Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 30
Hættir England við þátttöku í HM? HUGSANLEGT er ad knattspyrnu- landslið Englands, Skotlands og N-írlands taki ekki þátt í heims- meistarakeppninni í knattspyrnu sem fram fer á Spáni, færist Falk- landseyjadeilan í aukana. íþrótta- fulltrúi breska ríkisins hefur frestað útgáfu á handbók sem ætluð var enskum ferðamönnum sem ætluðu á IIM-keppnina. I»á hefur fyrirliði enska landsliðsins sagt að sé það vilji bresku stjórnarinnar að lands- liðið fari ekki, þá muni landsliðs- mennirnir taka undir þá ósk. ,,1’að eru sumir hlutir mikilvægari en knattspyrna," lét Trevor Brooking hafa eftir sér. Rúmlega tíu þúsund Englend- ingar hafa nú þegar pantað sér ferð til Spánar til þess að sjá HM í knattspyrnu. Að sögn ferða- skrifstofa munu þeir ekki fá ferðir sínar endurgreiddar hætti Eng- land við þátttöku. Þeir verða bara að sætta sig við að sjá það lið sem myndi taka sæti Englendinga í keppninni. I Idrótlir l MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1982 Þarf Stjarnan að fá undan- þágu fyrir heimavöllinn? Félagið leggur fram undanþágubeiðni á ársþingi HSI sem fram fer um helgina Aðstandendur Stjörnunnar í Garðabæ standa nú frammi fyrir því að verða að sækja um undanþágu á ársþingi HSÍ um helgina fyrir því að fá að leika heimaleiki sína f 1. deild á næsta keppnistímabili á heima- velli félagsins, i íþróttahúsinu Ásgarði. Undanþágu þarf félag- ið vegna þess að sú fyrirhyggja var ekki sýnd á sínum tíma, er húsið var byggt, að bjóða þar upp á löglegan keppnisvöll fyrir I. dcild. Er oft talað um þrönga salinn í Ásgarði. „Stjarnan er ungt félag á mikilli uppleið og leikur nú í fyrsta skipti í 1. deild. Það væri gífurlegt áfall fyrir fé- lagið ef við yrðum að flytja leiki okkar til Selfoss, Kefla- víkur eða Hafnarfjarðar ,* sagði stjórnarmaður hand- knattleiksdeildarinnar i sam- tali við Mbl. í gær. Hann bætti við, að miklu skipti fyrir Stjörnuna að byggja upp stemmningu fyrir hand- knattleik í bænum og það væri útilokað ef heimavöllur liðsins yrði tekinn af því. „Þá er það gífurlega mikið fjár- hagslegt mál fyrir hand- knattleiksdeildina eins og hægt er að ímynda sér. Jafn- an mætir mikill fjöldi fólks á heimaleiki okkar í Ásgarði, en ólíklegt er að það fólk myndi vera að eltast við leiki austur fyrir fja.ll eða út á Suðurnes. Fjárhagsgrund- völlur deildarinnar myndi bresta,“ sagði viðmælandi blaðsins einnig. Stjörnumenn munu leggja fram tillögu á HSÍ-þinginu sem inniheldur undanþágu- beiðni. En vegna þess hve seint tilllaga félagsins er^ ferðinni verður % hluti þing- heims að samþykkja umfjöll- un hennar. Mikilvægi hennar er slíkt fyrir Sjörnuna að ótrúlegt er annað en að það hafist í gegn. Tilllöguna sjálfa þarf svo hreinn meiri- hluti þingfulltrúa að sam- þykkja. Það sem Stjarnan er í raun að fara fram á er, að 1. deild- arliðin leiki aðeins einn af 14 leikjum sínum í umræddu íþróttahú8i. Það má til gam- ans geta þess í þessu sam- bandi, þó svo að það sé kannski aukaatriði, að Garðabæjarliðið tapaði aðeins 7 stigum í 2. deildar keppninni á nýloknum vetri. 5 af þeim töpuðust í Ásgarði. ..A Stjarnan og ÍR, lióin sem urðu í tveimur efstu sætunum í 2. deild, eigast við f Ásgarði. Leikir í þeim sal eru iðulega miklir baráttuleikir og fylgir því góð stemmning á áhorfendapöllunum sem jafnan eru þéttskipaðir. Jóhannes Eðvaldsson: ' ,.*>K ' y^'V.íA tjtf, Jóhannes Eðvaldsson fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur staðið sig vel með Hannover % í 2. deildinni í V-Þýskalandi í vetur. „Eigum möguleika á sæti í „BundesNgunni“ HANNOVER-liðinu hefur gengið vel í 2. deildinni í vetur og við erum núna í 3 sæti í deildinni. Við eigum þrjá leiki eftir og með því að vinna þá alla eigum við möguleika á að ná aukaleik við neðstu lið 1. deildar um sæti í „Bundesligunni", sagði Jó- hannes Eðvaldsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, en hann hefur í vetur leikið með Hannover-liðinu og fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína. Jóhannes sagðist vera í mjög góðri æfingu, það væri yfirleitt æft tvisvar á dag og jafnframt væri hann fastur maður í liðinu og léki alla leiki. — Það kemst enginn upp með það að leika ekki vel ef hann ætlar sér að halda sæti sínu í liðum hér í V-Þýskalandi, hvort sem er í 1. eða 2. deild, sagði Jó- hannes. — Að mörgu leyti hefur mér líkað vel hér en samt er alveg óvíst hvað tekur við hjá mér í lok maí, þegar samningur minn renn- ur út hjá Hannover-liðinu. Þeir vilja halda mér en það fer nú eftir ýmsu hvort ég verð áfram. Ég hef ennþá gaman af því að leika knattspyrnu og get því vel hugsað mér að leika í tvö til þrjú ár til viðbótar. Það væri gaman að enda feril sinn heima á Islandi sem þjálfari og leikmaður með ein- hverju liði. Enda þar sem maður byrjaði. Jóhannes sagði að ekkert hefði verið haft samband við sig útaf landsleikjum þeim sem fram- undan eru en hann væri vel til í slaginn með landsliðinu ef hans væri óskað. —ÞR. Hunt til Cosmos ENSKA knattspyrnufélagið Cov- entry City seldi í gær framherja sinn Steve Hunt, til bandaríska félagsins New York Cosmos. Söluverðið var ekki gefið upp, en Hunt lék með Cosmos hér á árum áður. Hann gekk þaðan til liðs við Coventry 1978. Ilann hefur síðan verið einn af lykil- mönnum Coventry og þótti leika al- veg sérstaklega vel framan af yfir- standandi keppnistímabili. Knaltspyrna) 25 km hlaup MEISTARAMÓT íslands í 25 kíló- metra hlaupi verður háð í Keflavík og nágrenni nk. laugardag, 15. maí, og verður hlaupin sama leið og i fyrra. Hefst hlaupið kl. 14 við íþróttavöllinn í Keflavík, en hlaupið verður m.a. um Garð og Sandgerði. Öllum er heimil þátttaka. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.