Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1982 29 Ernst Stabel rœðis- maður Allt frá árinu 1930 hefur íslensk togaraútgerð og oft á tíðum einnig bátaútgerð átt markað í Þýska- landi fyrir ísvarinn fisk, sem hún hefur talið sér mikils virði. En það hefur ekki ávallt verið auðvelt að halda þeim markaði og margoft hefur orðið að berjast ötullega svo að hann ekki tapaðist. Þau öfl, sem þar voru að verki, voru t.d. á fjórða áratugnum almenn við- skiptastefna, sem markaðist af kröfunni um tvíhliða viðskipti milli landa og eftir síðari heims- styrjöldina keppinautar á mark- aðnum, þar sem var þarlend tog- araútgerð, sem reyndi að hafa áhrif í þá átt að takmarka landan- ir íslenskra togara í þýskum höfn- um. Blandaðist þá gjarnan inn í deilan um landhelgina, sem var ítrekað notuð sem rök fyrir því að útiloka ætti íslensku togarana. öll þessi saga, sem er löng og merki- leg, verður ekki rakin hér, en hún kemur þó upp í hugann þegar minnst er Ernst Stabels, ræð- ismanns Islands í Cuxhaven, en hann lést hinn 8. þ.m. 76 ára að aldri, fæddur 30. apríl 1906, en ævistarf hans var samtvinnað þessum þætti íslenskrar togaraút- gerðar. Þegar íslenskir togarar hófu að landa afla sínum í þýskum höfnum árið 1930 varð Cuxhaven fyrst fyrir valinu. Sú borg liggur vestan við mynni stórfljótsins Elbu og hefur um langan aldur verið mikil miðstöð fiskveiða á fjarlægum miðum og alls þess, sem útgerð snertir. Það var fyrir- tækið Peter Hein, sem tók að sér að veita fyrsta íslenska togaran- um nauðsynlega fyrirgreiðslu. Einmitt á því sama ári hóf ungur maður störf hjá þessu fyrirtæki. Það var Ernst Stabel og þannig tengdist hann þegar í upphafi þessum þætti íslenskrar togaraút- gerðar og var svo alla tíð síðan, að heimsstyrjaldarárunum síðari undanteknum. Fyrstu árin var um að ræða venjulega umboðsstarf- semi fyrir þau útgerðarfyrirtæki, sem sendu skip sín til löndunar í Cuxhaven en skömmu eftir heims- styrjöldina síðari varð hér breyt- ing á. Ernst Stabel vegnaði vel hjá fyrirtækinu, árið 1950 gerðist hann meðeigandi og árið 1967 eignaðist hann fyrirtækið einn. Til þess að koma í veg fyrir að öngþveiti skapaðist á fiskmark- aðnum, eftir að þýskri togaraút- gerð óx fiskur um hrygg eftir stríðið og framboðið óx, reyndist nauðsynlegt að hafa skipulag á framboði héðan og var þá óhjá- kvæmilegt, að sérstakur fulltrúi íslensku togaraútgerðarinnar gætti hagsmuna hennar í sam- skiptum við þá aðila í Þýskalandi, sem sáu um markaðsskipulagið þar. Félag íslenskra botnvörpu- skipaeigenda sneri sér þá til Ernst Stabels árið 1950 og fór þess á leit að hann tæki sæti í þeim nefndum tveimur, sem fjölluðu um þessi mál. Sat hann æ síðan í þessum nefndum sem trúnaðarmaður ís- lensku togaraútgerðarinnar. En þessu fylgdi einnig það að ákveða í hvaða höfnum skipin skyldu landa og þetta verkefni féll einnig í hlut Stabels. Leysti hann þessi verk- efni af hendi af slíkri trúmennsku, að hann aflaði sér trausts allra þeirra, sem skipti áttu við hann. Mér var þetta vel kunnugt, bæði af eigin reynslu, þar sem ég átti þess kost að fylgast með þessum störfum Stabels og ennfremur af því, sem Loftur Bjarnason, for- maður FÍB frá 1959 til 1973, skýrði mér frá, enda mat Loftur hann mikils og taldi störf hans fyrir ís- lenska togaraútgerð ómetanleg. Veit ég og, að sömu skoðunar eru þeir formenn FÍB, sem síðan hafa verið. Mér er hinsvegar einnig kunn- ugt um, að staða Stabels var ekki alltaf auðveld. Hann var þar sem trúnaðarmaður erlendra keppi- nauta í heimalandi sínu og varð að sýna mikla „diplomatiska" hæfi- leika til að þoka málum áfram. En hann var fastur fyrir þegar það átti við, en sanngjarn og ætlaðist til sanngirni af öðrum. Það sem mest var þó um vert var, að hann naut trausts þeirra, sem hann átti skipti við um hin viðkvæmu ís- fisklöndunarmál. Sem dæmi um það traust, sem Stabel naut segir vinur hans einn þá sögu, að á fundi íslenskra og þýskra togara- eigenda, þar sem Stabel sat í for- sæti og var um mjög erfið og vandasöm viðskipti þessara aðila að eiga vegna fisklandana ís- lenskra skipa og lét einn hinna þýsku fulltrúa falla þau orð að „við tökum ofan fyrir Stabel ræð- ismanni". Um miðjan sjöunda áratuginn átti ég þess kost að heimsækja Cuxhaven og sótti þá Stabel heim bæði á skrifstofu hans og heimili. Ræddum við þá ýtarlega um þessi samskipti þjóða okkar og hans þátt í þeim og kynntist ég vel viðhorfum hans og hversu traust- ur trúnaðarmaður hann hafði ver- ið umbjóðendum sínum. A heimili hans naut ég svo elskuríkrar gestrisni þeirra hjóna. í baráttunni um fiskveiðiland- heigina fór ekki hjá því, að einnig í Þýskalandi væri að mæta harðri andstöðu af hálfu þeirra, sem þar áttu mestra hagsmuna að gæta, en það voru einmitt sömu aðilar, sem okkar togaraútgerð átti í sam- keppni við á ísfiskmarkaðnum, þýska togaraútgerðin. Var okkur þá mikils virði að eiga vini þar í landi, sem sýndui málstað okkar skilning og höfðu aðstöðu til að koma sjónarmiðum okkar á fram- færi á þeim stöðum, þar sem slíkt gæti haft áhrif. Stabel gerði sér jafnan far um að útskýra málstað Islendinga í þessu þýðingarmikla máli og hefur það þó sjálfsagt ekki alltaf verið auðvelt í því umhverfi, sem hann starfaði í. En hann út- skýrði einnig fyrir okkar mönnum sjónarmið hins aðilans og var slíkt auðvitað gagnlegt fyrir okkur. Hér hefur verið getið þess helsta, sem Ernst Stabel starfaði að, sem fulltrúi íslenskrar togara- útgerðar, en ekki má sleppa að minnast þess þáttar í starfi hans, sem kom honum í snertingu við mikinn fjölda íslenskra sjómanna og útgerðarmanna, bæði togara og báta á meira en 50 ára starfsferli. Sem umboðsmaður þeirra skipa, sem lönduðu afla sínum í Cuxhav- en var hann auðvitað í stöðugri snertingu ekki aðeins við útgerð- armennina og yfirmenn skipanna heldur voru hann og starfsmenn hans ávallt reiðubúnir að sinna hverskonar beiðnum áhafna skip- anna um fyrirgreiðslu og að mörgu þarf að hyggja í slíkum viðskiptum. Aldrei heyrði maður annað en að þau viðskipti færu fram í vinsemd og urðu þar til varanleg vináttubönd og margir munu þeir vera, sem nú vildu mega tjá Stabel þakklæti sitt að leiðarlokum. Ernst Stabel var útnefndur vararæðismaður Islands í Cuxhav- en árið 1953 og ræðismaður var hann frá árinu 1958. Árið 1961 var hann sæmdur riddarakrossi fálka- orðunnar og fimm árum síðar stórriddarakrossi í viðurkenn- ingar- og þakklætisskyni fyrir störf hans. Að lokum vildi ég mega flytja ekkju hans frú Anne-Lotte og fjöl- skyldu svo og starfsfólki í fyrir- tækinu Peter Hein samúðarkveðj- ur og veit ég að fjölmargir útgerð- armenn og sjómenn munu taka undir þær kveðjur. Davíð Olafsson ÞAÐ SKIPTIR ÞIG AUÐVITAÐ MÁLI að viö bjóðum skápa og kistur í miklum fjölda valdra stærða, sem eiga vel við allar gerðir innréttinga, innlendra sem erlendra. Berðu stærðirnar hér að neðan við þína innréttingu, nýja sem gamla, eða veldu þér stærö, sem þú vilt láta gera ráð fyrir í væntanlegri teikningu. Bauknecht hefur örugglega málin sem- hentar þinni innréttingu. TV 18 TV 1601 PC 38 PC 30 PD 2601 SD 31 (Bauknecht SD 23 $v 2451 SR 27 tegund hæó bretdd dýpt PC 38 183 60 60 PC 30 153 60 60 PD 2601 141 55 60 SD 31 153 60 60 SD23 122 60 60 SV 2451 125 55 60 SR 27 122 60 60 TV 18 85 60 60 TV 1601 85 55 60 KÆLISKAPAR GK 29 GK 22 GB 8 TF15 □ GK 35 í (Bauknecht tegund hæó bretdd dýpt GK 35 183 60 60 GK29 153 60 60 GK 22 122 60 60 TF15 85 60 60 GB8 62 55 60 FRYSTISKAPAR CT 23 GT 36 GT 47 (Bauknecht GT 57 tegund hæó breidd dýpt GT57 88 175 71 GT47 88 150 71 GT36 88 120 71 CT29 88 ioo 71 GT23 88 84 71 FRYSTIKISTUR Komið, hringið eða skrifið, og við veitum allar nánari upplýsingar fljótt og örugglega. Utsölustaöir DOMUSog kaupfélögin um land allt Véladeild Sambandsins Ármúla3 Reykjavik Simi 38900 Dagana 14.-22. maí bjóðum við ykkur að skoða sýningu á gjafavörum frá DANSK INTERNATIONAL DESIGN og öðrum vörum í gjafavörudeild okkar við Smiðjustíg 6. Gjafavörudeildin er opin á venjulegum afgreiðslutíma, og laugardag til kl. 4 e.h. Verið velkomin. KRISTJflfl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113. SMIOJUSTiG 6, SIMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.