Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 14
14
MORGUNÉLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. MAÍ1982
Hallgrímur Helgason,
Selbrekku 109, spyr:
1. Er hægt að skipta alparifsi?
2. Ég er með viðkvæmar stór-
blómarósir. Hef geymt þær í
dimmu húsnæði yfir veturinn
þar sem hiti fer ekki yfir 5 gráð-
ur. Á að hafa rætur í mold eða
mosa og halda þeim rökum?
Svar:
1. Alparifsi má auðveldlega
skipta með því að stinga utan úr
hnausnum með bitgóðri stungu-
skóflu.
2. Betra er að grafa plönturnar
niður úti, eða búa vel um þær á
vaxtarstaðnum, þannig að
tryggt sé að kal nái ekki niður til
ágræðslunnar. Ef þær eru
geymdar inni þarf helst að vera
svalt í geymslunni, jafnvel svo
kalt, að mold í geymsluílátinu
nái að frjósa í mestu frostum.
Sigríður Marelsdóttir,
Keflavík, spyr:
1. Ég var að taka upp rósir, sem
mér þóttu nokkuð ræfilslegar, en
í upphafi setti ég þær niður fyrir
ágræðslu. Bætti ég mold á og var
komið upp að greiningu. Fóru
þær þá að rækta sig fyrir ofan
ágræðsluna. Getur það dregið út
blómgun, en í vetur setti ég þær
í plast til geymslu?
Margir rækta rósir sér til yndisauka og ánægju
spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
fyrirhugað ræktunarland og er
þá nokkurs um vert að gera það
sem fyrst með vorinu, svo fræið
missi ekki af vorvakanum. Ef því
verður við komið er sjálfsagt að
hylja fræið með jarðvegi eða
troða því ofan í moldaryfirborð-
ið.
Annars má sá og ala lúpínur upp
í gróðurreitum á sama hátt og
t.d. stjúpmæður. Með því eru
meiri líkur til að betri árangur
náist. Eftir að plönturnar hafa
2. Það gerist mjög oft, að toppa-
sprotar á greni verði fyrir ein-
hverjum áföllum síðla sumars.
Þarf oft ekki meira til en að fugl
tylli sér á toppinn. Þetta tefur að
sjálfsögðu fyrir hæðarvexti trés-
ins, en nýr sproti myndar fljót-
lega nýjan topp. í sjálfu sér er
lítið fengið með því, að tré á
þröngum húsalóðum verði mjög
hávaxin enda óhyggilegt að
stefna að skógrækt inn í þétt-
býli.
Matjurtír - tré og blóm
Volgt áburd-
arvatn
Svar:
Vísa til þess, sem rætt er um í
svarinu til Hallgríms í Sel-
brekku, um geymslu ágræddra
rósa yfir veturinn. Ef rætur hafa
myndast ofan við ágræðsluna
ætti það ekki að saka eða draga
úr blómgunarmöguleika. Ég ráð-
legg Sigríði að gefa rósunum sín-
um af og til volgt áburðarvatn á
meðan vöxtur er sem örastur eða
fram að mánaðamótum júní/-
júlí. Nú um mánaöarmótin (apr-
íl/ maí) ætti hún að klippa vöxt-
inn frá síðasta sumri það mikið
niður, að aðeins þrjú neðstu
brum standi eftir. Þá endurnýjar
hún rósirnar svo þær verða
kröftugar á ný.
Kristín Óskarsdóttir,
Byggðarenda 31, spyr:
1. Er í lagi að taka útsæðiskart-
öflur úr sama garðinum ár eftir
ár?
Skipta um
af og til
Svar:
Ef sama garðiand er notað ár
eftir ár fyrir kartöflur er hyggi-
legt að breyta til með útsæði á
nokkurra ára fresti og fá útsæði
úr öðru garðstæði. Best færi þó
á, að skipta um garðland fyrir
kartöfiur af og til. Rækta t.d.
rófur, kál eða gulrætur í garð-
landinu sum árin.
Sesselja Þorbjörnsdóttir,
Boðagranda 7, spyr:
1. Ég er að reyna að koma mér
upp gljávíðislimgerði. Ég á mik-
ið af sprotum og hef geymt þá í
vatni í um vikutíma. Er hægt að
koma þeim til á þann hátt?
2. Ég hef ennfremur viljað
reyna að koma mér upp lúpínu-
breiðu. Ég á fræ af þroskaðri
lúpínu frá í fyrra, sem ég hef
geymt í vetur. Hvað geri ég nú?
Lúpínur
Svar:
1. Allur víðir myndar rætur í
vatni, en ekki má dragast lengi
að koma græðlingunum í mold
eftir að rætur hafa sýnt sig. Best
er að stinga víðisprotum beint í
mold, eftir að þeir hafa verið
skornir af móðurtrénu.
2. Lúpínufræi má sá beint út í
Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur
tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaðsins
um garðyrkju. Svörin við fyrstu spurningunum birtast í
dag. I>au verða síðan birt eftir því sem spurningar berast.
Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða, jafnt um
ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á
móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgunblaðsins í
síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til
föstudaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkju-
frömuður og hefur haft yfirumsjón með öllum ræktunar-
málum borgarinnar í nær þrjá áratugi.
Kæktun skjólbelta úr ýmsum trjátegundum er vinsæl
Hafliði Jónsson,
garðyrkjustjóri
fengið eðlilega umönnun, sumar-
langt i gróðurreitunum má sem
best gróðursetja þær út á ber-
svæði, ári eftir að sáð var til
þeirra. Er þá fullnægjandi að ein
planta komi á fermetra iands.
Valdimar Einarsson,
Kleppsvegi 96, spyr:
1. Ég er með Alaska-víði.
Græðlingarnir eru um 35 sm
langir. Er gott að hafa þá svo
langa eða er betra að taka þá í
fleiri búta?
2. Ég er með grenitré Við húsið
hjá mér, líkast til um 15 ára
gamalt. Undanfarin ár hefur
toppurinn alltaf dottið af, þann-
ig að það stækkar ekkert. Hins
vegar hefur það þést mjög að
neðan. Hvað get ég gert til að
það haldi áfram að stækka?
Græðlingar
Svar:
1. Eðlilegasta lengd græðlinga
er um það bil 10—15 sm, en eðli-
legast er að haaf þá viðmiðun að
hver græðlingur beri 5 brum.
Þegar þeim er svo stungið í upp-
eldisbeðið með 10—15 sm milli-
bili eru þrjú brum látin hverfa í
moldina og tvö höfð uppúr. í
uppeldisreitum eru græðlingarn-
ir hafðir í eitt eða tvö sumur
áður en þeir eru gróðursettir á
framtíðarvaxtarstað. Þá skal
stefnt að því að planta það djúpt,
að hinn upphaflegi græðlingur
gangi allur í jörð.
Þorgerður Jónsdóttir,
Granaskjóli 5, spyr:
1. Ég ætla að fara að vinna í
garðinum mínum. Hann hefur
verið illa hirtur mörg undanfar-
in ár. Það er mikið af mosa í
honum og ennfremur sinugras.
Hvað get ég gert til að fá hann í
lag? Á ég að nota húsdýraáburð,
eða er e.t.v. betra að nota erlend-
an áburð?
2. Mig langar til að vita hvort
gljávíðir sé góður í skjólbelti. Er
til einhver önnur trjátegund,
sem gerir sama gagn, en er ódýr-
ari?
Handreyting
best
1. Eðlilegast er að hefjast handa
strax og reyta alla sinu af gras-
blettinum. Best og trúlegra fljót-
legast er að framkvæma það
verk á þann hátt, að handreyta
allt svæðið. Þegar sinan hefur
verið fjarlægð er hyggilegt að
blanda saman góðri mold og
sandi, sem síðan er sáldrað yfir
grasflötina þannig að vel grisji í
svörðinn. Dreifa þarf yfir, sem
svarar 'k kg af grasfræi og 3 kg
af blönduðum garðáburði á
hverja 100 fermetra. Að lokum
er svo þjappað t.d. með því að
fótstíga eða velta tunnu yfir
flötina. Svo er að bíða og sjá
hver árangurinn verður og halda
síðan áfram umhirðu og ræktun-
arstarfinu.
2. Vissulega koma margar aðrar
tegundir til greina. Bendi t.d. á
björk, viðju eða Alaskavíði.
Gljávíðir er ekki sérlega vind-
þolinn og hentar því best þar
sem skjólsælt er. Hins vegar hef-
ur gljávíðir þann kost framyfir
aðrar víðitegundir, að hann er
sjaldan hart leikinn af skorkvik-
indum.
Guðný Jónasdóttir,
Reynimel 36, spyr:
1. Hvað á ég að gera þegar
gamiir trjástofnar eru farnir að
safna á sig grænku neðst á
stofninum? Undir þessari
grænku eru rauðleit sár.
Svar:
Einfaldasta ráðið er að fara út.í
garðinn með steinolíu og stjúka
henni með pensli á trjástofnaná.
Eftir tvo eða þrjá daga væri síð-
an ágætt að endurtaka þessa
hreinlætisaðgerð, en nota þá
sápuvatn í stað steinolíunnar.