Morgunblaðið - 13.05.1982, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1982
Það er mikil mismunun
fólgin í þessum skatti
— segir Gunnar Snorrason, um skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði
HVER TEKUR VIÐ
NÝJU VINNUAFLI?
„ENN A NÝ hefur núverandi ríkis-
stjórn framlengt sérskatt þann, sem
hún lajjrti á verzlunar- og skrifstofu-
húsna'ói í upphafi göngu sinnar.
I'essi óréttmætu lög tóku gildi við
álagningu gjalda árið 1979 og svo aft-
ur árið 1980 og enn á ný árið 1981, en
þá staðfestu stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar, með hjásetu Alþýðu-
flokksins skattpíningarstefnu ríkis-
stjórnarinnar, og framlengdu þessi
lög um sérstakan skatt á verzlunar-
og skrifstofuhúsnæði, þrátt fyrir ein-
dregin mótmæli Kaupmannasamtaka
íslands," segir Gunnar Snorrason,
formaður Kaupmannasamtaka ís-
lands, m.a. í ritstjórnargrein í síðasta
hefti Verzlunartíðinda. Siðan það er
ritað hefur ríkisstjórnin enn á ný
framlengt þessi óréttmætu lög.
„Um óréttmæti þessara laga þarf
ekki að fjölyrða, en ég vil hins veg-
ar undirstrika þá mismunun og það
óréttlæti, sem fylgir þessari
skattheimtu. Sem dæmi um hvern-
ig þessi lög virka, mætti hugsa sér
þjónustumiðstöð í einu úthverfi
borgarinnar, sem væri í leiguhús-
næði. Ef eigandi húsnæðisins leigir
út hluta af byggingunni undir ým-
iss konar þjónustufyrirtæki sem
þörf er fyrir í hverfinu, t.d. skó-
verzlun, bóka- og ritfangaverzlun.
vefnaðarvöruverzlun, blóma- og
gjafavöruverzlun, búsáhalda- og
raftækjaverzlun, þá greiðir húseig-
andinn áðurnefndan skatt.
Pan American
á réttri leið
Með hliðsjón af því, að tap fé-
lagsins á síðasta ári var um 348,4
milljónir dollara, höfðu hagfræð-
ingar gert ráð fyrir um 140 millj-
óna dollara tapi fyrstu þrjá mánuö-
ina i ár.
Hagfræðingar telja þessa
frammistöðu bera vott um, að
stjórnendur fyrirtækisins séu á
réttri leið eftir mikið erfiðleika-
tímabil síðustu misserin. T.d. er
bent á, að launakostnaður fyrir-
tækisins hafi á þessum þremur
fyrstu mánuðum ársins minnkað
um 7% og er þar fyrst og fremst
fyrir að þakka 10% launalækkun
starfsmanna á síðasta ársfjórð-
ungi 1981. Ennfremur hefur
kostnaði á öðrum sviðum verið
haldið í algjöru lágmarki.
Eins og áður sagði tapaði fé-
lagið um 348,4 milljónum dollara
á síðasta ári, en til þess að mæta
þessu tapi, sem var hið mesta í
sögu fyrirtækisins, var ákveðið
að selja Intercontinental hótel-
keðjuna, sem var í eigu Pan Am.
Þegar upp var staðið var tap
fyrirtækisins nettó á árinu 1981
því um 18,8 milljónir dollara.
Ef húseigandinn hins vegar leig-
ir húsnæði sitt undir rakarastofu,
hárgreiðslustofu, þvottahús, fata-
hreinsun, pökkun á hvers konar
varningi, kjötvinnslu, saumastofu,
skóvinnustofu, eða einhvern iðnað,
sleppur hann við skattinn.
Hér er því beinlínis verið að
vinna að því að flæma ákveðnar
þjónustugreinar úr hverfum borg-
arinnar og úr verzlunarmiðstöðv-
um, hvar sem þær eru á landinu.
Það er því ekki hægt annað en að
líta á þessu innheimtu, sem beina
árás á verzlunina í landinu og
sennilega ekki þá síðustu ef að lík-
um lætur áður en árið er liðið.
Ef litið er á afkomu smásölu-
verzlunarinnar og stuðzt við tölur
Þjóðhagsstofnunar, þá er spurning
hvort afkoman fyrir árið 1981 sé í
plús eða mínus, svo nálægt núll-
punktinum er hún og er þá átt við
samanlagða útkomu allra greina
smásölu. Þetta vita ráðamenn
mæta vel og hafa viðurkennt
opinberlega að eitthvað verði að
gera, svo fyrirtækin lognist ekki út
af.
En þrátt fyrir þetta er ekkert
horft á afkomu og getu fyrirtækj-
anna, að ég tali nú ekki um að
hlustað sé á forystumenn hinna
ýmsu atvinnuvegasamtaka.
A hinn bóginn heldur ríkisbákn-
ið áfram að mergsjúga hvern þann
sem færi gefst á og nú síðast með
sérstökum eignaskatti á þá.sem eru
svo seinheppnir að hafa fjárfest í
húsnæði undir verzlun.
Hvað skyldi næsti skattur heita
sem skattpíningarsérfræðingarnir
senda frá sér, það væri fróðlegt að
vita, en eitt er víst að það virðist
vera sama hvað peningastreymið
er mikið í ríkiskassann, hann er
alltaf tómur,“ segir Gunnar að síð-
ustu í ritstjórnargrein sinni.
FJÖLDI
260
240
220
200
180
160-
140-
120
100
( OPINBERRI ÞJÓNUSTU
OG STJÓRNSÝSLU
Verður annar
hver maður hjá
ríkinu árið 2000?
„HVER tekur við nýju vinnuafli?“
— Þetta er óneitanlega áleitin
spurning, sem vert er að leita svara
við. í Stefnu Verzlunarráðsins er
þetta fróðlega línurit að finna um
þróun þessara mála frá árinu 1965.
Á árinu 1965 var tíundi hver
maður hjá því opinbera. Á árinu
1979 vann fimmti hver maður
hjá því opinbera. Með sama
áframhaldi mun annar hver
maður vinna á vegum opinberra
aðila árið 2000. Síminnkandi
hlutfall af nýju vinnuafli kemur
því til vinnu hjá atvinnuvegum
þjóðarinnar.
Útflutningurinn jókst um 5,2% janúar—marz mælt í tonnum:
Um 14% samdráttur í út-
flutningi frystra flaka
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— umsjón Sighvatur Blöndahl
Um 31% samdráttur varð í útflutningi landbúnaðarafurða
EYRSTU þrjá mánuði ársins var um
5,20% aukning í útflutningu lands-
manna mælt í tonnum, miðað við
sama timabil í fyrra. Ilins vegar varð
verðmætaaukningin aðeins 33,7%
miöaö við sömu mánuðina 1981.
Ef meginútflutningsatvinnuveg-
irnir þrír eru skoðaðir, þ.e. sjávar-
útvegur, iðnaður og landbúnaður,
kemur í ljós, að um 5,73% aukning
hefur orðið á útflutningi sjávaraf-
urða mælt í tonnum þessa fyrstu
þrjá mánuði. Verðmætaaukningin
varð hins vegar aðeins um 26%. Ef
útflutningur á frystum flökum er
skoðaður sér, kemur í ljós, að um
14% samdráttur hefur þar átt sér
stað á fyrstu þremur mánuðum
ársins. En hins vegar hefur orðið
um 33% verðmætaaukning milli
ára.
Veruleg aukning hefur orðið í út-
flutningi iðnaðarvara á fyrstu
þremur mánuðunum, eða um 52,5%
mælt í tonnum og verðmætaaukn-
ingin milli ára er tæplega 72,5%'.
Á1 og álmelmi vegur þar þyngst,
en aukningin í útflutningi þess var
fyrstu þrjá mánuðina um 52%,
mælt í tonnum, en verðmætaaukn-
ingin á þessum tíma var um 86%.
Verulegur samdráttur hefur átt
sér stað í útflutningi á landbúnað-
arvörum, eða um 31 % mælt í tonn-
um og verðmæti útflutningsins er
um 17% minna í ár en það var
sömu mánuði á síðasta ári.
Mikil aukning verður á
leiguflugi innanlands
— segir Halldór Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri Arnarflugs
„ÞAi) liggur Ijóst fyrir, að um veru-
lega aukningu er að ræða hjá okkur í
leiguflugi innanlands frá því í fyrra.
Stærstur hluti þess er flug með
íþrótta og starfsmannahópa," sagði
Halldór Sigurðsson, sölu- og mark-
aösstjóri Arnarflugs í samtali við
Mbl., er hann var inntur eftir leigu-
flugsverkefnum félagsins i sumar.
— Þá verðum við ennfremur
með umfangsmikið útsýnisflug
fyrir erlenda og innlenda ferða-
menn og er þá aðallega flogið á
staði eins og Grímsey, Mývatn og
Vestmannaeyjar. Þessi þáttur
verður reyndar sífellt stærri þáttur
í flugi okkar innanlands, sagði
Halldór ennfremur.
Um leiguflugsverkefni erlendis
sagði Halldór þau vera nokkuð
mikil. — Elektran er um þessar
mundir í leiguflugi suður í Gabon í
Afríku, en þar flýgur hún bæði inn-
anlandsflug og flug með vörur til
landa eins og Kongó og Kamerún.
Þar er um að ræða verkefni, sem
þotur geta ekki tekið vegna ýmissa
aðstæðna, sagði Halldór ennfrem-
ur.
Arnarflug er með Boeing
707-þotu á kaupleigusamningi og
mun félagið væntanlega eignast
hana seinna á þessu ári. — Sú vél
er í leiguflugi fyrir Libyan Arab