Morgunblaðið - 13.05.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.05.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1982 23 ísrael, Taiwan og S-Afríka framleiða kjarnorkuvopn Tel Aviv, 12. maí. AP. ÍSRAEL, Suður-Afríka og Taiwan hafa tekið saman höndum um smíði margra tegunda kjarnorkuvopna, segir í bók sem kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum í vikunni. Herlið sækir inn 1 Guyana (ieorgetown, Guyana, 12. maí. AP. HERMENN frá Venezuela sóttu inn yfir landamæri Guyana nálægt þorpinu Eteringbang á mánudaginn og námu ekki staðar fyrr en Guyana-hermenn skutu viðvörunarskotum, að sögn stjórnarmálgagnsins „Guyana-tíðindi" í gær, þriðjudag. Spenna hefur þar með aukizt vegna þess að búizt er við að Ven- ezuela endurnýi í næsta mánuði kröfu sína til fimm áttundu hluta yfirráðasvæðis Guyana, sem er fyrrverandi brezk nýlenda. Ven- ezuela neitar að endurnýja samn- ing, sem hefur leitt til þess að deilan hefur legið í þagnargildi í 12 ár. Ekkert hefur frétzt um mann- tjón í bardögunum og „Guyana- tíðindi" sögðu heldur ekki frá því hve margir hermenn hefðu tekið þátt í þeim, þótt blaðið gæfi í skyn að þeir hefðu verið fáir. Svo er að skilja að nokkrir Venezuela-her- menn séu enn á guyönsku yfir- ráðasvæði. Blaðið segir að tveir flokkar Venezuela-hermanna hafi farið frá eynni Ankoko á Cuyuni-fljóti og gengið á land nálægt Etering- bang, þar sem hermenn frá eftir- iitsstöð varnarliðs Guyana skutu viðvörunarskotum. Embættismenn Guyana-stjórn- ar telja að annar venezuelski her- flokkurinn hafi snúið aftur til eyj- unnar, sem bæði löndin gera kröfu til og Venezuela hefur haft á valdi sínu í 11 ár. Óljóst er hvað varð um hinn herflokkinn. Venezuela gerir tilkall til 155.400 ferkílómetra vanþróaðs en málmauðugs frumskógasvæðis vestan Essequibo-fljóts. Deilan á rætur að rekja til nítjándu aldar ósamkomulags Breta og Venezuela um landamæri Brezku-Guyana og minnstu munaði að hún leiddi til styrjaldar milli Bretlands og Bandaríkjanna skömmu . fyrir aldamótin síðustu. Syni Korchnoi sleppt úr haldi Moskvu, 12. maí. AP. SONUR VIKTORS Korchnoi skákmeistara verður látinn laus úr vinnu- búðum í Síberíu á morgun, fimmtudag, að sögn ættingja hans í dag, miðvikudag. Igor Korchnoi er 23 ára og var fundinn sekur um að koma sér undan herskyldu í desember 1979 og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Ættinginn sagði í símtali frá Leningrad að vonandi leiddi þetta til þess að fjölskyldan fengi að flytjast frá Sovétríkjun- um og vera hjá Viktori Korchnoi á Vesturlöndum. Korchnoi-fjölskyldan sagði 1979 að Igor hefði komið sér undan herskyldu, þar sem hann hefði óttazt að ef hann yrði neyddur í herinn fengi hann vitneskju um ríkisleyndarmál, þannig að enn minni möguleikar yrðu á því en ella að hann fengi að flytjast úr landi. Viktor Korchnoi bað um hæli í Hollandi 1976 og býr um þessar mundir í Sviss. Önnur tilraun hans til að hremma heimsmeist- aratitilinn í skák af Anatoly Karpov fór út um þúfur 1981 þegar hann tapaði með tveimur vinningum gegn sex. Tveir drepnir á N-írlandi Belfmsl, 12. maí. AF. TVEIR MENN voru myrtir á Norður-írlandi í dag þegar vopnaðir öfgasinnar skutu á þá af stuttu færi. Sá fyrri 'var 26 ára kaþólikki. Tveir öfgamenn úr röðum mót- mælenda skutu hann til ólífis í ávaxtabúð við Antrimgötu í Bel- fast. Særðu þeir tvo aðra menn í árásinni. Seinna morðið var framið í bænum Strabane við írsku landa- mærin, þar sem meirihluti íbúa er kaþólskrar trúar. Sátu vopnaðir menn, sem taldir eru vera í írska lýðveldishernum (IRA), fyrir fórnarlambinu í húsi hans. Á þessu ári hefur 31 maður fall- ið á Norður-írlandi, en frá því deilurnar hófust í héraðinu fyrir 13 árum hafa þar fallið rúmlega 2.200 menn. Áfengisdrykkja í Noregi minnkar Osló, 12. maí. AP. Norðmenn neyttu sem svarar 17 milljónum litra af hreinum vínanda á síðasta ári, að sögn norsku hagstofunnar, en það jafngildir 10,3 % magn- minnkun frá árinu áður. Hér er eingögnu um að ræða áfengi, sem selt er í verzlunum, og því ekki um raunverulega tölu að ræða, þar sem heimabrugg er mjög algengt, sökum mikillar álagningar ríkisins á áfenga drykki. Vínandaneyzla Norðmanna 1981 1980, borðvína um 4,9% og bjór- jafngildir því, að þeir sem eru 14 ára og eldri hafi neytt 5,3 lítra af hreinum vínanda hver. Heildar- neyzlan hefur ekki verið minni frá 1974. Neyzla sterkra drykkja 1981 minnkaði um 15,7% miðaö við neyzla minnkaði um 6,5%. Samtals borguðu norskir vínneytendur 7,17 milljarða norskra króna fyrir áfenga drykki 1981, en þótt neyzl- an minnkaði, var það 11,5% hækk- un i krónutölum frá árinu áður. Meðal þeirra vopna, sem í ráði er að smíða, eru nifteinda- sprengjur, litlar kjarnorku- sprengjur, sem skotið er með fallbyssum, og langdrægar eld- flaugar búnar kjarnaoddum. Því er einnig haldið fram að ísraels- menn hafi fundið upp ódýrustu aðferðina til úraníumvinnslu við framleiðslu kjarnorkusprengja. Bókin er eftir þrjá ísraels- menn, próf. Amof Perlmutter, sem býr í Bandaríkjunum og dr. Michael Hendel og Uri-Bar- Yosef við Alþjóðamáladeild Hebreska háskólans í Jerúsalem. ísraelskir fjölmiðlar skýrðu frá efni bókarinnar í dag, miðviku- dag. Bókin Heitir „Tvær mínútur yf- ir Baghdad" og fjallar um loft- árás Israelsmanna á kjarnakljúf íraka á siðasta ári. Blaðið Haaretz segir í frétt frá London að samkvæmt bókinni virðist Israel, Suður-Afríka og Taiwan vinna að smíði stýrield- flaugar, sem getur borið kjarna- odd og gæti hæft hvaða skot- mark sem er í arabaheiminum og náð til stórra svæða Sovétríkj- anna. Við öllu búnir — Þrír argentínskir hermenn sjást hér búa sig undir innrás Breta á Falklandseyjum. Myndin var tekin fyrir nokkru. Kona verður aðstoðar- bankastjóri Alþjóðabankans Wa.shington, 12. maí. AP. BANDARÍSKI hagfræðiprófessor- inn Anne Krueger verður fyrsta konan sem gegnir störfum aðstoð- arbankastjóra Alþjóðabankans í Washington. Frá þessu var skýrt í höfuðstöðvum bankans í dag. Anne Krueger hefur verið prófess- or við háskólann í Minnesota í mörg ár og m.a. rannsakað við- fangsefni er varða þróunarlöndin, en meginverkefni Alþjóðabankans er að lána slíkum löndum fé til “PPbyggingar. SkiptiferOr VPlktllVtA - félasan ódýrara er ekki hægt a Með samstarfi við Samvinnuferðir-Land- sýn og Dansk Folke-ferie efnir Alþýðu- orlof í sumar til þriggja utanlandsferða fyrir félagsmenn verkalýðssamtakanna á íslandi og í Danmörku. Með þessum gagnkvæmu samskiptum við dönsku verkalýðshreyfinguna er unnt að bjóða skiptiferðirnar fyrir verð sem vart á sér nokkra hliðstæðu og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og ýmsar spennandi skoðunarferðir um Danmörku og yfir til Svíþjóðar. Farið er vítt og breytt um Jót- land og Sjáland og tækifæri gefst m.a. til heilsdagsferðar yfir til Þýskalands. Rétt til þátttöku í Danmerkurferðunum eiga félagsmenn í aðildarfélögum Alþýðu- orlofs sem eiga orlofshús í Ölfusborgum, Svignaskarði, Vatnsfirði, Illugastöðum eða Einarsstöðum og fær hvert orlofs- svæði tiltekinn fjölda þátttakenda í hverja ferð. Eftirtaldir aðilar veita allar nánari upp- lýsingar og taka við bókunum: Alþýðuorlof Lindargötu 9, Reykjavík sími 91-28180 (kl. 13.00-17.00) Alþýðusamband Austurlands Egilsbraut 25, Neskaupstað sími 97-7610 Alþýðusambands Vestfjarða Alþýðuhúsinu, ísafirði sími 94-3190 Alþýðusamband Norðurlands Brekkugötu 4, Akureyri sími 96-21881 19 dagar með öllu fyrir aðeins kr. 5.700 Innifalið: Flug, gisting í sumarhúsum í 7 daga og 12 daga rútuferð með gistingu og fullu fæði ásamt íslenskri fararstjórn. Barnaafsláttur kr. 800 fyrir böm yngri en 12 ára. 28. júní - 17-júlí - laus sæti 17. júlí - 31. júií -15 dagar - uppselt 31. júlí -18. ágúst laus sæti Verð miðað við flug og gengi 18. jan. '82 Dansk folkefene Samvinnuferdir - Landsýn m| Stjórn Alþýðuorlofs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.