Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1982 fWtrgmi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakið. • • Oflug framkvæmda- stefna - hugmyndarík félagsmálastefna Tvennt einkenndi stjórnarár Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur öðru fremur; framkvæmdastefna, sem leiddi til þess, að allar götur borgarinnar voru malbikaðar, hitaveita lögð í öll hús og ný borgarhverfi risu. Hins vegar hugmyndarík félagsmálastefna, sem hefur orðið fyrirmynd allra annarra sveitarfélaga í landinu. Vinstri menn hafa jafnan haldið því fram, að þeir væru félagslegar sinnaðir en sjálfstæðismenn. Engu að síður er það söguleg staðreynd, að undir meirihlutastjórn sjálfstæðismanna í Reykjavík var byggð upp félagsleg þjónusta, á mörgum sviðum, sem tók fram öllu því, sem vinstri menn gerðu, þar sem þeir réðu, hvort sem það var í sveitarstjórnum eða í ríkisstjórn á tímum vinstri stjórna. Ef reykvískur kjósandi væri spurður um það í dag, hvað helzt hefði einkennt meirihlutastjórn vinstri flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur á sl. fjórum árum mundi honum veitast erfitt að gefa svar við þeirri spurningu. Ástæðan er sú, að vinstri stjórnin í Reykjavík hefur ekki rekið markvissa pólitík á nokkru sviði borgarmála. Þeir, sem ef til vill hafa búizt við því, að vinstri stjórnin í Reykjavík mundi vinna ný afrek í félagsmálum hafa orðið fyrir vonbrigðum. Hinir „félagslega" sinnuðu stjórnmálaflokkar á vinstri vængnum hafa ekki bryddað upp á nýjung- um í félagslegri þjónustu borgarinnar. Þeir hafa byggt á því þjónustu- kerfi, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði byggt upp en þeir hafa ekki bætt við neinu, sem máli skiptir. Þetta er ef til vill mesta skipbrot vinstri meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Þá má spyrja, hvort vinstri stjórnin í Reykjavík hafi ef til vill komið borgarbúum á óvart með framkvæmdasemi. Því er heldur ekki að heilsa. Þvert á móti hafa þeir haldið þannig á málum, að framkvæmdastofnanir borgarinnar á borð við Hitaveitu Reykjavíkur hafa verið lamaðar og álitamál, hvort þeim tekst á næstu misserum að sinna þeim verkefnum, sem þeim er ætlað. Þeir hafa heldur ekki lagt drög að nýjum borgarhverfum heldur horfið að því ráði að byggja á auðum svæðum og grænum svæðum til þess að hafa einhverjar lóðir á boðstólum. Fjórum árum eftir að þeir komust í valdastóla ríkir sundrung í þeirra röðum um Rauðavatnssvæðið sem næsta byggingarsvæði borgarinnar. Þeir skilja því við með allt í óvissu um framtíðarbyggð borgarinnar. Fyrir fjórum árum kunna einhverjir borgarbúar að hafa sagt sem svo: Það er orðið tímabært að gefa öðrum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Vinstri flokkarnir fengu þetta tækifæri. Fjórum árum seinna er ljóst, að þeir hafa ekki upp á neinn kost að bjóða. Sú framkvæmda- stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi hefur lognazt út af í höndum vinstri manna. En það hefur ekkert komið í staðinn. Ný og öflug félags- málastefna kom ekki í staðinn. í raun hefur Reykjavíkurborg verið stefnulaus í fjögur ár. Frambjóðendur vinstri flokkanna leita nú að leiðum til þess að svara þeirri spurningu hvers vegna í ósköpunum Reykvíkingar eigi að kjósa þá aftur. Eina svarið, sem þeir hafa fundið, er þetta: Við viljum Egil Skúla Ingibergsson sem borgarstjóra aftur. Fyrir fjórum árum gerðu vinstri flokkarnir embætti borgarstjórans í Reykjavík að valdalausu embætti. Sá maður, sem því starfi hefur gegnt sl. fjögur ár, hefur orðið að sæta því að geta ekki tekið ákvarðanir, sem máli skipta. Hann hefur orðið að fá samþykki hinna pólitísku foringja vinstri flokkanna fyrir smáu sem stóru. Enda sagði Sigurjón Pétursson í Þjóðviljanum á dögunum: Auð- vitað hef ég meiri pólitísk völd en Egill Skúli. Sjálfstæðismenn hafa fylgt langri hefð flokks síns með því að velja ungan hæfileikamann sem borgarstjóraefni flokksins í komandi kosn- ingum. Um þetta val sagði Albert Guðmundsson borgarfulltrúi og al- þingismaður í blaðagrein fyrir skömmu: „Davíð Oddsson hefur víðtæka reynslu af borgarmálum og hefur verið nánasti samstarfsmaður minn í borgarráði og í borgarstjórn, síðan Birgir ísl. Gunnarsson lét af emb- ætti. Samstarf okkar hefur ávallt verið gott. Á reynslu minni af því góða samstarfi byggði ég þá tillögu mína, að Davíð Oddsson yrði staðfestur í það forystuhlutverk, sem hann hefur nú einróma verið valinn til að gegna. Hann er ungur, þó reynsluríkur, vel menntaður maður, sem ég treysti." Undir þessi orð Alberts Guðmundssonar munu margir taka. Það er sómi að því fyrir sjálfstæðismenn að ganga til þeirrar hörðu baráttu, sem framundan er undir forystu Davíðs Oddssonar, hins unga borgar- stjóraefnis. Sjálfstæðismenn hafa fyrr valið unga menn á aldri Davíðs Oddssonar til þess að gegna embætti borgarstjóra og þeir hafa allir leyst það af hendi með glæsibrag. Nú er skammur tími til kosninga. Allir þeir Reykvíkingar, sem vilja taka höndum saman við sjálfstæðismenn um að tryggja borginni á ný þá forystu, sem rekur í senn öfluga framkvæmdastefnu og hugmyndaríka félagsmálastefnu, verða að herða sóknina til kjördags. Vinnustaðarfundur! verksmiðjunni Vífilfelli: Leggja ber áherslu á aðhald og reglusemi í borgarrekstrinum — sagði Páll Gíslason „ÞETTA var góöur fundur í verksmiðjunni Vífilfelli, margir starfsmenn fyrirtækisins voru á fundinum og við fengum góöar móttökur. Okkur var mjög vel tekið og klappaö í lokin,“ sagöi Fáll Gíslason læknir, 6. maöur á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar, í sam- tali við Morgunblaðið. Auk Páls voru á fundinum þau Mar- grét Einarsdóttir og Júlíus Hafstein. „í inngangserindum okkar ræddum við þau mál sem helst eru til umræðu nú fyrir kosningarnar og má þar nefna lækkun skatta, þá sér- staklega fasteignagjalda. Fulltrúar Framsóknarflokks- ins höfðu verið þarna daginn áður og sögðu þeir fólki að þeir vildu lækka fasteigna- gjöldin, þó þeir hefðu staðið að skattahækkunum fjórum sinnum á þessu kjörtímabili! Einnig ræddu þeir að sögn, um sölu Borgarspítalans, en þeir virðast ekki átta sig á því að borgin er með mikla og sérstaka starfsemi á spít- alanum, t.d. heilsugæslustöð og göngudeildir. Síðan má nefna það, sem framsókn- armenn virðast hafa gleymt, en það er að við erum að byggja svokallaða B-álmu við Borgarspítalann, sem ætluð er fyrir aldraða Reykvíkinga. Eg sé ekki hvernig það getur gengið, ef ríkið á að eignast stofnunina, hún verður þá ekki fyrir aldraða Reykvík- inga,“ sagði Páll. Páll sagði að rætt hefði verið um æskulýðsmál og Hallærisplanið og hefði Júlí- us Hafstein bent á að líka ætti að líta til þess sem vel væri gert, en ekki bara til þess sem miður færi. Styrkja ætti æskulýðs- og íþróttafé- lög til þess að laða fólk að verkefnum í stað þess að skapa erfiðleika. Páll sagði að spurt hefði verið um skipulagsmál, — af hverju sjálfstæðismenn vildu ekki byggja á Rauðavatnssvæðinu og hvar sjálfstæðismenn ætl- uðu að spara ef gjöld yrðu lækkuð. „Við bentum m.a. á, að með því að hætta við að byggja á Rauðavatnssvæðinu myndi borgin þegar spara um 60 milljónir við holræsa- gerð,“ sagði Páll. „Einnig sögðum við að leggja bæri áherslu á aðhald og reglu- semi í öllum rekstri borgar- innar. Ég benti á að eitt stærsta hagsmunamál Reykvíkinga væri það að vísitölufjölskyldan flytti úr bænum, til þess að við þyrft- um ekki alltaf að verða fyrir barðinu á vísitölunni. Þann- ig, að ekki mætti hækka strætisvagnagjöld eða hita- veitu í Reykjavík, án þess að menn fengju hærra kaup á Raufarhöfn. Þetta skapar Reykvíkingum mikil út- gjöld,“ sagði Páll Gíslason. Júlíus Hafstein talar á vinnustaðarfundi i verksmiðjunni Vífilfelli, en með honum á fundinum voru þau Margrét Einarsdóttir og Páll Gíslason. Ljósm. Mbi. 20 hljóta styrki úr Menningarsjóði HIN ÁRLEGA úthlutun styrkja úr Menningarsjóði fór fram í gær að viðstöddum styrkþegum. Einar Laxness, formaður Menntamálaráðs afhenti styrkina og gerði grein fyrir þeim. Að þessu sinni voru veittir átta dvalarstyrkir að fjárhæð kr. 10.000 hver. IJmsækjendur um þessa styrki voru 28 talsins en þeir sem styrkina hlutu eru: Ási í Bæ, rithöfundur, til dvalar á Spáni við ritstörf, Flosi Ólafsson, leikari, til dvalar í Stokkhólmi, Berlín og víðar, til að kynna sér leiklist, Guð- munda Andrésdóttir, myndlistarmaður, til dvalar í New York, til að kynna sér og vinna að myndlist, Hlíf Bente Sigurjónsdóttir, fiðluleik- ari, til dvalar í London, Sviss, Ítalíu vegna tónleikahalds, Jóhann Hjálmarsson, rithöfundur, til dvalar á Ítalíu, til að vinna að Ijóðaþýð- ingum, Jón Reykdal, myndlistarmaður, til dvalar í Bandaríkjunum, til að kynna sér grafíklist, Magnús Jónsson, óperusöngvari, til dvalar í Danmörku og Svíþjóð, til að kynna sér óperuflutning og Thor Vil- hjálmsson rithöfundur, til dvalar í Frakklandi við ritstörf. Þá voru veittir styrkir til út- gáfu tónverka og voru umsækj- endur þrír og ákvað Mennta- málaráð að veita þeim öllum nokkra úrlausn. Þeir sem hlutu þessa styrki voru: Jazzvakning, til útgáfu minningarplötu um Gunnar Ormslev, saxófónleik- ara, krónur 10 þúsund, Guðjón Matthíasson tónlistarmaður, til plötuútgáfu, krónur 2.500 og Trómet-blásarasveitin, til út- gáfu tónverks eftir Jónas Tóm- asson, tónskáld, krónur 2.500. Auglýstir voru styrkir til fræðistarfa og náttúrufræði- rannsókna og voru umsækjend- ur alls 12, en heildarstyrk- upphæðin er ákveðin af Alþingi krónur 16 þúsund. Mennta- málaráð hefur haft þann hátt á að veita viðurkenningu nokkrum ágætum fræðimönnum, sem lengi hafa fengist við þjóðleg fræði og rannsóknir af áhuga og eigin frumkvæði, en hljóta yfir- leitt lítinn sem engan opinberan styrk. Þeir sem styrkina hlutu að þessu sinni voru alls níu tals- ins og hljóp Menntamálaráð undir bagga með Alþingi til þess að þessir styrkþegar gætu allir hlotið sömu upphæð, eða krónur 2.000. Þessir fræðimenn eru: Einar H. Einarsson, Skamma- dalshóli, Guðbrandur Magnús- son, Siglufirði, Guðmundur A. Finnbogason, Innri-Njarðvík, Indriði Indriðason, Reykjavík, Jón Guðmundsson, Fjalli, Skúli Helgason, Reykjavík og Þórður Tómasson, Skógum. í lok afhendingarinnar, sagði Einar Laxness: „Það er okkur í MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1982 17 Jón Páll snaraói Katrinu léttilega i loft eins og sjá má. Létt og leikandi stemmning var á fjölskylduhátið sjálfsUeóismanna eins og sjá má. Endamennirnir í þeim meirihluta sem sjálfstæðismenn stefna að í borgarstjórnarkosningunum, Davíð Oddsson i 1. sæti og Katrín Fjeldsted í 11. sæti, ræða málin í Laugardalshöll í gærkvöldi.en á milli þeirra er Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson með son sinn, Baldur. Albert 1 þrumusókn gegn stjörnu- Jón Páll Sigmarsson setti heimsmet í réttstöðulyftu með annarri hendi, liði Ómars. 250 kg, Ukk! Sjálfstæðismenn brugðu á leik í Laugardalshöll: Létt stemmning á fjölmennri Qölskylduskemmtun Það var létt stemmning yfir fjöl- skylduhátíð ungra sjálfstæð- ismanna í Laugardalshöll i gær- kvöldi, enda byggðist dagskráin á því að brugðið var á leik með fjöl- breyttri dagskrá. Fjölmenni var i llöllinni, en skemmtunin stóð yfir í tvær klukkustundir frá kl. 8 til liðlcga 10. Fjölskylduskemmtunin hófst með því að Magnús Kjartansson og félagar léku létt lög og hresstu upp á mannskapinn með skemmtilegheitum. Þá var fim- leikasýning telpna og pilta. Lék unga fólkið listir sínar af mikilli snilld og með glæsibrag, en um var að ræða fimleikafólk úr Ármanni, stúlkur á aldrinum 10—13 ára og 17—19 ára pilta úr meistaraflokki Ármanns. Kynnir kvöldsins var Her- mann Gunnarsson og var hann ljónhress að vanda. Óvænt atriði var að Guðmundur Rúnar hljómlistarmaður, sem nýlega gaf út plötuna Vinna og ráðn- ingar, mætti á sviðið og söng tvö lög, barnagæluna Súrmjólk og Háseta vantar á bát. Á enda- sprettinum kvaðst Guðmundur Rúnar hafa verið sjálfstæðis- maður frá barnæsku. Þá léku Magnús Kjartansson, Rúnar Júlíusson og fleiri lagasyrpu. Síðan flutti Katrín Fjeldsted læknir ávarp, en hún skipar bar- áttusæti sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum. Katrín kvað sjálfstæðismenn ganga bjartsýna til kosninga og ræddi um það hvernig borg fólk vildi byggja fyrir unga fólkið, sem ætti næsta leik í framtíð- inni. Kvaðst Katrín vilja leggja áherzlu á það að hlustað væri á óskir unga fólksins og tekið tillit til þess. Hún kvað fulla ástæðu til þess að treysta unga fólkinu til að bera ábyrgð á eigin lífi og umhverfi. í lok ræðu sinnar áréttaði hún að sjálfstæðismenn væru oft kallaðir hinn þögli meirihluti og hvatti þá til að láta til sín heyra á kjördag, allir sem einn. Katrín rifjaði upp þrjá málshætti. Þann fyrsta tengdi hún samstarfi vinstri flokkanna í borgarstjórn með orðunum: Oft ræður vargur með úlfi. Annað var um kosningaloforð vinstri manna: Oft leyna sæt orð svik- um og það þriðja fjallaði um þann meirihluta sjálfstæð- ismanna sem stefnt er að: Oft kemur bót eftir böl. Jón Páll Sigmarsson lyftinga- kappi setti heimsmet á fjöl- skylduskemmtuninni með því að lyfta 232 kg og 250 kg með hvorri hendi við mikinn fögnuð áhorf- enda og síðan vatt hann sér að Katrínu Fjeldsted og snaraði henni á loft um leið og hann hafði á orði að menn ættu að standa saman um að lyfta henni upp í 11. sætið í borgarstjórn- arkosningunum. Ingibjörg Rafnar flutti ávarp þar sem hún hvatti fólk til sam- stöðu með sjálfstæðismönnum, enda væri Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem traustast stæði vörð um hag fjölskyldunnar og einstaklingsins. Fjallaði hún um hin stóru kosningaloforð vinstri- manna þar sem lítið væri um efndir. Þá léku knattspyrnu með miklum tilþrifum lið sjálfstæðis- manna á borgarstjórnarlistan- um undir forystu Alberts og lið Ómars Ragnarssonar. Lék Albert ýmsar kúnstir með knött- inn og reyndar sýndu flestir keppenda ótrúlega knattmeð- ferð. Þorgeir Ástvaldsson og Magnús Ölafsson fluttu gam- anmál og stjórnuðu fjöldasöng svo undir tók í Höllinni. Þá flutti Davíð Oddsson nokkur lokaorð þar sem hann brýndi menn til eflingar Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum Reykjavíkur. Við úthlutun styrkja í Menningarsjóði, talið frá vinstri: Magnús Jónsson, óperusöngvari, Einar Laxness, formaður Menntamálaráðs, sem úthlutaði styrkjunum, Guðmunda Andrésdóttir, myndlistarmaður, Thor Vilhjálmsson, rithöf- undur, Flosi Ólafsson leikari, Vernharður Linnet, sem tók við styrknum fyrir hönd Jazzvakningar og Jóhann Hjálmarsson, rithöfundur. Ljósm. köe. Menntamálaráði fagnaðarefni, að eiga þess kost að styðja með nokkrum hætti við bakið á lista- og menningarlífi í landinu, með- al annars með því að stuðla að því, að listamenn geti um stund horfið til annarra þjóða, kynnst þeim hræringum, sem þar eru að gerast í listum, víkkað sjón- deildarhring sinn og veitt síðan ferskum straumum inn í ís- lenskt menningarlíf." Búsetuúrskurðir fjölga Reykvíkingum REYKVÍKINGUM fjölgaði um nálega 400 manns á síðustu tveimur árum, en hafði áður fækkað á árunum 1975—1978. Til þessara talna grípa meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur í kosningaslagnum og telja þá þetta stafa af góðri stjórn í borginni. Skýringin er þó nokkuð önnur, bæði sérstakt átak sem gert var í borginni til að kæra fólk sem lengi hafði búið og unnið í Reykjavík en skráð sig og greitt skatta annars staðar og fá þá úr- skurðaða með búsetu í Reykjavík. Þannig var 131 einstaklingur úr- skurðaður í lögheimili í Reykja- vík í desember 1980 og bættist því við árið 1981, og árið 1980 bætt- ust 166 við með sama hætti. En enginn 1979. Þarna er kominn Vs af viðbótinni sem alltaf hafði í raun verið þar, þótt ekki væri það á skrá. En ekki er öll sagan þar með sögð. Mannfjöldabreytingar á höfuðborgarsvæðinu má sjá í skýrslu Framkvæmdastofnunar 1981 en þar er tafla yfir flutninga gagnvart útlöndum á þessum ár- um. Á höfuðborgarsvæðinu flytj- ast til útlanda fleiri en koma inn allt til 1979 og kemur fram sem mínus 250 manns á árinu 1980, en á næsta ári, 1981, kemur fram að íslendingar eru farnir að flytjast heim aftur, þá hafa flutt 229 fleiri heim en út á höfuðborg- arsvæðinu, sem kemur heim og saman við það að atvinnuleysi er farið að aukast í nágrannalönd- unum og kjörin versna. Fólk er farið að flytjast heim frá Svíþjóð og einnig Danmörku aftur. Tölur um heimflutning sl. ár liggja ekki fyrir enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.