Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1982 23 Afmæliskveðja: Einar Magnússon píanóleikari í gær, 13. maí, varð vinur minn Einar Markússon píanóleikari sextugur. Ungur lagðist hann í listrænan víking vestur um haf og lærði píanóleik hjá frægum kenn- urum. Þar lék það orð á, að Einar myndi leggja heiminn að fótum sér í kúnst, því tækni hans og tón- listarhæfileikar mundu skipa hon- um í röð stórpianista. Þetta var fyrir 40 árum, og framtíðin fólgin í kvikmyndunum — þangað streymdu hæfileikarnir, ef svo má að orði komast. Svo Einar gerðist „session-spilari" sem svo er kallað: maður, sem getur spilað hvað sem er af blaðinu. Á Ameríku-árunum spilaði hann bæði í Liszt-kvik- mynd og Gerschwin-kvikmynd (og vafalaust mörgum fleiri ( — sat bak við skerm og spilaði virtúósa- stykki meðan föngulegur leikari sveiflaði höndunum fagurlega fyrir framan myndavélina. Og auk þess hélt hann að sálfsögðu marga konserta, bæði einn og með sin- fóníuhljómsveitum. Einar var sem sagt lengst af er- lendis og fréttist lítið af honum hér heima. Samt hittu hann ís- lendingar annað veifið og sögðu miklar sögur af. Við vissum hann halda konserta með Duke Elling- ton, eða takandi léttan kavíar- og kampavínsárbít í Hotel Vier Jahr- eszeiten í Hamborg á vegum Krupp. Eða komandi inn í knæpu í New York með íslendingi, þar sem fræg jazz-hljómsveit er að spila, og þegar Einar birtist í dyrunum víkur hljómsveitarstjórinn við pí- anóið þegar úr sæti og heimtar að Einar taki við. Og þannig margar sögur áfram. Einar er ævintýramaður og virtúós sem átti marga vini og að- dáendur víða um heim. Síðastliðin 10 ár hefur hann búið á Hótel Hveragerði og kennt byrjendum og lengra komnum í Tónlistar- skóla Suðurlands. Ljúfari maður, kurteisari og hofmannlegri við konur hittir maður ekki, en þrátt fyrir hógværðina og lítillætið leynir það sér ekki, að Einar er maður margsigldur — heimsborg- ari. Einar kaus nefnilega lífið fremur en frægð á einmana tindi. En hvernig er nú sá Einar Markússon sem við þekkjum, hinn sextugi píanisti sem ólmast dag hvern á Petroffinum í Hveragerð- iskirkju eins og fyrrum á Stein- wayum heimsins. Píanóstíll hans er sérstæður, ólikur því sem nú tíðkast, því Einar er maður hins fimmfalda fortes og ferfalda pían- issimós. Hann hefur hljóðfærið fullkomlega á valdi sínu og „snarstefjar" (impróvíserar) hvað sem vera skal af fingrum fram. Því eins og aðrir hljóðfærasnill- ingar spilar Einar með höfðinu en ekki höndunum, svo lygilegt sem það kann að þykja. Og enginn, sem hann heyrir og sér, getur komizt hjá því að falla i stafi. í haust lék Einar á háskólatónleikum í Nor- ræna húsinu. Svo hressandi fannst mönnum leikur hans, svo ólíkur því sem þeir áttu að venj- ast, að sumir fundu til heilsubótar í heilan dag á eftir en aðrir lengur. Það eru sýnilega fleiri heilsulindir þarna eystra en leirinn og heita vatnið. Til hamingju með afmælið, Einar Markússon. Sigurður Steinþórsson Ráðstefna um einkaflug VÉLFLUGFÉLAG Íslands, í sam vinnu við Flugmálastjóra, boðar til ráðstefnu um málefni einkaflugs á íslandi að Hótel Loftleiðum, Krist- alsal, laugardaginn 15. maí kl. 13.30. Á ráðstefnunni verður fjallað um flugvelli og aðstöðu á jörðu niðri, (lugumferð, upplýsingar og stjórnun, gerð flugáætlana og undirbúning flugs og loks um almennt öryggi í einkaflugi. Málshefjendur á ráðstefnunni verða Pétur Einarsson varaflug- málastjóri, Guðmundur Matthías- son deildarstjóri, Hjálmar D. Arn- órsson flugumferðarstjóri, Skúli Jón Sigurðarson deildarstjóri og Ingvar Valdimarsson formaður Flugbjörgunarsveitarinnar. Að loknum framsögum fara fram umræður í starfshópum, en er þeir hafa skilað áliti verða al- mennar umræður. Ráðstefnustjóri er dr. Þorgeir Pálsson. Allir flugmenn og þeir sem starfa að flugmálura er velkomnir. Verslunarráð Islands: Fagnar niðurstöðum Hafréttarráðstefnu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi samþykkt framkvæmdastjórn- ar Verzlunarráðs íslands frá 6. maí sl.: „Verzlunarráð íslands fagnar niðurstöðum þriðju hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Sam- þykkt hafréttarsáttmála er stað- festing á því, að eitt stærsta hags- munamál íslenzku þjóðarinnar er til lykta leitt með stjórnmálasigri á alþjóðlegum vettvangi. Allt frá samþykkt landgrunnslaganna 1948 hefur Island verið í hópi for- ystuþjóða á sviði hafréttarmála. Sáttmálinn tryggir Islendingum full umráðaréttindi yfir auðæfum hafsins innan 200 mílna efna- hagslögsögu og rétt til nýtingar auðlinda á landgrunni Islands jafnt utan 200 mílna markanna sem innan. Um leið og Verzlunarráð ís- lands fagnar merkum árangri Is- lands á alþjóðavettvangi færir það öllum þeim, sem unnið hafa þessu lífshagsmunamáli þjóðarinnar brautargengi, þakkir. Sérstakar árnaðaróskir færir ráðið Hans G. Andersen, sendiherra, formanni íslenzku samninganefndarinnar á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Árangursríku forystu- starfi hans í hafréttarmálum er ekki sízt að þakka, að öll helztu baráttumál Islendinga á þessum vettvangi eru komin í höfn.“ Kvennaframboðið í Reykjavík hefur gefid út 10 póstkort með myndum eftir íslenzkar konur. Upplag kortanna er 1.000 eintök, þar af eru 200 áritud. Myndin sýnir eitt kortanna, en það er eftir Valdísi Óskarsdóttur. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Seltirningar Bæjarmálafundur veröur haldlnn í félagshelmlli Seltirninga, mánudag- inn 17. maí, kl. 20.30. Frummælendur veröa: Áslaug Haröardóttir, Asgeir Ásgeirsson, og Sigurgeir Sigurösson. Bæjarfulltruar sitja fyrir svörum. Allir bæjarbúar velkomnir. Sjálfstæöisfelögin á Seltjarnarnesi. ísafjörður Kosningaskrifstofa SjálfstaBöisflokksins er í Hafnarstræti 12, 2. hæö — opin daglega frá kl. 10.00—22.00. Látiö okkur vita um kjósendur sem veröa fjarverandi á kjördag. Komiö og kynnist stefnumálum sjálfstæöismanna í bæjarmálum. Lítiö inn og fáiö bæjarins besta kaffi. Símar 3232, 4232, 4155 og 3944. Heimdallur - Fulltrúa- ráðsfundur Borgarnes Sjálfstæöiskvennafélag Borgarfjaröar hefur opjö hús kl. 15—18 laug- ardaginn 15. mai í Sjálfstæöishúsinu Brákabraut 1. Borgarnesi. BLÖNDUÐ DAGSKRA: Gisli Kjartansson, Jóhann Kjartansson og Sigrún Simonardóttir efstu menn á lista Sjálfstæöisflokksins í Borgarnesi flytja ávörp og svara fyrirspurnum. Gestir fundarins, Jósep Þorgeirsson. alþingismaöur. Skemmtiatriöi og kaffiveitingar. Altt stuöningsfólk D-listans velkomiö. Stiórntn. Kópavogsbúar — Kópavogsbúar Viö erum til viötals á kosningarskrifstofunni. föstudaginn 14. mai kl. 18—22. Jóhanna Grétar Norðfjöró Árni Ornólfs.son ThorsUinsson Stjórn Heimdallar boöar til fulltrúaráösfundar föstudaginn 14. mai kl. 18.00 í Valhöll. Dagskrá: 1. Aöalfundur Heimdallar. 2. Kosningastarfiö. Sveinn H. Skúlason, framkvæmdastjóri fulltrúa- ráös sjálfstæöisfélaganna í Reykjavik. Stjórnin Siglufjörður Happdrættismiöar Sjálfstæöisflokksins eru seldir i Versluninni Tröö. Siglufiröi. Dregiö veröur 15. mai. Grindavík Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa sjálfstæöismanna i Grindavik er aö Austurvegi 14. Fyrst um sinn veröur opiö fra kl. 17—19, sími er 8351. Bolungarvík — opið hús Opiö hús veröur í félagsheimilinu i Bolungarvik, sunnudaginn 16. mai nk. og hefst kl. 15.00. Frambjóöendur D-listans flytja ávörp. Tónlist, söngur, kaffiveitingar. Allir velkomnir, og er ungt fólk sérstaklega hvatt til aö fjölmenna og kynna sér stefnu og viðhorf frambjóöenda D-listans. Frambjóóendur. Hvergerðingar Frambjóöendur D-listans verða til viötals á kosningaskrifstofunni, Austurmörk 2 öll kvöld fram aö kosningum, frá kl. 20 30—22. Komiö og ræöið um hreppsmálin í Hverageröi Frambjoóendur D-tistans Keflavík — Fundur um atvinnumál Fundur veröur haldinn meö forstööumönnum fyrirtækja i Keflavík. laugardaginn 15. maí. kl. 14.00 i Sjálfstæöishúsinu Keflavik. Frambjóöendur flokksins i sveitarstjórnarkosningunum mæta Sjalfstæóisflokkurinn i Keflavik Eskifjörður Kosningaskrifstofa Sjalfstæöisflokksins er aö Strandgötu 1b Opið fra kl 20—22 alla daga, simi 6406 Umboösmaöur Georg Halldórs- son, heimasími 6269

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.