Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1982 13 Davíö Oddsson svarar spurningum lesenda Spurt og svarað um borgarmál LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, efsti maöur á framboðslista Sjálfstæðisflokksins og borgar- stjóraefni sjálfstæðismanna, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgar- mál fram að kjördegi 22. maí. Lesendur Morgunblaösins geta hringt til ritstjórn- ar Morgunblaösins í sima 10100 á milli klukkan 10 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og mun blaðiö koma spurningunum til Davíðs. Svör Davíös Oddssonar munu birtast skömmu eftir að spurningar berast. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaösins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, ritstjórn Morgunblaösins, pósthólf 200, 101 Reykjavík. Nauðsynlegt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. Um samfellda bygginga- starfsemi veröi aö ræöa Ingólfur ísebarn, Búlandi 5 spyr: 1. Eftir hverju var farið við út- hlutun lóða til byggingafélaga þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórn borgarinnar? Mun þeim reglum sem nú er farið eftir verða breytt ef Sjálfstæðisflokk- urinn nær meirihluta? 2. Hyggst Sjálfstæðisflokkurin vinna að því að nýta betur vinnu þeirra sem starfa hjá borginni? Svar 1: Engar sérstakar reglur gilda eða hafa gilt varðandi úthlutun lóða til byggingafélaga í borginni. Borgaryfirvöld verða að taka til- lit til margra sjónarmiða þegar þau úthluta lóðum til byggingafé- laga. Gæta verður þess að jafn- ræði sé með byggingaaðilum. Byggingameistarar, sem hafa staðið vel að fyrri verkefnum eiga að njóta þess við lóðaúthlutanir svo það verði mönnum hvatning til eftirbreytni. Sömu sögu er að segja um byggingasamvinnufé- lög, þau sem vel hafa að verki staðið eiga öðrum fremur að hafa forgang til lóða, jafnframt finnst mér rétt að gæta þess við lóða- úthlutanir til byggingameistara og byggingafélaga að um sam- fellda starfsemi geti verið að ræða, þannig að aðilarnir geti gert áætlanir lengra fram í tím; ann en aðeins til eins árs í senn. í tíð Sjálfstæðisflokksins var tekin upp sú nýbreytni að fela bygg- ingaaðilum að hafa veruleg áhrif á uppbyggingu einstakra reita innan borgarhverfis og ég tel að sú tilraun hafi gefið að ýmsu leyti góða raun, og megi útfæra og vinna betur úr. Svar 2: Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að því að hagræð- ingarstarfsemi var hafin innan borgarkerfisins og hefur hún skilað mjög miklum árangri eins og fram hefur komið í skýrslum þar að lútandi. Þessum hagræð- ingarstörfum hefur að hluta til verið haldið áfram á þessu kjör- tímabili en ekki verður sagt að í þeim efnum hafi verið aukið að neinu leyti við. Við sjálfstæðis- menn teljum, að jafn stóru fyrir- tæki eins og Reykjavíkurborg í rauninni er, sé nauðsynlegt að hafa á hverjum tíma í gangi hag- ræðingarverkefni og hafa allan borgarreksturinn í stanslausri endurskoðun með hagræðingu, nýtni og skilvirkni í huga. Forgangsverk- efni aö lækka fasteignagjöld Olafur Hilmar Sverrisson, Safamýri 35 spyr: Það hefur gerst áður fyrir kosningar, að skattalækkunum er lofað eftir kosningar og er Sjálfstæðisflokkurinn ekki sá eini sem því lofar. Eru forsendur fyrir því að lækka skatta og er hagur borgarinnar það góður nú að hann leyfi lækkun skatta þegar Sjálfstæðisflokkurinn nær meiri- hluta? Svar: Hafa verður í huga að Sjálf- stæðisflokkurinn stjórnaði borg- inni með miklu minni skatt- heimtu heldur en vinstri meiri- hlutinn hefur gert. Þegar vinstri meirihlutinn tók við völdum þá jók hann skattheimtu á öllum þáttum borgarlífsins, gekk meira að segja svo langt að óska eftir sérstökum lagaheimildum til þess að geta aukið skattheimtuna enn frekar en þáverandi lög leyfðu. Sjálfstæðismenn mótmæltu þess- um hækkunum alla tíð. Við hverja gerð fjárhagsáætlunar fluttu þeir skattalækkunartillög- ur og létu ekki þar við sitja held- ur skáru fjárhagsáætlun borgar- innar niður á móti. Sjálfstæðis- menn gera það nú að forgangs- verkefni að lækka fasteignagjöld- in og það geta þeir gert á trúverð- ugan hátt vegna sögu sinnar. Þeir hinir sem hafa hækkað skattana á kjörtímabilinu eins og fram- sóknarmenn og verið fremstir í flokki að fella tillögur sjálfstæð- ismanna um skattalækkanir virka nánast eins og hræsnarar þegar þeir nú nokkrum dögum fyrir kosningar bera skattalækk- unarhugmyndir á borð fyrir kjós- endur. Það er vitað að sá flokkur mun aldrei fá bolmagn til þess að koma slíkum hugmyndum fram og reynslan sýnir að framsókn- armenn hafa ekki hug til þess. Þar sem sjálfstæðismenn stjórna sveitarfélögum hér í nágrenni Reykjavíkur, þar eru skattar og gjöld miklu lægri en hér gerist. Við höfum bent á það að bara með því einu að hverfa frá Rauðavatnsskiplulaginu sparar borgin sér stórkostlegar fjárhæð- ir. Telji vinstri menn að borgin hafi fjárhagslegt bolmagn til þess að ganga í Rauðavatnsskipu- lagið þá gefur augaleið að borgin getur verið án vissra tekna ef hún hverfur frá því skipulagi. Síðasta fjárhagsáætlun borgarinnar ger- ir ráð fyrir því að borgarrekstur- inn, framkvæmdir borgarinnar, kosti um þúsund milljónir nýrra króna og það sér hver maður að í slíkum rekstri er hægt að spara töluvert, ef viljinn er fyrir hendi. Sá vilji hefur ekki verið fyrir hendi á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðismenn, hafa lofað því skýrt og skorinort, að fái þeir afl til þá verði fasteignaskattarnir lækkaðir af íbúðarhúsnæði og síðan verði önnur gjöld og álögur vinstri stjórnar tekin til meðferð- ar hvert af öðru. Meira en helm- ingi færri lóöum úthlutaö á þessu kjörtfmabili en 1970—1978 Magnús H. Skarphéðinsson, Grett- isgötu 40b spyr: Ég vil byrja á því að þakka þér Davíð fyrir nokkuð skýr og mál- efnaleg svör við spurningum frá mér á þriðjudaginn (það er ólíku saman að jafna og þegar undir- ritaður hringdi á beina línu til Sigurjóns Péturssonar hér um ár- ið). En í framhaldi af svörum þín- um, sbr. að aðallausn á lóðaút- hlutunarvandamáli Reykjavíkur sé að hafa ávallt nægjanlegt framboð lóða í Reykjavík spyr ég: Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að stefna að því að hafa ávallt nægjanlegt framboð atvinnu- og íbúðalóða hverju sinni, nái hann meirihluta 22. maí næstkomandi og ef svo verður hvernig ætlar hann að fjármagna það? Og önnur og óskyld spurning. Nú hefur núverandi borgarstjórn tekið upp þá skynsömu stefnu að ráða forráðamenn borgarstofn- ana aðeins til ákveðins tíma í senn, sbr. ráðningu forstöðu- manns Borgarskipulags Reykja- víkur aðeins til 5 ára í senn, en ekki til lífstíðar eins og Sjálf- stæðisflokkurinn gerði hér áður, Reykjavík til mikillar óhamingju sbr. embætti vinnumálastjóra Reykjavíkur, slökkvistjórans í Reykjavík, forstjóra SVR og fleira og fleira, því spyr ég: Hyggst Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram núverandi stefnu borgarstjórnar, eða taka upp fyrri iðju sína nái hann meiri- hluta 22. maí. Með virðingu og fyrirfram þökk. Svar til Magnúsar Skarphéðinssonar: Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með stjórn borgarmála hafði hann það markmið að stefna að því að lóðaframboð næði lóðaeft- irspurn og því marki náði hann ekki alfarið, eins og menn vita, vegna þeirrar miklu þenslu sem þá var í borginni. Þó er þess að geta, að samkvæmt meðaltali ár- anna 1970—’78 úthlutaði Reykja- víkurborg undir forystu sjálf- stæðismanna 717 lóðum árlega. A valdatíma vinstri manna verður aðeins úthlutað 340 lóðum að meðaltali á hverju ári, þannig að lóðaframboð hefur dregist saman um helming. Ljóst er að verði byggðinni stefnt upp að Rauða- vatni þá mun ennþá meiri sam- dráttur verða við lóðaúthlutanir, enda kosturinn þar ekki hag- kvæmur eða fýsilegur. Nú er ljóst að hin mikla þensla í borginni hefur minnkað og sérfræðingar telja að 700 lóðir á ári til úthlut- unar mundu nægja til þess að framboð svaraði eftirspurn. Sami fjöldi og við vorum vanir að út- hluta. Varðandi síðari spurning- una þá hefur núverandi borgar- stjórn aðeins í einu tilviki, svo ég muni, ráðið starfsmann í tíma- bundna ráðningu með þessum hætti sem þú nefnir, til 5 ára. Hins vegar var sú breyting gerð á síðasta kjörtímabili þegar við sjálfstæðismenn vorum við völd, að æviráðningu var hætt. Eftir það var enginn starfsmaður eða embættismaður æviráðinn heldur allir ráðnir með 3ja mánaða upp- sagnarfresti. Frá þeirri stefnu hyggst Sjálfstæðisflokkurinn ekki hverfa og það svarar spurn- ingunni. Hafbeitarstöðin í Vogum: 20.000 laxaseiðum sleppt á þessu ári l.josrmnd Mbl. Sigurgcir Jóna.vson. Frumflutningur sakamálaleikrits í Eyjum HAFBEITARSTÖÐIN í Vogum sem rekin er af Fjárfestingarfélagi ís- lands og bandariska fyrirtækinu Weyerhauser Company, er tekin til starfa og voru á þriðjudag komin um 20.000 laxaseiði í tjarnir, en þessum seiðum verður sleppt seinni hluta júnímánaðar, samkvæmt upplýsing- um sem Morgunblaðið fékk hjá Sig- urði Ingimarssyni, framkvæmda- stjóra Fjárfestingarfélagsins. Grænlensk lög og Ijóð í Nor- ræna húsinu GRÆNLENSKI vísnasöngvarinn og lagasmiðurinn Peter 0. Peter- sen mun flytja frumsamið efni, lög og ljóð, og graenlenska söngva í Norræna húsinu laugardaginn 15. maí, kl. 17.00. Sigurður sagði að þær fram- kvæmdir sem gerðar hefðu verið á svæðinu væru gerð tjarna, borað hefði verið eftir fersku vatni, leiðslur lagðar fyrir ferskt vatn, heitt vatn og sjó. Tilraunarekstur þessi stendur þetta ár og það næsta, að sögn Sigurðar, en á næsta ári verður um 40.000 seiðum sleppt. A næsta ári er síðan búist við því að ákveðið hlutfall slepptra seiða, 8—12%, komi aftur í stöð- ina. Sigurður sagði að hvert seiði hefði kostað um 12 krónur og því væri verðmæti seiðanna um 240.000 krónur. Við stöðina starfa tveir eftir- litsmenn þá tvo mánuði sem ha- fbeitarstöðin verður starfrækt á þessu ári. Líkur væru á, að sögn Sigurðar, að tveir menn störfuðu við stöðina um fimm mánaða skeið á næsta ári, við seiðaslepp- ingu og móttöku þeirra laxa sem sleppt verður í vor, en þeirra er von til stöðvarinnar í júlí, ágúst og september á næsta ári. Afstaða til áframhaldandi reksturs yrði síðan tekin á grundvelli þeirra tilrauna sem fram fara í ár og næsta ár. LEIKFÉLAG Vestmannaeyja frum- sýndi fyrir skömmu sakamálaleikrit- ið Húsið á klettinum eftir Georg Batson og hefur það verið sýnt nokkrum sinnum við góða aðsókn. Húsið á klettinum er 109. verkefni Leikfélags Yestmannaeyja. Leik- stjóri er Halldóra Magnúsdóttir. Auðberg Óli Valtýsson, Jóhanna Jónsdóttir, Hanna Birna Jóhanns- dóttir, Runólfur Dagbjartsson, Ingveldur Gyða Kristinsdóttir, Reynir Sigurðsson, Magnús Magn- ússon, Asta Bjartmarsdóttir. Fyrir framan eru: Hjálmar Brynj- ólfsson, Helga Tryggvadóttir, Halldóra Magnúsdóttir, leikstjóri, og Lárus Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.