það undir stjórn-
völdum komið hvort þau sam-
þykkja lántökuna, það hef ég áður
tekið fram, en við eigum eftir að
sjá hvort þau gera það. Komi ann-
að í Ijós er það bara i takt við það
sem Sunnlendingar sjá snúa að sér
frá ýmsum, meðal annars hvað
varðar steinullarverksmiðju og
fleira,“ sagði Eggert Haukdal
stjórnarformaður Framkvæmda-
stofnunar, er hann var spurður um
ástæðu þess að stjórnin ákvað að
leita þessarar lánsheimildar.
Eggert sagði aðspurður að ósk
um lánveitinguna hefði borist til
stjórnar stofnunarinnar frá
þingmönnum Sunnlendinga og
sagði síðan: „Það eru alltaf að
koma óteljandi beiðnir um lán,
meðal annars frá þingmönnum.
Þetta er algengt í fjölda mála og
það eru stöðugt að fara þarna í
gegn lánveitingar til hinna og
þessara framkvæmda. Þetta er
lán til að leggja veginn frá Eyr-
arbakka að brúnni sem stjórn
stofnunarinnar samþykkti, en
auðvitað er það komið undir
stjórnvöldum, hvort þau þiggja
þetta. Það verður bara að koma í
ljós.“
Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri:
Dæmi um fjármagn sem við fáum
„utan dagskrár“
„ÞETTA er dæmi um fjárhæðir sem
við fáum eða fáum ekki svona „utan
dagskrár“. Það er dálítið af því að
við fáum peninga, venjulega að láni,
— eins og mér skilst að þetta sé
boðið, — á þennan hátt til ákveð-
inna verkefna og almenns brúks.
Þannig höfum við fengið peninga í
ár bæði til Ó—veganna svokölluðu
og eins til almenns brúks, og það er
búið að fara í gegnum ríkisstjórn og
fjárveitinganefnd. Við höfum aldrei
tekið við slíku nema með heimild
ráðamanna. Þessi umrædda upphæð
er ekki búin að fara þá leið að því
ég bezt veit,“ sagði Snæbjörn Jón-
asson, vegamálastjóri, er Mbl.
spurði hann álits á samþykkt stjórn-
ar Framkvæmdastofnunar um að
leita heimildar ríkisstjórnarinnar til
37 milljón kr. lántöku til ýmissa
verkefna, þar á meðal 3 milljónum
króna til lagningar vegar frá Eyr-
arbakka að fyrirhugaðri Ölfusárbrú,
en nokkrar deilur hafa orðið um
málið, þar sem vegargerð þessi og
Ölfusárbrú eru ekki á vegaáætlun
Alþingis, nema sem undirbúnings-
framkvæmd.
Snæbjörn sagði einnig: „í lang-
tímaáætlun sem unnin hefur ver-
ið og ráðherra leggur fram á
næstunni er gert ráð fyrir Ölfus-
árbrú, en það sem Sunnlendingar
eru að gera þarna er væntanlega
að reyna að hraða henni meira en
gert er ráð fyrir". Snæbjörn sagði
að þessar þrjár milljónir króna
myndu væntanlega nægja til að
leggja veginn frá Eyrarbakka að
brúnni, en það væri allt og sumt.
Hann sagði að fjármagn væri
fyrir hendi til að hanna brúna og
því verki yrði lokið nú, en á næsta
ári yrði fé veitt til undirbúnings-
framkvæmda. „Með þessu eru þeir
að reyna að flýta verki sem er á
dagskrá, en ekki komið inn á
vegáætlun nema sem undirbún-
ingsframkvæmd," sagði hann að
lokum.
Geir Gunnarsson formaður fjárveitinganefndar:
Alþingis að ákveða hraða framkvæmda,
ekki Framkvæmdastofnunar
„ÞAÐ er Alþingis að ákveöa hraða
framkvæmda sem þessara. Menn
geta ekki farið að stjórna þessum
málum úr Framkvæmdastofnun,
eins og hún sé eitthvert Alþingi yfir
Alþingi. Þá finnst mér skjóta
skökku við, að það sé dag hvern
verið að tala um að tekið sé of mikið
af erlendum lánum og síðan sam-
þykki þeir hinir sömu menn tillögur
í F'ramkvæmdastofnun um að óska
eftir meiri lánum," sagði Geir
Gunnarsson, stjórnarmaður í Fram-
kvæmdastofnun og formaður fjár-
veitinganefndar, er Mbl. spurði
hann álits.
Geir sagði einnig: „Þá vil ég
leiðrétta það sem stjórnarformað-
urinn hefur sagt um að þetta fjár-
magn sé tekið af lánsfjárheimild-
um Framkvæmdastofnunar. í
fjárlögum er gert ráð fyrir 50
milljón króna lánsfjárheimildum
til Byggðasjóðs og því hefur verið
ráðstafað. Hér er um sérstaka til-
lögu að ræða sem lögð var fram í
stjórn stofnunarinnar um að leita
eftir heimild hjá rikisstjórninni
til að taka erlent lán að upphæð
37 milljónir króna. Þar voru með-
al annars tilgreinar um 3 milljón-
ir króna til þessa verkefnis, 13,5
milljónir til sveitarafvæðingar og
fleira. Þessi tillaga var samþykkt,
en ég greiddi atkvæði gegn henni
og annar stjórnarmaður sat hjá.“
Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra:
Fylgjandi byggingu þessarar brúar,
en 3 millj. kr. hrökkva skammt
„ÉG ER fvlgjandi byggingu þessar-
ar brúar og það er gert ráð fyrir
henni í þeirri langtímaáætlun sem
ég mun leggja fram næstu daga.
Þessar þrjár milljónir eru eflaust
vel meintar en heildarkostnaður-
inn er reyndar 70 milljónir króna
svo það hrekkur nú tiltölulega
skammt. En ég hef ekki fengið mál
þetta til meðferðar, það hefur ekki
komið á mitt borð,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson samgöngu-
ráðherra aðspurður um samþykkt
stjórnar Framkvæmdastofnunar.
Steingrímur var spurður
hvernig hann myndi afgreiða
þessa beiðni er hún bærist. Hann
svaraði: „Ég vil ekkert um það
segja. Ég veit ekki hvort þetta á
að vera framlag frá stofnuninni
eða lán úr ríkissjóði. Ef það er
lán þá getur ríkissjóður út af
fyrir sig tekið það sjálfur. Ég hef
ekki séð samþykktina og get því
ekkert sagt um það á þessu
stigi.“