Morgunblaðið - 13.05.1982, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982
Um 3.400 Sókn-
arfélagar í verk-
fall frá 19. maí
Starfsmannafélagift Sókn hefur
boóað verkfall frá og með 19. maí
nk., að sögn Aðalheiðar Bjarnfreðs-
dóttur, formanns félagsins, sem
sagði verkfallið boðað til að knýja á
um gerð samninga, sem hefðu dreg-
izt um of á langinn.
Þessi verkfallsboðun okkar þýðir
ekki, að slitnað hafi upp úr samn-
ingaviðræðum okkar og viðsemj-
enda okkar. Viðræðum verður
haldið áfram eftir sem áður og
reynt til þrautar að ná samkomu-
lagi, sagði Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir.
Það kom ennfremur fram hjá
Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, að fé-
lagar í Starfsmannafélaginu Sókn
eru í dag liðlega 3.400 talsins.'Fé-
lagar í Sókn eru m.a. starfandi á
sjúkrahúsum, dagvistarstofnunum,
í heimilsþjónustu og heimilishjálp,
en stærsti hluti félaga er starfandi
á Reykjavíkursvæðinu.
Nafn mannsins
sem drukknaði
MAÐURINN sem drukknaði í
höfninni í Grundarfirði um helg-
ina hét Karl Jónasson og var frá
Hofsósi. Karl heitinn var sextug-
ur.
Nýsmíði fiskiskipa:
Jón Sigurðsson varð áttræður i gær, en sem kunnugt er stóð hann í
fylkingarbrjósti verkalýðshreyfingarinnar i áratugi og var formaður
Sjómannasambandsins lengi. Verkalýðshreyfingin hélt honum kaffi-
samsæti á afmælisdaginn og komu margir til að beilsa upp á Jón, þeirra
á meðal Torfi Hjartarson sáttasemjari. Sést hann hér heilsa Jóni.
Ljóam. Mbl. KÖK.
Hjúkrunar-
fræðingar á
Sólvangi bjóöa
málamiðlun
Hjúkrunarfræðingar á Sólvangi í
Hafnarfirði buöu í gær upp á að
halda áfram störfum frá 15. maí eins
og ekkert hefði í skorist.
Þess í stað fara hjúkrunarfræð-
ingar fram á að fá sömu kjarabæt-
ur og aðrir hjúkrunarfræðingar,
ef til þess kemur, og hverjar svo
sem þær verða og skuli þær gilda
frá 15. maí að telja. Tilboð þetta
verður rætt á stjórnarfundi Sól-
vangs og í bæjarráði Hafnarfjarð-
ar í dag.
Að sögn Sveins Guðbjartssonar
forstjóra Sólvangs kemur til al-
gjörs neyðarástands á Sólvangi ef
hjúkrunarfræðingar ganga út á
laugardag. Sveinn sagði að hann
sæi ekki hvernig unnt yrði að
standa að málum þar. Ekki væri
unnt að loka neinni af þeim þrem-
ur deildum sem þar eru og algjört
hámark að unnt yrði að senda tvo
til þrjá sjúklinga heim.
Fundur Vardbergs
og SVS:
Utanríkisráð-
herra ræðir
alþjóðamál
SAMTÖK um vestræna samvinnu
(SVS) og Varðberg halda sameigin-
legan hádegisverðarfund laugardag-
inn 15. maí í Átthagasal Hótel Sögu.
Ræðumaður á fundinum verður
Olafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra, og nefnist erindi hans
„Horfur í alþjóðamálum."
Ráðherra svarar fyrirspurnum
fundarmanna. Fundurinn er ein-
göngu ætlaður félagsmönnum og
gestum þeirra.
Lánahlutfall Fiskveiða-
sjóðs fer úr 75% í 60%
Hamlar af endurnýjun og breytingum, segir Þorleifur Jónsson,
framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna
„MENN óttast mjög, að þessi breyt-
ing muni bremsa ansi mikið af
endurnýjun, auk þess sem Fisk-
veiðasjóður ætlar ekki að veita nein
lán út á raðsmiði okkar á þessu ári,“
sagði Þórleifur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Landsambands iðnað-
armanna í samtali við Mbl., er hann
var inntur álits á þeirri ákvörðun
Fiskveiðasjóðs, að lækka lánahlut-
fall til nýsmíði fiskiskipa úr 75% í
60%.
— Reyndar ætlar Fiskveiða-
sjóður að samþykkja lán til bygg-
ingar fjögurra skipa á næsta ári,
sem er fjarri því að vera nægjan-
legt. Þá var samþykkt í fjárfest-
ingar- og lánsfjáráætlun, að hægt
er að veita stöðvunum sjálf-
skuldarábyrgð til þess að þær geti
smíðað fyrir eigin reikning á með-
an ekki fæst lánsfjárloforð frá
Fiskveiðasjóði.
Þetta getur bjargað málinu að
hluta, ef lánshlutfallið verður ekki
orðið svo lágt, að menn treysti sér
hreinlega ekki út í þetta af þeim
sökum, sagði Þórleifur ennfremur.
Þórleifur sagði aðspurður, að
þessar reglur virkuðu ekki aftur
fyrir sig og myndu því aðeins gilda
frá útgáfu þeirra, sem var um
miðjan apríl. — Síðan þessar nýju
reglur urðu að veruleika, er mér
ekki kunnugt um að Fiskveiða-
sjóður hafi samþykkt neitt nýtt
lán til nýsmíði eða breytinga,
sagði Þórleifur Jónsson ennfrem-
ur.
Þórleifur sagði aðspurður að
eðlilegt væri að menn vildu draga
úr nýsmíði fiskiskipa. Hins vegar
kæmi það sér illa, þegar smiði
fiskiskipa hæfist að nýju af full-
um krafti að íslenzku stöðvarnar
sætu þá eftir en sú hætta væri
auðvitað fyrir hendi ef samdrátt-
ur yrði í íslenzkri skipasmíði.
Útlánastefna bankanna:
Útvegsbanki ekki
aðili að samkomulagi
- hvorki formlegu né óformlegu
f FRAMHALDI af frétt Morgun
blaðsins í fyrradag um útlánastefnu
Fréttaspegill á föstudagskvöld:
Hjörleifur lagði bann við að
Ragnar hlýddi á mál sitt
Hjörleifur Guttormsson,
iðnaðarráðherra, neitaði að
koma fram með Ragnari
Halldórssyni, forstjóra
ÍSAL, í fréttaskýringaþætt-
inum Fréttaspegli á fóstu-
dag í síðustu viku.
Tveimur mínútum fyrir beina
útsendingu krafðist ráðherra þess
svo, að Ragnar yrði ekki í sjón-
varpssal þegar hann talaði og
tryggt yrði, að Ragnar gæti með
engu móti fylgst með ummælum
sínum í sjónvarpi. Þessi furðulega
krafa ráðherrans kom mjög flatt
upp á menn, en Ragnar Halldórs-
son hjó á hnútinn með því að fall-
ast á kröfu ráðherrans með þeim
orðum, að það gerði svo sem ekk-
ert til sín vegna.
Kraföist að maður yrði
settur til höfuðs Ragnari
En þetta dugði ráðherranum
ekki og hann krafðist þess, að
maður yrði settur til höfuðs Ragn-
ari svo tryggt yrði, að Ragnar
„stælist" ekki til að horfa á ráð-
herrann. Menn litu nú hver á ann-
an í forundran. Ragnari var boðið
sæti í herbergi án þess að nokkur
fyrirmæli væru gefin um, að líta
þyrfti sérstaklega eftir honum.
Hljóp til og athugaði
hvort hurð væri lokuð
En sagan er ekki öll; rétt áður
en bein útsending hófst hljóp
ráðherrann Hjörleifur Guttorms-
son til og athugaði hvort hurð að
hliðarherbergi, þar sem sjónvarp
var, væri ekki örugglega lokuð.
Tryggt skyldi, að Ragnar Hall-
dórsson gæti undir engum kring-
umstæðum hlustað á ummæli
hans. Þeir starfsmenn sjónvarps-
ins sem vitni urðu að þessu urðu
mjög hissa, en atburðir sem þessir
hafa aldrei gerst í sögu sjónvarps-
ins.
Ráðherra taldi sig ekki
þurfa að fara í viðræður
við forstjóra einhvers
fyrirtækis úti í bæ
Mbl. bar þessa sögu undir Ólaf
Sigurðsson, fréttamann, og stað-
festi hann söguna. „Þegar ég fór
þess á leit við Hjörleif fyrr um
daginn, að hann kæmi fram í sjón-
varpi, hafði hann þau orð við
okkur Ingva Hrafn Jónsson, að
sem ráðherra teldi hann sig ekki
þurfa að fara í viðræður við for-
stjóra einhvers fyrirtækis úti í bæ,
eins og hann orðaði það og var
fallist á þetta," sagði Ólafur Sig-
urðsson í samtali við Mbl.
„Það kom svo algjörlega flatt
upp á menn þegar ráðherrann,
tveimur mínútum fyrir beina út-
sendingu, krafðist þess, að Ragn-
ari yrði bannað að hiusta á mál
hans. Eins og það sé í verkahring
ráðherra að ákveða hverjir horfi á
sjónvarp á íslandi. Mönnum mis-
líkaði þetta mjög en lítið ráðrúm
var til stefnu og lítið hægt að að-
hafast á aðeins tveimur mínútum.
En Ragnar hjó á hnútinn þegar
hann féllst á að víkja.
Að hliðra svo til við Hjörleif að
leyfa honum að vera einum fannst
okkur Þrándi Thoroddsen, stjórn-
anda þáttarins, mjög langt gengið.
Aldrei hefði verið fallist á kröfu
ráðherrans, að meina Ragnari að
hlýða á mál hans, ef ráðrúm hefði
gefist. Svona tilvik hafa aldrei
gerst áður, en útvarpsráð hefur
samþykkt, að ef menn neita að
koma til umræðna við andmæl-
anda í mikilvægu máli, þá geta
sjónvarpsmenn rætt eingöngu við
annan málsaðila," sagði Ólafur
Sigurðsson.
bankanna skal tekið fram, að við-
skiptabankarnir munu ekki hafa
gert með sér undirritað samkomulag
um útlánastefnu næstu mánuði.
Hins vegar má búast við, að
flestir bankanna fylgi þeim línum
um útlán, sem lagðar hafa verið á
fundum fulltrúa bankanna að
undanförnu.
Skv. upplýsingum Morgunblaðs-
ins er Utvegsbanki íslands ekki
aðili að nokkru samkomulagi um
útlánastefnu, hvorki formlegu né
óformlegu.
Brotizt inn í
KÁ í Hveragerði
llveragerði, 12. maí.
BKOTIZT var inn í útibú Kaupfé-
lags Árnesinga í Hveragerði sl. nótt
og miklu stolið af vörum, mest þó af
tóbaki og sælgæti. Varningi hafði
verið sópað niður úr hillum verzlun-
arinnar og mikið skemmt.
Brotnar voru rúður á bakhlið
hússins, en þar munu þjófarnir
hafa farið inn í búðina. Lögreglan
á Selfossi vinnur að rannsókn
málsins og biður hún alla sem
hafa orðið varir við óvenjulegar
mannaferðir nálægt KÁ að gefa
sér upplýsingar hið bráðasta.
— Sigrún.
©
INNLENT