Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 1
T 96 SIÐUR 93. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 130 þjóðir samþykkja nýjan hafréttarsáttmála Tímamót í 35 ára baráttu íslendinga Frá Eyjólfi Konráð Jónssyni f New York, 30. apríl. Hafréttarsáttmáli var í gær samþykktur á hafréttarráðstefnu Sameinuöu þjóðanna. Atkvæöi voru greidd að ósk Bandaríkjamanna í bréfi sem aðalfulltrúi þeirra ritaði forsetanum í gærmorgun og var viðhaft nafnakall. Sáttmálann samþykktu 130 þjóðir, 4 voru á móti og 17 sátu hjá. Á móti voru Bandaríkin, ísrael, Venesúela og Tyrkland, en þau ríki sem sátu hjá voru Austur-Evrópuríkin nema Rúmenía, Efnahagsbandalagsríkin, Thailand og Spánn. Ráðstefnunni í New York lauk síðan í gærkvöldi og höfðu miklar sviptingar staðið síðustu dagana og snerust þær fyrst og fremst um hagnýtingu auðæfa úthafsbotnsins. „Fyrir okkur íslendinga eru hér mörkuð alger tímamót í 35 ára baráttu okkar í landhelgismálinu," segir Hans G. Andersen sendiherra í viðtali við Mbl. „Stefnan var mótuð með land- grunnslögunum frá 1948. Þar var því lýst yfir að íslensk lög og regl- ur skyldu gilda á íslandsmiðum. Sú stefna var miðuð við að lögsaga Islands skyldi ná til auðæfa sjávar á þessum miðum án þess að hin eiginlega landhelgi væri færð út þ.e.a.s. miðað var við auðlinda- lögsögu utan landhelgi. Það er þessi stefna sem nú hefur unnið algeran sigur með samþykkt haf- réttarsáttmálans, sem verður und- irritaður seinna á þessu ári og gengur í gildi 12 mánuðum eftir að 60 ríki hafa fullgilt hann.“ Hvað er þér efst í huga? „Þegar þessu er nú lokið er fögnuður og viss sigurgleði efst í huga, en einnig ber að þakka góða samvinnu við fulltrúa fjölmargra annarra ríkja á ráðstefnunni. Inn- an íslensku sendinefndarinnar hefur alltaf ríkt einhugur. Embættismenn og fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa allan tímann síðan undirbúningur ráðstefnunnar hófst og meðan á henni hefur staðið haft lokatak- markið að leiðarljósi og nú er siglt í höfn. Það er ánægjulegt að hafa haft tækifæri til að taka þátt í þessari ströngu siglingu og með lokamarkmiði og þrautseigju tókst að komast gegnum brim og boða.“ Hvað um iokagerð sáttmálans? „Sáttmálinn ásamt fylgiskjölum er um 500 greinar og er óhætt að segja að tekist hafi verið á um hverja grein og jafnvel hverja setningu. Samningurinn tekur til svæðis sem er 3A hlutar af yfir- borði jarðar og fjallar um aragrúa af flóknum og erfiðum málefnum. Þar eru reglur um landhelgi, land- grunn, efnahagslögsögu, úthaf og úthafsbotnssvæði o.s.frv. Segja má að öll þau atriði, sem mesta þýðingu hafa fyrir okkur íslendinga, hafi náð fram að ganga. Innan 200 mílna efnahags- lögsögunnar hafa íslendingar fullveldisrétt yfir auðæfum sjáv- ar. Þeir ákveða sjálfir leyfilegan hámarksafla og hve mikið af því magni þeir geti hagnýtt sjálfir. Þeir ákveða einnig hvernig þeir ráðstafa umframmagni og eru ekki bundnir af þeim reglum sem gilda um veiðar landluktra ríkja og landfræðilegra afskiptra í efnahagslögsögu annars ríkis. Þessar ákvarðanir verða ekki bornar undir úrskurð þriðja aðila. Þessi höfuðmarkmið eru nú liður í hafréttarsáttmálanum ásamt fjöl- mörgum öðrum atriðum sem á engan hátt draga úr þeim. Það er óhætt að segja að íslend- ingar standi nú með pálmann í höndunum. Draumurinn er orðinn að veruleika." Hvað þýðir það að Bandaríkja- menn eru á móti? „Það var alltaf hugmyndin að Bandaríkjamenn yrðu aðal drif- fjöðrin í að hagnýta alþjóða hafs- botnssvæði. Hins vegar segir þetta ekki að endanlega sé ákveðið að þeir fullgildi ekki samninginn. Jafnvel þótt það yrði ekki gætu þeir haft aðstöðu til þess gegnum einkafyrirtæki að taka þátt í vinnslu á hafsbotninum.“ Hvenær varð íslenska ákvæðið til? „Þegar fyrsta hafréttarráð- stefnan var haldin í Genf 1958 voru tillögur um að ákveða hámarkslandhelgi 12 mílur. ís- lenska sendinefndin hafði tvennt í huga, annars vegar að leggja áherslu á nauðsyn þess að auð- lindalögsagan yrði viðurkennd fyrir utan hina eiginlegu landhelgi og hins vegar að þjóð sem byggði afkomu sína á fiskveiðum ætti að hafa algjöra sérstöðu. Ekkert samkomulag varð um þessi atriði 1958 og þess vegna var önnur ráðstefnan kölluð saman 1960. Þar endurtókum við þessi rök en ekki náðist heldur samkomulag þá og við tókum því þráðinn upp á þess- ari ráðstefnu. Ákvæðið komst fljótt inn í textann og er nú 71. grein hans. Allar tilraunir til að koma í veg fyrir hana eða koma henni út úr textanum hafa síðan mistekist." Þannig var aðkoman þegar lögreglumenn fundu bifreið Pio La Torre leitoga kommúnistaflokksins á Sikiley í morgun. Morðsveitir mafíunnar eru taldar hafa legið fyrir La Torre og myrt hann og bílstjóra hans sem er fjær. Sjá nánar „Háttsetttur kommúnistaleiðtogi myrtur" á bls. 23. Flotinn utan bannsvæðis London, Uuonos Aires, 3«. apríl. Al*. LOFT- og hafnbann Breta við Falk- landseyjar gekk í gildi i dag, en for- mælandi brezka varnarmálaráðu- neytisins kvað engin merki um að arg- entínski flotinn hygðist sigla inn á bannsvæði Breta. Skömmu áður en bann Breta gekk í gildi, lýstu Argent- inumenn yfir 200 mílna ófriðarsvæði, og hafa brezkir ráðamenn gefið upp nær alla von um að leysa megi Falk- landseyjadeiluna eftir diplómatískum leiðum og afstýra átökum. Sérfræðingar telja, að báðir deiluaðilar muni reyna komast hjá því að eiga fyrsta orðið í átökum, en Francis Pvm, utanríkisráðherra Bandaríkin íyljíja Bretum og bjóðast til að aðstoða þá lyondon, Washinglon, 30. apríl. Al'. Bandarikjastjórn tók afstöðu með Bretum i Falklandseyjadeilunni og var þeirri ákvörðun fagnað bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum í dag. Buðu Bandaríkjamenn Bretuni hergagna- aðstoð og stöðvuðu vopnasölu til Arg- entínu, auk þess sem gripið var (il efnahagslegra refsiaðgerða gegn Arg- entínumönnum. Konald Keagan forseti sagði Argentinumenn hafa verið árás- araðila í deilunni, og ekki væri ha-gt að liða framferði þeirra. Francis Pym, utanríkisráðherra Rreta, lýsti ánægju Breta með ákvörðun Bandaríkjamanna, og heldur hann til Washington á morg- un til viðræðna við Alexander llaig utanríkisráðherra „um næstu skref“, sem tekin skulu. „Bandaríkjamenn og Bretar hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að finna frið- samlega lausn deilunnar, en án árangurs," sagði Pym eftir að Haig tilkynnti að Argentínumenn hefðu hafnað síðustu friðartillögum Bandaríkjamanna. Costa Mendez, utanríkisráðherra Argentínu, neitaði því að Argentínu- menn hefðu hafnað tillögunt Banda- ríkjantanna og kvað Argentínumenn reiðubúna til að fara að samþykkt Oryggisráðsins og hverfa með her sinn á brott frá Falklandseyjum, „gegn því skilyrði, að öllum árásar- aðgerðum þar verði hætt ogrefsiað- gerðuni verði aflétt". Að sögn arg- entínskra embættismanna kom ákvörðun Bandaríkjastjórnar stjórn Argentínu mjög í opna skjöldu. og vii’ru ráðantenn í Buenos Aires „hroint lantaðir". A fundi með blaðamönnum ótilok- ;tði llaig aðild Bandaríkjamanna að hernaðaraðgerðum við Falklands- eyjar. Hann sagði deiluna á hættu- legra stigi en áður, og líkur væru fyrir umfangsmiklum átökum. þótt báðir aðilar vilji forðast að hleypa af fyrsta skotinu. Hann sagði að gripið hefði verið til refsiaðgerða gegn Argentínumönnum þar sent stjórnin í Buenos Aires hefði með öllu hafnað „skynsamlegum" málamiðlunartil- logutn varðamli yfirráð á eyjunum. Jafnfraint sagði Haig. að orðið yrði við boiðni Breta unt hergagnaaðstoð við Falklandsoyjar, ef fariö yrði fram á aðstoö af því tagi. Haig sagði að í sáttaumleitunum sínutn heföu Argentínumenn hvergi hvikað frá kröfum sinunt um full yf- irráð yfir eyjunum. en Bretar hefðu viljaö láta íhúa oyjanna skera úr um þann ágreining. llann sagði það skoðun Bandaríkjastjórnar. að fvrr en seinna yrði að leysa ágreining Breta og Argentinumanna um yfir- ráð yfir Falklandseyjum eftir dipl- ómatískum leiðum. Henry Kissinger. fvrrum utanrík- isráðherra Bandarikjanna. kvaðst álita að ekki kæmi til stórátaka við Falklandseyjar. heldur væri miklu fremur við stnáskærum að húast. Hann sagði stefnu Breta t Falk- landseyjadeilunni hafa eitikennzt af skynsenti. Þar sem n;vr dregur hugsanlegum atökum við Falklandseyjar. htvkkaði gullunsan um 12 dollara i dag. Jafn- fratnt varð veruleg hvkkun á verð- hrefamarkaðinum i London. Þá hvkkaði dollarittn viða. ett þegar Bandarikjastjórn tilkynnti að Inin hefði tekið afstöðu með Bretum styrktist sterlingspundið stttávegis. Breta, útilokaði ekki að til átaka kynni að konta um helgina, en þá verður hann í Washington til við- ræðna við ráðamenn þar, en Banda- ríkjastjórn tók í dag afstöðu með Bretum í Falklandseyjadeilunni. BBC sagði í dag, að stjórn Marg- aret Thatcher hefði enn ekki gert áætlanir um meiriháttar árás á Falklandseyjar til að endurheimta þær úr höndunt Argentínumanna. Hermt var að Canberra, sem er með rúntlega 2.000 fallhlífaherntenn og víkingasveitir innanborðs, sé enn við Ascencion, í 3.500 ntílna fjar- lægð frá Falklandseyjum. Biði skip- ið annarra birgðaskipa er væru á leið frá Bretlandi nteð hermenn og nauðsynlegan búnað. Jafnframt sagði Óháða útvarpsstöðin að Thatcher hefði gefið stjórnendum flotadeildarinnar heimild til að láta til skarar skríða á bannsvæðinu. Areiðanlegar heintildir í London sögðu víkingasveitir þegar hafa gengið á land á Falklandseyjum til að finna heppilegustu landgöngu- staðina og staðsetja helztu virki Argentínumanna. Bandaríska sjón- varpsstöðin CBS sagði í gær, að 90 köfunarhermenn hefðu gengið á land á Vestur-Falklandi á tnánu- dag. Basil Hume kardináli, yfirmaður kaþólsku kirkjunnar i Englandi og W ales. sagði í dag að valdheiting af hálfu Breta til að endurheimta Falklandseyjar væri rétthvtanleg. Hánn sagði innrás Argontínu- manna óþolandi. hæði frá siðferði- legu og lagalegu sjónartniði séð. Brezku blaðamennirnir. sem teknir voru fastir í suðurhluta Argentínu grunaöir unt njósnir, eru enn i haldi'. Þeint hefur verið neitað um að fá aö vera látnir lausir gegn tryggingu. Blöð í Buonos Aires sogðu i tlag, að nú vtvri striðsástand á suöur- hluta Atlantshafsins i kjolfar þess að Argentinutnenn lýstu þar ófrið- arsvtvði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.