Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1982 31 íslandsmótið: Leikið á grasi í Reykjavík NÚ ER ákveðið að 1. deildarleikirn- ir tveir sem leiknir verða í Reykjavík um helgina fari fram á grasi. A morgun, laugardag, leika Valur og KA kl. 14.00 á hallarflötinni svoköll- uðu fyrir framan Laugardalshöllina. og leikur Víkings og Fram verður háður á sunnudag kl. 20.00 á sama stað. Er það án efa gleðiefni að ekl i þarf að bjóða áhorfendum og knatt- spyrnumönnum upp á það að leika á möl í upphafi íslandsmótsins hér í Reykjavík. Hins vegar mun leikur Þróttar R og Skallagríms í 2. deild sem fram fer á mánudag verða leik- inn á Melavellinum. — ÞR Ósannfærandi sigur heimsmeistaranna Argentínsku heimsmeistararnir í knattspyrnu sigruðu Rúmena í vin- áttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Rosario í fyrradag. Eina mark leiksins skoraði Ramon Diaz snemma í síðari hálfleik. Leikur meistaranna þótti ekki lofa góðu fyrir komandi lokakeppni HM og má geta þess að þeir Osvaldo Ardil- es og Mario Kempes þóttu svo slakir að þeir voru teknir út af til þess að hressa upp á argentinska liðið. Ágætur tími hjá Jóni „ÉG ER ántegður með þennan árangur, þetta gefur mér góðar von- ir, þar sem ég er varla byrjaður að skerpa mig upp fyrir keppni," sagði Jón Diðriksson, hlaupari úr UMSB, í spjalli við Mbl. Jón hljóp þúsund metra hlaup á 2:22,9 minútum um síðustu helgi á frjálsíþróttamóti í V-Þýzkalandi. Jón á íslandsmetið í þessari grein, 2:21,1 mínútur. „Hraðinn var frekar litill og ég hélt mig í öðru sæti. Tók forystu þegar 300 metrar voru í mark, en það dugði skammt því þrír fóru fram úr mér á beinu brautinni." Jón varð fjórði í hlaupinu, sigurvegari varð Harald Hudak á 2:21,7, en hann er í hópi 5—10 beztu 1500 metra hlaup- ara frá upphafi. Þriðji varð Ólympíu- verðlaunahafinn Paul Wellman á 2:22„5, en i öðru s*ti var hérinn i hlaupinu, Schmidke að nafni. Þorvaldur jafnar metið WIRVALDUR Þórsson, ÍR, jafnaði eigið íslandsmet í 110 metra grinda- hlaupi öðru sinni, er hann hljóp á 14,4 sekúndum í Los Gatos í Kali- forníu um síðustu helgi. Stóð Þor- valdur sig vel á mótinu, varð í öðru sæti, en Bandaríkjamenn eru sterkir í grindahlaup. Þetta er í þriðja skiptið i vor, sem Þorvaldur hleypur á 14,4 sekúndum, og er vart við öðru að búast en hann fari að bæta metið. Hann hefur hlaupið á 14,2 sek., en þá var með- vindur of mikill. Honved varð Evrópumeistari EVRÓPUKEPPNI í handknattleik er nú lokið. í keppni meistaraliða sigraði ungverska félagið Honved. Liðið vann St. Gallen frá Sviss ör- ugglega í báðum leikjunum í úrslit- unum. Empor Rostock sigraði í bik- arkeppni Evrópu. Liðið vann Dukla Prag sem lék gegn Þrótti samanlagt með einu marki eftir tvo leiki, 36—35. í IHF-keppninni sigraði þýska liðið Gummersbach eins og skýrt hefur verið frá. Gólf mottur Höfum aftur fengiö plast- gólfmotturnar, sem krækja má saman í stæröinni 120x60 cm. — Heppilegar fyrir vinnustaöi, þar sem standa þarf viö vinnu, einnig til notkunar í böö og búningsklefa. Einnig væntanleg ný tegund af gólfmottum, í stæröinni 60x60 cm. frekar til notkunar í heima- húsum. Sýnishorn fyrirliggjandi. B.Sigurðsson sf. Skemmuvegi 12, Kóp. Sími 77716. Laugavegi 10 sími 27788 DAG TIL AÐ SLÁ ÞÉR Á PLÖTUSPILARA FRÁ AKAI MEÐ 20% VERÐLAUNA- AFSLÆTTI * * Miðað við staðgreiðslu FARÐU EKKITÆKJAVILLT - TRYGGÐU ÞÉR M [fil IGÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.