Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1982 + Eiginmaöur minn. GUOMUNDURGUOMUNDSSON Irá Efri-Brú, Grímsnesi, lést í Landspitalanum mánudaginn 10. maí. Jaröarförin auglýst siöar. Arnheiöur Böðvaradóttir. Eiginmaöur minn. + MAGNÚS ÁRNASON frá Stórahrauni, ar látinn. Ingibjörg Georgsdóttir. Eiginkona mín, AURÓRA HALLOÓRSDÓTTIR, leikkona, Reynimel 82, andaöist i Landakotsspítala, miövikudaginn 12. maí. Indriöi Halldórsson. Kveöjuathöfn um móöur mína, LOVÍSU ÓLAFSDÓTTUR frá Stykkishólmi, fer fram i Dómkirkjunni, föstudaginn 14. mai nk., kl. 13.30 e.h. Jaröað veröur frá Stykkishólmskirkju, laugardaginn 15. maí, kl. 2. Rufh Einarsdóttir. t Jaröarför mannsins míns, HJÖRLEIFS STURLAUGSSONAR, Kimbastööum, sem lést á sjukrahúsi Skagfiröinga. Sauöárkróki, 7. maí sl., veröur gerö frá Sauöárkrókskirkju, laugardaginn 15. maí kl. 14.00. Jarö- sett veröur í heimagrafreit. Áslaug Jónsdóttir. + INGUNN EIRÍKSDÓTTIR, Stóru-Mástungu, verður jarösett aö Stóranupi, laugardaginn 15. mai, kl. 2. Ragnheiöur Haraldsdóttir, Haraldur Bjarnason. + PÉTUR SIGURBJORNSSON, vélvirkjameistari, Vesturbraut 19, Höfn, Hornafirói, veröur jarösunginn frá Hafnarkirkju, Hornafiröi, mánudaginn 17. maí, kl. 2 e.h. Blóm og kransar afbeönir, en þeir sem vildu minnast hans, vin- samlega láti líknarstofnanir njóta þess. Magnea Stefánsdóttir, Helga Pétursdóttir, Hörður Valdimarsson, Eysteinn Pétursson, Aldís Hjaltadóttir, Kristín Pétursdóttir, Ágúst Alfreósson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍOAR GUOMUNDSDÓTTUR, áóur Rauóarárstíg 11. Börn, tengdabörn og barnabörn. ..... + Þökkum innilega auösýnda samúö oa vinarhug viö andlát og útför ÁSBERGS KRISTJANSSONAR, skipstjóra, Sundstræti 32, fsafiröi. Elisabet Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Sveinn Guðmundsson Akranesi — Minning Fæddur 13. nóvember 1907 Dáinn 6. mai 1982 I dag verður lagður til hinstu hvílu frá Akraneskirkju einn af mínum bestu vinum. Því langar mig að minnast hans með nokkr- um fátæklegum orðum. Þó ég viti að honum væri fátt meira á móti skapi en að farið væri að skrifa einhverja lofgrein um hann að honum látnum. Hann krafðist svo lítils af öðrum en mikils af sjálf- um sér. Ég ætla að hverfa þrjátíu og fimm ár aftur í tímann eða til árs- ins 1947. Þá var verið að virkja Andakítsá og verið að byggja upp nýtt rafveitukerfi á Akranesi, til að taka á móti rafmagni frá hinni nýju virkjun. Ég var beðinn um vorið að taka að mér tengingar um sumarið fyrir rafveituna, en ég rak þá lítið rafmagnsverkstæði hér. Mér er það minnisstætt er ég mætti fyrsta morguninn í björtu og góðu veðri til vinnu að mér var ætlaður aðstoðarmaður, sem ég hafði séð og vissi hvað hét, en hafði ekki talað við áður. Þetta virtist hægur og geðfelldur maður, dálítið eldri en ég. Þetta voru okkar fyrstu kynni, mín og Svenna, eins og hann var oftast kallaður. Þessi kynni okkar voru að vissu leyti merk tímamót í lífi okkar beggja, því síðan hafa leiðir okkar ekki skilið. Við ílengdumst báðir hjá rafveitunni næstu níu árin eða til 1956 að ég hætti störf- um þar. I byrjun árs 1957 ræð ég mig til Sementsverksmiðju ríkis- ins sem þá var verið að byggja upp og um vorið ræður Svenni sig til starfa hjá sama fyrirtæki og unn- um við þar saman á rafmagns- verkstæði fyrirtækisins þar til heilsa hans bilaði fyrir rúmum tveimur árum. En það var fleira en vinnan sem við áttum sameiginlegt. Árið 1955 fengum við úthlutað lóð undir tví- býlishús og hófumst þá handa um að koma húsinu upp og nú var það Svenni sem var verkstjórinn, hann hafði fengist eitthvað við smíðar enda lék allt í höndunum á honum og hann hafði ráð undir rifi hverju. Var ákveðið að byggja parhús, tvær hæðir og kjallara og koma kjallaranum upp það ár og Ijúka því svo þannig á næsta ári að við gætum flutt í það. í maí 1956 tókum við okkur báðir um tveggja mánaðar frí til að koma húsinu upp. í júlí var húsið fok- helt að mestu unnið af okkur og okkar konum, enda Svenni alveg frábær stjórnandi. 29. sept. sama ár fluttum við báðir inn, þótt margt vantaði. Þetta var sérstaklega skemmtileg- ur tími, þótt vinnudagurinn væri oft langur. Næstu árunum eyddum við mestu af okkar frítíma til að ljúka húsinu, bílskúrum og lóð. Alltaf var unnið saman, þannig að jafnt væri komið hjá báðum, svo náin var samvinnan og þakka ég hon- um alveg sérstaklega fyrir allar þær samvérustundir. í þessu húsi, sem reyndist okkur sem eitt heim- ili, bjuggum við í 23 ár án þess að nokkurn tíma félli skuggi á vin- áttu okkar við þessi heiðurshjón. Sveinn var mjög trúaður maður þótt hann léti ekki mikið á því bera, enda sérstaklega orðvar og prúður í allri framkomu, það var einhver vellíðan sem fylgdi því að vera í návist hans, vinna með hon- um og ræða við hann. í einkalífi sínu var Sveinn mjög hamingjusamur, enda giftur hinni mætustu konu, Ingibjörgu Jónas- dóttur, héðan frá Akranesi sem reynst hefur honum afburðavel á lífsleiðinni. Þau eignuðust tvö börn sem löngu eru gift og eiga bæði sín myndarheimili hér í bæ. Elsku Lilla, við hjónin, börnin okkar og þeirra fjölskyldur send- um þér, börnum ykkar, barna- börnum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við vitum að Svenni hefur fengið þá hvíld sem hann þarfnaðist og biðjum honum allr- ar blessunar á hinu nýja tilveru- stigi, þar sem hann á örugga heimkomu. Blessuð sé minning hans. Knútur Ármann Minning: Guðlaug Kristjáns Jóhannesdóttir Fædd 4. september 1939 Dáin 25. apríl 1982 „Som sjálfur Drotlinn mildum lófum lyki um lífsins porlu í gullnu aujrnahliki** (T.C.) Virðing og takmarkalaust þakklæti er mér efst í huga, þegar ég nú sest niður, til að minnast minnar kæru vinkonu, Kiddýar. Það eru um 11 ár síðan ég og fjöl- skylda mín fluttum í næsta hús við hana og hennar fjölskyldu. Eins og gengur og gerist kynnt- umst við til að byrja með í gegnum börnin okkar, en er lengra leið á, tókst með okkur góð og innileg vinátta, sem ætíð hélst óbreytt til hinstu stundar. Ég vildi bara að þær hefðu mátt verða fleiri, þess- ar notalegu stundir, en hverju ráð- um við um það? Núna þegar ég svo Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Er hringt var í mig og mér til- kynnt lát Sveins Guðmundssonar setti mig hljóðan. Sveinn Guðmundsson eða Svenni, eins og ég kallaði hann, var fæddur 13. nóvember 1907 að Kúludalsá, Innri-Akraneshreppi, og var hann því 74 ára er hann lést eftir nokkurra mánaða sjúkra- legu. Árið 1956 fluttu foreldrar mínir ásamt Svenna og Lillu að Stekkjarholti 6, en það hús höfðu þau byggt saman. Öll mín upp- vaxtarár voru Svenni og Lilla eins og mínir aðrir foreldrar. Oft fór ég yfir í heimsókn og fékk þá ævin- lega hlýjar móttökur og eitthvað í svanginn. Svenni vann lengi á rafmagnsverkstæði hjá Sements- verksmiðju ríkisins en þar hóf ég vinnu árið 1964 og unnum við þar mikið saman eða þar til ég fluttist frá Akranesi árið 1974. Traustari, heiðarlegri og skapbetri mann var ekki hægt að hugsa sér. Aldrei sá ég hann reiðast, alltaf sömu ró- legheitin og jafnaðargeðið. Einnig er mér minnisstætt hvað hann var drengnum mínum, Knúti Rafni, góður og hjálplegur. Kveð ég nú góðan dreng með söknuði og fátæklegum orðum. Bið ég góðan guð að geyma hann. Elsku Lilla, Geiri og Helga. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur og fjölskyldu ykkar í hinni miklu sorg, en eftir lifir minningin um góðan dreng. Júlíus Jens Ármann innantóm og niðurbeygð, reyni að finna réttu orðin, er svo ótalmargt sem flýgur í gegnum hugann, en erfiðara er að festa það á blað. Börnin mín, sem öll voru alltaf svo velkomin inn á heimili hennar og Mássa, og eiga svo góðar endur- minningar um Kiddý, þau sakna hennar nú, þegar hún er öll. Og það er yndislegt, aö eiga einungis góðar og bjartar minningar um þá sem maður elskar. Ég og mín fjöl- skylda biðjum algóðan Guð að styrkja dætur hennar, sem hver og einn mætti vera stoltur af, eig- inmann og litla dóttursoninn, for- eldra og bræður, og alla vini og vandamenn. „Kn mi óan árin þn yla hjórtu hinna, sem horfóu eftir |m't í sárum lrr{«, þá hlómj'a.st cnn, oj; blómi»a.st avmle^a, þilt hjarta vor í hugum vina þinna." (TómaN (iuóm.) Magga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.