Morgunblaðið - 13.05.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1982 19
ilsdóttir segir frá“, sem Setberg
gaf út á árinu 1980.
Ég minnist Jóhönnu frænku
minnar fyrst þegar hún hefur ver-
ið á fimmtugsaldri. Þá var mikill
samgangur milli heimila okkar.
Upphaf hans var það að faðir
minn fluttist til Reykjavíkur á ár-
inu 1916, en hann kom þá austan
úr Biskupstungum til að stunda
nám við lýðskóla Ásmundar
Gestssonar, sem þá var til húsa að
Laugavegi 1 hér í borg. Hann bjó
hjá föðursystur sinni, Jóhönnu,
sem þá leigði íbúð í gömlu timb-
urhúsi að Lindargötu 1, sem nú er
löngu horfið, og var hjá henni þar
til hann gifti sig og stofnaði eigið
heimili.
Samgangur og hin góðu kynni
milli fjölskyldna okkar héldust æ
síðan. Sá ágæti maður Sigurður,
sonur Jóhönnu, síðast forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins, var
bekkjarbróðir eldri bróður míns,
Eyþórs, og þeir nánir vinir og fé-
lagar alla sína skólatíð og varð
það m.a. til þess að nær daglegur
samgangur var milli heimila
okkar um áratuga skeið. Alltaf
var hlakkað til hinna gagnkvæmu
jólaheimsókna, sem í var farið til
skiptis og voru raunar þær einu,
sem við fórum í í þá daga. Þá var
alltaf glatt á hjalla hjá ungum og
öldnum.
Þau hjón Jóhanna og Ingimund-
ur voru mjög ólík. Hún frekar ör,
opinská og hin mesta félagsmála-
manneskja og ræðugarpur. Ingi-
mundur var aftur á móti einhver
rólyndasti og jafnlyndasti maður,
sem ég hefi kynnst um ævina.
Mjög fámáll, en fastari fyrir en
flestir aðrir menn. Aldrei sá ég
þeim manni bregða við eitt eða
neitt. En þó þau væru ólík þá var
hjónaband þeirra farsælt og gott.
Bæði áttu þau Jóhanna og Ingi-
mundur sömu brennandi lífshug-
sjónina og það var að sjá hag og
réttindum þeirra sem minna
máttu sín sem best borgið.
Þau Jóhanna og Ingimundur
eignuðust alls sex börn. Elsta
barnið dó kornungt, en hin fimm
náðu öll fullorðinsaldri. Tveir syn-
ir þeirra eru látnir. Elsti sonur-
inn, Einar, verslunarmaður, sem
hafði alla tíð verið augasteinn
móður sinnar, þótt hún að sjálf-
sögðu elskaði öll sín börn, andað-
ist 4. janúar 1971. Hann lét eftir
sig ekkju, Guðnýju Illugadóttur,
og tvö börn. Sigurður, verkfræð-
ingur, alþingismaður og síðast
forstjóri Tryggingastofnunar
ríkisins, andaðist 12. október 1978.
Hann var maður vænn og vandað-
ur og eins og Einar bróðir hans,
hvers manns hugljúfi og því fjöl-
skyldu sinni og vinum hinn mesti
harmdauði. Ekkja Sigurðar, Karí-
tas Guðmundsdóttir, lifir mann
sinn ásamt fjórum börnum.
Börn þeirra Jóhönnu og Ingi-
mundar, sem á lífi eru, eru: Vil-
helm Ingimundarson, sem er
yngstur, giftur Ragnhildi Páls-
dóttur, Svava, gift Ingólfi Guð-
mundssyni, kaupmanni, og Guð-
mundur, verslunarmaður, sem er
þeirra elstur, giftur Katrínu
Magnúsdóttur.
Á heimili Jóhönnu og Ingi-
mundar ríkti jafnan friður og ró
og það þrátt fyrir hin miklu og
áratugalöngu félagsmálastörf
húsmóðurinnar, en þar réði miklu,
að eiginmaðurinn, Ingimundur,
var alltaf reiðubúinn að hlaupa í
skarðið, hvort sem um var að ræða
að elda matinn, þvo upp, sinna
börnunum eða annast önnur heim-
ilisstörf. Hann gerði öðrum frem-
ur Jóhönnu raunverulega mögu-
legt að vera eins mikið að heiman
og félagsmálastörf hennar kröfð-
ust af henni.
Jóhanna var eins og eiginmaður
hennar sérlega vönd að virðingu
sinni og hélt uppi húsaga og hag-
aði uppeldi barna sinna í sam-
ræmi við það, enda bar það ríku-
legan ávöxt. Þess eru víst ekki
mörg dæmi að svo fjölmenn fjöl-
skylda og þeirra Jóhönnu og Ingi-
mundar hafi haldið hópinn svo
lengi sem raun ber vitni. Ég minn-
ist þess til dæmis að fyrir um
þrjátíu árum bjuggu þau Jóhanna
og Ingimundur og öll börn þeirra í
húsinu sínu að Eiríksgötu 33 hér í
borg og voru börn þeirra þá öll
gift og barnabörnin orðin 13. Þessi
saga endurtók sig þegar fjölskyld-
an byggði samstæð hús að Lyng-
haga 10 og 12 hér í borg.
Síðustu árin bjó Jóhanna í
skjóli Guðmundar sonar síns og
konu hans að Lynghaga 10 og
reyndust þau henni svo vel að á
betra verður ekki kosið. Síðan
Svava dóttir Jóhönnu hætti að
vinna úti fyrir 1—2 árum leit hún
mikið og dyggilega eftir móður
sinni. Annars má segja að hún
hafi að maklegleikum notið í há-
elli sinni umönnunar allra barna
sinna, tengdabarna og afkomenda,
sem öll elskuðu hana og virtu.
I dag er til moldar borin háöldr-
uð kona, sem hefur skilað meiru
og betra dagsverki en almennt
gerist. Kona, sem aldrei lét hlut
sinn fyrir einum eða neinum í bar-
áttunni fyrir því, sem hún taldi
rétt. Kona, sem þekkti sára fátækt
og basl af eigin reynd, bæði í upp-
vexti og á frumbýlisárum sínum,
en sem þó, góðu heilli, lifði það að
sjá hugsjónir sínar rætast í auknu
félagslegu réttlæti, lítilmagnanum
til handa. Fátt hygg ég að hafi
glatt hina öldruðu heiðurskonu
meira, sem gjörþekkti lífskjör og
hagi næstum hverrar einustu
starfandi verkakonu hér í borg um
áratuga skeið og taldi aldrei eftir
sér að heimsækja þær, hvort sem
var á heimili þeirra eða vinnustað,
og hjálpa eftir því sem efni og
geta hrukku til. Mér er til efs, að
nokkur verkalýðsforingi á þessu
landi, að þeim öllum ólöstuðum,
hafi nokkurn tímann komist í
hálfkvisti við hana í því efni.
Fjölskylda mín og ég sendum
Jóhönnu látinni hinstu kveðjur
með hjartans þökk fyrir allt það
góða, sem hún gerði okkur á lífs-
leiðinni.
Blessuð sé minning þessarar
hjartahreinu heiðurskonu.
Hallgrímur Dalberg
Þegar Jóhanna Egilsdóttir er nú
til grafar borin, minnast hennar
margir með djúpum trega, ein-
lægri virðingu og innilegri þökk.
Þegar hún lézt, hafði hún lokið
miklu lífsstarfi og andlát svo aldr-
aðrar manneskju kemur að sjálf-
sögðu engum á óvart. En þrátt
fyrir þá ævilöngu baráttu, sem
hún háði af algjörri ósérhlífni og
fórnfýsi í þágu reykvískra
verkakvenna og annars alþýðu-
fólks og var oftsinnis blandin
ótrúlegri hörku þessarar fallegu
og mildu konu, var hún sátt við
alla sína samferðamenn og þeir
við hana. í ferðalok naut hún með
réttu óskiptrar virðingar alls
vinnandi fólks sem og þeirra sem
hærra teljast settir.
Ekki man ég hvenær ég kynntist
Jóhönnu fyrst, en sjálfsagt eru nú
ein 30 ár siðan. Það var í marg-
víslegum störfum fyrir Alþýðu-
flokkinn, þar sem hún var óþreyt-
andi eins og á svo mörgum öðrum
sviðum. Sannarlega bjátaði á
ýmsu í starfsemi hans á þeim ár-
um, eins og svo oft, fyrr og síðar.
En kátinan, lífsgleðin og fjörið
voru ætíð ofarlega í henni. Það er
ógleymanlegt að hugsa til þess
þegar hún skellti upp úr af
minnsta tilefni og geislaði sínu
fallega brosi með augu, sem sindr-
uðu eins og stjörnur.
Fyrir einum tíu árum síðan
gafst mér kostur á að gera sjón-
varpsþátt um Jóhönnu, sem
nefndur var „Kona er nefnd". Við
undirbúning hans kynntist ég því
m.a. hve umtalsgóð og hlý hún var
í garð þeirra baráttubræðra sinna
í Alþýðuflokknum og verkalýðs-
samtökunum, sem þó höfðu valdið
henni mestum sársauka og von-
brigðum. Hún talaði um verk
þeirra og mistök af skilningi og
umburðarlyndi án minnsta kala
eða styggðaryrða. Slíkt viðhorf
ber vott um stóra sál. Þegar þátt-
urinn var sýndur, náði hún til
hjarta hvers einasta manns. Hlýj-
an og ástúðin sem til hennar geisl-
uðu frá ótrúlegum fjölda manna
um land allt, kom henni gersam-
lega á óvart. Oft hringdi hún til
mín á síðkvöldum fyrstu vikurnar
á eftir og sagði mér frá símhring-
ingum, blómum, skeytum, símtöl-
um og bréfum, sem bláókunnugt
fólk, í mörgum tilfellum, sendi
henni. Stundum vissi hún ekki
fyrri til en ókunnugt fólk um-
faðmaði hana úti á götu og bað
henni guðsblessunar fyrir allt og
allt. Sannarlega unni fólk henni
og virti fyrir alla hennar baráttu í
þágu hinna lægstlaunuðu og ann-
arra alþýðumanna.
Allt frá því að þetta gerðist,
hringdi Jóhanna stundum til mín
á síðkvöldum til að spjalla við mig
um stjórnmálin. Um þau mál
hugsaði hún klárt og skýrt fram
til síðustu stundar. Hún fylgdist
vel með og hafði fastmótaðar
skoðanir á þeim, sem mér þóttu
alltaf athyglisverðar og mikils
virði. Það var mér ætíð fagnaðar-
efni að heyra, að hún var í síman-
um og ég saknaði þess löngum að
heyra ekki meira og oftar í henni.
Jóhanna Egilsdóttir átti hug og
hjarta okkar allra, alþýðu-
flokksmanna í Reykjavík. Við vor-
um stolt af henni og elskuðum
hana og virtum. Fyrir okkur var
hún framherjinn mikli, sem ætíð
stóð fremst þar sem baráttan var
hörðust. í augum okkar hafði lík-
amnast í henni öll barátta jafnað-
armanna og verkalýðssinna um
áratugi fyrir nýju og betra þjóð-
félagi, þar sem öllum liði vel og
enginn þyrfti að líða skort eða
aðra nauð. En þótt hún sé nú farin
frá okkur, eigum við hana enn í
minningunni, sem ætíð verður
okkur bjartur kyndill í baráttu
okkar fyrir framgangi jafnaðar-
stefnunnar og jöfnum rétti vinn-
andi fólks fyrir réttlæti og jafn-
rétti á öllum sviðum. Þeim
markmiðum var líf hennar helgað.
Blessuð veri minning hennar.
Sigurður E. Guðmundsson
Við fráfall frú Jóhönnu Egils-
dóttur er mér ljúft að flytja henni
þakkir frá safnaðarfólki Óháða
safnaðarins. Jóhanna var einn af
mörgum stofnendum safnaðarins
á sínum tíma og þar sem annars
staðar var hún einn þeirra mátt-
arstólpa sem aldrei brugðust. Eins
og ég kynntist Jóhönnu Egilsdótt-
ur, var hún umfram allt baráttu-
kona en um leið svo ljúf og tillits-
söm, að þótt hún fylgdi öllum mál-
um fast eftir, gætti hún þess fyrst
og síðast að enginn væri beittur
misrétti.
Jóhanna átti sæti í stjórn Kven-
félags Óháða safnaðarins frá upp-
hafi og var fyrir fáum árum kjörin
heiðursfélagi kvenfélagsins. I að-
alstjórn safnaðarins átti hún sæti
í meira en 25 ár, enda þótt hún af
eðlilegum ástæðum gæti ekki sótt
fundi í seinni tíð. En skarpskyggni
hennar og áhugi voru með ólíkind-
um til hins síðasta.
Fer vart milli mála, að þeir sem
áttu þess kost að kynnast Jó-
hönnu, ræða við hana og eiga hana
að samstarfsmanni, munu telja
hana meðal hinna merkustu sam-
ferðarmanna. Hún var mikil af
sjálfri sér.
Við óskum Jóhönnu Egilsdóttur
velfarnaðar á ókunnum stigum og
sendum hinum fjölmörgu aðstand-
endum hennar innilegar samúð-
arkveðjur.
Sig. Magnússon
form. Óháða safnaðarins
„TrúAu i tvennl í ht‘imi
tijjn st*m a‘Asta bt-r,
(•uA í alht imsm imi
(■uA í sjalfum þtT."
Þegar ég tek mér penna í hönd
og minnist þeirrar mætu konu,
sem við kveðjum í dag, frú Jó-
hönnu Egilsdóttur, fyrrverandi
formanns Verkakvennafélagsins
Framsóknar, kemur margt fram í
hugann. Ljóðlínurnar hér að ofan
tel ég eiga vel við Jóhönnu. Hún
yar mikil baráttukona og fórnaði
verkalýðshreyfingunni starfs-
kröftum sínum í von um jafnrétti,
velfarnað og betra mannlíf. Hún
barðist fyrir högum þeirra sem
minna mega sín í þjóðfélaginu og
trú hennar á réttlæti var óbilandi.
Sjálf var hún fíngerð og ljúf, en
um leið bæði þrekmikil og kjark-
mikil.
Ég tel það mér til gæfu og ríki-
dæmis að hafa kynnst Jóhönnu
jafn vel og raun varð á. I febrúar
1954 gerðist ég starfsmaður
Verkakvennafélagsins Framsókn-
ar og mun ég seint gleyma mót-
töku Jóhönnu og Jónu Guðjóns-
dóttur, þáverandi varaformanns,
þegar ég hóf störf hjá félaginu. I
fæstum orðum sagt voru þær
ómetanlegir lærimeistarar mínir.
Eftir að Jóhanna lét af for-
mennsku árið 1962 og hætti störf-
um hjá félaginu, tók Jóna við
formannsstarfi. Gagnkvæm vin-
átta þeirra og traust voru einstök
og fram á síðasta dag höfðu þær
daglegt símasamband. Brennandi
áhugi þeirra á velfarnaði verka-
lýðshreyfingarinnar var alltaf sá
sami. — Frumherjum okkar í
verkalýðsbaráttunni verður seint
fullþakkað.
Því miður getur Jóna Guðjóns
af heilsufarsástæðum ekki verið í
þeim hóp sem kveður Jóhönnu í
kirkjunni, en biður mig fyrir
þakkir fyrir samstarfið og hug-
heilar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Jóhönnu.
Sjálf þakka ég það að hafa átt
samstarf við slíkan öðling, þakka
góða leiðsögn og góða vináttu.
Börnum Jóhönnu og ættingjum
sendum við Kristín dóttir mín
innilegar samúðarkveðjur.
Þar sem góðir menn fara eru
Guðs vegir.
Þórunn Valdimarsdóttir
Kveðja frá Kvenrétt-
indafélagi íslands
Kvenréttindafélag Islands kveð-
ur heiðursfélaga sinn, Jóhönnu
Egilsdóttur, með virðingu og þökk.
Þegar baráttusaga íslenskra
kvenna verður skráð ber þar hátt
nafn Jóhönnu Egilsdóttur.
Hún var alla tíð ötull liðsmaður
við að vinna að réttindamálum
kvenna og áttu verkakonur alltaf
skeleggastan málsvara þar sem
Jóhanna var. Snemma í sögu
Kvenréttindafélagsins gerðist Jó-
hanna þar félagi og var um skeið
varaformaður.
Kvenréttindafélag íslands
stofnaði árið 1914 Verkakvennafé-
lagið Framsókn. Þar var Jóhanna
formaður á þriðja tug ára og átti
hún í því félagi merkustu sporin á
starfsferli sínum.
Jóhanna Egilsdóttir sat eitt
sinn á Alþingi sem varaþingmað-
ur og lét þá, að vonum, réttinda-
mál kvenna til sín taka.
Islenskum kvenréttindakonum
er það vel ljóst að það eru konur
eins og Jóhanna sem hafa verið
styrkur þess og stoð á liðnum ár-
um. Megi þjóðin eignast margar
slíkar konur. Jóhanna Egilsdóttir
mun lifa í sögu og minningu
Kvennréttindafélags Islands.
Stjórn KRFÍ.
Kveðjuorð frá Verkakvenna-
félaginu Framsókn
Stjórn og félagskonur Verka-
kvennafélagsins Framsóknar
þakka Jóhönnu Egilsdóttur ómet-
anlegt forystustarf í þágu félags-
ins og vona, að mikill baráttuhug-
ur og óeigingjarnt starf um árabil
gleymist ekki, en verði höfð að
leiðarljósi um ókomin ár.
Félagið sendir börnum, tengda-
börnum og barnabörnum Jóhönnu
innilegar samúðarkveðjur.
DAGA TIL AÐ
SLÁ ÞÉR Á
PLÖTUSPILARA
FRÁ AKAI MEÐ
20% VERÐLAUNA-
AFSLÆTTI. *
Laugavegi 10
sími 27788
* Miðað við
staðgreiðslu
80 59
FARÐU EKKITÆKJAVILLT
- TRYGGÐU ÞÉR M :«■! IGÆÐI