Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1982 Millisvæðamót haldið hér á landi í haust MILLISVÆÐAMÓT í skák verftur haldið hér á landi í september í haust. „Ég hef tekiA ákvörAun um aA milli- svæAamótiA, sem Mexíkanar áttu aA halda en hafa nú heykst á, verAi haldiA hér á landi," sagAi FriArik Ólafsson forseti FIDE í samtali viA Mbl. „Við höfum þegar hafið könnun á möguleikum á hentugu húsnæði og fleiru sem til þarf. Þetta verður mik- il framkvæmd og ljóst, að mótið verður sennilega það sterkasta, sem Starfsmannafélag ríkisstofnana: Einar Ólafsson end- urkjörinn formaður AÐALFUNDIJR Starfsmannafélags ríkisstofnana var haldinn þriöjudag- inn 23. mars að Grettisgötu 89, R. A fundinum fór fram kosning stjórnar til næstu tveggja ára. Stjórnina skipa: Formaður: Ein- ar Ólafsson, Útsölustjóri ÁTVR. ' Aðalstjórn: Ólafur Jóhannesson, eftirlitsm. Veðurstofu íslands, Sig- urfinnur Sigurðsson, fulltrúi Vega- gerðar ríkisins, Helga Ólafsdóttir, meinatæknir, Landsspítalanum, Birgir Sveinbergsson, leiktjalda- smiður Þjóðleikhússins, Ágúst Guðmundsson, deildarstjóri, Land- Fyrirlestur um eldgosið í St. Helens DR. ROBERT Tilling, forstöðu- maður þeirrar deildar Jarðfræði- stofnunar Bandaríkjanna, sem annast rannsóknir á eldgosinu í St. Helens og ráðgjöf til stjórn- valda vegna almannavarna, er hér á landi í boði Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar. Dr. Tilling mun halda almennan fyrirlestur með litskyggnum um eldgosið í St. Helens í Norræna húsinu á föstudagskvöldið. mælinga íslands, Brynhildur Brynjólfsdóttir, fulltrúi, Háskóla íslands. Að venju voru samþykktar á fundinum gagnmerkar ályktanir um kjaramál og segir þar m.a.: „Aðalfundur SFR 1982 telur að ekki sé lengur við unað að skerðing kaupmáttar launafólks vaxi ár frá ári og skorar því á alla félagsmenn sína að standa einhuga að undir- búningi þeirrar kjarabaráttu, sem framundan er. Beinir fundurinn því til stjórnar félagsins að hefja undirbúning komandi kjarabar- áttu. Því ályktar aðalfundur SFR 1982 eftirfarandi: Aðalfundur SFR 1982 fordæmir þá framkomu fjármálaráðherra við gerð sérkjarasamninga að hunsa með öllu ákvæði nýgerðs aðalkjara- samnings BSRB um samræmingu launa hliðstæðra starfshópa og niðurstöður nefndar þeirrar sem unnið hefur samkvæmt grein 10.3. í sérkjarasamningi SFR. Rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið að undanförnu á launa- kjörum ýmissa starfshópa sýna svo ekki verður um villst að ótrúlegt misræmi giidir á greiðslum fyrir sambærileg störf á ýmsum sviðum vinnumarkaðarins ríkisstarfs- mönnum í óhag. Aðalfundur SFR 1982 lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun launa- málaráðs að semja ekki án uppfyll- ingar þeirra ákvæða." haldið hefur verið hér á landi," sagði Ingimar Jónsson forseti Skáksam- bands Íslands. „Það varð að taka ákvörðun hið fyrsta, því skammur tími er til stefnu og ísland varð því fyrir val- inu,“ sagði Friðrik. Ákvörðun Mexí- kana um að hætta við að halda mótið kom mjög á óvart. Þrjú millisvæða- mót fara fram í sumar. Efstu menn í þeim vinna sér rétt til þátttöku í einvígjum um rétt til að skora á Anatoly Karpov heimsmeistara í skák. Fjórir keppendur verða frá Sov- étríkjunum, Boris Spassky, Lev Pol- ugaevsky, Yuri Balashov og Artur Ysupov. John Nunn frá Englandi, Lajos Portisch, Ungverjalandi, Yass- er Seirawan, Bandaríkjunum, Andr- as Adorjan, Ungverjalandi, Eusenio Torre, Filippseyjum, Ivanov frá Kanada, Rubinetti, Argentínu, Rod- rigues, Kúbu, Coalt, Líbanon og Hul- ak, Júgóslavíu. Millisvæðamótið átti að hefjast 29. júlí, en FIDE hefur ákveðið að fresta mótinu. „Þetta er mjög bagalegt en mexíkönsk stjórnvöld munu hafa hætt við fyrirhugaðan stuðning vegna efnahagsástandsins í landinu. Útslagið gerði þegar mexíkanski gjaldmiðillinn var felldur eitthvað um 100%,“ sagði Friðrik Ólafsson. Toyota-umboðið sýndi 14 bíla „VIÐ VORUM mjög ánægðir með aðsóknina, sem var framar öllum vonum," sagði Ólafur Friðsteinsson, sölustjóri hjá Toyota-umboðinu, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvernig bílasýning fyrir- tækisins um helgina hefði gengið. „F’ólk sýndi bílunum mikinn áhuga og við fengum fjölmargar pantanir," sagði Ólafur ennfremur. Á sýningunni voru 14 bílar, þ.á m. Tercel, Corolla, Carina, Cress- ita, Crown, Hi Lux, Hiace, Dyna, Landcrusier og ein rúta. „Stöndum ráðþrota frammi fyrir tíðum vinnuslysum44 — segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar Tvö vinnuslys urðu á at- hafnasvæði Eimskips í Sundahöfn sl. mánudag, maöur féll 7—9 metra ofan í lest, en slapp aö heita má ómeiddur, og ekið var á aldr- aðan starfsmann á lyftara. Hann fótbrotnaði og skadd- aðist eitthvað að öðru leyti. Vegna slysanna lögðu verka- . sérverslun fyrir hestamenn Reiöstígvél Reiöfatnaöur Öryggishjálmar Beislabúnaöur Hnakkar Ábreiöur o.fl. Allt úrvals vörur Tómstund Grensásvegi 7 — 2. hæð. Sími 34543 — fíeykjavík NNEWBJEX menn niður vinnu það sem eftir var dagsins að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar. „Að morgni þriðjudags héld- um við svo fund með verkamönn- unum til þess að ræða um þessi óhugnanlega tíðu vinnuslys," sagði Guðmundur ennfremur. „í sambandi við þessi tíðu vinnuslys á athafnasvæði Eim- skips þá er það að segja, að hvorki verkamennirnir sjálfir né félagið hafa náð tökum á þessu vandamáli og það getur einfald- lega ekki gengið lengur. Það er ekki hægt að horfa upp á félaga sína farast, eða slasast illa með jöfnu millibili á vinnustað. Það verður eitthvað að gera. Annars vil ég taka fram, að þessi vinnu- slys eru ekki bara hjá Eimskip, heldur einnig hjá öðrum skipafé- lögum. Því er ekki að neita, að báðir aðilar hafa gert ýmsilegt til að ná tökum á þessu, en það hefur enn ekki tekizt. Eimskip réði til dæm- is sérmenntaðan öryggisfulltrúa til starfa fyrir einum þremur ár- um og hann hefur gert marga góða hluti. Þá hefur verið komið upp áróðursspjöldum víða og komið var á fót samstarfsnefnd til að fjalla um þessi mál og hún er starfandi enn í dag. Það virðist hins vegar ekkert duga. Við stöndum alveg ráðþrota fyrir þessum tíðu slysum," sagði Guð- mundur ennfremur. IMPERIAL Frá nýju heilsuræktarstöðinni, Gáska, en leiðbeinendur þar eru allir sjúkra þjálfarar. Gáski - ný heilsugæslustöð ráðleggingar og fræðslu um upp- byggingu og þjálfun líkamans, líkamsbeitingu og starfsstell- ingar, öll almenn þjálfunartæki, sólbekki og fleiri þægindi. í frétt frá Gáska segir að við fyrstu heimsókn sé líkams- ástand hvers einstaklings athug- að af sjúkraþjálfara með tilliti til hreyfanleika og vöðvastyrks. Allir leiðbeinendur hjá Gáska eru sjúkraþjálfarar. OPNUÐ hefur verið ný heilsurækt- arstöð sem nefnist Gáski og er í Álflamýri 9 í Reykjavík. í Gáska er lögð áhersla á rétta uppbyggingu líkamans og einstaklingsbundna tilsögn. Heilsuræktarstöðin býður eft- irfarandi þjónustu: Einstakl- ingsbundið „prógram" eftir lík- amsástandi og þörfum hvers og eins, að undangenginni skoðun,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.