Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1982 Vatnssalerni Kemisk vatnssalerni fyrir sumarbústaöi, hjólhýsi og báta. Atlas hf Ármúla 7. - Sími 2fí7ö;>. I’óslhólf 49,‘J - Keykjavík. Leiðtogar 21 lands á Bilderberg-fundi Osló, 13. maí. Al'. UM 150 leiðtogar í stjórnmálum, fjármálum og iðnaðarmál- um frá 21 landi ræða heimsástandið fyrir luktum dyrum á 30. Bilderberg-fundinum, sem hefst á föstudag og lýkur á sunnu- dag og fer fram í gamla hvalveiðibænum Sandefjord í Noregi. Walter Scheel, fyrrverandi for- bandaríska seðlabankans, Jacques seti Vestur-Þýzkalands og núver- andi formaður Bilderberg-fund- anna, minnti norska fjölmiðla á það á blaðamannafundi að allir Bilderberg-fundir væru leynilegir, að fréttamenn fengju ekki aðgang að fundunum og ekki væri hægt að vitna í það sem þátttakendur segðu á fundunum, en á þeim eru engar ákvarðanir teknar. Margaret Thatcher forsætis- ráðherra og Alexander Haig utan- ríkisráðherra sækja ekki fundinn vegna Falklandseyjadeilunnar. Helmut Schmidt kanzlari og Don- ald Regan, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sjá sér heldur ekki fært að koma. Meðal kunnustu þátttakend- anna eru Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra, Gaston Thorn, forseti stjórnarnefndar EBE, Paul A. Volcker, framkvæmdastjóri de Larosiere, framkvæmdastjóri Alþjóða gjaideyrissjóðsins, Emil van Lennep, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar- innar, Josef Luns, framkvæmda- stjóri NATO, Bernard W. Rogers hershöfðingi, yfirmaður herafla NATO, og David Rockefeller, stjórnarformaður Chase Man- hattan-bankans. Meðal norskra þátttakenda eru Kaare Willoch forsætisráðherra, Gro Harlem Brundtland, fyrrver- andi forsætisráðherra, Svenn Stray, núverandi utanríkisráð- herra, og Knut Frydenlund, fyrr- verandi utanríkisráðherra. Allir þátttakendurnir dveljast allan fundartímann í hóteli, þar sem fundirnir fara fram, og öflug- ur lögregluvörður gætir hótelsins. iCCC-húm á i Nú er tækifærið til að festa kaup á eldavél frá Philips, - það er að segja ef þú gerir það strax. Tilboð okkar er að- eins bundið við ákveðna sendingu. Philips eldavélarnar eru afbragðsgóðar og nú bjóðast þær á góðu verði með hlægilega lítilli útborgun. Einfalda eldavélin, ACH 047, hefur fjórar hellur, þar af eina með stiglausri hitastillingu; sjálfhreinsandi grillofn með tfmastilli og hitahólf svo eitthvað sé nefnt. Hin fullkomna ACH 023 hefur einnig fjórar hellur, þar af tvær með stiglausri hitastillingu, sjálfhreinsandU blástursofn, hitahólf og elektróniskan hita- og tímastilli, sem m.a. getur lækkað undir kartöflunum og stjórnað affrystingu á kjöti! Kannaðu málið - og hafðu þúsund kallinn með! heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655 Bilderberg-fundirnir voru skírð- ir eftir hollenzku hóteli, þar sem fyrsti fundurinn var haldinn í maí 1954. Tilgangur þeirra er að gefa þátttakendum kost á að kynna sér heimsástandið og skilja það betur. Scheel sagöi að umræðuefnin að þessu sinni væru: Spennan í sam- búð Evrópu og Bandaríkjanna, takmörkun kjarnorkuvopna, Mið- austurlönd, efnahagsmál: kreddur og veruleiki og mál sem eru efst á baugi (líklega Falklandseyjadeil- an). Moskvæ Enn er grip- inn andófs- maður Moakv., 13. maí. AP. LEONID Borodin, rithöfundur og ið- ur félagi i trúarhreyfingu sem hefur sýnt sovézkum stjórnvöldum and- stöðu, var handtekinn í Moskvu í dag, að því er heimildir andófsmanna skýrðu frá. Borodin er 38 ára gamall og var handtekinn 1967 og árið eftir var hann dæmdur til sex ára þrælk- unarvinnu i vinnubúðum. Heimildir AP-fréttastofunnar segja að Borodin hafi ekki haft afskipti af stjórnmálum síðan hann var látinn laus, en hann hafi einvörðungu fengizt við að skrifa. Það sé allt á huldu um ástæð- una fyrir því að hann var handtekinn nú. Bækur hans hafa ekki fengizt út- gefnar i Sovétríkjunum, en ein þeirra hefur komið út á Vesturlöndum. Veður víða um heim Akureyri Ameterdam Aþena Barcelona Brtlasei Feneyiar Frankfurt Faareyiar Oenf Hong Kong Jerúaalem Jðhannesarborg Kaupmannahötn Lea Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Mallorca Mexicoborg Miami Moskva Ný|a Delhi New Yorfc Osló Paris Perth Reykjavik Rio de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 8 háltskýjaó 21 heiðskirt 30 skýjað 18 lóttskýjað 20 heíðakirt 21 heiðskirt 18 akýjað 21 heiðekirt 1» heiðakfrt 10 Mttskýjað 22 heiðskfrt 10 skýjað 29heiðskirt 25 skýjað 22 heiðskfrt vantar 14 hélfskýjaó vantar 24 heiðskirt 21 heiðskirt 26 helðskfrt 20heiðskirt vantar vantar 25 heiðsklrt 24 heiðskfrt 25 rigning 18 heiðekirt 18 heiðskirt 24 heiðsklrt vantar 8 skýjað 32 skýjað 24 heiðakfrt 13 heiðskirt 17 heiðskfrt vantar 32 skýjað 28 heiðskfrt 16 heiðskirt 16 heiðskírt Kasparov I forystu á stórmeistaramótinu Bugojno, Júgóslavíu, 13. apríl. Al*. LIJBOJEVIC frá Júgóslavíu sigraöi Timman frá Hollandi í fimmtu umferð stórmeistaramótsins í Júgóslavíu i dag. Timman gaf skákina í 44. leik. Petrosjan og Ivanovic frá Júgó- Úrslit urðu þau að Kasparov gerði slavíu gerðu jafntefli og sömuleið- jafntefli við landa sinn, Poluga- is þeir Kavalek og Húbner. evsky. Bent Larsen vann Ulf And- Kasparov hefur nú 4 vinninga, erson og Boris Spassky vann Glig- Polugaevsky 3’A og síðan koma oric. Skák Najdorfs og Ivkovs fór í Ljubovic, Spassky og Larsen með bið, en Najdorf hefur þar peð yfir. 3. Pólverjar leyndust í flutningagrind í 18 daga Baltimnrr, 13. Bui. AP. TVEIR ungir Pólverjar, sem höföust viö í átján daga innan í flutninga- grind um borö í vöruflutningaskipi, spörkuöu sig út úr grindinni i dag og voru þá staddir í vörugeymslu i Baltimore og undrandi hafnarverkamenn hópuöust aé, þrumu lostnir, þegar lætin í grindinni hófust, og vissu ekki hvaðan á þá stóö veöriö. Mennirnir töldu sig vera á leið til Kanada en urðu himinlifandi, þegar þeim var komið i skilning um, aö þeir væru í Bandaríkjunum. Talið er vist aö þeir muni fá hæli sem pólitiskir flótta- menn í Bandaríkjunum. Nöfnum þeirra hefur veriö haldiö leyndum vegna fjölskyldna þeirra I Póllandi. Grindin var aö stærð 9x6 metrar og var tekin úr flutningaskipinu Kazimierz Pulaski í morgun. Aðstoöardóms- málaráöberra Bandaríkjanna, Paul D. Kramer, sagði í dag aö hann mundi ekki fara fram á að mál yrði höfðað á hendur mönnunum tveimur fyrir aö koma ólöglega inn í landið. Einbýlishús óskast á leigu. Traustir leigutakar. Sími 29166.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.