Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1982 Stefna Sjálfstæðisflokks- ins í skipulagsmálum Á kjörtímabilinu 1970 til 1974 unnu sjálfstæðismenn að því í borgarstjórn Reykjavikur að breyta Austurstraeti í göngueötu. Þessi mynd er tekin eftir að tilraunir hófust vegna þeirrar ákvörðunar. I kjölfar hennar hefur yfirbragð miðbaejarins siðan breyst. Nú vilja sjálfstæðismenn, að hraðað verði fram- kvaemd og úrvinnslu þeirrar verðlaunasamkeppni, sem ákveðin hefur verið um miðbaejarkvosina, þannig að þar geti hafist nauðsynleg uppbygging. eftir Birgi Isl. Gunnarsson. í fyrri grein um skipulagsmál hér í Mbl. voru raktir tveir fyrstu kaflar í ítarlegri stefnuskrá, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sam- þykkt um skipulagsmál. Þar var fjallað um meginmarkmið flokks- ins í skipulagsmálum, þar sem því var lýst að Reykjavík hefði for- ystuhlutverki að gegna sem höfuð- borg landsins. Þar væri miðstöð stjórnsýslu, atvinnulífs, menning- ar, viðskipta- og félagslífs í land- inu. Reykjavík þyrfti því að vera lifandi og virk miðstöð fjölþættra athafna og mannlífs. Síðan voru tilgreind þau meginmarkmið, sem hafa þyrfti að leiðarljósi í allri skipulagsvinnu höfuðborgarinnar. Þá var rifjað upp það sem helst hefur verið deilt um í skipulags^ málum á þessu kjörtímabili. I þriðja kafla stefnuskrárinnar er fjallað um meginstefnu Sjálfstæð- isflokksins og verður helsta efni þeirrar stefnu rakið í þessari grein. Úlfarsfellssvæöið Úlfarfellssvæðið verði næsta byggingarsvæði í samræmi við hugmynd aðalskipulags frá 1977 með þeim breytingum, sem leiða af nýjum aðstæðum og breyttum forsendum. Einnig verði horfið frá hugmyndum um að Rauðavatns- svæðið verði næsta byggingar- svæði. Úlfarsfellssvæðið er mun ódýrara í uppbyggingu og rekstri. Veðurfar er þar heppilegra og náttúrufar betra. Auk þess liggur svæðið betur við núverandi byggð. Á þessu svæði er eini raunhæfi möguleikinn til að hægt sé að hafa tilbúin svæði til byggingar í beinu framhaldi af þeim svæðum, sem nú eru í undirbúningi. Flýta þarf samningum um Keldnaland. Jafn- framt er nauðsynlegt að undirbúa eignarnám á þeim svæðum, sem borgin telur sér nauðsynleg til bygginga, ef ekki næst samkomu- lag við eigendur. Hér er mjög glöggiega mörkuð sú stefna að horfið verði frá þeim samþykkt- um, sem vinstri meirihlutinn hef- ur beitt sér fyrir í borgarstjórn um, hver vera skuli næstu bygg- ingarsvæði í borginni. Laugardalur Laugardalur verði vettvangur fjölþættrar tómstundaiðju fyrir alla borgarbúa. Hverfa þarf frá þeim hugmyndum að taka hluta Laugardals til byggingar, en dal- inn þarf að skipuleggja sem mið- stöð íþrótta og útilífs eins og fyrirhugað hefur verið ásamt með skrúðgarði í tengslum við garðinn, sem fyrir er í Laugardal. Laugar- dalur er alltof dýrmætt svæði til að hann megi skerða með íbúðar- byggð, eins og hugur vinstri flokk- anna stendur til. Sogamýrarsvæðið Á þessu kjörtímabili hefur verið mikill ágreiningur um svæðið við Sogamýri, sem takmarkast af Suðurlandsbraut, Skeiðarvogi og Miklubraut. Sjálfstæðisflokkurinn „Fjölga þarf íbúöum í eldri hverfum borgar- innar og þurfa reglur um framkvæmd skipu- lags aÖ örva til slíkrar fjölgunar. Fjölga þarf bílastæöum í eldri hverfum meö sérstöku átaki. Uppbygging eldri hverfa stuðlar að því að blása lífi í hverfin auk þess sem þá er nýtt margskonar aðstaða, sem fyrir er, bæði lagnir og leiðslur svo og stofn- anir ...“ segir Birgir ísl. Gunnarsson, fyrrum borgarstjóri í Reykja- vík, í þessari grein. Kirgir ísl. Gunnarsson hefur talið að varðveita eigi þetta svæði sem útivistarsvæði og því hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins verið því mjög andvígir að setja þar niður íbúðabyggð. Ákvörðun um það hefur nú verið tekin en dregist hefur að lóðaút- hlutun fari þar fram. Ef hægt er að snúa við eftir kosningar er sjálfsagt að reyna að fá þessari ákvörðun breytt. Við útfærslu skipulagsins hefur verið skilinn eftir sá þáttur, sem snýr að reitn- um sem útivistarsvæði. Ef ekki er unnt að snúa til baka með þetta skipulag, er nauðsynlegt að leggja áherslu á að skipulagi útivistar- svæðisins verði lokið hið fyrsta og að framkvæmdir við það fylgi framkvæmdum við íbúðarbyggð- ina. Umferðarkerfið Ekki hefur enn verið gerð nægj- anleg grein fyrir því, hvernig gatnakerfi nýrra byggðasvæða við Rauðavatn tengist aðalgatnakerfi höfuðborgarsvæðisins og hvaða áhrif byggð á þessum slóðum hef- ur á heildargatnakerfi höfuðborg- arsvæðisins. Sennileg afleiðing byggðar við Rauðavatn er sú, að hin umdeilda braut niður Elliða- árdal verði nauðsynleg gatnakerfi borgarinnar, en skipulagsstjórn ríkisins hefur sérstaklega bent á það atriði. Nauðsynlegt er að um- ferðarkerfi borgarinnar sé lagað að nýju skipulagi jafnóðum og teknar eru ákvarðanir um ný byggðasvæði í borginni. Almenn- ingsvagnakerfi þarf og ávallt að skipuleggja sem hluta af aðal- skipulagi. í skipulagi nýrra hverfa þarf að sýna, hvernig viðkomandi svæði verði þjónað af strætisvögn- um. Endurnýjun eldri hverfa Skipulega þarf að byggja upp í eldri hverfum borgarinnar með það markmið í huga að sporna gegn fólksflótta og auka fjöl- breytta miðbæjarstarfsemi. Jafn- framt þarf að gæta þess að raska ekki svipmóti umhverfis sem rétt er að vernda. Fjölga þarf íbúðum i eldri hverfum borgarinnar og þurfa reglur um framkvæmd skipulags að örva til slíkrar fjölg- unar. Auka þarf bílastæði í eldri hverfum með sérstöku átaki. Upp- bygging eldri hverfa stuðlar að því að blása nýju lífi í hverfin auk þess sem þá er nýtt margskonar aðstaða, sem fyrir er, bæði lagnir og leiðslur svo og stofnanir. Skipulag miðbæjarins Skipulag miðbæjarins þarf að miða við að þar verði lifandi miðstöð mannlífs og athafna. Þar þróist fjölþætt viðskipti með vör- ur og veitingar og þar verði mið- stöð stjórnar ríkis og borgar. Á þeirri forsendu þarf að byggja þá verðlaunasamkeppni sem ákveðin hefur verið um miðbæjarkvosina. Hraða þarf framkvæmd og úr- vinnslu þeirrar samkeppni, þannig að á miðbæjarsvæðinu geti hafist nauðsynleg uppbygging. Við upp- byggingu verði þess gætt að vernda svipmót gamla miðbæjar- ins með því að laga nýjar bygg- ingar að umhverfi hans. Gera þarf sérstakt átak til að bæta úr bíla- stæðaþörfinni í miðbænum t.d. með byggingu sérstakra bíla- stæðahúsa. Nauðsynlegt er að hafa samstarf við hagsmunaaðila á þessum svæðum. Við endurnýjun Grjótaþorps verði það haft að leiðarljósi að halda heildarblæ sjálfs þorpsins m.a. með óbreyttu gatnakerfi, verndun ákveðinna húsa og að nýbyggingar falli vel að umhverf- inu. Gera þarf Grjótaþorp að lif- andi borgarhluta, þar sem saman fari íbúðabyggð, smágerð af at- vinnustarfsemi, lítil veitingahús og önnur starfsemi. Til að tryggja framgang þessarar stefnu er nauðsynlegt að Reykjavíkurborg hafi áfram frumkvæði m.a. með því að stofna sjóð, sem gæti orðið grundvöllur endurnýjunar gam- alla húsa svo og annarra fram^ kvæmda, sem nauðsynlegar eru. í þessu skyni getur borgin selt hús og lóðir, sem hún á á svæðinu og notað andvirðið í framangreindu skyni. Ofskipulag Á síðustu árum hefur það mjög einkennt þau svæði, sem tekin hafa verið til bygginga að þau hafa verið ofskipulögð. Það er skoðun okkar sjálfstæðismanna að hverfa eigi frá þessari ofskipu- lagningu. Nauðsynlegt er að auka svigrúm og frelsi einstaklinga, sem byggja yfir sig, þannig að þeir geti ráðið sem mestu um gerð og fyrirkomulag húsa sinna. Á þann hátt meðal annars verði stuðlað að fjölbreytni í gerð og mótun um- hverfis. Kringlumýri Nauðsynlegt er að endurskoða skipulag nýja miðbæjarins (fyrsta áfanga) í Kringlumýri. Gera þarf skipulagið einfaldara og auðveld- ara í framkvæmd. Fjölga þarf íbúðum á svæðinu en að öðru leyti verði svæðið ætlað stofnunum, verslanafyrirtækjum og ýmiss konar þjónustustarfsemi, þar á meðal þjónustuiðnaði. Atvinnusvæði Á þessu kjörtímabili hefur mikið á það skort að nægar lóðir hafi verið fyrir atvinnufyrirtæki í borginni. Brýna nauðsyn ber tl að hafa jafn- an á boðstólum lóðir fyrir at- vinnufyrirtæki í sem flestum greinum. Lóðir undir léttan þrifa- legan iðnað verði í tengslum við íbúðarhverfi eða í útjaðri þeirra, en jafnframt verði séð fyrir svæð- um undir þungaiðnað og orkufrek- an iðnað, sem ekki á heima í ná- lægð við íbúðarhverfi. Verndun gamalla húsa Mörkuð verði ákveðin stefna um það hvaða hús borgin vilji vernda í sínu rétta umhverfi svo og hvaða hús rétt þyki að flytja í Árbæjar- safn. Tryggt verði að eigendur friðaðra húsa sitji við sama borð og aðrir húseigendur. Komið verði á fót friðunarsjóði til að auðvelda einstaklingum og félögum kaup og viðgerðir friðaðra húsa. Samstarf við nágrannasveitarfélög Á þessu kjörtímabili fer því fjarri að haft hafi verið nægilegt samstarf við nágrannasveitarfé- lögin um skipulagsmál. Skipu- lagsstofa höfuðborgarsvæðisins hefur að vísu tekið til starfa, en af hálfu Reykjavíkurborgar hefur verið mikil tregða að nota sér þjónustu þeirrar stofnunar. Rétt er að Skipulagsstofa höfuðborg- arsvæðisins vinni að aðalskipulagi ásamt undirbúningi ákveðinna þátta skipulagsmála fyrir öll sveitarfélögin á svæðinu. Má þar nefna aðalumferðarkerfi, almenn- ingsvagnakerfi svo og allar grundvallarrannsóknir. Hér hafa verið rakin helstu at- riði hinnar ítarlegu stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins í skipulags- málum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur talið nauðsynlegt nú fyrir þessar kosningar að samþykkja svo ítarlega stefnuskrá í þessum mikilvæga málaflokki, þar sem svo margt hefur farið úrskeiðis í meðferð þessara mála á kjörtíma- bilinu. Þess er að vænta að flokk- urinn fái sem mestan styrk til að framfylgja þessari ítarlegu stefnuskrá sinni, þegar Reykvík- ingar ganga að kjörborðinu þann 22. maí nk. X-D DREGIÐ A MORGUN *-D X-D Happdrætti Sjálfstæðisflokksins. Afgreíöslan er í Valhöll, Háaleitísbraut 1, sími 82900. Sækjum — sendum. Geriö skil. X-D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.