Morgunblaðið - 13.05.1982, Side 28
28
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Viljum ráða
stúlku til aö sjá um flutning og framleiðslu
hádegisverðar fyrir vinnuflokk á Kjalarnesi.
Þarf að hafa bíl til umráða.
Upplýsingar í síma 81935.
ístak,
íþróttamiðstöðin.
Útgerðarmenn
Kópanes hf., Patreksfirði, óskar eftir viö-
skiptavinum viö báta, smáa og stóra í sumar,
sem stunda vilja handfæraveiðar og troll.
Nánari upplýsingar í síma 74354 Reykjavík,
og 1470 — 1311 Patreksfirði.
Starfsmaður óskast
Fjölhæfur maður óskast til starfa nú þegar.
Upplýsingar aðeins gefnar á skrifstofunni.
Kolsýruhleðslan sf.,
Seljaveg 12.
Starfsfólk óskast
nú þegar
Dagvinna. Uppl. á staðnum.
Júmbó-samlokur,
Völvufelli 17, Fellagörðum.
Trésmiðir
Trésmiðir óskast í úti og innivinnu. Mikil og
örugg vinna.
Uppl. í síma 26609.
Atvinna
Stúlka óskast til skrifstofustarfa sem fyrst.
Þarf að vera vön vélritun og almennum
skrifstofustörfum.
Æskilegur aldur 25—35 ára, þó ekki skilyröi.
Góð vinnuaöstaöa. Hér er um framtíðarstarf
að ræða fyrir samviskusama stúlku.
Tilboð sendist í pósthólf 1422, með uppl. um
aldur, menntun og fyrri störf, fyrir mánu-
dagskvöld.
Davíð S. Jónsson & CO, hf.
Heildverslun, Þingholtsstræti 18.
Bókhald — Uppgjör
Fjárhald — Eignaumsýsla
Ráöningarþjónusta
óskar eftir að ráða:
fjármálastjóra
fyrir stórt iönfyrirtæki á Norðurlandi. Við leit-
um að manni með menntun og reynslu, sem
gæti jafnframt leyst framkvæmdastjóra af.
Mjög góð laun í boði fyrir réttan mann.
Umsóknareyðublöð á skrifstofu okkar.
Umsóknir trúnaöarmál ef þess er óskaö.
BÓKHALDSTÆKNI HF
LAUGAVEGUR 18 — 101 REYKJAVÍK —
sími 18614.
Ulfar Steindórsson.
Mosfellssveit
Blaöbera vantar í Bugðutanga, Dalatanga og
Bjarkarholt.
Upplýsingar í síma 66293.
Háskóli íslands
óskar að ráða ritara í skrifstofu Háskólans.
Góð vélritunarkunnátta nauösynleg ásamt
nokkurri tungumálakunnáttu. Laun sam-
kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist skrifstofu Háskóla íslands,
Suöurgötu, fyrir 18. maí nk.
Fólk vantar til
framleiðslustarfa.
Upplýsingar hjá hótelstjóra.
Hótel Borg.
Duglegur
starfskraftur
Óskum að ráða laghentan starfsmann til lag-
erstarfa og samsetningar á húsgögnum í
verslun okkar að Laugavegi 13.
Uppl. í versluninni Laugavegi 13, milli kl. 13
og 15 í dag.
KRISTJflfl
SIGGEIRSSOfl Hfi
LAUGAVEG113, REYKJAVÍK,
Ritari
Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til
starfa í utanríkisþónustunni.
Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k.
einu ööru tungumáli auk góörar vélritunar-
kunnáttu.
Eftir þjálfun og starf í utanríksráöuneytinu
má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til
starfa í sendiráðum íslands erlendis.
Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf, sendist utan-
ríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 105
Reykjavík, fyrir 22. maí 1982.
Utanríkisráðuneytið.
Fjóröungssjúkrahúsið á Akureyri
Lausar stöður
Staða sérfræöings í bæklunarlækningum er
laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10.
júní 1982.
Staða aðstsoðarlæknis viö bæklunardeild
Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri er laus til
umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. júní
1982.
Umsóknir, sem greini frá menntun og fyrri
störfum, sendist framkvæmdastjóra sjúkra-
hússins. Tilgreint skal í umsókn, hvenær um-
sækjandi gæti hafiö störf.
Nánari upplýsingar gefa framkvæmdastjóri
sjúkrahússins í síma 96-22100 og yfirlæknir
bæklunardeildar í síma 96-25064 eða
96-22325.
Kvöld- og/eða
helgarvinna
Þrítugur skrifstofumaður óskar eftir kvöld-
og/eða helgarvinnu við skrifstofu eða af-
greiðslu. Ýmis útivinna kæmi til greina.
Upplýsingar í síma 72682.
Verslunarstjóri
óskast í kvenfataverslun í miðbænum í
Reykjavík. Feröalög og innkaup hluti af starfinu.
Umsóknir sendist Mbl. merkt: „Dömuverslun
— 3322“ fyrir 18. maí. Þagmælsku heitið.
Ræsting
Stúlka óskast til ræstingastarfa sem fyrst.
Brauð hf.,
Skeifunni 11.
Innanhússarkitekt
Innanhússarkitekt óskast til starfa á teikni-
stofu.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl.
merkt: „Z — 3323“.
Brezka sendiráðið
óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður.
1. Bílstjóra sem einngi tæki að sér
minniháttar viðhald og annað tilfall-
andi. Um fullt starf er að ræða.
2. Garöyrkjumaður í allt að 20 klst. á
viku í sumar.
Umsóknum sé skilað til sendiráðsins, Lauf-
ásvegi 49, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir
21.maí.
Framtíðarvinna
Viljum ráöa
stúlku til sölustarfa
á skrifstofuvélum og tilheyrandi hlutum.
Væntanlegir umsækjendur séu á aldrinum
25—35 ára, hafa verslunarskólapróf eða
hliðstæða menntun, snyrtilega og góöa fram-
komu og eiga auðvelt með að umgangast
fólk.
Upplýsingar veitir sölustjóri, Lúðvík Andreas-
son.
%
Skrifstofuvélar hf.,
Hverfisgötu 33, sími 20560.
Læknafulltrúi
óskast
Starf læknafulltrúa á skrifstofu borgarlæknis
er laust til umsóknar. Umsækjendur þurfa aö
hafa a.m.k. 2ja ára starfsreynslu við lækna-
ritun.
Góð málakunnátta er nauösynleg (noröur-
landamál auk ensku) og æskilegt er að um-
sækjendur hafi reynslu í skjalavistun og
einkaritarastörfum.
Upplýsingar á skrifstofu borgarlæknis, sími
22406.
Umsóknarfrestur til 25. maí.
Umsóknareyöublöð liggja frammi á af-
greiöslu Heilsuverndarstöðvarinnar.