Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
17
Slyrjöld eftðr pöntun
EFTIR ART BUCHWALD
Ég skal segja ykkur hvað ég óttast.
Það verða ekki stjórnmálamenn sem hrinda af stað
næstu stórstyrjöld, heldur fréttastjóri hjá einni af
stóru sjónvarpsstöðvunum. Ég hef horft á hvern frétta-
skýringaþáttinn á fætur öðrum um Falklandseyjamálið
— og hef það á tilfinningunni að hinir ágengu frétta-
menn séu að ýta ráðamönnum í viðkomandi löndum útí
horn, þaðan sem þeir verður ekki undankomu auðið.
Vondur draumur minn er þessi:
Fréttastjórinn situr við skrifborð sitt og til hliðar við
hann stendur sjónvarpstjald eitt mikið. Hann mælir til
áhorfenda:
Innan stundar munum við ræða við argentínska
hermálaráðherrann beint frá Buenos Aires. Og hér er
hann kominn. Herra Rodriques, sjáið þér einhverja
aðra lausn á deilunni um Falklandseyjar, en að heyja
stríð?
Við Argentínumenn höfum ævinlega verið fúsir að
ganga til sanngjarnra samninga.
En segjum sem svo að Bretar sökkvi einu af skipum
ykkar?
Þá munum við bregðast við með öllum okkar hernað-
arþunga.
Þakka yður fyrir. Og nú bregðum við okkur til Lund-
úna: Herra Person, aðstoðarutanríkisráðherra, svo sem
þér heyrðuð af vörum hermálaráðherrans, þá munu
Argentínumenn ráðast gegn flota ykkar með öllum
þeirra hernaðarþunga. Hver verða viðbrögð
Stóra-Bretlands?
Ég er þess fullviss um að við séum færir um að
bregðast rétt við, hvað sem uppá kemur. Ríkisstjórn
hennar hátignar er áfjáð í að leysa deilu þessa frið-
samlega og það vill enginn heyja stríð. En á sama tíma
er heiður okkar í veði.
Ef Argentínumenn reynast ófúsir að ganga til samn-
inga við ykkur, munuð þið þá beita kjarnorkuvopnum
til að verja heiðurinn?
Ég held að hér sé hvorki staður né stund að ræða það.
Hvers vegna ekki?
Við viljum ekki ýta frekar undir stríðsbollaleggingar
en þegar hefur verið gert.
Þér verðið að fyrirgefa mér ýtnina, herra Person, en
má skilja orð yðar svo að ef Argentínumenn sökkva
bresku flugvélamóðurskipi, þá munið þið ekki hernema
Buenos Aires?
Við skulum halda öllum möguleikum opnum.
Þakka yður fyrir, herra Person. Nú er sendiherra
Argentínu hjá Sameinuðu þjóðunum í sambandi við
okkur frá New York.
Herra sendiherra, eins og þér heyrðuð, þá er sá
möguleiki fyrir hendi að Bretar skjóti kjarnorkuvopn-
um að borgum Argentínu, ef herliðið verður ekki kvatt
frá Falklandseyjum. Hvernig munu Argentínumenn
bregðast við slíkri árás?
Við efumst nú um að slíkt gerist — en ef til þess
kæmi, þá myndum við leita til höfuðandstæðings At-
lantshafsbandalagsins að gjalda líku líkt.
Þér eigið augljóslega við Sovétrikin. Hefur stjóm
yðar verið í sambandi við Moskvu?
Ég kæri mig ekki um að svara því á þessu stigi
málsins.
Þakka yður fyrir, herra sendiherra. Nú skulum við
snúa okkur til stjórnarinnar hér i Wasington og ræða
við Robert Dobson, aðstoðarráðherra. Herra Dobson,
hefur stjórnin til taks áætlun um hvernig eigi að bregð-
ast við, ef Sovétmenn láta Argentínumönnum í té
kjarnorkuvopn?
Við erum að vinna að friðsamlegri lausn málsins og
reynum að fá málsaðila til að setjast við samningaborð.
Þér svöruðuð ekki spurningu minni, herra Dobson.
Ég vil fá að vita, hvort Bandarikjastjórn muni heyja
stríð við Sovétríkin, ef þau koma fyrir kjarnorkuvopna-
búnað á vestrænu áhrifasvæði?
Ég hef ekkert um það að segja.
Þakka yður fyrir, herra Dobson. Því miður er tími
okkar á þrotum í kvöld. Fylgist með stöðunni í hugsan-
legri Kúbudeilu níunda áratugarins á sama tíma annað
kvöld. Góða nótt og sofið rótt...
J.F.Á. sneri.
Happdrætti fyrlr alla Ulðasal8 „ borSapantanlr ,
Dregiö kl. 21.30 og kl. 24.00 um 2 glæsilegar Broadway á morgun, sunnudag
Útsýnarferöir. kl-16~19
Hinn
óviöjafnanlegi
Ómar
Ragnarsson
skemmtir
Ferðaskrifstofan
BJTSYIM
Hinir síkátu
félagar
Þorgeir
ofl
Magnús
koma öllum
í gott skap.
Dansflokkurinn
JAZZ-SPORT
föstudagskvöld 7. maí
Kl. 19:45 Húsiö opnað — afhending ókeypis happdrættismiða. Sala bingóspjalda. Gestir
boönir velkomnir með fordrykk.
Allar konur fá ilmvatn „Brigitte Bardot“ frá Th. Stefánsson.
Kl. 20.10 Sýnd ný kvikmynd frá Mallorca.
Big Band Björns R. Einarssonar tekur á móti gestum meö fjörugri tónlist
Kl. 20.30 Kvöldveröur
Tízkusýning:
Módelsamtökin
sýna sumar
tízkuna frá
BLONDIE og
HERRA
GARÐINUM og
WOUKKO-
kjóla frá Heimilis
iönaöinum.
Heiöar Jónsson snyrtir, sýnir
nýjustu snyrtingu frá
Ckarlet c1 flte
— módel
Brynja JCSL
Nordquist. S'-
Matseðill
Sjávarréttasalat
Salad de Fruits de Mer
Fylltar aligrísalundir Duxelle
með blómkáli, parísarkartöflum
og sósu chimay
Fillet de porc farce de Duxelle
pom parisienne et chaufleur, sauce chimay.
Verð aöeins kr. 180.
BINGÓ ,spliaö£
feröir t
feröir.
Ungfrú Útsýn 1982
Dómnefnd kynnir Ungfrú ÚT-
SÝN 1982, sem valin hefur
veriö úr hópi 30 þátttakenda,
en 10 stúlkur fá auk þess
vegleg verölaun. Inga Bryn-
dís Jónsdóttir frá Akureyri,
Ungfrú ÚTSÝN 1981 krýnir.
Sumargleði
— lokahóf
BK'OAIDWAT