Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
Næsta álver á íslandi
i Þorlákshöftt?
Eftir Edgar
Guðmundsson
verkfrœðing
Álversathugun ÁSV
(Árdal-Sunndal-Verk)
Um þessar mundir stendur yfir
almenn óstaðbundin athugun er
varðar nýtt álver á Islandi. At-
hugun þessi er unnin af norska
stórfyrirtækinu Ardal-Sunndal-
Verk ASV í samráði við íslenska
aðila.
Almennt um álver
Eins og alþjóð er kunnugt, ríkir
nú mikil kreppa í áliðnaði, og er
þar skemmst að minnast mikiis
tapreksturs hjá ÍSAL og síðustu
samdráttarfrétta hjá norskum ál-
framleiðendum. Verðlag á áli er
nú lægra en nokkru sinni fyrr. í
áliðnaði, sem og öðrum iðngrein-
um, skiptast hins vegar á skin og
skúrir, þannig að ekki er ástæða
til að láta deigan síga þótt illa
horfi í bili. Þorri Islendinga er
sammála um að virkja beri fall-
vötn okkar og aðrar orkulindir og
nýta orkuna til orkufreks iðnaðar
jafnframt almennri notkun inn-
anlands.
Almennt um staðar-
val stóriðju
Eftirfarandi þættir eru trúlega
mest ráöandi, þegar rætt er um
staðarval stóriðju:
a) Umhverfis- og mengunaráhrif.
b) Félagsleg áhrif, einkum þó
stærð vinnumarkaðar.
c) Hafnaraðstaða.
d) Byggingarland.
e) Næg orka í hóflegri fjarlægð.
í þeirri röðun þátta, sem að ofan
greinir, felst þó engin fullyrðing
um innbyrðis vægi þegar að
ákvörðun dregur. Það mat verður
látið öðrum eftir.
Stækkun álvers
í Straumsvík
Þegar einu sinni er búið að
byggja álver, þá hefur þegar verið
fjárfest í hafnarmannvirkjum,
sem venjulega er unnt að nýta bet-
ur, auk þess sem ýmsir aðrir þætt-
ir verða augljóslega hagkvæmari
af stærðaráhrifum einum saman.
Núvirði hafnarmannvirkja í
Straumsvík er talið um 200 millj-
ónir nýkróna, en nýting hafnar-
innar er taiin aðeins um 20%,
þannig að verulega má við bæta.
Umtalsverð stækkun álversins í
Straumsvík er því bæði eðlileg og
sjálfsögð fjárfesting við eðliiegar
markaðsaðstæður.
Nýtt álver
Ef hinsvegar er hugað að nýju
álveri, þá má vafalaust draga
fram ýmsa kosti við að staðsetja
það einnig í Straumsvík, sem og
alla stóriðju á íslandi yfirhöfuð.
Ég hygg þó, að fyrir því sé nokkuð
almennur vilji að dreifa stóriðju-
fyrirtækjum um landið, þótt það
kunni að kosta okkur nokkurt fé
og fyrirhöfn fyrst í stað. Af þeim
ástæðum leyfi ég mér að líta
framhjá nýju álveri í Straumsvík
sem möguleika, sem unnt sé að ná
um sæmilegri samstöðu meðal
þjóðarinnar, þegar stækkun ÍSAL
er undanskilin. Straumsvík kann
þó að vera inni í myndinni engu að
síður, svo sem vikið verður að nán-
ar hér á eftir.
Hvers vegna álver
í Þorlákshöfn
Fyrir staðsetningu álvers í Þor-
lákshöfn má færa afar sterk rök,
sem eru bæði umhverfis-, félags-
og tæknilegs eðlis, auk þess sem
öll sanngirni mælir með Suður-
landi, svo framarlega sem önnur
rök vega ekki þyngra. Er þá að
sjálfsögðu gert ráð fyrir, að það sé
almenn ósk Sunnlendinga, að
meira af þeirri orku, sem fram-
leidd er í þessum landsfjórðungi,
verði nýtt á sama stað. Suðurland
er stærsta orkuforðabúr þjóðar-
innar, eins og nú standa sakir, en
óverulegur hluti orkunnar er nú
nýttur í héraði. Allir landsmenn,
sem sýna vilja sanngirni, hljóta
því að taka undir sjónarmið
Sunnlendinga í þessum efnum.
Umhverfis- og félagsleg rök
fyrir álveri í Þorlákshöfn
Þeir sem þekkja til veðurs í
Þorlákshöfn hafa ekki teljandi
áhyggjur af loftmengun frá álveri
á þessum slóðum, einkum þegar
nútíma hreinsitækni er höfð í
huga. Logn og stillur teljast þar
fremur til undantekninga, svo
ekki sé dýpra í árinni tekið. Af
ástæðum, sem eru óviðkomandi
stóriðju í'Þorlákshöfn, er nú í far-
vatninu ákvörðun um brú yfir Ölf-
usárósa við Óseyrarnes. Þessi brú
gerir Selfoss, Eyrarbakka, Stokks-
eyri, Hveragerði og Þorlákshöfn
að einu samfelldu svæði í atvinnu-
legu tilliti. Stærð vinnumarkaðar
er því ótvírætt næg. Telja verður
líklegt, að önnur félagsleg atriði,
sem nauðsynleg verða talin til
styrktar álveri í Þorlákshöfn,
muni ekki erfið úrlausnar, og skal
því hér látið staðar numið að sinni
um umhverfis- og félagsleg rök.
Tæknileg rök fyrir
álveri í þorlákshöfn
Um landgæði í Þorlákshöfn
fyrir byggingu álvers þarf ekki að
fjölyrða. Þau eru óumdeilanlega
með því besta sem þekkist. Sama
máli gegnir um lögn háspennulínu
frá virkjunum á Þjórsársvæði.
Hafnarmálin hafa á hinn bóginn
verið talin torleysanleg innan við-
unandi kostnaðarmarka. Verður
því hér eingöngu fjallað um hafn-
armálin, þar sem þau eru talin svo
afgerandi í tæknilegu tilliti.
Edgar Guðmundsson
„Nú líður að því, að Staðar-
valsnefnd fari að skila álits-
drögum um staðsetningu ál-
iðju. Ég dreg ekki í efa, að sú
ágæta nefnd taki undir sjón-
armið mín í þessum efnum
og bendi á Þnrlákshöfn sem
einn allra ákjósanlegasta
staðinn fyrir nýtt álver á ís-
landi, að undangenginni
stækkun álversins í
Straumsvík.“
Hvernig eru hafnir
fyrir álver notaðar?
Nú hefur álver verið rekið í
mörg ár í Straumsvík og er því
nærtækast að leita þar viðmiðun-
ar. Árið 1980 var svo háttað um
skipaferðir í Straumsvík sem hér
segir vegna ÍSAL: Stór skip voru
alls 4 og komu með um 145.000
tonn af súráli.
Lítil skip (einkum íslensk) voru
alls 73 og fluttu til landsins raf-
skaut og ýmsar aðrar vörur en
fluttu ál og notuð rafskaut frá
landinu.
Einungis 4 stór
skip en 73 lítil
Það sem hér skiptir máli er, að í
aðeins 4 skipti af 77 eru not fyrir
stórskipaaðstöðuna í Straumsvík.
í öll hin 73 skiptin má komast vel
af með mun minni höfn, svo sem
Þorlákshöfn. Nú mætti spyrja:
Hvernig að að koma þessum
hundruðum þúsunda tonna af súr-
áli til Þorlákshafnar? Við þessari
spurningu eru að minnsta kosti
þrjú svör:
Leið I — akstur á
súráli frá Straumsvík
til Þorlákshafnar
Ef miðað er við, að notaðir verði
stólbílar með aftanívagni með 22
tonna hlassþunga, þá reiknast
heildarflutningskostnaður 260.000
tonna af súráli, sem svarar til
framleiðslu 130.000 tonna af áli á
ári hverju um 2,5 milljónir doll-
ara, eða um 20$ per tonn af áli. Nú
er flutningskostnaður á súráli frá
Ástralíu til Islands reiknaður um
60—65$ per tonn af áli, þannig að
hér er um að ræða þriðjungs við-
bót, eða um 1—1,5% af söluverði
áls, 1.200—1.800$ per tonn. Með
stærri bílum mætti ná þessum
kostnaði talsvert niður.
Leið II — Sigling með
súrál frá Straumsvík
til Þorlákshafnar og
með ál og jarðefni til baka
Með öflugum lestunar- og losun-
arbúnaði má reikna með, að 1.500
tonna skip geti með góðu móti
annað eftirtöldum flutningum
milli Straumsvíkur og Þorláks-
hafnar:
Til Þorlákshafnar frá
Straumsvík 260.000 tonn súrál.
Til Straumsvíkur frá Þorláks-
höfn 130.000 tonn ál og 110.000
tonn af jarðefnum.
Reksturskostnaður slíks skips
yrði innan við 1.000.000$ á ári, sem
mundi deilast á 500.000 tonn af
flutningum. Með öðrum orðum um
2$/tonn til jafnaðar. Ef allur
rekstrarkostnaður skipsins yrði
færður eingöngu á álið, þá næmi
hann röskum 7$/tonn af áli, eða
nær þrefalt minna en fyrir bif-
reiðaflutninga.
„Ritgerdabókin“
er komin út
hjá Iðunni
KITGERÐABÓKIN heitir leiöbein-
ingarrit nm samningu og frágnng
fraertilegra ritgerða sem Iðunn hefur
gefið út. Er bókin a-tluð nemendum á
öllum skólastigum. Höfundar eru
Ásgeir S. Björnsson og Indriði Gísla-
son.
Ritgerðabókin skiptist í aðalkafl-
ana áætlun, efnisgrind, skráning
heimilda, efnissöfnun, ritgerðin
samin, frágangur og heimildaskrá.
Aftast er viðauki um frágang rit-
smíða til prentunar. Ritgerðabókin
er 60 bls. prentuð hjá Odda.
IÐUNN
RIT:
Asgeir S Björnsson
Indriði Gislason
GERÐA
Gódir gestir á Sauðárkróki
SauAárkróki, 28. afríl.
Á SUMARDAGINN fyrsta komu
hingað til Sauðárkróks góðir
gestir í boði Tónlistarskólans og
Tónlistarfélagsins hér, þau Sig-
fús Halidórsson tónskáld og
songvararnir Elín Sigurvinsdótt-
ir, Snæbjörg Snæbjarnardóttir og
Friðjón G. Jónsson.
Héldu þau tónleika í Safna-
húsinu, og voru á efnisskránni
eingöngu lög eftir Sigfús, sem
annaðist undirleik með mikilli
prýði. Húsfyllir var svo að í ann-
an tíma hafa ekki fleiri sótt tón-
leika í Safnahúsinu. Undirtektir
áheyrenda voru franiúrskarandi
góðar og urðu söngvararnir að
syngja aukalög og að lokum
sungu allir viðstaddir „Litlu flug-
una“.
Næstu tónleikar Tónlistar-
skólans verða í fyrri hluta maí-
mánaðar. Þar koma fram
Manuela Wiesler flautuleikari
og Helga Ingólfsdóttir sembal-
leikari. Á sumardaginn fyrsta
hafði Kvenfélag Sauðárkróks
kaffisölu í félagsheimilinu
Bifröst og rann allur hagnaður
til hjúkrunar- og dvalarheimil-
is aldraðra, sem hér er í bygg-
ingu. Ungmennafélagið Tinda-
stóll stóð fyrir víðavangshlaupi
þennan dag og er það orðinn
árviss viðburður á sumardag-
inn fyrsta.
Dr. Kristján Eldjárn hélt
nýlega erindi hér í boði Safna-
hússins sem hann nefndi
Sumardvöl á Grænlandi fyrir
45 árum. Húsfyllir var og góð-
ur rómur gerður að máli dr.
Kristjáns. Um páskana hélt
Ásta Pálsdóttir myndlistar-
sýningu í Safnahúsinu. Ásta er
fædd og uppalin hér en býr nú í