Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 103. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. \ arsjá, 13. maí. Al\ VERULEG átök urðu í dag í Varsjá og Kraká þegar þúsundir manna söfnuðust saman til að mótmæla kúguninni og því, að í dag eru fimm mánuðir síðan herlög voru sett í Póllandi. „Frelsið Lech Walesa" og „Samstaða" kvað við frá mannfjöldanum, en lögreglu- menn, gráir fyrir járnum, réðust að fólkinu með táragasi og vatns- byssum. Víða lögðu menn niður vinnu stutta stund en stjórnvöld vildu í fyrstu lítið úr mótmælunum gera. Þeir leiðtogar Samstöðu, sem fara huldu höfði, höfðu hvatt til 15 mínútna verkfalls í dag og að allir ökumenn stöðvuðu farartækin í eina mínútu. Langmest voru mót- mælin í Varsjá og Kraká en í síð- arnefndu borginni söfnuðust um 10.000 manns saman fyrir utan kirkju heilagrar guðsmóður. Þeg- ar fólkið ætlaði að leggja upp í göngu um borgina réðust lögreglu- menn á það með táragassprengj- um, vatnsbyssum og kylfum og tókst um síðir að hrekja það á brott. í Varsjá kom fólk saman á helstu gatnamótunum í miðborg- inni en hörfaði undan eftir 20 minútur fyrir táragassprengju- kasti lögreglunnar. Víða kom til verkfalla eins og t.d. í Huta- stálbræðslunum, dráttarvélaverk- smiðjunum í Ursus og í FSO-bíla- smiðjunum skammt frá Varsjá. Jerzy Urban, blaðafulltrúi her- stjórnarinnar, sagði við erlenda fréttamenn, að mótmælin hefðu verið lítil en aðrir benda á, að verkföllin í dag sýni, að „hræðslu- múrinn", sem stjórnin hafi reist með herlögunum, sé að hrynja. í háskólanum í Varsjá fóru þús- Óttinn en ekki mannleg mistök — veldur kjarnorkustríði (>enf, 13. maí. Al\ AKAK ólíklegt er, að til kjarnorku- styrjaldar komi fyrir slysni eða mistök segir i niðurstöðum skýrslu, sem ein af nefndum Sameinuðu þjóðanna birti í Genf í dag. Lang- líkiegasta ástæðan fyrir slikum ragnarökum er sú, að annað stór- veldanna telji sér ógnað af yfir- burðum hins. „Varúðar- og öryggiskerfin útiloka í raun að til kjarnorku- stríðs geti komið fyrir mannleg eða tæknileg mistök," segir í skýrslunni frá SÞ en þar er því haldið fram að stórveldi, sem tel- ur sér ógnað, geti reynt að verða fyrra til og hrundið með því af stað allsherjargereyðingarstríði. undir námsmanna úr kennslu- stund og stóðu þöglir á háskóla- lóðinni í stundarfjórðung. Lög- reglan beið álengdar en hafðist ekki að. Varsjárútvarpið sagði frá því í dag, að víða hefði verið „reynt að efna til verkfalla" og Urban, talsmaður stjórnarinnar, viðurkenndi, að verkföll hefðu orð- ið í Gdansk, þar sem Samstaða sá dagsins ljós. „Við erum ekki hræddir," höfðu fréttamenn eftir einum verkamanni. „Við ætlum að berjast fyrir endurreisn samtaka okkar." Argentínskir stríðsfangar, sem gáfust upp fyrir Bretum á Suður-Georgíu, um borð í breska birgðaskipinu „Tide- spring". Þeir voru síðan fluttir til Ascension-eyjar, þaðan til Montevideo í Uruguay og hafa væntanlega komið til síns heima i gær. AP. Francis Pym varar við auknum hernaðarátökum Argentínumenn og Bretar ítreka fyrri afstöðu í Falklandseyjadeilunni London, New York, Buenos Aires, 13. mtí. AP. FRANCIS Pym, utanríkisráðherra Breta, varaði i dag við vaxandi hern- aðarátökum við Falklandseyjar ef „þrákelkni** Argentínumanna linnti ekki. Samningamaður Breta í deil- unni átti í dag fund með aðalritara SÞ, de Cuellar, og síðar ætlaði full- trúi Argentínumanna að hitta hann að máli en ekki er talið, að mikið hafi miðað að friðsamlegri lausn. Margar- et Thatcher forsætisráðherra sagði i dag á þingi, að stjórnin ynni að „frið- samlegri lausn en ekki að friðsamleg- um svikum" við íbúa Falklandseyja. í Myndin var tekin í fyrrakvöld þegar maður að nafni Juan Fernandez Krohn (örin) reyndi að ráðast að Páli páfa II í Fatima í Portúgal með byssusting að vopni. Páfi, sem er hægra megin við miðja mynd, kom til Fatima, mikils helgistaðar Maríudýrkunar, til að þakka heilagri guðsmóður lífgjöfina fyrir réttu ári þegar reynt var að ráða hann af dögum í Róm. AP. Páfí vill „réttlátan frið dag voru látnir lausir 189 Argentínu- menn, sem gáfust upp þegar Bretar tóku Suður-Georgíu. Francis Pym utanríkisráðherra sagði í dag á fimmta neyðarfundi þingsins um Falklandseyjadeiluna, að enn væru „mörg ljón í veginum" í sáttastarfi aðalritara Sameinuðu þjóðanna og varaði við því, að ef Argentínumenn þráuðust við myndu Bretar leita „hernaðarlegr- ar“ lausnar og það fyrr en seinna. Thatcher forsætisráðherra kvað í dag niður þann orðróm, að breska stjórnin væri að heykjast á afstöðu sinni í deilunni og sagði, að Falk- lendingar yrðu ekki sviknir og ekki samið fyrr en Argentínumenn féllu frá kröfunni um yfirráð yfir eyjun- Leopoldo Galtieri, hershöfðingi og forseti Argentínu, sagði í dag í Buenos Aires, að hann vonaðist eft- ir „heiðarlegri lausn" en ítrekaði jafnframt fyrri kröfur um yfirráð yfir Falklandseyjum. Fyrr í dag átti hann óvæntan fund með þrem- ur breskum blaðamönnum, sem í gær urðu fyrir árás óþekktra manna, sem rændu þá, afklæddu og hótuðu limlestingum og dauða. Galtieri bað blaðamennina afsök- Vatnsbyssum og tára- gasi beitt gegn pólsk- um mótmælendum í Falklandseyjadeilunni Katima, Portútfal. 13. maí. AP. Kalima, l'orlujjal, 13. maí. AP. PÁLL PÁFI II flutti í dag messu í Fatima í Portúgal og þakkaói guói fyrir aó hafa komist lífs af þcgar reynt var ráða hann af dögum í Kóm fyrir ári en minntist hins vegar ekki á banatilræóið í gærkvöldi. Hann fjallaói mest um þá geigvænlegu ha“ttu, sem nú steðjaði að öllu mannkyni og sagði, að staðbundin átök yrðu stundum að miklu striði með öllum þeim óskaplegu afleiðingum, sem þeim fylgdu. Mun hann þar hafa haft Falklandseyjadeiluna í huga. Að sögn lögreglunnar var maður- inn, sem gerði atlöguna að páfa, Ju- an Fernandez Krohn að nafni, vopn- aður nærri hálfs metra löngum byssusting en hann var gripinn áður en hann gat unnið páfa mein. A eftir blessaði páfi vopnið og manninn og fyrirgaf honum verknaðinn. Krohn er spánskur og fékk á sínum tíma prestsvígslu hjá Marcel Lefebvre, erkibiskupi í Genf, en hann hefur verið útlægur ger úr kaþólsku kirkj- unni fyrir afar afturhaldssamar skoðanir og baráttu gegn öllum um- bótum. Hann veitir nú forstöðu sér- stökum söfnuði og sagði talsmaður hans í dag, að Krohn hefði alltaf ver- ið upp á kant við hreyfinguna og sagt sig úr henni fyrir tveimur ár- um. Við messuna í dag, sem meira en hálf milljón manna sótti, flutti páfi mál sitt á frönsku og hvatti Argent- ínumenn og Breta til að semja um „réttlátan frið“ í Falklandseyjadeil- unni. Einnig skoraði hann á ríkar þjóðir að rétta fátæku fólki um allan heim hjálparhönd og aðstoða þær milljónir flóttamanna, sem nú ættu hvergi höfði sínu að halla. Sjá ennfremur „Öfgasinni...“ á bls. 15. 150 argentínskir hermenn og 39 óbreyttir borgarar komu í dag til Montevideo í Uruguay frá Ascens- ion-eyju í Atlantshafi en þeir féllu í hendur Bretum þegar þeir tóku Suður-Georgíu. Bretar ákváðu að sleppa þeim öllum að undanskild- um einum manni, Alfredo Astiz kapteini, og var það gert að beiðni frönsku stjórnarinnar. Frakkar gruna Astiz um að hafa átt þátt í hvarfi tveggja franskra nunna árið 1977 og komið hefur fram, að i Sví- þjóð er talið, að hann hafi myrt sænsku stúlkuna Dagrnar Hagelin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.