Morgunblaðið - 13.05.1982, Page 26

Morgunblaðið - 13.05.1982, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1982 t JÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Neöra-Ási, andaöist þann 10. maí á Landakotsspítala. Systkini hinnar látnu. t Eiginkona mín og móöir okkar, ALDÍS ANNA ANTONSDÓTTIR, Álftamýri 28. lést í Borgarspítalanum, 12 maf. Kristján Björnsson, Axel Albertsson, Kristín Albertsdóttir. t Eiginmaöur minn, INGIMUNDUR SVEINSSON Frá Melhóli, sem andaöist 6. maí, veröur jarösunginn laugardaginn 15. maí, kl. 2 e.h. frá Prestsbakkakirkju á Sföu. Fyrir hönd vandamanna, Valgeröur Ingibergsdóttir. t Maöurinn minn, SVEINN GUÐMUNDSSON, Garöabraut 24, Akranesi, veröur jarösunginn frá Akraneskirkju, föstudaginn 14. maí, kl. 14.15. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hans, láti sjúkrahús Akraness njóta þess. Ingibjörg Jónasdóttir. t Kveöjuathöfn um ÞURÍÐI BÆRINGSDÓTTUR frá Hóli f Hvammssveit, fer fram föstudaginn 14. maf kl. 3 f Dómkirkjunni f Reykjavfk. Jarösett verður f Hvammi f Dölum, laugardaginn 15. maí, kl. 2. Ingvar Kristjánsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Kveöjuathöfn um móöur mína, LOVÍSU ÓLAFSDÓTTUR frá Stykkishólmi, fer fram í Dómkirkjunni, föstudaginn 14. maí nk. kl. 13.30 e.h. Jaröaö veröur frá Stykkishólmskirkju, laugardaginn 14. maí, kl. 2. Ruth Einaradóttir. t Þakka vinum mínum og vandamönnum auösýnda samúö og hlý- hug viö fráfall eiginmanns mfns, ÞORSTEINS KRISTINSSONAR frá Möórufelli í Eyjafiröi. Guö blessi ykkur öll. Jenný Oddsdóttir frá Heiöi á Langaneai. t Innilegar þakkir öllum þeim sem heiöruöu minningu ADALSTEINS HJARTARSONAR frá Grjóteyri meö nærveru sinni á kveöjustund, minningargjöfum og blóm- um. Guö blessi ykkur öll. Systkini hins látna. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur okkar, MARÍU EYVARAR EYJÓLFSDÓTTUR frá Kambshóli, Svínadal. Þorsteinn Vilhjálmsson og vandamenn. Minning: Hergeir Albertsson rafvirkjameistari Fæddur 11. október 1897 Dáinn 4. maí 1982 í dag er til moldar borinn frá ísafjarðarkirkju Hergeir Al- bertsson, rafvirkjameistari. Hergeir fæddist á ísafirði 11. október 1897, sonur hjónanna Al- berts Jónssonar, járnsmiðs, og Magneu Guðnýjar Magnúsdóttur, sem þar bjuggu að Sundstræti 33, Albertshúsi. Foreldrar Hergeirs voru kunnir borgarar á ísafirði, Albert fyrir afburða hagleik á járn og tré og rak hann járn- smiðju á ísafirði um árabil og var sérstaklega til kallaður til við- gerða hjá erlendum fiskiskipum, sem leituðu til viðgerða á ísafjörð. Þetta var í kring um aldamótin, þegar vélar voru að koma til sög- unnar í erlendum skipum og kunn- átta á slík tæki ekki fyrir hendi hér á landi. Var oft til þess tekið hve vel Albert járnsmið tókst að smíða nýja vélahluta í ýmsum til- fellum. Guðný móðir Hergeirs var mikil gæðakona, hún var mjög vel lesin, enda þótt skólagangan væri engin. Hún var mikil blómakona og þekkti vel til jurta og lækn- ingamátt þeirra. Svo mikill var fróðleiksþorsti Guðnýjar að þegar hún var komin hátt á sjötugsaldur og var að mestu rúmliggjandi af sjúkdómi þeim sem dró hana til dauða, bað hún mig, ömmustrák- inn, eitt sinn að skreppa yfir til hans Nonna (Jóns Alberts) og ná í bók fyrir sig, en ég svaraði: „Amma mín þú ert búin að lesa allar íslensku og dönsku bækurn- ar.“ „Náðu þá í einhverja enska bók,“ sagði amma. Þetta var í fyrsta sinn sem hún reyndi að lesa enska bók, en þær urðu fleiri. Hún sagði síðar að í fyrstu hefði hún aðeins skilið eitt og eitt orð á hverri síðu, en svo gekk þetta allt saman. Albert og Guðný áttu 12 börn, en þau voru: Karl, Skúli og Guð- rún, sem öll létust í æsku, og Al- bert, sem lést á 14 aldursári. Til fullorðinsára komust Kristján, Þórey, Jón, Hergeir, Magnús, Jón- ína, Herdís og Margrét. A lífi eru af systkinunum Jón- Minningarsjóður Knattspyrnufélags Reykjavíkur sem stofnaöur var við fráfall Erlendar Ó. Péturssonar. Minn- ingarkort seld á eftirtöldum stöðum: Snyrtiverslunin Clara, Bankastræti 8, Reykjavík. Úlfarsfell, bókaverslun, Hagamel 67, Reykjavík. KR-heimiliö sími 27181 (kl. 15—17) ína móðir mín, sem dvelur á Hrafnistu í Reykjavík, Herdís, sem býr í Albertshúsi á Isafirði og sér til þess, að þangað eru allir velkomnir, því aldrei hefur nein- um verið vísað frá Albertshúsi á Bökkunum, og Margrét, starfs- stúlka á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Hergeir ólst upp í faðmi fjöl- skyldunnar á Ísafirði og eftir að barnaskólanámi lauk, stundaði hann algenga verkamannavinnu en hóf síðan nám í rafvirkjun hjá Jóni bróður sínum, en Jón Alberts var meðal fyrstu rafvirkja lands- ins. Hergeir lauk námi kringum 1930 og starfaði fyrst með Jóni bróður sínum, en síðan hjá öðrum. Hann stundaði iðn sína alla tíð, með smá hléum þó. M.a. bjó hann nokkurn tíma á Blönduósi og vann við raflagnir á ýmsum bæjum í Húnaþingi. Bróðursonur Hergeirs, Hall- grímur Kristjánsson, varð honum mjög kær og fór vel á með þeim frændum, enda reyndust Hall- grímur og Þóra kona hans Her- geiri alla tíð mjög vel, og átti hann heimili hjá þeim um tíma. Móður Hallgríms, Herdísi Samúelsdótt- ur, var heldur ekki fisjað saman og minnist ég þess þegar hún hjúkraði ömmu sinni síðustu árin og oft gaukaði þessi ágæta kona kökubita og ýmsu öðru að mér „þakkaflóninu". Síðustu árin var Hergeir frændi minn vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík og þar lést hann 4. maí sl. og er vinum hans og kunningj- um þökkuð umhyggjan. I dag kveðjum við góðan vin og umhyggjusaman frænda. Einn af aldamótakynslóðinni er fallinn í valinn, kynslóðinni sem aldrei spurði hvað fæ ég? heldur sagði, hvað get ég gert fyrir ykkur? Systurnar þrjár, Jónína, Herdís og Margrét, fylgja nú síðasta bróðurnum hinsta spölinn. Megi guðs blessun fylgja þeim og öðrum ættmönnum heiðursmannsins Hergeirs Albertssonar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Albert K. Sanders FI með Esjugöngur í TILEFNI 55 ára afmælis á árinu efnir Ferðafélag íslands til átta gönguferða á Esju. Fyrsta gangan verður 15. maí og sú næsta síðan daginn eftir, J)ann 16. og svo 20., 22. og 29. maí. I júní verða þrjár ferðir; þann 5., 19. og 21., en sú verður miðnæturganga um sumarsólstöður. Allir, sem taka þátt í Esjugöng- unum, verða með í happdrætti, þar sem vinningar eru helgarferð- ir eftir eigin vali. í frétt frá FÍ segir, að valin hafa verið svonefnd Esjubergsleið, þurr og greiðfær leið upp á Kerhóla- kamb, sem er 852 metrar yfir sjáv- armáli, en á meðfylgjandi teikn- ingu er gönguleiðin sýnd. Norræna húsið: Grænlenzkur vísnasöngvari GRÆNLENZKI vísnasöngvarinn og lagasmiðurinn Peter O. Peter- sen frá Nuuk kemur fram í Nor- ræna húsinu í kvöld og lýkur þar með þáttunum um Grænland, sem hafa verið í hverri viku frá 30. jan. í Norræna húsinu. t Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför ÞÓRU STEINGRÍMSDÓTTUR, Ásabyggö 13, Akurayri. Páll Einarsson, Guöný Pálsdóttir, Einar Pálsson, Steingrímur Pálsson María Pálsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Þóroddur Jónasson, Halldóra Bernharösdóttir, Ingibjörg P. Jónsdóttir, Jón Arni Jónsson, Jóhann Ævar Jakobsson. Peter O. Petersen er 37 ára gamall og er útlærður smiður, en hefur lært á ýmis hljóðfæri í frístundum sínum og samið lög og ljóð. Hann hefur spilað með hljómsveitinni „The Eskimos" og gefið út 2 litlar hljómplötur. Hann hefur oft komið fram í út- varpi og sjónvarpi, bæði með eigin lög og texta, en einnig syngur hann grænlensk þjóðlög. Þá hefur hann verið með dag- skrá fyrir börn í sjónvarpinu. Hann vinnur nú að hljóm- plötu, sem er væntanleg í haust. Dagskráin í Norræna húsinu verður um klukkutíma löng, og ætlar Peter 0. Petersen að flytja frumsamið efni, lög og ljóð, og grænlenska söngva, seg- ir í frétt frá Norræna húsinu. t Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför RAGNHEIÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Hvallátrum. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 8 á Landspítalanum fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Gíali Kristjánsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Eggert Kristjánsson, Hulda Kristjánsdóttir, Siguröur Kristjánsson, Arndís Kristjánsdóttir, Einar Kristjánsson, Hrofna Kristjánsdóttir, Jóna Margrát Kristjánsdóttir, og aörir vandamenn. Fákskonurá Lækjartorgi KONUR úr kvcnnadeild hcsta- mannafélagsins Fáks koma með hesta sína á Lækjartorg fostudaginn 14. mai. Þar verða þær með sölu á happ- drættismiðum kvennadeildar Fáks milli kl. 15.30 og 17.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.