Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
47
Hoddle
aö batna
Eins og frá var greint í Mbl. slas-
aðist Glenn Hoddle, enski landsliðs-
maðurinn í knattspyrnu illa í lands-
leik Englands og Wales á diigunum,
haltraði út af með tognuð liðbönd.
Var í fyrstu talið að hann myndi
varla leika meira á þessu keppnis-
tímabili og hugsanlega missa af
lokakeppni HM á Spáni.
En læknalið Tottenham hefur
kveðið upp þann úrskurð, að
meiðsli kappans séu ekki eins al-
varleg og talið var í fyrstu og
hann verði orðinn góður þegar
Tottenham mætir QPR í úrslitum
bikarkeppninar ensku síðar í þess-
um mánuði.
Villa
refsað
ENSKA knattspyrnufélagið Aston
Villa fékk grimmilega refsingu frá
hendi DEFA vegna framkomu
áhangenda liðsins er félagið lék
gegn Anderlerht í Briissel á dögun-
um. Villa náði þar jafntefli og um
leið sæti í úrslitum Evrópukeppni
meistaraliða, þar sem mótherjinn
verður Bayern Miinchen. Ahangend-
ur Villa ruddust inn á leikvöllinn hjá
Anderlecht með þeim afleiðingum,
að leikurinn tafðist í meira en 10
mínútur.
Aðstandendur Villa voru
hræddastir um að félagið yrði að
leika gegn Anderlecht að nýju, en
Belgarnir kröfðust þess. Ekki varð
úr því, en þess í stað þarf enska
félagið að greiða 14.000 sterlings-
pund í buddu UEFA, auk þess sem
næsti heimaleikur liðsins í
Evrópukeppni verður að fara fram
fyrir luktum dyrum, þ.e.a.s. áhorf-
endum verður meinaður aðgangur.
Þeir ensku hafa brugðist reiðir
mjög við refsingu þessari, telja
Anderlecht eiga síst minni sök á
því hvernig fór þar sem þeir hirtu
ekki um að flokka áhorfendur á
áhorfendasvæðunum.
ísland réði ekki
við gamla IR-inginn
- Stewart fór á kostum og Skotar unnu örugglega
Frá 1‘órarm Kaj'nars.svni í Fdinborg.
EKKI fór svo að ísland næði að
hala inn fyrsta sigurinn í C-keppn-
inni í körfuknattleik í gærkvöídi,
er landsliðið mætti Skotlandi í
Edinborg. Skotarnir sigruðu örugg-
lega í leiknum með 77 stigum gegn
64, eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 39—32 fyrir Island. „Það er
greinilegt, að við þoldum ekki
álagið, en ég á bágt með að skilja
hvernig stendur á því að liðið hefur
náð jafn illa saman og raun ber
vitni. Maður gat verið sæmilega
ánægður með fyrri hálfleikinn, en
sá síðari var afar slakur hjá
okkur,“ sagði Jón Sigurðsson,
fyrirliði íslenska liðsins. Hann lék
með gegn Skotum þrátt fyrir
meiðsl í baki. Fyrir vikið var hann
ekki hálfur maður.
Fyrri hálfleikur gekk þannig
fyrir sig í stuttu máli, að jafnt
var á öllum tölum upp í 20—20,
en þá náði ísland góðum spretti,
náði mest 13 stiga forystu, en
síðan 7 stiga forystu í leikhléi. Á
þessum tíma var vörnin mjög
sterk og hittni leikmanna góð.
Það fór síðan að halla undan
fæti í seinni hálfleik, síðast var
jafnt, 50—50, um miðjan hálf-
leikinn, en þá sigu Skotar fram
úr og unnu örugglega.
íslenska liðið var lélegt að
þessu sinni þegar á heildina er
litið og varla á nokkur leikmaður
hrós skilið. Símon var stiga-
hæstur með 16 stig, Valur var
með 15, Torfi 12, Kristján 7,
Guðsteinn 6, Viðar og Ríkharður
4 hvor.
íslenska liðið átti 65 körfuskot
í leiknum, 22 hittu, eða 33 pró-
sent nýting. Liðið fékk 33 víti og
hitti úr 20 þeirra, eða 60 prósent.
Paul Stewart, gamli ÍR-
ingurinn, fór á kostum í liði
Skota, var þeirra lang bestur og
skoraði 26 stig. írskur dómari að
nafni Tracey setti mark sitt á
þennan leik, dæmdi mjög Skot-
um í hag.
„Þetta var mjög lélegur leikur
hjá íslenska liðinu, lélegri heldur
en gegn Austurríki í fyrsta leikn-
um. Þaö er greinilega eitthvað
mikið að, það er mikið um að
leikmenn reyni ótímabær skot og
það vantar tilfinnanlega þolin-
ma>ði í leik liðsins," sagði Krist-
björn Albertsson formaður KKÍ í
samtali við Mbl. eftir leik íslands
og Skota. Kristbjörn bætti við: „En
þó að svona hafi farið að þessu
sinni, er ég sannfærður um að liðið
tekur sig saman í andlitinu og
vinnur tvo síðustu leikina, gegn
Irum og Egyptum.“
Ungverjar sigruðu Austurrík-
ismenn 105-78 í þeim leik sem
litið hefur verið á sem úrslitaleik
mótsins. Hafa Ungverjar nú
fullt hús stiga og stefna í sigur.
Þá sigruðu Egyptar Ira með
fjögurra stiga mun og hrepptu
þar sín fyrstu stig.
Enginn nýliði í landsliðs-
hópnum í handknattleik
— sem fer í keppnisferð til Júgóslavíu
HILMAR Björnsson, landsliðsþjálf-
ari í handknattleik, valdi fyrir
skömmu hóp leikmanna sem fara
munu utan á sterkt mót í júní næst-
komandi og keppa fyrir íslands
hönd. Umrætt mót er í Júgóslavíu og
cru mótherjarnir af sterkara taginu,
eða Júgóslavar, Rússar, Pólverjar og
Svisslendingar. Hilmar valdi eftir-
talda leikmenn til æfinga:
Gunnari ekki
fisjað saman!
Á NÝAFSTÖÐNU þingi Borðtennis-
sambands Evrópu (ETTII) sem hald-
ið var í Búdapest í Ungverjalandi
kom berlega í Ijós að hvert atkvæði
er mikilvægt, hvort heldur sú þjóð
sem með það fer er stór eða smá.
Ekki hafði verið gert ráð fyrir að
fulltrúi færi héðan til að taka þátt í
þingstörfunum, en þegar Ijóst var að
kosningar yrðu jafnar og spennandi
var ákveðið að nýta atkvæði íslands.
Formaður BTÍ, Gunnar Jó-
hannsson, fór því nær fyrirvara-
laust á þingið og þetta eina at-
kvæði reyndist ansi mikilvægt.
F'ulltrúi Englands, sem Norður-
löndin studdu, hlaut kosningu í
Evrópustjórn á einu atkvæði, full-
trúar V-Þýskalands og Finnlands
náðu báðir kjöri með samstöðu
Norðurlandanna, og fulltrúi
Finnlands, Esa Ellonen formaður
Borðtennissambands Norður-
lands, og fulltrúi V-Þýskalands
hlutu báðir kosningu í ráð
alþjóðasambandsins, ITTF-
Counsil, á einu atkvæði. ísland
studdi báða þessa menn. Auk þess
náði fulltrúi Svía, Sven-Olaf
Hammerlund, kjöri sem varafor-
seti ETTU og Gunnar var kosinn í
Unglinganefnd Evrópusambands-
ins og er hann fyrsti fulltrúi ís-
lands sem gegnir trúnaðarstöðu
hjá ETTU.
Forseti ETTU er Ungverjinn
Georgy Lakatos.
Bjarni Guðmundsson, eini „erlendi“
leikmaðurinn í islenska liðinu.
Markverðir:
Einar Þorvarðarson HK
Kristján Sigmundsson Vík.
Haraldur Ragnarsson FH
Gísli F. Bjarnason KR
Aðrir leikmenn:
Þorbjörn Jensson Val
Þorbergur Aðalsteinsson Vík.
Sigurður Sveinsson Þrótti
Páll Ólafsson Þrótti
Kristján Arason FH
Óttar Mathiesen FH
Guðmundur Guðmundsson Vík.
Ólafur Jónsson Vík.
Alfreð Gíslason KR
Gunnar Gíslason KR
Jóhannes Stefánsson KR
Steindór Gunnarsson Val
Bjarni Guðmundsson Nettlest.
Stórmót þetta er liður í undir-
búningi íslenska landsliðsins fyrir
B-keppnina sem fram fer í Hol-
landi í febrúar á næsta ári. Þess
má geta, að ef að líkum lætur,
mun Hilmar þjálfari minnka hóp
þennan áður en haldið verður til
Júgóslavíu.
Utrecht og
Alkmaar í
úrslitin
ÞAÐ VERÐA FC Utrecht og AZ
’67 Alkmaar, sem mætast í úr-
slitaleik hollensku bikar-
keppninar í knattspyrnu, en
leikið er hcima og heiman í úr-
slitunum, fyrst 11. maí og síöan
18. mai.
Utrecht smaug í úrslitin
með því að sigra Haarlem
2—0 á heimavelli sínum,
samtals 2—0, því fyrri leik
liðanna lauk án þess að mark
væri skorað. Jan Monster og
Willy Carbo skoruðu mörk
Utrecht.
Alkmaar sigraði Spörtu
1— 0 í Rotterdam, samtals
því 3—1. Markaskorarinn
mikli Kees Kist skoraði sig-
urmarkið í leiknum.
Vaalerengen
vann fyrsta
leik sinn
NORSKA deildarkeppnin í
knattspyrnu hófst um síöustu
helgi og gcrðist þaö markverð-
ast, að meistaraliðið V aalereng-
en hóf titilvörn sína með góð-
um sigri gegn Start á útivelli.
2— 0 urðu lokatölurnar og
skoraði Paal Jakobsen bæði
mörkin í síðari hálfleik. Úrslit
leikja urðu annars sem hér seg-
in
Bryne — Rosenborf 1 —0
Fredrikstad — Viking 2—0
Hamkam — Moss 2—1
Lilleström — Mjöndalen 2—1
Sogndal — Molde 1—1
Start — Vaalerengen 0—2
Deildarkeppnin
í badminton
Deildarkeppnin í badminton
hefst í dag og verður framhald-
ið á morgun. Fer kcppnin fram
i Laugardalshöllinni og hefst
klukkan 10.00 báða dagana.
Þetta er eitt af stærstu bad-
mintonmótum landsins.
Keppt er í tveimur deildum
og eru sex lið í 1. deild, en
fjögur í 2. deild. í 1. deild eru
A-, B- og C-lið TBR, A- og
B-lið KR og í A. 1 2. deild hins
vegar Valur, Vikingur,
Gerpla og D-lið TBR.
KA fær
liðsauka
EINN af íslandsmeisturum
Breiöabliks innanhúss, Ragnar
Rögnvaldsson, hefur gengið til
liðs við KA. Ragnar þykir sér-
lega laginn með knöttinn og
gæti hann styrkt KA-liðið i
sumar.
Opiö golfmót Keilis
Laugardaginn 8. maí og sunnu-
daginn 9. maí fer fram fyrsta opna
golfmótið í ár en það verður haldið
hjá Golfklúbbnum KEILI í Hafn-
arfirði. Er það FINLUX-golfmótið
en að því stendúr Sjónvarpsbúðin
í Reykjavík.
Leiknar verða 36 holur, 18 á
laugardegi og 18 á sunnudegi,
punktakeppni með 7/8 forgjöf og
framvísa ber félagsskírteini
ásamt staðfestri forgjöf en þátt-
tökugjald er kr. 200,-. Þar sem
þátttaka er bundin við 120 manns
er ráðlegt að hafa fyrirvara á
skráningu en henni lýkur kl. 21.00
á fimmtudagskvöld. Þátttökutil-
kynningum er veitt móttaka í
skála félagsins. Rástími er síðan
veittur á föstudag.
Völlurinn er nú óðum að færast
í sumarskrúða og kemur vel undan
vetri.
Að undanförnu hefur Morgunblaðið birt myndir af sigurliðum yngri flokkanna í handknattleik. Er meðfylgjandi
mynd sú cina sem orðið hefur útundan, en hún er af 2. aldursflokki KR, sem varð ekki aðeins íslandsmeistari, heldur
einnig Reykjavíkurmeistari, auk þess sem liðið varð i 2. sæti bikarkeppninnar. Hér er liðið harðsnúna ásamt
þjálfaranum, Jóhanni Inga Gunnarssyni, og Gunnari Hjaltalín, formanni handknattleiksdeildarinnar.