Morgunblaðið - 13.05.1982, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982
>i v/lLtu-foí \ otfnneeíisgjöf,
hamar eSSa. jkrú-f|'ám ?"
wœ/wífí
Ast er...
... að minnast þess að sá
á að vægja, sem vitið hef-
ur meira.
TM Reg U.S. Pat. Off —all rights rntrved
•1082 Loa Angeies Times Syndtcate
llann hefur reynst henni óviðjafn-
anlegur í hennar hörðu baráttu við
aukakílóin og um daginn tók hann
tanngarðana hennar og setti þá i
bankahólfið þeirra!
Með
morgnnkaffinu
Ég er reyndar dálítið hreykin af
því aö maðurinn minn vill endilega
haga sparnaðinum upp á gamía
mátann!
HÖGNI HREKKVISI
"SVOVA L'ATTu MÍ& UM þETTA / "
Gætu reiknað út hvað langt
væri í himnaríkisvistina
Gamall bóndi skrifar:
„Velvakandi góður.
Eg felli mig ekki við það vesæld-
arvæl sem fjölmiðlar láta frá sér
fara um þau kröppu kjör og miklu
þrengingar sem íslenska þjóðin á
við að stríða á líðandi stund. Mér
kemurþað svo fyrir sjónir að kjör
okkar Islendinga hafi aldrei verið
betri, þó að stjórnarandstaðan
haldi því fram, að hún verði að fá
stjórntaumana í sínar hendur án
tafar, ef ekki eigi að koma til land-
auðnar.
Til að færa rök að minni skoðun
vil ég telja fram upp atriði.
1. Bifreiðainnflutningur á fyrsta
ársfjórðungi 1982 er meiri en
nokkru sinni áður og manni er
sagt, að mest seljist af dýrari
tegundunum. Ekki bendir það á
kröpp kjör.
2. Tugþúsundir Islendinga flykkj-
ast árlega til sólarlanda og allt-
af á fjarlægari og dýrari mið.
Segir það ekki sömu sögu?
3. í Reykjavík og stærri bæjunum
þjóta upp veitinga- og
skemmtistaðir eins og gorkúlur
á haug og yfirfyllast um hverja
helgi af skemmtanafúsu fólki.
Ekki bendir það á peninga-
skort.
4. Svo les maður í blöðunum að
brennd séu vel sjófær skip til að
rýma fyrir nýjum. Á hvað
bendir það okkur?
Fyrir 60—70 árum, þegar ég var
að alast upp, hefði ekkert af þessu
getað átt sér stað. Þá voru bifreið-
ir ekki almenningseign og sumar-
leyfisferðir óþekkt fyrirbrigði hjá
alþýðu manna, skemmtistaðir fáir
og skipum haldið úti meðan flutu
og stundum lengur til allrar
ólukku.
Ef við berum saman aðstæður
fyrr og nú sjáum við reginmun, en
mestar framfarirnar hafa orðið á
síðustu áratugum, og þó stórstíg-
astar á þeim síðasta.
Að endingu: Ég er orðinn aldr-
aður og fagna að sjálfsögðu því
sem áunnist hefir til hagsbóta
fyrir minn aldursflokk á liðnum
árum, en ég ber þá ósk í brjósti, að
skammt verði þess að bíða, að einn
lífeyrissjóður fyrir alla lands-
menn, þar með taldir ráðherrar og
bankastjórar, komist á fót og líf-
eyrisgreiðslur verði jafnar til
allra sjóðsfélaga. Mætti þá svo
fara, að sumir, sem höllum fæti
standa í lífinu, gætu reiknað út í
árum, hvað langt væri í himnarík-
isvistina.“
Nýja íþróttahúsið I Hveragerði.
Iþróttahúsið 1 Hveragerði:
Leyfa ætti
Á.B. skrifaf? „Kæri Velvakandi!
Gaman væri að koma því áleiðis
til forráðamanna Iþróttahúss
Hveragerðis, að þeir skoðuðu
vandlega fyrir næsta haust hvort
ekki væri rétt að leyfa bæjarbúum
Þessir hrintfdu...
Kjósum um
hundahald í
Reykjavík
3252—8058 hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: —Það
sendur til að kjósa um hunda-
hald í nágrannabæjum okkar
Reykvíkinga í bæjar- og sveitar-
stjórnakosningunum 22. maí og
fyndist mér eðlilegt að slíkt hið
sama yrði gert hér í höfuðborg-
inni. Eg bý í Hlíðahverfinu og
hefi slæma reynslu af hunda-
haldi. Þeir víðast í miklum
minnihluta meðal hundaeigenda
sem kunna að halda þessi dýr
eða gætu farið eftir reglugerðum
um meðferð þeirra. í mínu
hverfi eigra hundar um allar
götur, eftirlitslaust, hálfærðir af
krökkum sem æsa þá upp og
hvekkja. Hundarnir þola ekki
svona taumleysi og ófrið og
verða árásargjarnir, elta bíla og
fólk og vita ekki sitt rjúkandi
ráð. Og þeim líður ekki vel, það
er víst. Og þetta er ekki eins og
það á að vera, það er líka víst.
Við skulum kjósa um hundahald
í höfuðborginni 22. maí og gera
lýðræðislega út um þetta deilu-
efni borgarbúa.
almenningi
að iðka ýmiss konar hollar hreyf-
ingar og líkamsrækt í húsinu.
Hingað til hefur ekki verið um
neitt slíkt að ræða og heyrst hefur
að menn og konur hafi orðið að
sækja í þessu skyni til Selfoss.
Fettur en
ekki pósur
H.T. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — í frásögnum
fjölmiðla af íslandsmóti þeirra
vaxtarræktarmanna sá ég og
heyrði bregða fyrir orðskrípi
nokkru sem óþarft er með öllu.
Talað var um þessa og hina pós-
una, pósurnar, þar sem vera átti
fettuna, fetturnar. Bakfettan
var góð hjá þessum en brjóst-
fettan hjá öðrum. Við skulum
ekki fara yfir lækinn til þess að
sækja vatnið. E.t.v. kann einhver
að segja að fetta sé neikvætt orð,
og vísa til orðasambandsins fett-
ur og brettur. En getum við ekki
sæst á að leysa það upp þegar
brýn þörf krefur og láta lyft-
ingamenn fá bretturnar og vaxt-
arræktarmennina fetturnar!
Er jafnræði kynja
í jafnréttisráði?
S.K. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mér kom í hug
að spyrja í framhaldi af úrskurði
jafnréttisráðs um réttmæti
kvennaframboðsins, hvernig
hlutföllum milli karla og kvenna
sé háttað í ráðinu, þ.e.a.s. hvort
jafnræði ríki þar milli kynja. Og
hvernig er það skipað?
Velvakandi leitaði upplýsinga
um þetta hjá jafnréttisráði.
Bergþóra Sigmundsdóttir sagði:
— Formaður jafnréttisráðs er
skipaður af Hæstarétti; það er
nú Guðríður Þorsteinsdóttir. Fé-
lagsmálaráðherra skipar einn;
það er Ásthildur Ólafsdóttir. Al-
þýðusamband íslands skipar
afnot af því
Þar sem við Hvergerðingar höf-
um nú loks fengið myndarlegt
íþróttahús, er ófært að almenn-
ingur hér fái ekki notið þess.
Með fyrirfram þökk og von um
skilning og afgreiðslu."
Magnús Óskarsson með fallega
brjóstfettu.
einn; það er Kristín Guðmunds-
dóttir. Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja skipar einn; það er
Gunnar Gunnarsson. Og Vinnu-
veitendasamband íslands skipar
einn; það er Einar Árnason.
Þannig er skiptingin 3—2 og get-
ur ekki verið jafnari. Varamenn
eru skipaðir af sömu aðilum og
þar er kynskiptingin líka 3—2.
Ef teknir eru aðalmenn og vara-
menn, alls 10, eru 6 konur og 4
karlar. Á fyrrnefndum fundi
sem tók afstöðu til réttmætis
kvennaframboðsins frá jafnrétt-
issjónarmiði, voru aðeins fjórir.
En haft var samband við vara-
mann hins fimmta, vegna fjar-
veru aðalmanns erlendis, og
reyndist hann sammála meiri-
hluta ráðsins.