Morgunblaðið - 14.05.1982, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.05.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1982 15 Tilræðismaðurinn í Fatima: • • Ofgasinni og fyrrum áhang- andi Lefebvres Madrid, 13. maí. AP. FERNANDEZ Krohn, ungi Spánverjinn sem ruddist gegnum mannþröngina í Fatima í gær og hugðist reka hníf í Jóhannes Pál páfa II, var vígður til prests af Marcel Lefebvre, umdeildum erkibiskupi sem einatt hefur verið í fréttum. Páfagarður hefur aldrei viðurkennt vígslur Lefebvre síðan upp úr slitnaði milli hans og páfagarðs, eftir að Lefebvre lét í Ijós óánægju sína með það að kaþólska kirkjan væri að gera breytingar á helgisiðahaldi og öðru sem í frjálslyndisátt miðaði. Skólafélagi Fernandez, sem óskaði nafnleyndar, skýrði AP- fréttastofunni frá því að þeir hefðu verið samtíma í skóla fyrir fimmtán árum og Fernandez hefði verið gáfaður og kaldrifj- aður, gæddur kímnigáfu og ágætur íþróttamaður. Umrædd- ur aðili sagði að á þeim tíma hefði Fernandez ekki látið i ljós neinn áhuga á trúmálum. Þeir hefðu síðan hitzt fyrir skömmu og hefði Fernandez þá verið í prestsbúningi og sagt sér að hann hefði fengið köllun og byggi í Frakklandi. Spænska sjónvarpið sýndi í gærkvöldi mynd sem áður var sjónvarpað fyrir sex árum þar sem Fernand- ez skýrði frá því að hann hefði gengið í söfnuð Lefebvre vegna þess að hann væri „heittrúaður" maður og fullur góðvildar og vegna þess að hann væri á móti öllum breytingum innan kaþ- ólsku kirkjunnar. Hann sagðist hafa leitað víða að þeirri trú sem væri við sitt hæfi og loks fundið hana hjá Lefebvre. Erkibiskup- inn, sem er nú í Sviss, hermdi að síðar hefði sletzt upp á vinátt- una og Fernandez hefði gengið úr söfnuðinum eftir að Lefebvre hefði látið í ljós vonir um að þær aðgerðir í frjálslyndisátt sem hafnar voru í páfatíð Páls páfa Tilræðismaðurinn við páfa, Juan Fernandez Krohn, sést hér hempu- klæddur í höndum lögreglumanna, sem færa hann á brott til yfirheyrslu. Al* sjötta myndu ekki halda áfram. Hefði slegið í brýnu milli þeirra, Fernandez haft uppi hinar sví- virðilegustu ásakanir á hendur honum. Fernandez Krohn kann að fá fangelsisdóm upp á 15—20 ár. Sjónarvottar segja að hann hafi æpt er hann ruddist í áttina að páfa: „Niður með páfann" og „Niður með páfagarð tvö“. Var þar átt við kirkjuþingið sem sat á árunum 1%2—1965 og kallað var annað ráðið en það gerði ýmsar skipulagsbreytingar á rómversk-kaþólsku kirkjunni. Fernandez Krohn mun vera 32ja ára gamall og ættaður frá Madrid. Braniff gjaldþrota Fort Worth, Texas, 13. maí. AP. BANDARÍSKA flugfélagið Braniff hef- ur verið lýst gjaldþrota, en samkvæmt ákveðinni grein gjaldþrotalaganna fær það leyfi til að halda flugi áfram með- an mál þess eru könnuð, a.m.k. á ýms- um flugleiðum þess. Eigendur félags- ins telja að ekki sé óhugsandi að takist að reisa félagið við svo að það geti haldið áfram eðlilegum flugrekstri. Braniff-flugfélagið hóf starfssemi fyrir alvöru upp úr 1930 og var Tom Braniff stofnandi þess. Hann var þekktur og umsvifamikill kaupsýslu- maður frá Dallas og Paul bróðir hans varð einn af fyrstu flug- mönnum félagsins. Síðustu ár hefur gengið á ýmsu fyrir félaginu, sem og fleiri flugfélögum og tap þess á ár- inu 1981 einu var 160 milljónir doll- ara. Talið er að útistandandi skuldir þess séu ekki undir 733 milljónir dollara. Tveir menn í hungurverkfall New Vork, 13. maí. AP. TVEIR sovézkir menn, Andrei Frolov og Balovlenkov, kvæntir bandarískum konum, hófu hungurverkfall á mánu- dag til að freista þess að þrýsta á sov- ézk stjórnvöld svo að þeim yrði leyft að flytjast úr landi til eiginkvenna sinna. Önnur kvennanna, Lois Becker Frol- ova, sagði að hún hefði ákveðið að fara einnig í hungurverkfall og hún myndi reyna að þrauka jafn lengi og eigin- maður hennar. I Baltimore sagði Elena Balovenk- ov að maður hennar hefði gripið til þessa ráðs vegna þess að hann vildi fremur deyja en vera neyddur til að búa áfram í Sovétríkjunum. í símaviðtali frá Moskvu sagði Balovenkov blaðinu Baltimore Sun, að hann væri þess albúinn að berjast til hins síðasta. Báðir mennirnir hafa margsinnis sótt um leyfi til að flytjast til eiginkvenna sinna án þess að beiðnum þeirra hafi í neinu verið sinnt né þeim gefinn ádráttur um, hvort svo yrði einhvern tíma í fram- tíðinni. Message rafmgqns- ritvélar Litla Message 860 ST rafmagnsritvélin er alvöru ritvél. Letur- borðið er fullkomið með dálkastilli. Vélin er stöðug og traust, en tekur þó sáralítið pláss. Message 990 CR er eins byggð og 860 ST vélin en hefur leið- réttingarborða að auki. Message 860 ST eða 990CR er tilvalin ritvél fyrir minni fyrir- tæki, í skólann eða á heimilið. Verðið er ótrúlega hagstætt. £ '7^ </> SKRI FST< 3FUVÉLAR H.F. r Hverfisgötu 33 — Slmi 20560 — Pósthólf 377 Reykjavík ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERIKA PORTSMOUTH Mare Garant 17. mai Junior Lotte 1. júni Mare Garant 14. juni Junior Lotte 24. júni NEWYORK Mare Garant 18. mai Junior Lotte 2. júni Mare Garant 15. júni HALIFAX Selfoss 28. maí BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Alafoss 17. mai Eyrarfoss 24. mai Alafoss 31. maí Eyrarfoss 7. júni ANTWERPEN Alafoss 18. maí Eyrarfoss 25. maí Álafoss 1. júni Eyrarfoss 8. júní FELIXSTOWE Alafoss 19. mai Eyrarfoss 27. maí Alafoss 2. júní Eyrarfoss 9. júm HAMBORG Álafoss 20. maí Eyrarfoss 28. maí Álafoss 3. júni Eyrarfoss 10. júní WESTON POINT Helgey 19. mai Helgey 1. júni NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 24. mai Dettifoss 7. júni Dettifoss 21. júni KRISTIANSAND írafoss 26. mai Mánafoss 31. mai MOSS Dettifoss 11. maí Mánafoss 18. maí írafoss 25. mai Mánafoss 1. júni TRONDHEIM Vessel 4. júni GAUTABORG Mánafoss 19. mai Dettifoss 27. mai Mánafoss 2. júní Dettifoss 9. júni KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 20. mai Dettifoss 28. mai Manafoss 3. júni Dettifoss 10. júni HELSINGBORG Mánafoss 21. mai Dettifoss 29. mai Mánafoss 4. júni Dettifoss 11. júí HELSINKI Irafoss 20. mai Fjallfoss 2. júni Laxfoss 16. júni RIGA Irafoss 18. mai Vessel 4. júni GDYNIA Irafoss 17. mai Fjallfoss 4. júni Laxfoss 18. júni HORSENS Irafoss 24. mai Fjallfoss 7. júni THORSHAVN Manafoss 27. mai VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framog til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriöiudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SlMI 27100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.