Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 45
Með því að flytja ál og jarðefni til baka til Straumsvíkur, má auka svo hagræðingu í flutningum á þessum vörum á erlendam mark- að, að verulegum upphæðum nemi, sem þá koma til frádráttar. Ekki er ólíklegt, að sanngjörn viðmiðun í flutningskostnaði á súráii og áli milli Þorlákshafnar og Straums- víkur með þessu fyrirkomulagi væri 4—5$ per tonn af áli, eða 2—3 þúsundustu af söluverði áls, sem skiptir engu máli í rekstri ál- vers. Leið III — í Þorlákshöfn verði byggð skipamiðstöð fyrir opnu hafi (open-sea terminal) Hér er bent á möguleika, sem lítt hefur verið kannaður til þessa. Um er að ræða að byggja súráls- móttöku án ytri brimvarnarmann- virkja, og yrði þá að sæta lagi um veður varðandi losun. Ekkert skal á þessu stigi fullyrt um, hvort hér er um að ræða raunhæfan mögu- leika, en líkurnar eru þeim mun meiri, því stærri sem skipin eru, sem slíka miðstöð nota. Hér þyrfti að koma til samvinna með ÍSAL og Straumsvíkurhöfn, sem gæti tekið við skipum þegar ófært væri í Þorlákshöfn. Þar sem svona skipamiðstöðvar hafa verið byggð- ar, hefur kostnaður oft numið um 'á hluta kostnaðar við lífhöfn með öruggum ytri varnarmannvirkj- um. Skipamiðstöð sem þessa væri einnig hægt að nota til að skipa út jarðefnum svo sem Hekluvikri. Sameiginlegur þáttur Þessar þrjár leiðir, sem hér hafa verið nefndar, eiga eitt sam- eiginlegt: Þær byggja allar á höfn- inni í Straumsvík á einn eða ann- an veg. Tvær jafnstórar álverk- smiðjur nota tvöfalt meira súrál en ein. Með öðrum orðum, það er hægt að nota tvöfalt stærri skip til flutninga, sem þýðir um 15—25% heildarsparnað á súráls- flutningum einum. Samnýting Straums- víkurhafnar og út- flutningur á jarðefnum Ef hægt er að samnýta Straumsvíkurhöfnina til útskip- unar, þá sparast einnig verulegar fjárhæðir vegna hagræðingar. Jafnframt opnast nýir og hag- stæðari möguleikar til útflutnings á jarðefnum, möguleikar, sem geta gert þá atvinnugrein arðbær- ari en ella. Aöalatriði málsins 1. Með óverulegum viðbótum má nota núverandi Þorlákshöfn til upp- og útskipunar á öllum ál- vörum nema súráli með stór- skipum. 2. Með því að nýta Straumsvík- urhöfn betur, má ná mun meiri hagkvæmni í súrálsflutningum en nemur viðbótarkostnaði vegna súrálsflutninga milli Straumsvíkur og Þorlákshafn- ar. Skipamiðstöð fyrir súrál í Þorlákshöfn kann einnig að hafa hagstæð áhrif í sömu átt. 3. Möguleikar opnast fyrir hag- stæðan útflutning á jarðefnum frá Suðurlandi með stórskipum. 4. Mengunaráhrif frá álveri í Þorlákshöfn eru óveruleg, sé borið saman við flesta aðra staði. 5. Byggingarland fyrir álver í Keflavík. Þetta var fyrsta einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Á sýningunni voru 42 vatnslitamyndir, marg- ar tengdar æskuslóðum lista- mannsins. Ekki verður annað sagt en Skagfirðingar hafi tek- ið Ástu vel, því hún seldi marg- ar myndir og alls komu á sýn- inguna 750 manns, sem verður að telja góða aðsókn í 2.300 manna bæ. Kári AUa.YKINIiASIMINN KR: 22410 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 45 Þorlákshöfn er mjög ákjósan- legt, og ef tii vill það besta sem þekkist hérlendis. 6. Aðflutningslínur raforku frá orkuverum á Þjórsársvæði eru auðlagðar og mun styttri en t.a.m. til Straumsvíkur. 7. Suðurlandsundirlendið er nægi- lega stór atvinnumarkaður fyrir álver. Tillögur um áliðnað Á grundvelli þess, sem hér hef- ur verið ritað, má gera eftirfar- andi tillögur: 1. Samfara stækkun álversins í Straumsvík upp í 130.000 t/ári, verði byggð umskipunarmið- stöð (multi-purpose terminal) í vestanverðri Straumsvíkur- höfn. 2. Næsta nýja álver á íslandi verði byggt í Þorlákshöfn og verði Straumsvíkurhöfn notuð beint (eða óbeint) til súráls- flutninga útskipunar á jarðefn- um og áli frá Suðurlandi og fleiri þátta síðar meir. Lokaorð Nú líður að því, að Staðarvals- nefnd fari að skila álitsdrögum um staðsetningu áliðju. Ég dreg ekki í efa, að sú ágæta nefnd taki undir sjónarmið mín í þessum efn- um og bendi á Þorlákshöfn sem einn allra ákjósanlegasta staðinn fyrir nýtt álver á íslandi, að und- angenginni stækkun álversins í Straumsvík. Verði Straumsvík- urhöfn gerð að umskipunarmið- stöð fyrir stóriðju, þá mun hún ekki einungis nýtast fyrir ÍSAL og álver í Þorlákshöfn, heldur einnig fyrir stálver, jafnvel sykurverk- smiðju, og ennfremur stóriðju við Reykjavík og á Suðurnesjum, þar sem í senn væri hægt að nýta raf- orku, jarðgufu og verðmæt inn- lend jarðefni, án þess að leggja þurfi í milljónafjárfestingu vegna hafnargerðar á hverjum stað. Ekki er óhugsandi að koma megi fleiri stöðum á landinu inn á landakortið þegar mikilvægir orkunýtingarkostir eru annars vegar. Þannig getur t.a.m. höfnin á Grundartanga þjónað stóru svæði á Vesturlandi, jafnvel Vest- fjörðum, höfnin á Reyðarfirði, Austurfjörðum, og hafnir við Eyjafjörð og á Húsavík, Norður- landi. Að lokum fylgir hér yfirlit um reksturskostnað m/s Þorlákshafn- ar, skipsins sem flytur súrál frá Straumsvík til Þorlákshafnar og ál og Hekluvikur til baka til Straumsvíkur. m/s Þorlákshöfn — Rekstrarkostnadur 1. Áætlun. M/s Þorlákshöfn fer 5 ferðir í viku, mánudaga—föstu- daga, fram og til baka milli Þorlákshafnar og Straumsvíkur í 48 vikur á ári. Ferðafjöldi áætlast þannig 5x48 = 240 á ári. 2. M/s Þorlákshöfn er 1.500 tonna (dw) skip með um 2.100 rúmm. = 75.000 rúmfeta rúmmál. 3. Reksturskostnaður á ársgrundvelli. 3.1 Leiga með áhöfn — 2.000$/dag í 365 daga 730.000$ 3.2 Olíur - 520$/dag í 240 daga 130.000$ 3.3 Ýmsir rekstrarliðir 40.000$ Samtals: 900.000$ 3.4 Stjórnun og ófyrirséð 100.000$ Samtals: 1.000.000$ 4. Áætlun mánudaga — föstudaga: kl. 08—11 Á1 og Hekluvikur losað frá borði í Straumsvík, kl. 11—12 Súrál lestað í Straumsvík, kl. 12—19 Sigling frá Straumsvík til Þorlákshafnar, kl. 19—22 Súrál losað í Þorlákshöfn, ál og Hekluvikur lestað — gert að nokkru samtímis. kl. 22—08 róleg sigling til Straumsvíkur. Áhafnir eiga frí laugardaga og sunnudaga. Gert er ráð fyrir að skipið verði 4 vikur á ári í árlegri klössun. ORBYLGJUOFNARNIR BJODA ÞER UPPA HINA ÓTRÚLEGUSTU MÖGULEIKA í MATSELD Komdu og spjallaðu viö okkur og við skulum sýna þér möguleika Toshiba ofnanna, hversvegna svo gott er að baka í þeim og hversvegna maturinn verður svo góður. Mynd úr tímaritinu Gestgjafinn 1. tbl. 1982 Dröfn matreiöir fylltar svínakótilettur Heimílisörbylgjuofninn ER-649 er búinn örbylgjusnúningsspegli aö ofan og stórum snúningsdisk aö neöan — þetta þýöir miklu betri og jafnari dreifingu á örbylgjunum. Þessi ofn er skör framar í jöfnum bakstri og góöri steikingu. Sérfræöingur okkar í örbylgjuofnum, Dröfn H. Farestveit, hússtjórnarkennari, iæröi hjá tilraunaeldhúsi TOSHIBA í Englandi, er yöur til reiöu varöandi hverskonar fyrirspurnir um matreiöslu í ofnunum eöa val á hinum fjölbreyttu áhöldum sem fást hjá okkur. Og svo þú fáir fullkomin not af TOSHIBA-ofninum þínum, býöur Dröfn þér á matreiöslu- námskeiö án endurgjalds. Vertu velkomin til okkar, hjá okkur færöu réttar upplýsingar um örbylgjuofna TOSHIBA. Ofnarnir kosta frá kr. 4.510,00. Geiösluskilmálar. ■ EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A Sími 16995. Raf hf. Glerárgata 26, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.