Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1982 25 Ný plata Fáguð, fjörug og fjölbreytt iííSSsS: Dreifing Utgefandi: Geimsteinn símar 85055 og 85742 strax við upphaf skólahalds skapaðist festa í kennaraliðinu. Trúlega er það einsdæmi að með- al fastra kennara sé nær þriðj- ungur útlendingar. í ME hafa innfæddir annast kennslu í frönsku, þýsku og ensku. Nú verður sú breyting á að tvenn hjón hætta störfum við skólann og hyggja á frekara háskólanám eða önnur störf. Við þetta losna stöður í íslensku, ensku og fé- lagsfræði. Auk þessa þarf viðbót við kennslukrafta í stærðfræði vegna fjölgunar nemenda. Auð- velt hefur reynst að fá kennara að ME. Ungt menntafólk virðist telja aðstæður á Egilsstöðum að ýmsu leyti eftirsóknarverðar. Þess er að vænta, að ekki skorti umsóknir um þær stöður sem auglýstar verða þegar þessir ágætu kennarar láta nú af störf- Erlend nemendaskipti Fyrsta starfsár skólans urðu nemendaskipti við menntaskól- ann í Þórshöfn í Færeyjum. U.þ.b. 20 nemendur ásamt kenn- urum fóru frá Egilsstöðum og dvöldu eina viku í Færeyjum. Jafn margir komu þaðan. Af þessu urðu ágæt kynni nemenda beggja skólanna, og nú er stefnt að framhaldi þessara samskipta næsta haust með tilstyrk Menn- ingarsjóðs Norðurlanda. Vel fer á því að stuðlað sé á þennan hátt að auknum tengslum við næstu grannþjóð vora. Lokaorð Fyrirsjáanlegt er að skólinn mun enn um skeið búa við bráða- birgðaaðstöðu í sambandi við kennslu og fleira, því fyrst þegar heimavistarálman er fullbúin verður byrjað á kennsluhúsi. Það er þó næsta ótrúlegt hve slíkt hefur lítið komið að sök. Þetta byggist á því, að það er góður andi í skólanum. Þannig hafa nemendur í vetur stórbætt fé- lagsaðstöðu svo salurinn eða „fé- lagsheimilið" er orðinn vistlegur til samkomuhalds. í hitteðfyrra fengu nemendur þetta húsnæði til ráðstöfunar, „tilbúið undir tréverk og málningu". Þá er nú nýtekin í notkun gufubaðstofa, sem nemendur hafa að mestu komið upp af eigin rammleik. Menntaskólinn á Egilsstöðum mun nú sem fyrr leitast við að koma til móts við menntunarþörf Austfirðinga og fjölga námsleið- um eftir föngum innan þess ramma, sem honum er skorinn miðað við nemendafjölda og verkaskiptingu milli skóla fjórð- ungsins. Allir, sem hlut eiga að máli hafa lagst á eitt, kennarar, starfslið og síðast en ekki síst þeir nemendur sem sýnt hafa ME traust með því að fjölmenna í skólann. Hann er þegar á þriðja starfsári orðinn veigamikill þátt- ur í þeirri alhliða sókn til fram- fara, sem ríkt hefur á Austur- landi sl. áratug. Úr fórum borgarstjórnar 1978- Húsnæðismiðlun Sigurjóns „Alþýðubandalagið stefnir að því að koma upp húsnæð- ismiðlun Reykjavíkurborgar." Þannig hljóöaöi ein greinin í stefnuskrá Alþýöubandalagsins fyrir síöustu borgarstjórnarkosn- ingar. Henni fylgdu nokkrar út- skýringar á því, hvaöa húsnæöi ætti aö leigja. Borgin átti m.a. aö annast „sjálf byggingu allra fjöl- býlishúsa í Reykjavík“ (bygg- ingasamvinnufélög og verka- mannabústaöir þó undanskilin) og síöan segir í stefnuskránni: „Þær íbúðir, sem borgin byggir með þessum hætti skulu afhentar Húsnæöismiðl- un Reykjavíkurborgar til ráöstöfunar." Allir vita, aö Sigurjón Péturs- son og félagar hans í borgar- stjórn Reykjavíkur hafa ekki byggt eina einustu leiguíbúö á kjörtímabilinu, hvaö þá heldur fjölbýlishús. Þegar upp úr sauö meö húsnæðisvandræðin í Reykjavtk og Sigurjón haföi enga leiguíbúö til aö vísa á, kom loks- ins í Ijós, hvaö Alþýöubandalagiö á viö með „Húsnæöismiðlun“ í höndum vinstri valdaaöila. Lausn Sigurjóns Péturssonar, kom fram í Þjóóviljanum og vakti að vonum mikla athygli. Hún var í aðalatriöum á þá leiö og taka þyrfti „autt húsnæöi" leigunámi, „eins og dæmi eru til víöa erlend- is" eins og þaö var oröað. í þessu sambandi var ennfremur rætt um aö „koma í notkun“ stóru hús- næði sem ein manneskja byggi í. Sigurjón Pétursson geröi Reykvíkingur mikinn greiöa, þeg- ar hann sýndi þeim sitt rétta and- lit i húsnæðismálunum. Virö- ingarleysi fyrir eignarréttinum og rétti einstaklinga til aö búa þröngt eöa rúmt í eigin húsnæöi er svo alvarlegt mál, aö því má enginn gleyma, þegar hann tekur ákvöröun um stjórn Reykjavík- urborgar næstu fjögur árin. Reykvíkingar munu svara því í kjörklefanum 22. maí, hvort þeir kæra sig um „Húsnæöismiðlun“ Sigurjóns Péturssonar eða ekki. I Sigurjón Pétursson um »_oi stórt“ húsnwói ' einstaklinga: fcað þarf að koma hessu húsnæði 1 notkun vill .pinben, ^ 08 ' öorgin taki „autt h&ði“ leiaunami Hundahald á höfuðborg- arsvæðinu í fréttatilk. sem Samband dýra- verndunarfélaga íslands hefur sent um aðalfund SDÍ er m.a. greint frá þessari ályktun fundarins varðandi hundahald á höfuðborgarsvæðinu. Ályktunin er svohljóðandi: „Aðalfundur SDÍ, haldinn í Reykjavík 11. maí 1982, ályktar: Giskað hefur verið á að í Reykja- vík, Kópavogi og Hafnarfirði séu allt að þrjú þúsund heimilishund- ar. Enginn veit þó töluna með vissu því þessi dýr eru hvergi skráð og ekkert eftirlit haft með þeim af hálfu opinberra aðila. Langflestir þessara hunda eru í höndum góðra, ábyrgra eigenda sem hirða um dýr sín eins og best verður á kosið. Því vill fundurinn, að gefnu til- efni, vara við ofsóknum gegn hundahaldi í þéttbýli og telur slíkar ofsóknir varða bæði dýra- vernd og almenn mannúðarsjón- armið. Skorar fundurinn á viðkom- andi yfirvöld að leyfa hundahald í þéttbýli þar sem ákveðnum skil- yrðum og eftirliti er fullnægt." Vopnafjörður: Kaupfélagið reis- ir verkstæðishús AÐALFUNDIIR Kaupfélags Vopnfirð- inga var haldinn laugardaginn 3. apríl sl. hórrtur Pálsson, formaður félagsins, setti fund og flutti skýrslu stjórnar. Jiir- undur Kagnarsson kaupfélagsstjóri flutti skýrslu um störf og rekstur fé- lagsins á árinu 1981 og skýrði reikn- ingana sem lágu fyrir fundinum. í frétt frá félaginu segir, að heild- arvelta Kaupfélags Vopnfirðinga á árinu 1981 hafi verið 48,5 millj. kr., og hafi aukist um 60% milli ára. Fjárfestingar á árinu námu 1,2 millj. kr. og voru þær í minnsta lagi árið 1981 miðað við árin á undan. Niðurstöðutölur efnahagsreikn- ings voru kr. 32,6 millj. Reksturinn skilaði hagnaði á árinu 1981 sem nam kr. 409 þús. kr. í skýrslu kaupfélagsstjóra kom m.a. fram, að vaxtabyrði félagsins er mikil og stæði allri starfsemi félags- ins fyrir þrifum. Á fundinum komu fram áhyggjur bænda vegna þess uggvænlega ástands sem nú ríkir í sölumálum á kindakjöti til útlanda. Framkvæmdir á árinu 1982 verða helztar þær, að byggingavörudeild félagsins verður breytt og stækkuð til muna. Þá mun hafist handa við að reisa verkstæðishús, þar sem verk- stæði félagsins væru öll undir einu þaki, en þau eru nú á þremur stöðum, segir í frétt félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.