Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
Minning:
Jón E. Jónasson
bóndi á Mel
Fæddur 12. febrúar 1893
Dáinn 22. apríl 1982
Að morgni sumardagsins fyrsta
lést í Borgarspítalanum, tengda-
faðir minn Jón Eyþór Jónasson
fyrrum bóndi að Mel í Skagafirði á
nítugasta aldursári. Þegar svo há-
aldraður maður fær að kveðja
þennan heim án langvarandi þján-
inga, þá hlýtur hugur okkar er eft-
ir standa að fyllast þakklæti til
hans er öllu ræður.
Jón var fæddur að Stóra-Gerði í
Hörgárdal 12. febrúar 1893, sonur
hjónanna Guðrúnar Jóhannes-
dóttur og Jónasar Jónssonar er
þar bjuggu. Hann átti sín fyrstu
ár í Eyjafirði með foreldrum sín-
um og systkinum í Stóra-Gerði og
fleiri bæjum þar.
Um tíu ára aldur fór hann í
' Silfrastaði í Skagafirði sem smali,
þó hann hyrfi aftur til Eyjafjarð-
ar skamma hríð, þá átti Skaga-
fjörður eftir að verða ramminn
um líf hans og störf.
Hann var um tíma vinnumaður
að Reynistað, en með þeim nöfn-
um Jóni Sigurðssyni, bónda og
alþm. að Reynistað, var náin
frændsemi. Einnig var hann að
Flugumýri í Blönduhlíð.
Jón átti ekki kost á skólagöngu
umfram það sem venjulegt var
utan einn vetur á Hvanneyri.
í Blönduhlíðinni kynntist hann
Ingibjörgu Magnúsdóttur frá
Torfmýri er síðar varð eiginkona
hans og förunautur í 60 ár. Ingi-
björg var skarpgreind dugnaðar-
kona. Það hafa sagt mér aldnir
Blöndhlíðingar að hún hafi verið
með bestu kvenkostum sinnar
sveitar á þeirri tíð. Hún lést 3. júlí
1979 eftir löng veikindi.
Þau hjón hófu búskap að Torf-
mýri árið 1919 og bjuggu þar í
þrjú ár. Eitt ár voru þau á Flugu-
mýri. Árið 1923 flytjast þau að
Mel í Staðarhreppi. Mér er ókunn-
ugt um hvað það var sem réð
flutningi þeirra þangað, en hygg
að þar kunni að hafa ráðið
frændsemi þeirra hjóna beggja við
Jón Sigurðsson á Reynistað. En
þar hafði Ingibjörg einnig dvalist í
æsku og notið bóklegrar tilsagnar
hjá Jóni. Einnig naut hún þar til-
sagnar móður hans, sem hafði
starfað sem húsmæðrakennari.
Á Mel bjuggu þau svo óslitið til
haustsins 1973 að heilsa þeirra
beggja fór að bila og hár aldur að
segja til sín. Með búskapnum ann-
aðist Jón póstflutninga um langt
árabil úr Skagafirði að Stað í
Hrútafirði. Má nærri geta að þau
ferðalög á hestum að vetri til hafi
oft verið erfið og kalsöm
Tengdapabbi var alla tíð mjög
bókh.,’.ei};ður og las mikið. Hann
átti því láni að fagna að njóta
þeirrar ánægju allt fram til síð-
ustu stundar.
Ég hygg að það sé ekki á neinn
hallað, þó ég fullyrði, að hann hafi
átt drýgstan þátt í að byggja upp
Lestrarfélag Staðarhrepps, enda
var það í hans umsjá um áratuga
skeið.
Þeim hjónum varð þriggja sona
auðið en þeir eru: Magnús, fyrrv.
fjármálaráðherra, bankastjóri
Búnaðarbanka Islands, kvæntur
Ingibjörgu Magnúsdóttur frá
Miklholti og eiga þau tvö börn,
Baldur cand. mag. rektor Kenn-
araháskólans, kvæntur Jóhönnur
Jóhannsdóttir, skjalaþýðanda,
börn þeirra eru þrjú, og Halldór
Þormar, bæjarfógeti á Siglufirði,
kvæntan undirritaðri, sem eiga
fjögur börn. Barnabarnabörn eru
átta.
Það er ekki ætlun mín með þess-
um línum að gera neina úttekt á
lífi tengdaföður míns, eða bera á
hann oflof. Slíkt hefði ekki verið
honum að skapi.
Hann var maður prúður í allri
framkomu og hlédrægur. Maður
er átti vináttu sinna sveitunga og
bar til þeirra vinarhug. Ef hann
heyrði á einhvern hallað var hann
líklegur til að færa það til betri
vegar, eða láta ummælin framhjá
sér fara.
Á erfiðum stundum einkenndist
framkoma hans af æðruleysi því,
sem ríkt er í fari margra af hans
kynslóð. Kynslóðar er ólst upp við
kröpp kjör og lærði að þreyja
Þorran og Góuna og bíða komu
vorsins. Og það verður á þessum
tímamótum veturs og sumars að
löngu lífi hér er lokið.
Tengdapabbi var sérstaklega
barngóður og hjartahlýr og það er
fyrir hönd afabarna og litlu barn-
anna hans „Afa langa", sem mig
langar að þakka honum. Að kvöldi
dags eftir heyskap heima á Mel
var hann aldrei svo þreyttur, að
hann yrði ekki fyrstur til að lyfta
lítilli manneskju og bera hana síð-
asta spölin heim að bænum.
Nokkur síðustu ár dvaldi Jón að
Ási í Hveragerði. Þar eignaðist
hann góða samferðamenn, sem ég
vil þakka hlýju og hjálpsemi.
Einnig vil ég þakka sveitungum
hans í Skagafirði hlýju og tryggð.
Eyfirski smalinn sem flutti í
Skagafjörð unni sveit sinni mikið.
Er hann var fluttur þaðan og tal-
aði um sveitina þá skildi maður að
hríðarbyljir og erfiðleikar voru
ekki J)að, sem hann batt hugann
við. I hans huga „Skein við sólu
Skagafjörður“.
Um leið og ég þakka honum allt,
þá get ég með honum séð í huga
mér sólina gylla skagfirska fjalla-
hringinn. Löngu lífi er lokið. Nýtt
líf, nýtt sumar er tekið við. Fyrir
mér er það táknrænt að tengda-
pabbi skyldi deyja inn í sumarið.
Aðalheiður B. Ormsdóttir,
Siglufirði.
í dag verður til moldar borinn
frá Reynistaðakirkju í Skagafirði
Jón Jónasson bóndi frá Mel.
Jón var fæddur 12. febrúar 1893
að Stóragerði í Hörgárdal.
Foreldrar hans voru Guðrún Jó-
hannesdóttir og Jónas Jónsson.
Þau voru af eyfirskum og þing-
eyskum ættum.
Þegar Jón var 25 ára, kvæntist
hann Ingibjörgu Magnúsdóttur
frá Torfmýri í Blönduhlíð, mikilli
dugnaðar- og gáfukonu. Þau hófu
búskap að Torfmýri, en fluttust
svo að Mel í Skagafirði. Þar
bjuggu þau í 50 ár, og þar fæddust
þeim synirnir þrír, sem allir eru
nú þjóðkunnir menn. Þeir eru:
Magnús, bankastjóri Búnaðar-
bankans, Baldur, rektor Kennara-
háskóla íslands, og Halldór, bæj-
arfógeti á Siglufirði.
Það var ekki fyrr en hjónin á
Mel voru af léttasta skeiði, að ég
gisti heimili þeirra fyrst. Ekki var
hátt til lofts né vítt til veggja, en
viðræðugleði og gestrisni hús-
bændanna var einlæg og veitti
mér strax öryggi og vellíðan au-
fúsugestsins. Þannig var það einn-
ig jafnan síðar, er fjölskyldu mína
bar þar að garði, og sömu sögu
munu æði margir kunna að segja,
því heimilið var í þjóðbraut og öll-
um opið, er þar knúðu dyra.
Jón var mikill bókaunnandi og
átti meira af bókum en títt var á
þeim tíma. Bóklestur var honum
nánast ástríða. Það mun því hafa
verið honum Ijúft að hafa árum
saman umsjá með bókasafni lestr-
arfélags sveitar sinnar.
Á yngri árum stundaði Jón oft
vinnu utan heimilis, m.a. póstferð-
ir um árabil. Þær voru erfiðar í þá
daga og ekki heiglum hentar.
Jón hafði alltaf fremur lítið bú,
og aldrei heyrði ég hann hafa uppi
áætlanir um að auka þar neinu
við, en skepnur sínar umgekkst
hann af stakri nærgætni og ræddi
um þær sem vini sína. Oft hvarfl-
aði það að mér, að honum myndi
óljúft að gera afurðir þeirra að
grundvelli lífsafkomu sinnar.
Eftir að kraftar þrutii og bú-
skap lauk, dvaldi Jón oft langdvöl-
um á heimilum sona sinna. Þá var
hann einnig nokkur sumur hjá
nýju ábúendunum á Mel, þeim
Salmínu og Steini Sigurðssyni.
Seinustu þrjú árin var hann vist-
maður að Ási í Hveragerði. Þar
varð honum vel til vina sem fyrr,
og þar naut hann innilega félags-
skapar sambýlismanna sinna, ekki
síst Stefáns Isakssonar, sem
reyndist honum eins og besti bróð-
ir.
Jón var flestum þeim kostum
búinn, sem bægja frá ömurleika
ellinnar. Hann var spengilegur á
velli og léttur í spori. Kímnigáfu
átti hann góða og kunni vel bæði
að hlusta og segja sögu. Eðlislæg
hlýja og fágun í framkomu gerði
hann jafnt að heimamanni í sölum
höfðingja og vistarverum barna
eða gamalmenna. Kröfur sjálfum
sér til handa þekkti hann ekki. Jón
naut þeirrar gæfu að halda óskert-
um sálarkröftum til hinstu stund-
ar. Með bók í hönd og bros á vör
fagnaði hann heimsóknum ætt-
ingja og vina. Það var alltaf bjart
í návist hans.
Nú er vegferðin öll. Ekki er það
málmurinn rauði, sem Jón lætur
eftir sig við leiðarlok. En þeir, sem
þekktu hann best, munu geyma vel
minninguna um hugljúfan og
hjartahlýjan öðling.
Guðríður Magnúsdóttir
Kn þegar hinzt er allur dagur úti
og upp gerð skil,
og hvað sem kaupið veröld kann að virða,
sem vann eg til,
í slíkri ró eg kysi mér að kveða
eins klökkan brag
og rétta heimi að síðstu sáttarhendi
um sólarlag.
(„Við verkalok", Stephan (i. Stephansson.)
Jón Jónasson, fyrrum bóndi á
Mel i Skagafirði, fæddist í Stóra-
Gerði í Hörgárdal 12. febrúar
1893. Eiginkona hans var Ingi-
björg Magnúsdóttir frá Torfmýri í
Blönduhlíð, en þar bjuggu þau sín
fyrstu búskaparár. Þau fluttust í
nýbýlið Mel í Staðarhreppi árið
1923 og bjuggu þar samfleytt í
hálfa öld eða fram á árið 1973, er
að því kom að heilsu þeirra tók að
hraka. Ingibjörg eiginkona hans
lézt fyrir fáum árum, en Jón
dvaldist ýmist hjá börnum þeirra
eða á elliheimilinu í Hveragerði.
Hann hélt sæmilegri heilsu fram
undir það síðasta, en lézt í hárri
elli á sumardaginn fyrsta í Borg-
arspítalanum í Reykjavík, 89 ára
gamall.
Hugtökin tími og rúm eru af-
stæð, en hvað sem vísindakenn-
ingum líður er það staðreynd, að
eftir því sem árin líða verða gaml-
ar minningar úr Skagafirði frá
barns- og unglingsárunum skýrari
og ljúf kynni við líf þess tíma rifj-
ast upp með auðveldum hætti.
Fyrir lítt reyndan kaupstaðar-
ungling frá Akureyri var það
ógleymanleg reynsla og mótun að
dveljast sumar eftir sumar í
skagfirzku sveitalífi með vinum,
frændfólki og ferfætlingum og
kynnast mannlífi í sveit í hjarta
Skagafjarðar, um svipað leyti og
stórstyrjöld geisaði úti í hinum
stóra heimi. Miðpunktur þess
mannlífs var bærinn að Mel, hús-
ráðendur þar, þau Ingibjörg og
Jón og börn þeirra. Ekki verður
sagt, að neinn stórbúskapur hafi
verið rekinn á Melsbænum. Jörðin
var hjáleiga í landi höfuðbólsins
Reynistaðar og tengslin við Reyn-
istaðarfólkið mótuðust af vinsemd
og sameiginlegum áhugamálum
þeirra, sem allt áttu undir veðri og
vindum á þeim tíma, er tæknibylt-
ing eftirstríðsáranna virtist eins
og fjarlægur draumur. í minning-
unni finnst manni, að þannig hafi
flest tengsl fólksins verið, en eins
og nú var það lenzka að segja
gamansögur af einhverjum ná-
grannanum, hvort sem það var um
búskaparbasl eða pólitík. Torf-
bærinn var mjög algengur bú-
staður Skagfirðinga á þessum ár-
um og á stundum er nokkuð for-
vitnilegt að rifja upp í öllum þæg-
indum nútímans, að ekki eru ýkja
mörg ár síðan stór hluti íslend-
inga, einkum til sveita, bjó við
húsakynni þar sem hvorki var
rafmagn, sími né vatn úr krana.
Við þessar aðstæður stunduðu
þau Jón og Ingibjörg á Mel sinn
búskap og háðu sína lífsbaráttu í
sorg og gleði í 50 ár. Komu sonum
sínum þremur til náms og þroska
og nutu þess í ríkum mæli á síðari
árum þess æviskeiðs að fá til sín í
Melsbæinn börn, barnabörn,
frændur og vini — auk fjölmargra
kaupamanna og kúasmala, eins og
þess sem þessar línur ritar. Jón á
Mel var ekki stórbóndi í venju-
legum skilningi þess orðs. En
hann yrkti sína jörð, stækkaði
hana og ræktaði, gamli torfbær-
inn vék fyrir nýjum steyptum bæ
án þess til kæmu verktakar eða
lífeyrissjóðir. Nýr bær var reistur
með hörðum höndum hins sívinn-
andi bónda með stuðningi góðra
granna og fjölskyldu. Jón á Mel
var kátur maður, sem ætíð sá hin-
ar broslegu hliðar lífsins og hefur
sá góði eðliskostur áreiðanlega
komið sér vel í harðri lífsbaráttu
við lítil efni.
Hann hafði yndi af hestum og
eru minningar þessara ára um
hestamennsku og útreiðar ein-
hverjar þær ljúfustu, sem geym-
ast frá lífi þessara ára við Melsgil-
ið. Það var skemmtileg reynsla að
sjá jafnt sveitarhöfðingja sem al-
múgabændur ríða um héruð, hvort
sem var til að sinna innansveit-
armálum eða jafnvel reka stjórn-
málabaráttu þess tíma. Jón á Mel
var pólitískur í bezta lagi og fylgd-
ist afar vel með allri þjóðfélags-
þróun og stjórnmálaferli ein-
stakra manna utan og innan hér-
aðs. Náin frændsemi kúasmalans
frá Akureyri við húsfreyjuna,
Ingibjörgu, reyndust honum vel í
reynsluleysi við búskaparstörf, en
á móti kom, að safnað var í ríkan
reynslusjóð minninga um gott
fólk, sem stritaði í sveita síns and-
litis og skilaði þjóðfélaginu því
margföldu, er það hafði í fátækt
tekið við á fyrsta ársfjórðungi ald-
arinnar. Slíkt starf verður aldrei
metið með riddarakrossum eða
öðrum þeim hégóma, er síðari
kynslóðir hafa tekið upp og virðist
síður en svo hafa orðið til að bæta
þjóðarmein.
Þau Ingibjörg og Jón á Mel
eignuðust þrjá mannvænlega syni,
sem allir hafa, hver á sínu sviði,
gegnt þýðingarmiklum trúnað-
arstörfum í þjóðfélaginu. Synirnir
eru Baldur, cand. mag. nú rektor
Kennaraháskólans, en eiginkona
hans er Jóhanna Jóhannsdóttir,
Magnús, bankastjóri og fyrrver-
andi ráðherra og alþingismaður,
kvæntur Ingibjörgu Magnúsdótt-
ur, og Halldór, bæjarfógeti á
Siglufirði, kvæntur Aðalheiði
Ormsdóttur.
Nú, þegar Jón bóndi á Mel er
allur, rifjast enn einu sinni upp,
að hin gamla veröld Skagafjarðar
stríðsáranna er horfin, en eftir
eru ljúfar minningar hjá þeim, er
lifðu brot af þessu lífi.
I upphafi þessara orða er síð-
asta erindið í snilldarkvæði
Klettafjallaskáldsins frá Skaga-
firði, Við verkalok. Fegurð ljóðs-
ins er slík að allar skýringar verða
máttvana, en mér finnst þetta
fagra ljóð eiga vel við minningu
Jóns E. Jónassonar.
Við verkalok hans færi ég hon-
um og aðstandendum hans hinar
innilegustu kveðjur og þakkir
fyrir liðna tíð og ekki sízt samveru
á mikilvægu mótunarskeiði
ævinnar. Samúðar- og þakkar-
kveðjur flyt ég frá mér og mínu
fólki til allra vina hans og vanda-
manna. Blessuð sé minnig Jóns á
Mel. I dag berast hlýjar kveðjur
norður til Skagafjarðar, þar sem
hann verður jarðsettur við hlið
konu sinnar í þeirri jörð, sem þau
gerðu að ævistarfi sínu að yrkja.
Heimir Hannesson
Það var árla morguns á sumar-
daginn fyrsta að afi á Mel lauk
sinni lífsgöngu. Einmitt þannig
hlaut það að verða. Teinréttur og
hvikur á fæti með bros í augn-
krókunum hvarf hann á fyrsta
sumardegi til sinna vorverka í
nýjum heimkynnum. Hæglátur og
ljúfur fer hann nú hlýjum höndum
um nýbyrjað líf og viðkvæman
nýgræðing þar, eins og svo ótal
mörg önnur vor á öðrum stað. Öt-
ulli og gleggri liðsmaður til þeirra
verka er vandfundinn. Því ber
vitni stór hópur fámálla vina sem
fagnað hafa kærum húsbónda við
heimkomu.
Jón Eyþór, eins og hann hét fulu
nafni, fæddist að Stóragerði í
Hörgárdal í Eyjafirði 12. febrúar
árið 1893. Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún Jóhannesdóttir og
Jónas Jónsson bóndi, en þau voru
þingeyskra og eyfirskra ætta.
Systkini átti afi fimm og eru þau
öll látin. Fátækt og erfiðleikum
kynntist afi ungur og systkina-
hópurinn dreifðist snemma til
þess að vinna öðrum. Fljótlega
þótti afi liðtækur við fé og fór
ungur smali til vandalausra. Var
hann ekki margmáll um bernsku-
ár sín og æskuár framan af, nema
hvað hann sagði engin hold hafa
tollað utan á sér síðan hann vand-
ist á að hlaupa í kringum fé. Ekki
átti það fyrir afa að liggja að setj-
ast að á bernskuslóðum, því að
unglingur kom hann vestur í
Skagafjörð, smali að Silfrastöðum
i Blönduhlíð, og varð honum drjúg
dvölin í Skagafirðinum. Á Silfra-
stöðum var afi í nokkur ár og átti
hann margar kærar minningar
þaðan. Hann leit á Silfrastaði sem
heimili sitt og þar nokkru utar í
Blönduhlíðinni átti heima skag-
firsk bóndadóttir, sem síðar varð
hans lífsförunautur.
Ingibjörg Magnúsdóttir fæddist
að Torfmýri í Blönduhlíð í Skaga-
firði 22. ágúst 'árið 1894, dóttir
hjónanna Jakobínu Gísladóttur og
Magnúsar Hannessonar bónda
þar. Þarna við rætur Glóðafeykis
ólst amma upp ásamt þrem
bræðrum og þar hófu þau afi sinn
búskap árið 1919. Árið 1923 flutt-
ust þau svo vestur fyrir Vötn eftir
að hafa verið eitt ár á Flugumýri.
þau hófu siðan búskap á Mel í
Staðarhreppi og bjuggu þar óslitið
til ársins 1973 eða í rétt fimmtíu
ár. Amma lést sumarið 1979.
Melur er í landi Reynistaðar og
reyndar hjáleiga þaðan frá fornu
fari. Ég hygg að óhugsandi væri í
dag að lifa af búskap á jafnlítilli
jörð og Melur er, en í tíð afa og
ömmu voru kröfurnar til lífsins
gæða minni að vöxtum en nú. Því
var það að þau bjuggu sér heimili
í litlum og lágreistum bæ á Mel.
Búið var aldrei stórt, en þarna
ólust upp synirnir þrír og komust
allir til mennta. Kannski eru þeir
augljósasta vitnið um kjark og
framsýni einyrkjanna á Mel. í þá
daga var ekki algengt að börn
efnaminni foreldra nytu langrar
skólagöngu og lán og styrkir til
náms voru lítt þekktir. Því reyndi
á dugnað og þrautseigju fjölskyld-
unnar á Mel. Afi stundaði póst-
ferðir í nokkur ár, fór á vertíðir og
vann sem fjármaður á Reynistað
til þess að drýgja tekjur heimilis-
ins. Og trú ömmu á gildi menntun-
ar, stöðug hvatning og ósérhlífni
gerðu hið ómögulega mögulegt.
Þau uppskáru iauíi erfiðis síns og
framtíð sonanna var tryggð.
Það má geta nærri að frístundir
hafa verið fáar á fyrstu búskapar-
árunum, en þó gafst ömmu tóm til
þess að sinna hannyrðum og prýða
heimilið fögrum útsaumi. Og ein-
hvern veginn tókst afa alltaf að
finna sér stund aflögu til bókalest-
urs, en hann hafði umsjón með
Lestrarfélagi Staðarhrepps nær
öll búskaparárin á Mel. Afi og
amma áttu einnig sjálf gott safn
bóka og minnist ég þess sérstak-
lega hve amma lét sér annt um
ljóðabækurnar og tók þær oft
fram, einkum ljóð Davíðs Stef-
ánssonar, sem hún kunni mörg
utanbókar. Bókalestur var afa
hrein ástríða og á seinni árum,
þegar brauðstritið var að baki.