Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1982 11 „Það má ekki jafna Gróttuhús við jörðu“ ÞETI'A er vitavardahúsið í Gróttu, sem skemmdarvargar mölvuðu allar rúðurnar í um daginn og fóru inn til aö brjóta þar og bramla. Húsið er í umsjá vita- og hafnarmálastofnunar- innar, sem þegar lét setja hlera fyrir brotnu gluggana. A myndinni er Guðjón Jónatansson, starfsmaður Seltjarnarnesbæjar. Hann er einn þeirra á Nesinu, sem óttast að verði þetta gamla vitavarðahús í Gróttu áframhaldandi vettvangur skemmd- arverkamanna, geti svo farið að ör- lög hússins verði hin sömu og gömlu húsanna i Engey hér á árunum. — Við sjáum það, sagði Guðjón, — að Engey hefur ekki borið sitt barr vegna þess hve kolótt hún er eftir að húsin voru brennd. Ég er viss um að fólki hér á Seltjarnar- nesi og reyndar þeim sem til þekkja myndi þykja sjónarsviptir ef þetta gamla hús yrði jafnað við jörðu. — Slíkt má ekki ske. Já, þá yrði nú Gróttutangi lágkúrulegur, jafnvel hinn reisulegi Gróttuviti getur ekki bætt úr því. Við verðum að vona að þetta vitavarðahús og reyndar önnur hús í Gróttu fái að vera í friði fyrir rustamennum. Húsið er í senn virðingarvottur við íslenska vitaverði, og þakklæt- isvottur fyrir mikilvæg störf þeirra í þágu lands og þjóðar fyrr og síðar. Þess má að lokum geta að Gróttutangi er friðlýst landsvæði. Frá víðavangshlaupi Egilsstaðaskóla. Egilsstaðir: Fráir á fæti Kf(ilN8(öAum, 23. apríl. ÞAÐ VAR heldur betur uppi fótur og fit við grunnskólann hér nú á dögun- um er árlegt víðavangshlaup skólans fór fram. Víðavangshlaup hefur verið fastur liður í skólahaldi grunn- skólans hér síðastliðin 10 ár. Auk þess að vera uppákoma og skemmtun hefur víðavangshlaup- ið verið úrtökuhlaup til að velja keppendur fyrir skólann til þátt- töku í víðavangshlaupi grunnskóla á Austurlandi er ÚIA hefur efnt til árlega og er þá keppt um veg- legan farandbikar. I gær, sumardaginn fyrsta, var skólahlaup Úí A síðan haldið og að þessu sinni á Stöðvarfirði og tóku hlaupagikkir Egilsstaðaskóla vit- anlega þátt í því. Enda þótt þeir virtust fráir á fæti á heimavelli urðu þeir þó að sætta sig við 3. sæti í skólakeppninni. Efstir að stigum urðu heimamenn, Stöðv- firðingar, en Fáskrúðsfirðingar urðu aðrir í stigaröðinni. Ólafur Þjónusta og stuðningur: Hver vill gróður- mold í garðinn sinn? LIONS-KLÚBBURINN Muninn efn- ir til árlegrar sölu sinnar á valinni gróðurmold (úr Fossvogi og Sunda- höfn) um helgina, laugardag, 15. maí, og sunnudag, 16. raaí. Moldinni verður ekið um allt höfuðborgar- svæðið, frá Mosfellssveit til Hafnar- fjarðar. Allur ágóði rennur til hjúkrun- arheimilis aldraðra í Kópavogi, en þar er nú unnið að lokaáfanga. Tekið verður á móti pöntunum í síma: 42058, 17118 og 44731. (FrélUtilkynniRg) Er skrefagjaldaafslátt- ur stjórnmálaflokkanna löggiltur þjófnaður? Eftir Leif Sveinsson lögfrœðing í ágætri grein í Dagblaðinu & Vísi 10. maí sl. ritar Arinbjörn Kolbeinsson læknir um „Síma- skref og kosningaþref". Þar leggur hann til, að flokkarnir falli frá 85% afslættinum á skrefagjald- inu. Gott væri að heyra frá rit- stjórum Dagblaðsins & Vísis, hvort þeir fylgi Arinbirni að mál- um. Blaðið er jú frjálst og óháð öllum stjórnmálaflokkum. Arvak- ur hf., útgáfufélag Morgunblaðs- ins hefur nýlega gengið frá sam- þykktum í samræmi við nýju hlutafélagalögin. Þar segir í grein 1.03.: „Tilgangur félagsins er að styðja frjálst viðskipalíf og efla heilbrigðan hugsunarhátt í öllum þjóðfélagsmálum, og yfir höfuð beita sér fyrir hverju því, er miðar til sannra framfara í hvívetna ...“ Þegar þessi grein er höfð í huga, er það furðulegt, að ritstjórar Morgunblaðsins hafi ekki séð ástæðu til þess að víta hinn lög- gilta þjófnað af almannafé, sem framkvæmdastjórar stjórnmála- flokkanna börðu gegn um ráðu- neyti Steingríms Hermannssonar. Leifur Sveinsson Að hann skuli hafa gefið út reglu- gerðarbreytinguna undrar engan, því alkunna er hið gamla slagorð Framsóknarflokksins: „Við höfum aldrei brugðist röngum málstað." Ég starfaði við kosningar hjá Fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í aldarfjórðung. Sím- inn var óspart notaður á kosn- ingaskrifstofunum. Ég fullyrði, að notkun hans var neikvæð fyrir flokkinn. Kjósend- urnir urðu iðulega móðgaðir, þeg- ar verið var að stugga við þeim snemma á kjördegi og spyrja þá, hvort þeir ætluðu ekki að fara að skila sér á kjörstað. Siðustu stundir kjördagsins voru svo venjulega notaðar til að hringja í óvissu kjósendurna, oft með þeim árangri, að andstæðingar, sem áformað höfðu að sitja heima; þeir hröktust á kjörstað undan ofur- valdi símans. Eini stjórnmála- flokkurinn, sem unnið hefur um- talsverðan sigur á síðustu áratug- um, er Alþýðuflokkurinn, sem vann stórsigur 1978, enda átti hann hvorki dagblað né síma, svo orð væri á gerandi. Kjósendur eru hættir að láta teyma sig á kjörstað og öll síma- nauðgun er þeim mjög á móti skapi. — Þeim mun færri símar, þeim mun meira fylgi. Við sem fylgjum Sjálfstæðis- flokknum að málum getum ekki talið það til heilbrigðs hugsunar- háttar að skammta sér 85% af- slátt af skrefagjaldi. Flokksfor- ystan verður að endurskoða af- stöðu sína í þessu máli þegar í stað, ef hún ætlast til þess, að kjósendur flokksins mæti á kjör- stað 22. maí nk. Reykjavík, 13. maí 1982. D Q < Z í- < b, f- 05 O o, co n 05 D « < f- o oL_ 1£ Frakkar og utanyfirjakkar í úrvali - er það ekki málið? f o . ~ w v 5 v LAUGAVEGI47 SlMI 17575 ZL h n g v n 1'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.