Morgunblaðið - 13.05.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982
3
Alþýöubandalagiö og launamálin:
Samherjar
í forystugrein Tímans 27. ágúst
1981 sagði meðal annars:
„Þau tíðindi hafa nú gerst að
þeir Kjartan Ólafsson, Þjóðvilja-
ritstjóri, og Þorsteinn Pálsson,
framkvæmdastjóri VSI, hafa
snúið bökum saman og ákvarðað
það svigrúm sem þeir telja hæfi-
legt í komandi samningum (um
kaup og kjör innsk. Mbl.). Hér
skal enginn dómur lagður á hvort
útreikningar þeirra standast né
hvernig hinum almenna launþega
líst á hugmynd þeirra, en hann
ætti að hafa í huga að fenginni
l>orNteinn Kjartan
reynslu að krónutalan er lítils
virði ef ekki tekst að tryggja
verðgildi hennar."
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Messa og sinfónía
Beethovens á síðustu
tónleikum vetrarins
Bók um skyr
á hebresku
MORGUNBLAÐINU hefur borizt bréf
frá dönskum rithöfundi og sælkera, þar
sem hann segist vinna að bók um skyr,
sem ætlunin er að komi út á dönsku,
ensku, sænsku, þýzku og hebresku.
í bréfinu biður Daninn um aðstoð ís-
lendinga varðandi uppskriftir um leið
og hann lýsir eftir íslenzkum útgef-
enda, sem kynni að hafa áhuga á að
gefa bókina út á íslandi.
Maður þessi heitir Benjamin Göldst-
ein og heimilisfangið er: Enghusene 20,
2670 Greve Strand, Danmark.
Messa í C-dúr og sinfónía nr. 4
eftir Beethoven verða á dagskrá á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands í kvöld í Háskólabíói og hefj-
ast tónleikarnir kl. 20:30. Auk
hljómsveitarinnar eru flytjendur
Söngsveitin Fílharmónía, sem
Krystyna Cortes stjórnar og ein-
söngvararnir Ólöf K. Harðardóttir,
Sigriður Ella Magnúsdóttir, Hall-
dór Vilhelmsson og Reynir Guð-
mundsson.
Jean-Pierre Jacquillat, sem er
aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu-
hljómsveitarinnar stjórnar þess-
um síðustu áskriftartónleikum
vetrarins og eru þeir orðnir 20.
Einsöngvarana Ólöfu Kolbrúnu,
Sigríði Ellu og Halldór þarf vart
að kynna, en Reynir Guðmunds-
son kemur nú í fyrsta sinn fram í
Reykjavík. Stundaði hann söng-
nám í Tónlistarskólanum í
Reykjavík og lauk síðan MS og
MA prófum frá Atlantic Union
College og Boston University.
Hefur hann sungið víða í Nýja
Englandi og stundað kórstjórn.
Hin mikla sala á SAAB-bílum á ís-
landi síðastliðið ár, og það sem af er
þessu, hefur tryggt okkur jafnar og
stöðugar sendingar frá verksmiðjum.
Það gerir það það að verkum að við
eigum alltaf flestar gerðir SAAB-bíla
til afgreiðslu strax. Það er að segja
með þessum venjulega viku til 10
daga biðtíma — sem fer í að leysa út
tolli — ryðverja — skrá og þrífa
— Að því loknu færðu SAABinn
þinn skínandi fallegan strax.
TÖGGURHR
SAAB
UMBOÐIÐ
BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530