Morgunblaðið - 22.05.1982, Side 15

Morgunblaðið - 22.05.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 59 Magnús L Sveinsson og Guömundur Hallvarðsson spjalla við starfsfólk í Holtagörðum. Albert Guðmundsson i fundi hjá Eimskip í Sundahöfn. Páll Gíslason og Margrét Einarsdóttir ræða við starfsmann hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð. dýra í Khöfn 1929—1930. Las nátt- úrufræði (aðalgr. skordýrafræði) ... vísindalegur starfsmaður (sér- fræðingur í skordýrafræði) ... í atvinnudeild Hásk. íslands ... vann að ákvörðun og uppsetningu skordýra ... sat þing skordýra- fræðinga...“. Ég hygg að þegar hér er komið sögu sé lesanda hreinlega farið að klæja. Sem dæmi um furðuleg vinnubrögð í sambandi við gerð æviskránna sakar heldur ekki að birta í heild kafla sem kemur hreint eins og skrattinn úr sauðaleggnum; þegar viðkomandi hefur gert nokkra grein fyrir störfum sínum kemur eftirfarandi: „Fyrir tæpum fimm- tán árum hóf hann samstarf við I.S.H. lækni... og má segja, að með því hafi á vissan hátt verið brotið blað í heilbrigðisþjónustu landsmanna þar sem með því var lagður grunnur að læknamiðstöð, sem síðar varð Heilsugæzlustöðin á ... sem er elzta heilsugæzlustöð landsins að nútíma hætti. Barátt- an fyrir framgangi þessara heil- brigðisstofnana hafa átt hug hans og hefur hann ritað blaða- og tímaritsgreinar til stuðnings því hugðarefni sínu.“ Þessi hugvekja mundi sóma sér prýðilega í af- mælisgrein en er fráleit í slíku riti. Og svona mætti lengi telja. Afleitt er að prófarkalestur ártala virðist ekki upp á marga fiska, kona nokkur hefur til dæmis geng- ið í hjónaband ellefu árum áður en hún fæddist. Slíkar villur eru óafsakanlegar í uppsláttarriti og rýra gildi bókar af þessu tagi. „Æviskrár samtíðarmanna" eiga að vera staðreyndabækur. Það skyldi haft i huga. The Return of the Ayatollah Jóhanna Kristjónsdóttir Þegar saga tuttugustu aldar- innar verður rituð, er óhjá- kvæmilegt að atburðir síðustu áratuga í íran verði fyrirferð- armiklir. Fyrir endann á þeirri þróun, sem hófst með islömsku byltingunni, er ekki séð og kannski langt í það. En staðhæfa má með nokkrum rétti að fram- vinda mála í Iran síðustu ára- tugina spegli annað og meira en aðeins það, sem hefur gerzt inn- anlands, væntanlega má setja þessa atburði í sögulegt sam- hengi, þegar að því kemur að gera upp tímabilið frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Samtíðin verður alltaf að verða fortíð til að menn nái yfirsýn yf- ir hana, sú upplausn, breyting á gildismati, þessar allsherjar þjóðfélagsbreytingar sem hafa orðið á 36—37 árum, — það er ekki von að við höfum getað sporðrennt þessu í einum bita. Fyrir nú utan heitar umræður um stöðu konunnar í nútíma- þjóðfélagi o.s.frv. Það er furðuleg þversögn í því, að tækni og vísindum hefur fleygt fram með ofsahr.aða á síð- ustu áratugum og því virðast lít- il takmörk sett sem maðurinn getur gert — og svo koma til at- burðir eíns og hinir írönsku — þar er verið að hverfa með nú- tímafólk í mörgu tilliti niður á steinaldarstigið á ný, svipta kon- ur réttindum sem þær höfðu fengið og fleira og fleira. Og það er verulega forvitnilegt rann- sóknarefni, að það er ekki íran eitt, sem glímir við að koma kennisetningum islams heim og saman við tuttugustu öldina, það bólar á þessu í mismunandi rík- um mæli í mörgum löndum múhameðstrúarmanna. Bók Mohammeds Heikal „The Return of the Ayatollah" gefur engin endanleg svör við neinu af því sem að ofan er nefnt. En Heikal er án efa flestum mönnum færari til að freista þess að gera úttekt á málinu, sem hefur valdið svo afdrifa- miklum hræringum um allan heim. Heikal var lengi ritstjóri A1 Ahram í Kairó og hefur fylgzt með málefnum írans í ald- arfjórðung og er einhver fróð- astur maður þar um. Hann var kunnugur keisaranum persónu- lega og hann hefur átt viðtöl við Khomeini, bæði fyrir og eftir isl- ömsku byltinguna. Hann hefur rætt við stjórnmálamenn, trú- arleiðtoga, hernaðarsérfræðinga og óbreytta hermenn í Banda- ríkjunum, Evrópu, Sovétríkjun- um og arabaríkjunum, og viðað að sér mikilli þekkingu. sem hann vinnur svo afar aðgengi- lega úr í bókum sínum. Frásögn hans af aðdraganda þess að keisarinn hrökklaðist frá völdum er til að mynda einkar athyglisverð. en þó hefur lesandi á tilfinningunni þegar keisari og Khomeini eru annars vegar, að þar takist Heikal ekki fullkom- lega að vera hlutlaus. Kannski er vissara að sýna nú hollustu Khomeini og klerkaveldinu, en það er aldrei að vita nema snún- ingur geti orðið þar fyrr en var- ir. Og það er ekki alveg gott að átta sig á því, hversu heill Heik- al er í afstöðu sinni til Khomein- is, að mörgu leyti getur nútíma- maður á borð við Heikal, þó svo að hann sé góður og gegn nnih- ameðstrúarmaður sjálfur, varla verið dús við þær aðferðir og þær hugsjónir sem einkennt hafa harðýðgislegt stjórnarfar Khomeinis. Því leyfir maður sér að draga í efa fullkomin heilindi höfundar, en hins vegar er mikið á bókinni almennt að gra'ða og sem upplýsing og leiðsögn aldeil- is virðingarverð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.