Morgunblaðið - 01.05.1982, Síða 26

Morgunblaðið - 01.05.1982, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982 t Eiginmaöur minn, ÞORSTEINN KRISTINSSON fré Möörufelli i Eyjafiröi, lést fimmtudaginn 29. apríl í Landakotsspítala. Jenný Oddsdóttir. t Móðir okkar. SIGRÍOUR GUÐMUNDSDÓTTIR, óóur Rauöaróratíg 11, lést í Landspítalanum 29. apríl. Börnin. Deilt um eignar- aðild og áhættu t DR. KRISTINN GUOMUNDSSON, fyrrverandi sendiherra, Grettisgötu 96, lést föstudaginn 30. april. Vilhjólmur Arnarson, Brynhildur Björnsdóttir, Anní Hedemark. t Móöir okkar og tengdamóöir, GUÐLAUG ÓLAFSDÓTTIR frá Hagavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 3. maí. Guðmundur Runólfsson, Eyrún Erla Runólfsdóttir. Útför eiginmanns míns, fööur og sonar, ÞÓRARINS BJORGVINSSONAR, Kársnesbraut 80, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju, þriöjudaginn 4. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Minningarsjóö Barb- öru Árnason aö Kjarvalsstööum. Sigrún Siguröardóttir, Finnbogi Þórarinsson, Jón Garöar Þórarinsson, Þórarinn Þórarinsson, Sesselja Sigvaldadóttir. t Útför FRIÐFINNS KRISTINSSONAR, Álftamýri 55, veröur gerö frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 4. maí kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaöir. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á samtök sykursjúkra. Ósk Sophusdóttir, Kristinn Ágúst Friófinnsson, Anna Margrét Guómundsdóttir, Friðfinnur Freyr Kristinsson, Melkorka Mjöll Kristinsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tenqdafaöir og afi, ÓLAFUR ÁGÚSTSSON frá Raufarhöfn, Fellsmúla 11, Reykjavik, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 4. maí kl. 13.30. Sigríöur Guðmundsdóttir, Bergþóra Jensen, Gunnlaugur Jónsson, Helgi Ólafsson, Stella Þorláksdóttir, Steinunn Ólafsdóttir, Hreinn Helgason, Elmar Ólafsson, Agnes Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum inmlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför HALLDÓRS HAFLIÐASONAR, flugstjóra. Ólöf Inga Klemensdóttir, Hafliói Halldórsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þórunn Halldórsdóttir, Jóhann Steinsson, Hrafnhildur I. Halldórsdóttir, Halldór Þór Þórhallsson, Sveínbjörn Haflióason, Anna Lárusdóttir, og barnabörnin Halldór og Ólöf Inga. Frumvarp til laga um hlutafjáraukningu íslenzka rikisins i járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga, sem svarar 2,4 milljónum Bandaríkjadala, og heimild til sjálfskuldarábyrgðar rikisins á lántöku fyrirtækisins, allt að 3,3 milljóna Bandaríkjadala, var samþykkt frá efri deild Alþingis til neðri deildar með 17 samhljóða atkvæðum, 2 sátu hjá, 1 var fjarverandi. — Lárus Jónsson (S), sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna ásamt Guðmundi Karlssyni (S), gerði grein fyrir hjásetu sinni, efnislega á þessa leið: Þegar lög um járn- blendiverksmiðju á Grundartanga vóru samþykkt á sinni tíð hafði ég sérstöðu, hvað varðar eignarhluta, þ.e. áhættuþátt íslenzkra skatt- borgara, enda lágu þá fyrir áætlan- ir, er sýndu fram á verulegan rekstrarhalla, a.m.k. fyrstu árin. Ég þóttist sjá fyrir að það fjár- magn, sem skattborgarar lögðu um ríkissjóð til þessarar eignaraðildar, myndi ekki skila sér fljótlega í þjóðarbúið. Þetta hefur, því miður, reynzt rétt. í samræmi við fyrri af- stöðu mína sit ég því hjá nú þegar enn bankað upp á hjá skattborj?ur- um, varðandi fjárframlög til að mæta rekstrarhalla og styrkja greiðslustöðu fyrirtækisins. — Ólafur Ragnar Grímsson (Abi.) sagði reynsluna af járn- blendiverksmiðjunni knýja á dyr um endurskoðun stóriðjuáætlana, sem uppi væru hjá öllum aðilum á Alþingi, en hann teldi þó rétt, mið- að við aðstæður, að samþykkja frumvarpið. — Stefán Jónsson (Abl.) sagði nauðsynlegt að fylgja úr hlaði því einsatkvæðisorði, sem krafizt væri af þingmönnum í nafnakalli um þetta mál, vegna sögulegs aðdrag- anda málsins og hvers eðlis það væri. Hann sagði Lárus talsmann orkuiðnaðar, fyrr og síðar, og allar grænsápubirgðir heimsins nægðu honum ekki til að þvo hendur sínar í þessu máli. Járnblendiverksmiðj- an reis í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, sagði hann, með beinskeyttum stuðningi Alþýðu- flokksins. Þrátt fyrir allt verður að bjarga því sem bjargað verður og segja já. — Þorvaldur Garðar Krist- jánsson (S) sagði erfiðleika víða að finna í íslenzkum atvinnurekstri — og ef loka ætti hvarvetna, þar sem móti blási, yrði víða lokað. Ágrein- ingur væri ekki um orkuiðnað, þó skoðanir hafi verið skiptar um, hve stóran hlut íslendingar ættu að axla af áhættu eignaraðildar með- an slík fyrirtæki væru að festa rætur. En atvinnurekstur, án áhættu, er vandfundinn hér á landi. Og ef Ólafur og Stefán meina eitthvað með andófi sínu gegn orkuiðnaði, þá eru líka frumvörp og áætlanir ráðherra þeirra og raunar ríkisstjórnarinnar um þetta efni marklaust hjal. Ég segi já. — Gunnar Thoroddsen, forsæt- isráðherra, sagði það hafa verið innan ramma stefnu Sjálfstæðis- flokksins að járnblendiverksmiðja risi á Grundartanga (en hann var þá iðnaðarráðherra er sú ákvörðun var tekin), sem og sú eignaraðild ríkisins, 55%, sem ofan á hafi orðið í þingflokknum. Lárus tók afstöðu gegn þessari eignaraðild, fylgdi samvizku sinni þar um svo sem honum bar. Ég gagnrýni hann ekki fyrir það. Rekstur verksmiðjunnar er nú í lægð og við verður að bregð- ast svo sem aðstæður og efni segja til um. Ég segi því já í þeirri von, að bjartara sé framundan hjá fyrirtækinu. — Lárus Jónsson (S) kvaðst hafa gert grein fyrir atkvæði sínu í þingflokki sjálfstæðismanna, fyrir- fram, og svo hafi verið um fíeiri, sem höfðu sömu afstöðu. Hann hefði í engu komið aftan að sam- flokksmönnum sínum, hvorki þá né endranær, enda hafi skoðanir verið mjög skiptar um eignaráhættu. Reynslan sýni, því miður, að óttinn hafi ekki verið ástæðulaus, og hyggilegra hefði verið að standa öðru vísi að málum. Það séu engir smáaurar sem hér sé um að tefla — og skyldur þingmanna séu ekki sízt gagnvart skattborgurum, sem borgi brúsann nú, eins og ævinlega. I>ingfréttir í stuttu máli: Innflutningur á fóður- og sáð- vöru frá Danmörku bannaður Um gin- og klaufaveiki í Danmörku Steinþór Gestsson (S) spurði Pálma Jónsson, landbúnaðarráðherra, í fyrirspurnatíma á Alþingi, hvort ráðherra hefði fyrirskipað eftirlit, lögum samkvæmt, með innflutningi og dreifingu á mold, húsdýraáburði og öðru því, sem getur borið sjúk- dóma og meindýr í plöntur. Énn- fremur, hvort ráðherra telji ástæðu til varnarráðstafana vegna gin— og klaufaveikifaraldurs, sem nú geisar í Danmörku. Steinþór vakti athygli á því, að rannsóknir Dana bentu ekki aðeins til þess, að slíkur sjúkdómur geti borizt með mold eða plöntuhlut- um, heldur og með veðri og vindum. Pálmi Jónsson, landbúnaóarráó- herra, sagði varnaraðgerðum beitt, m.a. hefði hann tekið fyrir allan inn- flutning á plöntum, fóður- og sáð- vörum frá Danmörku. Frumvarp um sparisjóði Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um sparisjóði en í dag eru starfandi 42 slíkir hérlendis (vóru flestir 1960 eða 63). í greinargerð er sagt að frumvarpið feli í sér rýmkun ákvæða varðandi stofnun sparisjóða, enda sé ákveðin lágmarksfjárhæð stofnfjár tiltæk. Hinsvegar verður ekki hægt að stofna sparisjóði með ábyrgðum (ábyrgðarmannasjóði). Ekki er þó sú kvöð lögð á starfandi sparisjóði að taka upp stofnfé í stað ábyrgða. Mikilvægt nýmæli er og um „séreignarsjóð stofnfjáreigenda", sem myndaður verður m.a. með hluta þeirra vaxta, sem aðalfundur ákveður að greiða stofnfjáreigend- um af árlegum tekjuafgangi. Hug- myndin er að gera stofnfjáreign eft- irsóknarverðari með því að heimila ávöxtun hennar, þó nokkrar skorður fylgi, segir í greinargerð með frum- varpinu. Stefnumörkun í landbúnaði Fram hefur verið lögð stjórnartil- laga um stefnumörkun í landbúnaði, en Egill Jónsson (S) lagði fyrr á þinginu fram tillögu um sama efni, f.h. þingflokks sjálfstæðismanna, svo sem frá var sagt á þingsíðu Mbl. Samkvæmt tillögunni skal markmið og megintilgangur í ís- lenzkum landbúnaði vera sá að framleiða búvöru með þeirri fjöl- breytni, sem landkostir, veðurfar og markaðsskilyrði Ieyfa, sem óg að tryggja efnahagslegt sjálfstæði og félagslegt jafnrétti bændafólks og eigna- og umráðarétt þess á bú- jörðum. Norrænt menningar- málasamstarf Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, hefur látið dreifa meðal þingmanna skýrslu um norrænt samstarf á sviði menningarmála. Efnisþættir skýrslunnar fjalla um: skipuíag starfseminnar, norræn menningarfjárlög, menningarsjóð Norðurlanda sem og menningar- samstarf, fræðslumál, vísindi, nor- ræna menningarkynningu í Banda- ríkjunum, hugmyndir um samstarf um dreifingu sjónvarps- og hljóð- varpsefnis um gervitungl o.fl. Á samnorrænni fjárhagsáætlun um menningarsamstarf 1983 er gert ráð fyrir að verja (í dönskum krón- um): til fræðslumála 15,7 m.kr, til vísinda 39,3 m.kr, til almennra menningarmála 26,1 m.kr., til ráð- stöfunar hjá ráðherranefnd 7,9 m.kr., til Menningarsjóðs Norður- landa 9,6 m.kr. og til norrænu menn- ingarmálaskrifstofunnar 8,6 m.kr. — eða samtals nálægt 107,5 m.kr. Dýralæknafrum- varpi vísað frá FRUMVARPI til laga um dýralækna var vísað til ríkisstjórnarinnar á fundi efri deildar Alþingis i gær, en þá fór fram önnur umræða um frumvarpið. Við atkvæðagreiðslu um tillögu þar að lútandi greiddu 12 þingmenn atkvæði með því að málinu yrði vís- að til ríkisstjórnar, en 6 voru á móti. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.