Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 24
» í » l > » » I I I ► I í ( 24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1982 Kennarahópurinn á tröppunum sem liggja upp á svalir framan við samkomusalinn. Á myndina vantar skólameistara og þá stundakennara, sem kenna minna en hálfa kennslu. Ad þeim meðtöldum eru 18 kennarar við skólann. Bréf frá Egilsstöðum: Úr kaffitíma í borðstofu skólans. Allir heimavistarnemendur eru í mötuneyt- inu, svo og ýmsir sem búa í bænum. Hægt er að vera í lausafæði. Starfeári mennta- skólans þar að ljúka NÚ ER ÞRIÐJA starfsári Menntaskólans á Egilsstöðum að Ijúka. Alls hafa 215 nemendur stundað nám í skólanum á skólaárinu, auk 30 í námsflokkum. Siðastliðið vor útskrifuðust fyrstu stúdentarnir, 22 að tölu, af eftirtöldum brautum: málabraut, uppeldisbraut, náttúrufræðabraut, félagsfræðabraut og verzlunarbraut. Skólinn er fámennur og hyggst nota kosti smæðarinnar, en minnka eftir fóngum það óhagræði sem henni fylgir í takmörkuðu náms- framboði. Fjöldi brauta sýnir, að val er viðunandi fyrir flesta er hyggja á bóklegt nám til stúdentsprófs. Stúdentar braut- skráðir í annað sinn Laugardaginn 15. maí verða stúdentar útskrifaðir. Athöfnin fer fram í Egilsstaðakirkju og hefst kl. 14. Væntanlega verður brautskráður 31 nemandi, 16 konur og 15 karlar. Hinu hefð- bundna karlaveldi hefur verið rækilega hrundið. Stúdentar verða nú útskrifaðir af sömu brautum og í fyrra að viðbættri eðlisfræðabraut. Ljóst er, að margir hafa nú önnur markmið með Menntaskólanámi en áður var. Þannig hyggur aðeins um Vs þessa hóps á háskólanám í haust, hinir fara beint út í atvinnulífið, í nám erlendis eða aðra skóla en Háskólann. Að loknu þessu skólaári hafa rúmlega 50 stúd- entar útskrifast fra ME. Um félagslíf og heimavist Af skólahaldi í vetur er það að segja, að það hefur gengið vel. Fall á haustönn var minna en áð- ur, aðeins 8% þegar á heildina er litið. Félagslíf er gott og tekur sífellt á sig fastara form með bættri skipulagningu á starfi stjórna og klúbba. Það háir nokkuð félagslífi, hve margir nemendur fara heim um helgar, en reynt er að hafa aðra hverja helgi skipulagða, þótt ekki séu lagðar neinar hömlur á heim- ferðir nemenda. Auðvitað eru tvær hliðar á þessu máli, því margir nemenda eru virkir í fé- lagslífi heima hjá sér og gott eitt um það að segja, að heimabyggð- ir njóti þeirra um helgar. Byggingarframkvæmdir við heimavistarálmuna hafa gengið Kkjaldarmerki ME. Lagarfljótsorm- urinn. Ýmsir trúa á tilvist hans þótt ekki hafi hann sést úr skólanum svo vitað sé enda er skólinn tæpan kíló- metra frá fljótinu. vel. Óvíst er þó og næsta ólíklegt að nokkur not verði af henni á haustönn 1982. En fyrst, þegar heimavistarrými hefur aukist um þau 60 rúm, sem verða í hinni nýju álmu, getur skólinn, svo vel sé, annað umsóknum úr fjórð- ungnum og auk þess tekið við einhverjum utan hans, en slíkt er mjög æskilegt ýmissa hluta vegna. Þá mun heimavistin rúma 120—130 manns. Mötuneyti er öllum nemendum opið, einnig þeim, sem búa í bænum. Sérstada ME ME er yngsti menntaskóli landsins. Meðalaldur kennara er Kennari með námshóp (áfanga). Hópar eru mjög misstórir, frá 28—30, og allt niður í 8—10 í hóp. Þetta er íslenskuhópur og kennarinn heitir Kristján Jónsson. 27—28 ár. Vegna smæðar skólans og hins lága aldurs kennara hef- ur skapast náið samband milli þeirra og nemenda. Skólaheimil- ið hefur orðið eins og stór fjöl- skylda. ME starfar samkvæmt eininga- og áfangakerfi fjöl- brautaskólanna á Faxaflóasvæð- inu og í skipulagstengslum við alla skóla fjórðungsins, sem framhaldsnám reka. Þetta hefur þau áhrif að nemendur geta haf- ið menntaskólanám í heima- byggðum og komið í ME á 2. og 3. ári. Fyrsta árs nemendur í skól- anum eru því hlutfallslega fáir. Enginn er tekinn í heimavist á 1. ári, en öllum umsóknum þar um vísað í Eiðaskóla. ME er staðsettur í 1.200 manna sveitakauptúni og nýtur umhverfis síns í ýmsu, t.d. hvað varðar tómstundaiðju og ýmsar heimsóknir á menningar- eða listasviði í héraðið. Óæskileg ásókn í skólann úr kauptúninu er nánast óþekkt fyrirbæri og næði til náms gott. ME er eini menntaskólinn sem hefur framsögn og mælskulist sem skyldugrein (á 3. önn). Með þessu vill skólinn undirstrika þá naaðsyn, sem það er öllum þegnum í lýðræðisríki að geta sagt hug sinn og verið þannig virkir í umhverfi sínu. Opna vikan Opin vika var í ME 1.—5l febrúar sl. Þá fór fram ýmiss konar starf í skólanum, en hefð- bundin kennsla var felld niður. Nemendum gafst kostur á að velja sér sjálfir verkefni, en af ýmsu var að taka. Tveir þriðju hlutar hópsins völdu verkefni heima, en þriðjungur hans fór til Reykjavíkur. Þeir sem heima voru tóku m.a. þátt í heimsókn- um í flestar helstu stofnanir og fyrirtæki á Egilsstöðum, kynnis- ferðum til fjarða, farið var í dags ferðir á Seyðisfjörð, Norð- fjörð, Eskifjörð og Fáskrúðs- fjörð, vinnu við umbætur á fé- lagsaðstöðu, m.a. komið upp gufubaðstofu, sælkeraklúþb, sönghóp, leirmótun, fréttaskýr- ingahóp, náttúruskoðun á vél- sleðum, skíðaferðum, þýðingum úr erlendum málum á námsefni. Á kvöldin voru kvöldvökur. Vísnavinir og Böðvar Guðmunds- son komu fram. I Reykjavík tóku menn þátt í kvikmyndahátíð og starfskynn- ingu margra fyrirtækja. Má nefna Háskóla Islands, Hljóð- varp, Sjónvarp, Kópavogshæli, Veðurstofuna, Lögreglustöðina, Kleppsspítala, Félagsstofnun Reykjavíkur og Æskulýðsheimil- ið Ársel. Auk þess voru sótt leikhús. Breytingar á kennaraliði Það hefur verið lán ME að Rýmingarsala! Við rýmum fyrir nýjum húsgögnum Seljum næstu daga meö miklum afslætti borö og stóla, sem hægt er aö leggja saman. Hentugt í sumarbústaöinn og reyndar hvar sem er. Auk þess gefum viö 10—30% afslátt af öörum vörum verslunarinnar, meöan á rýmingarsölunni stendur. Komið og gerið góð kaup Opíðmánud—fímmtud. frá kl. 9—6. “ föstudaga frá kl. 9—7. “ laugardaga frá kl. 9—4. Einkaumboð á íslandi lnísj|ji«|iialaml SIÐUMULA 2 - SIMI 39555 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.