Morgunblaðið - 13.05.1982, Side 16

Morgunblaðið - 13.05.1982, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982 Þessi mynd er tekin 1976, þegar Birgir ísl. Gunnarsson, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, gerði grein fyrir hugmyndum um endurskoðað aðalskipulag, sem ná skyldi til næstu 20 ára. Þessar hugmyndir voru samþykktar í borgarstjórn í apríl 1977 með atkvæði sjálfstæðismanna, framsóknarmanna og alþýðuflokksmanna. Eftir að vinstri meirihlutinn tók við 1978 var horfið frá þessum samþykktum og undir forystu Alþýðubandalagsins tekið til við að finna framtiðarbyggð höfuðborgarinnar stað á Rauðavatnssvæðinu sem náðist fram með atkvæðum framsóknar- manna og alþýðuflokksmanna að áeggjan Alþýðubandalagsins. Eftir Birgi Isl. Gunnarsson Á því kjörtímabili, sem nú er að líða, hafa skipulagsmál verið eitt aðaldeiluefnið í borgar- stjórn. Allir þekkja deilurnar um Rauðavatnssvæðið og byggingar á svæðum, sem ætluð hafa verið til útivistar í framtíðinni. Fátt er mikilvægara fyrir framtíðar- þróun borgarinnar en hvernig haldið er á skipulagsmálum hennar. Sjálfstæðismenn í borg- arstjórn hafa því reynt að gera það, sem í þeirra valdi hefur staðið, til að afstýra þeim skipu- lagsslysum, sem að hafa steðjað á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnframt mótað mjög ítarlega stefnu í skipulagsmálum borgar- innar, sem hann birtir nú við þessar kosningai. Stefnuskráin í skipulagsmálum er i þremur meginköflum, þ.e. um megin- markmið flokksins í skipulags- málum, um helstu deilumál í skipulagsmálum á þessu kjör- tímabili og greint er frá megin- stefnu flokksins i skipulagsmál- um borgarinnar til næstu fram- tíðar. I þessari grein verður fjall- að nokkuð um þessa stefnuskrá flokksins. Reykjavík hefur forystuhlut- verki að gegna sem höfuðborg landsins. Þar er miðstöð stjórn- sýslu, atvinnulífs, menningar, viðskipta- og félagslífs í landinu og á höfuðborgarsvæðinu býr meira en helmingur landsmanna. Til þess að Reykjavík geti gegnt hlutverki sínu þarf hún að vera lifandi og virk miðstöð fjöl- breyttra athafna og mannlífs. Skipulag borgarinnar hefur af- gerandi áhrif á það mannlíf sem þar er lifað og því skiptir miklu hvernig til tekst með það. Markmið skipulagsins Meginmarkmið Sjálfstæðis- flokksins í skipulagsmálum Reykjavíkur eru sem hér segir: — Að Reykjavík sem höfuðborg landsins haldi áfram forystu- hlutverki sínu á sviði stjórn- sýslu, viðskipta og menning- ar. — Að skipulagið sé sveigjanlegt þannig að það geti tekið mið af breytilegum þörfum og óskum íbúanna á hverjum tíma. Þannig gefi skipulagið t.d. möguleika til staðsetn- ingar nýrra menningarstofn- ana innan byggðamarka borgarinnar. — Að hér geti þrifist fjölbreytt og blómlegt atvinnulíf sem myndi grundvöll tekjuöflunar og þjónustu við borgarana. — Að borgarbúum sé sköpuð að- staða til fjölþætts tómstunda- og menningarlífs m.a. með útivistarsvæðum sem séu gerð lifandi og aðlaðandi fyrir unga sem gamla. — Að borgin gefi öllum sem jafnasta möguleika, ungum sem gömlum, heilbrigðum sem sjúkum, heilum sem fötl- uðum. — Að gamli miðbærinn verði miðstöð stjórnsýslu, við- skipta, menningar og mann- lífs fyrir alla landsmenn og vettvangur daglegs lífs borg- arbúa. — Að ný byggingarsvæði geti risið á hagkvæmum skjól- stæðum stöðum, sem liggi vel við atvinnu, þjónustu og sam- göngum og í eðlilegu sam- hengi við núverandi borgar- mörk. — Að vöxtur borgarinnar sé tryggður með nægu framboði af íbúðarlóðum og vaxandi áhersla sé lögð á að fólk geti búið í eigin íbúðum. — Að eldri hverfi borgarinnar séu gædd lífi með skipulegri uppbyggingu án þess að raska svipmóti hverfisins. Þetta eru þau meginmarkmið sem Sjálfstæðisflokkurinn vill setja í skipulagsmálum Reykja- víkurborgar. Hér er um að ræða grundvallaratriði, sem hafa ber í huga við alla skipulagsvinnu hjá borginni, hvort sem um er að ræða skipulagningu nýrra byggðahverfa eða skipulagningu eldri hverfa innan borgarinnar. Agreiningurinn í skipulagsmálum í öðrum kafla stefnuskrárinn- ar um skipulagsmál er rakinn sá grundvallarágreiningur, sem verið hefur um skipulagsmál í borgarstjórn á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið andvígur þeirri meginstefnu í skipulagsmálum, sem vinstri meirihlutinn tók upp og hvernig að þeim málum hefur verið stað- ið. Á árinu 1977 var samþykkt endurskoðað aðalskipulag, sem ná skyldi til næstu 20 ára. Það skipulag var í þremur megin- þáttum: 1. Endurnýjun eldri Járnsmiður- inn BÚR Eftir Einar T/wroddsen Þriðjudaginn 4. maí sl. birtist grein með stríðsletri á forsíðu Tímans með fyrirsögninni: „Ekki hægt annað en að bregðast hart við.“ Á öðrum stað í sama blaði var önnur grein með stórfyrir- sögn: „Greinilega er um misferli að ræða.“ Þetta er haft eftir framsóknar- fulltrúanum Páli járnsmið Jóns- syni í útgerðarráði BUR vegna launabóta, sem starfsfólk á skrifstofu BÚR hafði fengið. í til- efni af þessum stóryrðum skrifaði Ragnar Júlíusson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í útgerðarráði, grein í Morgunblaðið 5. maí sl., „Grjótið úr glerhúsinu." Þar greinir Ragnar í stuttu máli, sannleikanum samkvæmt, frá afrekum Páls járnsmiðs Jóns- sonar til hagkvæmra viðskipta fyrir BÚR. Hvernig vann nú Páll járnsmiður að velferð BUR? Hann, sem framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eyrarbakka hf., lá á snöpum eftir fiski hjá BIJR, þeg- ar hann vantaði fisk í sitt eigið hús, trúr því sem hann var ráðinn til að aðalstarfi af stjórn Hrað- frystihúss E.vrarhakka hf. Engum er alls varnað. En hvað um BÚR? Um sl. ára- mót yfirgaf Páll járnsmiður, Hraðfrystihús Eyrarbakka hf. og tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Meitlinum hf. í Þorlákshöfn. Hvernig stóðu svo viðskiptin á milli Hraðfrystihúss Eyrarbakka hf. og BÚR þegar Páll fór til Þor- lákshafnar? Hafði hann ekki gengið frá þeim málum áður en hann yfirgaf Eyrarbakka? Nei, og aftur nei. Frá 25 millj. gkr. skuld við BÚR hljóp útgerðarráðsmað- urinn til Þorlákshafnar. Illa hefur gengið að fá þessa skuld greidda og mun hún að mestu standa enn. Svo einkenni- lega vill til, að við komu Páls járnsmiðs til Þorlákshafnar hóf- ust viðskipti milli Meitilsins hf. og BÚR sem ekki hafa verið iðkuð áð- ur. Ég minnist þess að Páll járn- smiður vakti máls á því í útgerðarráði að hagstætt væri fyrir saltfiskverkunarstöð BÚR að fá vertíðarfisk til vinnslu. Þetta var rétt hjá Páli. Skilja mátti mál hans á þann veg, að hann mundi geta séð af einhverju af stórþorski til BÚR til greiðslu á þeim fiski sem hann fengi hjá BIJR, en sá fiskur hefur ekki sést ennþá og mun vart sjást frá honum á þess- ari vertíð. • í Morgunblaðinu 8. maí sl. segir Páll járnsmiður í grein sem birtist þar: „Siðblinda skólastjórans í út- gerðarráði BÚR. Það er leitt til þess að vita, að kjörinn útgerðar- ráðsmaður Sjálfstæðisflokksins í BÚR, skuli sleginn slíkri siðblindu að hann skuli hafa tekið að sér að verja gerðir framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra fyrirtækisins, sem gerðust brotlegir í starfi." Ekki skal því móti mælt að 'framkvæmdastjóri og skrifstofu- stjóri BÚR fóru út fyrir verksvið sitt með því að veita láglaunafólki á skrifstofu BÚR kaupauka þann, sem þessu uppþoti hefur valdið og blásið er upp í stríðsfréttastíl. Hátt hefur verið haft. Misferli í starfi. Fjárdráttur og annað í þeim dúr. Brottrekstrarsök eða al- varleg áminning. Þetta er það sem heyrst hefur úr herbúðum meiri- hlutans. Mig minnir að ég hafi einhvern tíma heyrt talað um „Samningana í gildi." „Ódæðið" sem skeði hjá BÚR hefur líklega nálgast það að samningarnir kæmust í „gildi". Það er raunaleg saga, að þeir sem þykjast vera málsvarar láglauna- fólksins í landinu ærast við það að einhver fær mannsæmandi laun. Þa5 er nú öllum að ég held orðið ljóst að Alþýðubandalagið, komm- únistar, sem ráðið hefur launa- málum í landinu að undanförnu, eru forsvarsmenn láglaunastefnu Einar Thoroddsen og hér í borg eru þeir dyggilega studdir af samstarfsflokkum sín- um. Páll járnsmiður, útgerðarráðs- maður segir í grein sinni í Morg- unblaðinu 8. maí s.l.... „Hefur Hraðfrystistöðin ávallt náð sjálf í fiskinn og skilað honum aftur í kæligeymslur, BÚR að kostnaðar- lausu." Þarna talar Páll gegn betri vitund, því með eftirgangsmunum náði BÚR smá slatta af fiski með því að senda eftir honum austur, en það var ekki vertíðarþorskur sem kom, heldur karfarusl. Þetta er saga Páls járnsmiðs, útgerðarráðsmanns Framsóknar- flokksins hjá BÚR. Ekki hefði ég búist við að Páll járnsmiður Jónsson færi nú að vekja upp gamlan draug vegna ferðalaga Ragnars Júlíussonar á kostnað BÚR á meðan hann gegndi starfi formanns útgerðarráðs. Ég hélt að þeir sem að þeim rógskrifum stóðu, en þau birtust í Tímanum, hefðu kyngt þeim svo rækilega að þau kæmu ekki upp á yfirborðið aftur. í þessu máli gerði Ragnar hreint fyrir sínum dyrum, enda var þetta pólitísk árás að tilefnis- lausu. Frekar hefði átt að þakka Ragnari fyrir ósérhlífni og dugnað heldur en að ausa hann óhróðri og illmælgi fyrir að eyða sumarleyfi sínu launa- og dagpeningalaust í þágu BÚR. Svo langt gekk peð- mennska þeirra, sem að þessum óhróðri stóðu, að kona Ragnars fékk ekki að vera í friði fyrir róg- tungum þessum. Veit Páll járn- smiður nokkuð hver eða hverjir stóðu að þeim skrifum? Hugsan- lega, því stíllinn er líkur. Einar Thoroddsen, útgerðarráðsmaður BÚR. Námskeið í meðferð og akstri dráttarvéla NÁMSKEIf) í akstri og meðferð drátt- arvéla verður haldið í Reykjavík, að Dugguvogi 2, dagana 19.—23. maí nk. Námskeiðið er tvíþætt: Fornámskeið fyrir 14 og 15 ára nemendur, og dráttarvélanámskeið fyrir 16 ára og eldri. Tilgangur námskeiðsins er fyrst og fremst sá að auka öryggi og akst- urshæfni unglinganna, en einnig að stuðla að hagkvæmari vinnubrögð- um og bættri meðferð þeirra á vél- unum. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umferðarráði í síma 27666 eða Búnaðarfélagi íslands í síma 19200. Innritun stendur yfir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.