Morgunblaðið - 13.05.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 13.05.1982, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982 Jóhanna Egilsdótt- ir — Minningarorð Fædd 25. nóvember 1881 Daín 5. maí 1982 Þaö er ómetanleg gjöf aö hafa hraustan og heilbrigðan líkama, gjöf, sem allt of oft er ekki metin að verðleikum fyrr en eitthvað bjátar á. Ástæðan fyrir þessu van- mati okkar á líkamlegu heilbrigði, þrátt fyrir þær staðreyndir, er við augum blasa daglega í lífi fjölda einstaklinga, er sjálfsagt sú, að við teljum það sjálfsagðan hlut að halda góðu heilsufari. Á þennan veg hugsaði hin aldna forystukona, Jóhanna Egilsdóttir, ekki. í hvert sinn, sem við hana var rætt um líðan hennar, þakkaði hún æðri máttarvöldum fyrir heilsufar sitt. Einasta atriði, sem ég í yfir 40 ára samstarfi við Jóhönnu heyrði hana kvarta yfir nú hin allra síð- ustu ár, var, að hún gæti nú ekki orðið að því liði, sem hana langaði til, hugsjónum sinum til fram- dráttar. Þrem dögum fyrir andlát sitt hringdi hún til undirritaðs, til þess fyrst og fremst að hvetja til meira starfs, fannst ekki nóg að gert. Með fáum undantekningum var þetta einnig megininntak í öll- um viðræðum við Jóhönnu, örvun og hvatning til meira og betra starfs. Eldmóðurinn samfara hin- um tæra góðvilja, er einkenndu málafylgju hennar allar okkar samveru- og samvinnustundir, er það sem hæst rís í minningunni um þessa óeigingjörnu og fórnfúsu forystukonu. Þótt það hljómi e.t.v. ótrúlega, var Jóhanna í eðli sínu hlédræg og í fjölmenni var hún lítt fyrir það gefin, að láta á sér bera. En hvort sem hún vildi eða ekki, varð hún miðpunktur í fjölmenni lítilmagn- ans og brosti sjaldnar hlýjar en þegar öldur óréttlætis og skiln- ingsleysis brotnuðu harðast á henni á bernskuárum íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þá gneistaði af tilþrifum henn- ar í þágu þeirra hugsjóna, sem urðu hennar leiðarljós frá vöggu til grafar. Hafi ég kynnst jafnaðarstefnu í mannsmynd þá er það tvímæla- laust Jóhanna Egilsdóttir. Þar sameinaðist allt í senn, æðruleysi á erfiðleikastundum, takmarka- laus fórnarlund, sem aldrei á langri ævi var dregið af með óeig- ingjörnu starfi. Hlýjan og mann- elskan ásamt því að ætla engum illar hvatir að óreyndu, allt voru þetta eiginleikar, sem ekki gátu farið framhjá neinum, er henni kynntust, eða áttu með henni sam- starf. Langt inn í raðir þeirra, sem henni var falið að berjast við, naut hún virðingar og trausts. Glæsileg framkoma hennar, hógværð en einbeitni og alúð í starfi jók áhrif hennar, svo að fá- dæmi eru. Gilti þá jafnt, hvort hún stjórnaði 40—60 ungbörnum á sumardvalarheimili á Rauðhólum, kvaddi sér hljóðs í fjölmennum þingum Alþýðusambands Islands, Kvennréttindasambandsins eða skammri setu sinni á Alþingi eða borgarstjórn. Það var allstaðar hlustað á Jóhönnu og niðurstaðan undantekningarlítið henni og þeim málstað, er hún studdi, í vil. Að verðleikum hefur verið rituð bók, sem út kom á sl. ári, þar sem Jóhanna segir af hæversku sinni frá því, sem á daga hennar hefur drifið. Þrátt fyrir meðfædda hæ- versku sína og persónulega hlé- drægni, fer vart fram hjá neinum, er bók þessa les, að þar fór kona, sem flestum hæfileikum foringja var prýdd. Um leið og ég þakka ómetanlega samfylgd Jóhönnu Egilsdóttur og votta aðstandendum hennar sam- úð mína, á ég þá ósk besta ís- lenskri alþýðu til handa, að hún megi áfram eignast sem flestar Jóhönnur, er í raun vilji feta í fótspor hennar og vera eins og hún allt til hinstu stundar, reiðubúin til að fórna öllu fyrir góðan mál- stað. Guð blessi minningu um góða og göfuga konu. Eggert G. Þorsteinsson „Ég er orðin svo gömul. Ég dugi ekki til neins lengur. Eitt ætla ég þó að segja við þig strax, ef úr þessu skyldi verða: Ég vil ekki tala illa um neinn, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, þótt hann hafi verið á annarri skoðun en ég. Og það á heldur ekki að skjalla mig í bók- inni. Ég er bara ómenntuð verka- kona og hef ekki gert annað en það sem mér bar. Ég vil ekki hafa neitt svoleiðis! Skárra væri það nú!“ Þannig fórust Jóhönnu Egils- dóttur orð, þegar ég heimsótti hana í fyrsta skipti á Lynghaga 10 og impraði á því við hana, hvort ég mætti setja saman litla bók um langa ævi hennar. Fyrra skilyrðið var auðvelt að uppfylla, því að hún lét samferðamenn sína jafnan njóta sannmælis, hvort sem þeir höfðu verið samherjar hennar eða andstæðingar á vettvangi stjórn- málanna. Síðara loforðið varð hins vegar því erfiðara að efna, því bet- ur sem ég kynntist henni. Svo miklir og fágætir voru kost- ir hennar. Jóhanna lýsti á þessa leið sam- herjum sínum frá baráttuárunum; verkakonunum, sem hún gat alltaf treyst: „Þessar konur voru ekki neinar penpíur. Þær voru íslenskar al- þýðukonur og höfðu orðið að vinna hörðum höndum um sína daga. Lífið hafði ekki verið þeim neinn dans á rósum. Þær voru ekki heimtufrekar. En þær þoldu ekki kúgun og gátu ver- ið orðhvatar, ef því var að skipta; það átti enginn neitt hjá þeim. Þær voru þrekmiklar, hugrakk- ar og hjartahreinar." Þessi lýsing átti ekki síður við hana sjálfa. Jóhanna Egilsdóttir var fædd í Hörgslandskoti á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu hinn 25. nóvem- ber 1881. Foreldrar hennar voru Guðlaug Stefánsdóttir og Egill Guðmundsson. Hún var langyngst sex systkina og ólst upp við kröpp kjör. Sautján ára fór hún alfarin að heiman og gerðist vinnukona í Kaldaðarnesi í Flóa. Kotungs- stelpan fékk að kynnast höfð- ingjasetri. Þótt hún nyti góðrar aðhlynningar hjá sómafólki, fór ekki framhjá henni, hve stétta- munurinn var gífurlegur. Vinnu- fólkinu var skammtað í askana, en lagt á borð fyrir fjölskylduna — með leirtaui og fíniríi. I Kaldaðarnesi varð Jóhanna „skotin í einum vinnumanninum", eins og hún komst að orði — Ingi- mundi Einarssyni. Þau ákváðu að fylgjast að í lífinu og héldu fót- gangandi til Reykjavíkur árið 1903. I höfuðstaðnum mættu þau illa klæddu fólki og sliguðu af þræl- dómi. Þau sáu þreytulegar konur fara með þvott inn í Laugar. Sumar báru þvottinn á bakinu, en aðrar drógu hann í hjólatíkum. „Skyldi þetta líka verða hlut- skipti mitt,“ hugsaði Jóhanna. Sá illi grunur hennár reyndist réttur, jafnskjótt og þau Ingi- mundur byrjuðu að búa með tvær hendur tómar. Þau fengu óðara að kynnast bágum kjörum verkafólks á mölinni; fátækt og basli; köldum húsakynnum, klæðleysi og sífelld- um ótta við atvinnumissi. En ekki dugði að æðrast. Jó- hanna og Ingimundur börðust áfram með seiglu og sparnaði. Þau eignuðust hvert barnið af öðru og bjuggu áýmsum stöðum í bænum, aldrei þó í stærra húsnæði en tveimur herbergjum. Börnin urðu sex og fimm lifðu: Einar fæddist 1906, Guðmundur 1909, Sigurður 1913, Svava 1917 og Vilhelm 1921. Ingimundur þrælaði baki brotnu á eyrinni, en Jóhanna fór í kaupavinnu á hverju sumri með bórnin; ella hefðu þau ekki skrimpt. En góðu heilli tóku nú tímarnir að breytast til batnaðar. Ingi- mundur varð einn af stofnendum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar árið 1906. „Mig hafði lengi grunað, að eitthvað í líkingu við þetta hlyti að gerast," sagði Jóhanna. „Nú var loksins komið að því.“ Og fyrsta félagið, sem Jóhanna sjálf gekk í, var Kvenréttindafélag íslands. Nokkrar konur úr því stofnuðu síðan Verkakvennafélag- ið Framsókn í Góðtemplarahús- inu, sunnudaginn 20. október 1914. Jóhanna gat ekki gerst félagi strax. Hún var fjögurra barna móðir um þetta leyti, og hið yngsta aðeins eins árs. En sífellt bergmálaði í huga hennar þessi brennandi spurning: „Hver er ég að standa álengdar og koma hvergi nærri?“ Og jafnskjótt og aðstæður leyfðu, slóst hún í hópinn, og upp frá því helgaði hún sig baráttu verkakvenna. Það var við ramman reip að draga, en hún lét hvergi deigan síga. Það þótti með en- demum, að verkakerlingar skyldu stofna eigið félag og voga sér að gera skrúfu gegn atvinnurekend- um. Jóhanna var varaformaður Framsóknar í 12 ár og síðan for- maður félagsins samfleytt í 27 ár. Feril Jóhönnu Egilsdóttur er óþarft að rekja nánar, en hún var um árabil í hópi fremstu verka- lýðsforingja þessa lands. „Verka- lýðurinn gengur alltaf fyrir hjá mér,“ sagði hún jafnan. Hún gekk í Alþýðuflokkinn um leið og hann var stofnaður árið 1916 og fylgdi honum síðan að málum alla tíð — ótrauð. Hún var kjörin bæjarfulltrúi í Reykjavík 1934 og var oft síðan varafulltrúi. Hún sat á alþingi um skeið 1958 sem varaþingmaður og átti sæti í ótal nefndum og ráðum. Eitt mál öðrum fremur þótti Jó- hönnu vænst um af þeim mörgu og brýnu baráttumálum, sem Al- þýðuflokkurinn gerði að veruleika. Það voru lögin um launajöfnuð karla og kvenna, sem samþykkt voru hinn 27. mars 1962 og tóku síðan gildi í áföngum á sex árum. Jóhanna heyrði fyrst orðin „sömu laun fyrir sömu vinnu“ af vörum Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og gerði sér á augabragði ljóst, að í þeim var fólgið æðsta takmark verkakvenna í kjarabaráttunni. Með setningu þessara laga næst- um hálfri öld síðar var unninn stærsti sigurinn á stjórnmálaferli hennar. „Ég hef sjaldan glaðst jafn innilega og þegar þetta frum- varp var orðið að lögum,“ sagði hún. „Ég var að verða áttræð og hafði gegnt formennsku í Fram- sókn í 27 ár. Það var því tími til kominn að hætta, og mér fannst ánægjulegt að geta gert það við slík þáttaskil." Baráttusaga íslensks verkalýðs heyrir nú fortíðinni til og er sem óðast að komast á spjöld sögunn- ar. Hún er merkilegust í ljósi nú- tímans; hinna stórstígu framfara sem orðið hafa; hvernig tókst að bæta kjörin jafnt og þétt og minnka stéttamuninn. En eitt er að lesa um atburði í sagnfræðibókum; annað að heyra þeim lýst af sjónarvotti og þátt- takanda. Það var undirrituðum ógleym- anleg reynsla að sitja andspænis Jóhönnu Egilsdóttur og hlusta á frásagnir hennar af baráttuárun- um; hlusta á konu, sem hafði lifað sögu íslenskrar verkalýðshreyf- ingar og átt drjúgan þátt í að skapa hana; þessa merkilegu um- brotatíma, þegar fátæk alþýða reis upp og krafðist réttar síns. Það þurfti kjark til að standa í þeirri baráttu — og hann skorti Jóhönnu Egilsdóttur aldrei. Hinn 25. nóvember í fyrra átti Jóhanna, sem kunnugt er, hundr- að ára afmæli. Þá var henni fagn- að með samsæti á Hótel Borg, þar sem fjöldi vina og vandamanna heiðraði hana. Við það tækifæri hvíslaði hún að undirrituðum: „Mér líður ágætlega. Samt er mér alltaf að hraka smátt og smátt. Og ég er dauðhrædd um, að ég eigi eftir að verða alveg ósjálf- bjarga og þurfi að fara á spítala. Ósköp væri nú gott að fá að losna við það!“ Henni varð að ósk sinni. Hún hafði fótavist og fylgdist með at- burðum líðandi stundar til síðasta dags. Hún burtsofnaði á köldu harðindavori skömmu eftir hátíð- isdag verkalýðsins. Lýðveldisárið 1944 átti Verkakvennafélagið Framsókn þrjátiu ára afmæli, og í tilefni af því orti séra Sigurður Einarsson í Holti kveðju til félagsins. Hann var það skáld, sem Jóhanna hafði mestar mætur á. Með síðasta er- indi kvæðisins lýk ég þessum orð- um, votta aðstandendum dýpstu samúð og flyt Jóhönnu Egilsdótt- ur hinstu kveðju með kæru þakk- læti fyrir ógleymanleg kynni: Kn haminiyan, som ykkar olja «j» slarf á ótal vcgum hcfur stutt oj» skapaó er sij»ur stærri cn alll, sem áóur tapaó í ánauó var. Oj» þcnna dýra arf þió fáió nú mcó hárin hcióri krýnd í hcndur þcirra, cr mcrkió skulu taka. Gylfí Gröndal Þegar ég frétti andlát þessarar háöldruðu frændkonu minnar greip mig löngun til að minnast hennar með nokkrum orðum, og eftir þeirri löngun hefi ég ákveðið að láta. Ég ætla aðeins að rekja nokkuð uppruna þessarar óvenjulega glæsilegu og dugmiklu konu og kynni mín af henni á þeim árum, þegar hún stóð mér næst og ég man hana best. Þegar ég tala um uppruna Jóhönnu þá tel ég, að til þess að skilja hve heitt hún unni og barðist allt sitt líf fyrir rétti lítilmagnans, þá verði maður að vita og hafa hugfast úr hvaða grasi hún er vaxin og að það fyrsta sem komst inn í vitund hennar var sú staðreynd að lífs- baráttan stóð fyrst og fremst um brauðið, og matbjörgin væri und- irstaðan í lífinu. Við sjónum henn- ar sem barns hlasti hvarvetna við sultur og seyra. í hennar kotheim- ili nærðist fólkið helst á brauði og grauti úr melgrasi. Sama sá hún allt í kring um sig, og það einnig, að víðast hvar í kotunum svarf sulturinn, sem næsta árviss hlut- ur, að á vorin. Þetta gilti um alla sem minna máttu sín, en einmitt þeir voru fjölmennastir. Þess vegna strengdi Jóhanna, ung að árum, þess heit að vinna að aukn- um og bættum hag hinna snauðu. Það verða vafalaust margir til þess að gera ítarlega grein fyrir hinni löngu og litríku sögu hennar innan íslenskrar alþýðuhreyf- ingar, Alþýðuflokksins, sem hún var einn stofnenda að árið 1916, verkakvennafélagsins Framsókn- ar, sem hún gekk í árið 1917 og starfa hennar innan Kvenrétt- indafélags íslands, sem hún gekk í árið 1909. — Ég mun því ekki víkja frekar að þeim málum, enda þótt þau hafi vissulega alla tíð verið hennar hjartans mál og uppistaðan í lífsstarfi hennar. Þeim málum munu aðrir, mér margfalt fróðari og færari áreið- anlega gera góð skil. Flins og áður er getið, ætla ég í þessum minningarorðum að líta um öxl og minnast uppruna og kynna minna af þessari öndveg- iskonu á bernsku- og unglingsár- um mínum. Jóhanna fæddist 25. nóvember 1881 að Hörgslandskoti á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu — lang yngst sex systkina, sem öll komust á legg og reyndust mjög dugandi og gott fólk. Hörgslandskotin voru í þá tíð tvö, Suðurkot og Norðurkot, og voru foreldrar þeirra Jóhönnu og systkina hennar fædd og uppalin í sitt hvoru kotinu. Þannig hafði þetta verið mann fram af manni. Egill Guðmundsson, faðir Jó- hönnu, var fæddur í Norðurkotinu í Hörgslandskoti árið 1830, ólst þar upp og bjó þar allan sinn búskap. Það gerði og föðurafi Jó- hönnu, Guðmundur Eiríksson, fæddur 1793, sem tók við búskap af Eiríki Guðmundssyni föður sín- um, sem hóf búskap í Hörgs- landskoti árið 1788, réttum fimm árum eftir að hinir eftirminnan- legu Skaftáreldar hófust. Sömu sögu var að segja um móður Jóhönnu, Guðlaugu Stef- ánsdóttur. Faðir hennar, Stefán Jónsson, var fæddur í Suðurkotinu í Hörgslandskoti árið 1796 og bjó þar allan sinn búskap. Hörgslandskotið hefur senni- lega alla tíð verið lítil jörð. Það stendur upp undir fjalli en nátt- úrufegurð er þar mikil eins og víð- ast hvar í Skaftafellssýslum. En það var víðar en í því litla koti, Hörgslandskoti, að ábúendur voru tveir. Löngu fyrir síðustu aldamót var svo komið á Síðunni og nærliggjandi sveitum að jarð- arþrengsli voru orðin svo mikil að á flestum jörðum voru tveir eða þrír ábúendur, en jarðkostir yfir- leitt litlir. Sérstaklega lítil tún, enda ræktun í stórum stíl þá alls ekki komin til sögunnar. Það var því að vonum mjög erfitt fyrir ung hjón að reisa þar bú og ala önn fyrir fjölskyldu. Það var því ekki að furða þó að ungt fólk, og þá ekki hvað síst ung hjón, sem bjuggu við þessi von- lausu skilyrði á Síðunni, tækju það til ráðs að leita sér atvinnu eða jarðnæðis vestur í sýslum, þar sem landrými var meira og grös- ugra. Sigurður Ólafsson, sem hafði á árunum 1881—1891 verið sýslu- maður Skaftfellinga, var skipaður sýslumaður Árnesinga 1891 og var það til 1915. Hann bjó, utan fyrsta stárfsár-'slttf'-alla tíð í Kaldaðar- nesi, sem þá var talið eitt mesta stórbýli og höfðingjasetur á öllu Suðurlandi. — Foreldrar Jóhönnu fluttu með bræðrum hennar, Guð- mundi föðurafa mínum og Agli frá Hörgslandskoti, í Biskupstungur, en þar fengu þeir bræður tvær lausar jarðir til ábúðar, Egill Galtalæk og Guðmundur Borgar- holt. Þessi ráðstöfun var gerð að ráði og með hjálp Sigurðar sýslu- manns, sem alltaf reyndist Skaft- fellingum hin mesta stoð og stytta. Frásogn af þessu ellefu sólarhringa ferðalagi þessa blá- snauða fólks, með fjögur börn og sex hesta undir klyfjum með öll- um fatnaði og búshlutum frá Hörgslandskoti á Síðu í Biskups- tungur á miðju sumri 1899 yfir eyðisanda og vatnsföll í vexti, þar sem enginn lagður vegarspotti var til og ekkert vatnsfall brúað nema Þjórsá hefur sem betur fer verið varðveitt í riti Félags Biskups- tungnamanna í Reykjavík frá ár- inu 1942, og er sannarlega holl lesning fyrir okkur öll sem við nútímaþægindi og allsnægtir búum. Til Sigurðar sýslumanns í Kald- aðarnesi réðist svo Jóhanna sem vinnukona, þá sautján ára gömul og ólofuð. Jóhanna bar alltaf mjög hlýjan hug til Kaldaðarnesheimil- isins, kvað sér hafa liðið þar vel og átt þaðan bjartar endurminn- ingar, og á það síðasta áreiðanlega ekki hvað síst við um þá staðreynd að þar hitti hún mannsefnið sitt, sem þá var þar vinnumaður. Það var Ingimundur Einarsson frá Stöðlum í Ölfusi. Þau Jóhanna héldu frá Kaldaðarnesi til Reykja- víkur í maí 1903 og hinn 24. nóv- ember 1904 gaf séra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur þau saman í hjónaband. Hin stórmerka starfsævisaga Jóhönnu hefur sem betur fer ekki farið í glatkistuna. Henni er hald- ið til haga í bók Gylfa Gröndal: „Níutíu og níu ár — Jóhanna Eg-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.