Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1982 Kosningahappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Hjörleifur Guttormsson: Ekkert málfrelsi nema á grundvelli sósíalismans! Ljósm. Mbl. ÓI.K.Mtg. Útfor Jóhönnu Egilsdóttur var gerð frí Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjölmenni. Sr. Emil Björnsson jarðsöng. Fulltrúar kvennasamtaka, óháða safnaðarins og Alþýðuflokksins báru kistu hinnar látnu úr kirkju og forystukonur Verkakvennafélagsins Framsóknar gengu á undan kistunni og stóðu heiðursvörð. Dregið á morgun Enginn má láta sitt eftir liggja, segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri flokksins Á MORGUN, laugardaginn 15. mai, verður dregið í kosningahappdrætti Sjálfstæðisflokksins, sem staðið hef- ur yfir frá því í miðjum april síðast- liðnum. Að sögn Kjartans Gunnarsson- ar, framkvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins, er happdrætti flokks- ins ein helsta tekjuöflunarleið hans og sagði Kjartan að árangur happdrættisins skipti miklu máli fyrir flokkinn nú þegar hann stæði í dýrri kosningabaráttu. Og það er að sjá, hélt Kjartan áfram, að flokksmenn geri sér glögga grein fyrir nauðsyn þess að leggja flokknum fjárhagslegt lið. Það sjáum við vel á góðum undirtekt- um flokksmanna við happdrætt- inu nú. En ennþá er herslumunur- inn eftir. í dag og á morgun mun- um við leggja höfuðkapp á að ná til allra þeirra sem enn hafa ekki haft aðstöðu til að greiða happ- drættismiðana eða láta sækja til sin greiðslu. Það má enginn láta sitt eftir liggja. Afgreiðsla happdrættis Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 82900 og er opin frá 09.00—22.00. Sigur Sjálfstæðisflokksins er þinn sigur — xD., Auróra llalldórsdóttir leikkona. Auróra Hall- dórsdóttir leikkona látin AURÓRA Halldórsdóttir leikkona andaðist síðastliðinn miðvikudag 74 ára að aldri. Auróra fæddist á ísafirði 24. des- ember árið 1907. Foreldrar hennar voru þau Ástríður Ebenesardóttir og Halldór Ólafsson, múrari og leikari þar. Hún hóf leikferil sinn sem unglingur á ísafirði, en fluttist síðan til Reykjavíkur. Auróra starf- aði lengi hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, en einnig starfaði hún með Bláu stjörnunni, Fjalakettinum og lék hún í fjölmörgum revíum. Auróra giftist Indriða B. Hall- dórssyni árið 1941 og lifir hann konu sina. Veit ekki hversu margir eru hús- næðis- lausir Kristján Benediktsson, borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, veit ekki hversu margir eru húsnæðislausir í Reykjavík. Þetta kom fram í útvarps- þættinum „Beinni línu" í gærkvöldi. Kristján Bene- diktsson var spurður, hvort ekki hefði verið meiri ástæða til að verja peningunum sem fóru í útitaflið í húsnæðismál. Hann sagði þá m.a.: — Ég veit Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins. náttúrulega ekki hversu margir eru húsnæðislausir í Reykjavík. — Þess skal getið, að Kristján Benediktsson hefur átt sæti í borgarstjórn á annan áratug og setið í borgarráði árum saman. læynifélög íslenzkra kommúnista og Sovétvina, sem stunduðu nám í A-Evrópulöndum, gerðu ýmsar ályktanir, sem komu fyrir almenn- ingssjónir í „Rauðu bókinni — leyniskýrslur SÍA“, sem útkom 1963. Viðkomendur gerðu kröfu til höfundarlauna fyrir bókina og við- urkenndu þann veg, að texti bókar- innar var þeirra eigin orð. í skyrslu til Einars Olgeirssonar frá flokks- deildinni i Leipzig í A-Þýskalandi, en höfundar hennar voru m.a. Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- ráðherra, Tryggvi Sigurbjarnarson, einn helzti ráðgjafi hans i orkumál- um í dag, og Þór Vigfússon, kjörinn borgarfulltrúi Alþýðubandalags 1978, segir m.a.: „Okkar álit er í stuttu máli: Við álítum, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki völdin og létu engan komast upp með mótmæli, stefnubreytingar eða annað múður." Þessi skýrslugerð og sú afstaða til skoðana- og málfrelsis, sem þar kemur fram, varpar ljósi á afstöðu iðnaðarráðherra, sem frá var sagt í frétt á bls. 2 í Mbl. í gær, að iðnaðarráðherra neitaði að koma fram í Fréttaspegli sjón- varpsins, ef forstjóri ISAL fengi að láta samtímis sitt viðhorf í ljós til þess umræðuefnis, sem þátturinn fjallaði m.a. um, deilu- mál tengd álverinu í Straumsvík. Hann átti ekki að „komast upp með neitt múður". Ráðherrann taldi sig ekki þurfa að „fara í við- ræður við forstjóra einhvers fyrirtækis út í bæ“, eins og hann orðaði það af lítillæti við frétta- menn sjónvarpsins! kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíalismans, og þá sízt Þjóðverjum. Okkur er það jafnframt ljóst að „frjálsar kosn- ingar" eins og þær tíðkast á Vest- urlöndum gefa alranga mynd af vilja fólksins. — Hinsvegar finnst okkur kosningar hafa lítið gildi, þegar um ekkert er að velja nema mjög þröngt afmarkaða stefnu, þó hún að vísu sé leið til sósíalisma. Fyndist okkur heið- arlegar að farið, ef valdhafar hér lýstu yfir, að þeir hefðu tekið Hjörleifur Steindórsmálið: Tilhneiging til valdníðslu — sagði Davíð Oddsson Davíð Oddsson, leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, sagði í útvarpsþættinum „beinni línu“ í gærkvöldi, að hann teldi Steingrím Her- mannsson, samgönguráðherra og samgönguráðuneytið hafa sýnt tilhneigingu til valdníðslu í máli bifreiðastjóranna á Stein- dórsstöðinni. Davíð Oddsson kvaðst vera ósammála afstöðu ráðherrans og ráðuneytisins og sagði furðulegt að þegar fyrir lægi að málið færi fyrir dóm- stóla, færi ráðherra að hefna sín á bifreiðastjórunum. Tryggvi Þór. Samninganefndirnar komu síðast saman til fundar sl. þriðjudag, en þá gerðist ekkert. Samningamenn ræddust ekkert við og eftir um tveggja klukku- stunda bið, var ákveðið að blása fundinn af og boða til fundar í dag að nýju. Verkalýðsfélögin eru þegar farin að boða verkföll og má þar nefna, að flest félög innan Sam- bands byggingarmanna hafa boðað verkfall 18. maí nk. í einn dag og síðan tvö eins dags verk- föll í vikunni á eftir. Starfsmannafélagið Sókn hef- ur boðað allsherjarverkfall frá 19. maí nk., en það eru aðallega starfsmenn hjá ríki og bæ, m.a. starfsmenn sjúkrahúsa, dagvist- arstofnana, fólk í heimaaðstoð og fleiru. Loks boðaði Félag starfsfólks í veitingahúsum tvö skæruverkföll í gær, það fyrra 21.—23. maí og hið síðara 28.-29. maí nk. Samningafundur ASI og VSÍ i dag Verkalýðsfélög boða verkföll SAMNINGANEFNDIR Alþýðu- sainbands íslands og Vinnuveit- endasambands íslands hafa verið boðaðar til samningafundar hjá Rikissáttasemjara klukkan 09.00 í dag, en í gær fóru fram viðræður um ýmsar sérkröfur hinna einstöku félaga og sambanda. Kappræður frambjóð- enda við Pylsuvagninn Kappræðufundur verður hald- inn við pylsuvagn Ásgeirs H. Ei- ríkssonar á Lækjartorgi í dag og hefst kl. 16.30. Tveir frambjóð- endur frá hverjum framboðslista mæta til kappræðna, en fundar- stjórar verða þeir Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. Farnar verða tvær umferðir og fær hver framboðslisti 5 mínútur til ráðstöfunar í hvorri umferð. Frá A-lista Al- þýðuflokks mæta þau Guðríður Þorsteinsdóttir og Bragi Jós- epsson, frá B-lista Framsókn- arflokks Jósteinn Kristjánsson og Sigrún Magnúsdóttir, frá D-lista Sjálfstæðisflokks Davíð Oddsson og Albert Guðmunds- son, frá G-lista Alþýðubanda- lags Sigurjón Pétursson og Guðrún Helgadóttir og frá V-lista Kvennaframboðs þær Guðrún Jónsdóttir og Magda- lena Schram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.