Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1982 í Hafnarfirði búa nú um 12.400 manns, en byggð þar hefur farið ört vaxandi síöustu árin. Af mörgu er að taka i upptalningu á framkvæmdum bæjarfélags af þessari stærð, en nefna má að nýverið var samþykkt nýtt heildarskipulag Hafnarfjarðarbæjar, en hið gamla var frá árinu 1933. Þá er unnið að byggingu kirkju í Víðistaða- sókn, sett hefur verið upp ný álma við Elli- og hjúkrunarheimili DAS, íþróttaaðstaða í bænum stórbætt. Uppbygging félagslegrar þjónustu er stöðugt á dagskrá og fleira mætti nefna. Hafnarfjörður er orðinn „mótað“ bæiarfélag og stjórnun þess í föstum skorðum. I bæjarstjórn mynda sjálfstæðismenn ásamt óháðum borgurum meirihluta bæjarstjórnar. í bæjarstjórninni sitja 4 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, 2 af lista óháðra borgara, 2 alþýðuflokksmenn, 2 alþýðubandalagsmenn og 1 framsóknarmaður. f síðustu kosningum misstu sjálfstæðismenn með litlum atkvæðamun fimmta bæjarfulltrúann sem þeir áður áttu til Alþýðubandalagsins. 2. maður Alþýðubandalagsins hafði 442 atkvæði á bak við sig, en fimmti maður Sjálfstæðisflokksins 430 og 3/s úr atkvæði. Ekki var að heyra á bæjarbúum sem Mbl. ræddi við, að nein „kosningabomba“ væri á ferðinni, þ.e. ekkert eitt bæjarmálefni væri notað í kosningabaráttunni fremur en annað. „Menn kjósa þá sem þeir treysta til að stjórna þessu áfram á almennilegan hátt,“ sagði einn viðmælandi blaðsins. En Hafnfirðingar kjósa um fleira en menn, þvi einnig verður könnuð afstaöa Hafnfirðinga til hunda og hundahalds. Kjósendur verða spurðir hver afstaða þeirra sé og eiga þeir að krossa við annað af tvennu: „A móti hundahaldi“ eða „Með hundahaidi“. BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR: Hafiiarfiörður Fyrsta og stærsta verkefnið^er að takast á við vandamál BÚH Þad verður ekki gert með því að segja fólki ekki satt um afkomu fyrirtækisins segir Árni Grétar Finnsson l»aó var auðheyrt ad mikill hugur er í frambjóðendum SjáJfstæðisflokksins í Hafnarfirði, er við Mbl.-menn fylgdum þeim eftir á yfirlitsferð um bæinn nú í vikunni og bjartsýni var ríkjandi um kosningaúrslit, en sjálfstæðismenn hafa ver- ið ráðandi afl í Hafnarfirði sl. 20 ár. Við tókum oddvita þeirra, Árna Grétar Finnsson, tali í lok ferðar og forvitnuðumst fyrst um fram- kvæmdir á kjörtímabilinu. Árni sagði að miklar framkvæmdir hefðu verið í gangi og því erfitt að gefa tæmandi upptalningu. „Svo eitthvað sé nefnt þá er nú komið að lokum verkáætlunar sem gerð var fyrir nokkrum árum um lagn- ingu siitlags á svo tii allar götur bæjarins. Teknar hafa verið í notkun 23 nýjar skólastofur og fer nú allt skyldunám fram í barna- skóium. Nýr skóli hefur verið tek- inn í notkun. Á þessu ári verður lokið byggingu nýs íþróttahúss við Víðistaðaskóla. Þá er nýtt íbúð- arhverfi í Hvömmum svo til að verða tilbúið. Fyrir tveimur árum var hafin bygging nýs iðnaðar- og viðskiptahverfis i Kaplakrika norðan Reykjanesbrautar. Reikn- að var með í upphafi, miðað við framkvæmdahraða á undanförn- um árum, að uppbygging hverfis- ins tæki 17 ár. Eftirsóknin eftir lóðum þarna hefur verið slík að þær eru nú nánast á þrotum. Það sýnir kannski þann vöxt sem er í bænum á þessu sviði. Þá var haldið áfram fram- kvæmdum við höfnina og sett upp 80 metra stáiþil á Suðurhöfninni, en Hafnarfjarðarhöfn er nú önnur stærsta höfn landsins á eftir Reykjavíkurhöfnunum. Þá hefur á kjörtímabilinu verið tekið í notk- un eitt skóladagheimili, Kattholt. Einnig nýr Ieikskóli, Arnarberg, og verið er að Ijúka smíði nýs leikskóla í Norðurbænum. Síðast en ekki síst vil ég nefna að unnið hefur verið gífurlegt átak í skipulagsmálum og nú nýverið var samþykkt nýtt aðalskipulag. Það eldra.var frá 1933. Einnig hef- ur verið samþykkt nýtt miðbæjar- skipulag og deiliskipulag fyrir um það bil 300 nýjar íbúðir í Setbergs- hverfi, en það land fengum við í makaskiptum við Garðabæ á kjör- tímabilinu." Um stöðu mála í dag sagði Árni Grétar m.a.: „Hafnarfjarðarbær stendur fjárhagslega mjög traust- um fótum og sama er að segja um öll fyrirtæki hans að Bæjarút- gerðinni undanskiiinni en hún á við gífurlega fjárhagserfiðleika að etja — er komin í algjört greiðslu- þrot. Andstæðingar okkar sjálf- stæðismanna hafa — jafn furðu- legt og það verður að teljast — allir lagst á eitt um að fela þá miklu fjárhagserfiðleika Bæjarút- gerðarinnar og sameinast í bæjar- stjórn í að reyna að koma í veg fyrir að bæjarfulltrúar fengju upplýsingar um fjármál fyrirtæk- isins. Við sjálfstæðismenn leggj- um áherslu á, að úttekt fari fram á öllum rekstri BUH með það fyrir augum að reynt verði að finna lausn á hinum gífurlegu rekstrar- erfiðleikum fyrirtækisins, þannig að þaö geti staðið á eigin fótum. Skuldir fyrirtækisins hafa hækk- að um 200% á síðustu árum og undir þeirri byrði rís reksturinn ekki. Það verður fyrsta og stærsta verkefni næstu bæjarstjórnar að takast á við vandamál Bæjarút- gerðarinnar. I ár er áformað að bæjarsjóður ieggi útgerðinni til sjö milljónir króna til styrktar og mjög líklega dugar það ekki til. Að sjálfsögðu koma fjárhagserfiðleik- ar fyrirtækisins niður á öllum framkvæmdum bæjarfélagsins, þar sem fé til hennar er tekið beint af framkvæmdafé bæjarfé- lagsins. Hjá BÚH starfa á þriðja hundrað manns. Markmiðið með rekstri hennar er fyrst og fremst að skapa atvinnuöryggi. Því veltur á miklu að hægt verði að leysa málefni hennar. Það verður ekki gert með því að segja fólki ekki satt um afkomu hennar. Þá er vert að geta stærsta at- vinnufyrirtækisins í Hafnarfirði, ISAL, en Hafnarfjörður er talinn annar stærsti iðnaðarbær lands- ins á eftir Reykjavík. Það setti óhug að mönnum að heyra þær yfirlýsingar sem fram komu hjá ráðherra Alþýðubandalagsins að hagkvæmasta lausn virkjunar- mála landsins væri að loka ál- verksmiðjunni og að starfsmenn hennar sneru sér að þjóðhollari störfum. Þessi og aðrar slikar yf- iríýsingar benda eindregið til þess að ráðherra Alþýðubandalagsins sé andvígur starfsemi álverk- smiðjunnar enda voru kommún- istar á móti byggingu hennar. Lokun álversins myndi verða stórkostlegt áfall fyrir Hafnar- fjörð og hafnfirskt atvinnulíf og er vonandi að valdatími þeirra afla í ríkisstjórninni sem að því vinna sé senn á enda. Þá hefur Hafnarfjarðarbær staðið í deilum við fjármálaráðherra Alþýðu- bandalagsins út af endurskoðun á framleiðslugjaldi sem bærinn fær af starfsemi ISAL. Þá samninga átti að endurskoða á tveggja ára fresti og leiðrétta með hliðsjón af hækkun fasteignagjalda. Þar hef- ur allt verið á sömu bókina lært hjá þeim Alþýðubandalagsráð- herrunum. Hafnarfjarðarbær hef- ur orðið fyrir verulegum tekju- missi þessa vegna.“ Hvað varðar verkefnin á næsta kjörtímabili gildir það sama og um hið liðna. Alltof margar línur þyrfti hér til að telja það allt upp, en við báðum Árna að stikla á stóru. Hann sagði m.a.: „Hafin verður bygging nýs íbúðahverfis í Setbergslandi og lokið byggingu og frágangi Hvammanna. Ný sundlaug verður byggð og leikskóli reistur í Suðurbænum. Þá verður byggt við Öldutúnsskóla og Tón- listarskólinn fær nýtt húsnæði. Starfsemi hans hefur mjög eflst á síðustu árum. Þá verður byggt við Sólvang og læknaþjónusta hafin í nýju húsi við spítalann. Þá verður haldið áfram uppbyggingu íþróttamannvirkja í samvinnu við íþróttafélög bæjarins, svo eitthvað sé nefnt. Haldið verður áfram hafnarframkvæmdum með það fyrir augum að koma upp betri að- stöðu fyrir skipaviðgerðir og vöru- flutninga. Árni Grétar er bjartsýnn á úr- slit kosninganna. Hann sagðist treysta því að fólk mæti það sem vel hefði verið gert og stjórnun undanfarinna ára. „Við viljum halda þeirri þróun áfram," sagði hann og förum því til kosninga undir kjörorðinu „Gerum góðan bæ betri“. Árni GréUr Finnsaon. LjÓNm. Mbl. Kmilía Bjarr Bjiwaadóttir. Árni Grétar sagði að lokum: „Tveir af bæjarfulltrúum okkar hverfa nú úr bæjarstjórn, en skipa heiðurssæti á lista flokksins, Það eru þeir Stefán Jónsson, sem setið hefur í bæjarstjórn frá 1938, leng- ur en nokkur annar bæjarfulltrúi á landinu, og þar af verið forseti bæjarstjórnar í 14 ár. Guðmundur Guðmundsson hefur verið bæjar- fulltrúi frá 1970. Þeir hafa báðir unnið mikil og góð störf bæði fyrir Hafnarfjörð og Sjálfstæðisflokk- inn og verið forystumenn í þeirri miklu uppbyggingu sem hér hefur átt sér stað. F.P. Að sögn Árna Grétars hefur stórátak verið gert í malbikun og frágangi gatna og gangstíga á kjörtimabilinu. Unnið var af fullum krafti við þær fram- kvæmdir er Mbl.-menn heimsóttu Hafnarfjörð í vikunni. I.jósm. Mbl. Kmilía lljt»ri» Kjórnsdóllir. Fimm af sex efstu frambjóðendunum i flotbryggjunni í smábátahöfninni. Talið frá vinstri: Ellert Borgar Þorvaldsson, fræðslustjóri, Árni Grétar Finnsson, hæstaréttarlögmaður, Einar Þ. Mathiesen, framkvæmdastjóri, Ása María Valdimarsdóttir, kennari, og Sólveig Ágústsdóttir, húsmóðir. Haraldur Sigurðsson, verkfræðingur, sem skipar 5. sæti listans var staddur erlendis þegar myndin var tekin. I.jósm. Mhi. Kmiiia Ujor)> lijiirnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.