Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 <nf0tntXrIiibiiU> FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1982 Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Hjúkrunarfræðingar hætta störfum sínum á miðnætti Líkur á samkomulagi hafa ekki aukist, segir formaður Hjúkrunarfélagsins Hjúkrunarrrædingar ganga út af ríkisspítölunum á miónætti næst- komandi takist samningar ekki fyrir þann tíma. Kftir þart verður aðeins um neyðarþjónustu að ræða á _ ríkisspítölunum og Landakoti. „Kg get ekkert sagt af þessum fundi, það liggur ekkert ákveðið fyrir, en við munum ræðast við af- tur,“ sagði Svanlaug Árnadóttjr, formaður Hjúkrunarfélags ís- lands, er hún var spurð um árang- ur af fundi hjúkrunarfræðinga með fulltrúum fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í gær. Varð- andi horfurnar á samkomulagi vildi Svanlaug engu spá, en ekki sagði hún þær betri eftir fundinn í gæ/. 1 samtali við Morgunblaðið í gærkveldi sagði Þorsteinn Geirsson, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu, að engin ákvörðun hefði verið tekin af hálfu ráðuneytisins um aðgerðir vegna uppsagna hjúkrunarfræð- inga, en þær taka gildi á morg- un, laugardag. Sagðist hann ekki vita til þess að tilboð frá ráðu- neytinu væri á leiðinni. Árný Sigurðardóttir, hjúkrun- arfræðingur á Landakotsspítala, sagði í gærkveldi að í gær hefði verið fundur á spítalanum, þar sem sú ósk var fram borin frá heilbrigðisráðherra og borgar- lækni, að spítalinn tæki að sér slysavakt á tímabilinu 18.—23. maí. Þessum tilmælum höfnuðu hjúkrunarfræðingar á Landa- koti einróma, að sögn Árnýjar. Hún sagði, að hjúkrunarfræð- ingar hefðu boðist til að halda tveimur deildum Landakots opnum, en þar eru 60 rúm, og yrðu sjúklingar teknir inn á þær á meðan rúm væri. Grétar Ólafsson, yfirlæknir á handlækningadeild Landspítal- ans, sagði í gærkveldi, að Land- spítalinn myndi að líkindum hafa slysovakt á sunnudag og mánudag, en Borgarspítalinn á föstudag og laugardag. Grétar sagði að á handlækningadeild yrðu 23 rúm, 17 sjúklingar myndu liggja á deildinni en 6 rúm yrðu til ráðstöfunar í neyð- artilvikum. Á milli 80—90 rúm eru til ráðstöfunar á deildinni að jafnaði. Hann kvaðst búast við „ÞAÐ HEFUR ekkert vandræða- ástand skapazt ennþá, en fari sem horfir, að saltfiskurinn verði áfram svona öflugur eins og hann er, og einhver samdráttur verði í skreiðinni, þá getur þrengt að okkur í frystingunni,“ sagði Sig- því að neyðaráætlun hjúkrunar- fræðinga myndi halda, enda væri sú áætlun ábyrg af þeirra hálfu. Gjörgæslupláss yrði opnað ef nauðsyn krefði. Sagðist urður Markússon, framkvæmda- stjóri Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins, í samtali viö Mbl., er hann var inntur eftir því, hvort aflabrestur á þorski síðustu mán- uði hefði það í for með sér, að hráefnisskortur yrði í frystum Grétar ekki sjá fram á annað en að unnt yrði að sinna neyðartil- fellum, hins vegar væri ekki hægt að taka inn sjúklinga af biðlistum. fiski til útflutnings. „Botnfiskfrysting okkar er 4% minni fyrstu fjóra mánuði ársins, sé miðað við sama tíma- bil á árinu 1981 og inni í því er aprílmánuður, sem óneitanlega var frekar slakur," sagði Sigurð- Um 1300 manns sóttu fjölskyldu- skemmtun ungra sjálf- stæðismanna í Laugardalshöll í gærkvöldi, en þar komu ýmsir kunnir skemmtikraftar við sögu og Katrín Fjeldsted, Ingibjörg Kafnar og Davíð Oddsson fluttu stutt ávörp. Létt stemmning rikti í Höllinni og var dagskráin mjög óformleg en sægur atriða og m.a. setti Jón Páll Sigmarsson heims- met í réttstöðulyftu með annarri hendi, gerði sér lítið fyrir og lyfti 250 kg en fyrra heimsmet var 230 kg. í fjöldasöng var slikur þróttur að undir tók i Höllinni. Sjá mið- síðu. ur Markússon ennfremur. „Haldist þetta fiskleysi eitthvað áfram förum við nú að hafa alvarlegar áhyggjur af þessu, því við eigum engar veru- legar birgðir af freðfiski upp á að hlaupa. Reyndar hefur af- skipun fyrstu mánuði ársins haldið í við framleiðsluna og því ekki verið um neina birgðasöfn- un að ræða," sagði Sigurður Markússon að síðustu. Skæruverk- föll í veitinga- húsum? FÉLAG starfsfólks í veitingahúsum hefur boðað verkfall dagana 21.—23. maí og síðan aftur dagana 28.-29. maí nk. hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tima. Verkfallinu er ætlað að þrýsta á um gerð samninga, sem að mati starfsfólksins hafa dregizt á langinn. Áhrif verkfallanna, ef til þeirra kemur, verða þau, að veit- ingahús og hótel munu loka þessa daga, en félagar í Félagi starfs- fólks í veitingahúsum eru fólk í herbergjaþjónustu, fólk við dyra- vörzlu, í eldhúsum, við ræstingu og fleira. Valið stendur um: Meirihluta sjálfstæðismanna eða vinstri stjórn fjögurra flokka - sagði Davíð Oddsson á „Beinni línu“ í gær VINSTRI flokkarnir fjórir stefna að vinstri stjórn í Reykjavík á næsta kjortímabilí. Við sjálfstæðismenn keppum að því að vinna meirihlutann á ný, sagði Davíð Oddsson, formaður borgarstjórn- arflokks sjálfstæðismanna, í útvarpsþættinum „Beinni línu“ í gærkvöldi. Davíð Oddsson sagði, að ef Sjálfstæðisflokkurinn næði ekki meirihluta á ný í borgarstjórn mundi vinstri stjórn sitja næsta kjörtímabil undir forystu Al- þýðubandalagsins. Formaður borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins var spurður, hvort flokkur hans gæti hugsað sér samstarf við ein- hvern annan flokk um meiri- hluta. Hann svaraði því til, að enginn hinna flokkanna hefði gefið til kynna, að hann vildi samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn, þess vegna stæði valið um meirihlutastjórn sjálfstæð- ismanna eða vinstri meirihluta fjögurra flokka undir forystu Alþýðubandalags. Davíð Oddsson bætti því við, að ef full- trúar annarra flokka vildu vinna að stefnumálum sjálfstæð- ismanna í borgarmálum, væru þeir auðvitað velkomnir til þess. í máli Davíðs Oddssonar kom fram, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi fækka borgarfulltrúum í 15 á ný, fengi flokkurinn meiri- hluta og einnig mundi flokkur- inn afnema punktakerfið í áföngum, þó þannig, að hlutur þeirra sem hefðu áunnið sér rétt skv. því yrði ekki fyrir borð bor- inn. Borgarfulltrúinn benti einn- ig á, að á síðasta kjörtímabili Sjálfstæðismanna 1974—1978 hefði ekki orðið ágreiningur um eina einustu lóðaúthlutun. I.josmynd Mbl. ÓI.K.M. Sigurður Markússon um aflabrestinn á þorski: Getur valdið hráefnisskorti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.